Þvílík hamingja

Að allt skildi fara vel hjá litla drengnum sem er eins árs í dag, þetta eru fréttir sem maður vill heyra.
Bara óska þeim til hamingju með hann.

Það er samt ekki alltaf hamingja ég á litla vinkonu, Auðbjörgu Jönu í Boston sem er þar með Völu mömmu sinni og Didda pabba, hún  er búin að fara í margar aðgerðir, en er samt ofsa dugleg ég er búin að biðja fyrir henni í marga mánuði, þið munduð kannski bætast í þann hóp mér þætti afar vænt um það.

Hún Vala Björk Svans er á facebokk og er á hverjum degi í highlights, þar er hægt að fylgjast með litlu Auðbjörgu Jönu.

Annars er ég bara fín, ég lagði mig um 10 leitið í morgun, svaf til 13.30 Gísli minn fór í búðina fengum okkur svo smá kaffi og hrökk og svo lagði minn sig, en það gerir hann aldrei vona að hann sé ekki að verða veikur.

Litla ljósið kom og var hjá okkur fram yfir kvöldmat, en hún vildi ekki svona chillý súpu eins og við borðuðum svo hún fór bara heim að borða með mömmu sinni og pabba.

Vinkona mín missti hundinn sinn í dag og það er aldrei gott, ég vorkenni henni og hennar börnum þann missir.

 Kærleik til ykkar allra
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Elsku Milla mín ..Gott að þú getur hvílst..Ég er reyndar alveg hissa á að þú getir sofið svona lengi. Gunni segir að þú eigir að athuga þetta! Oftast erum við í vandræðum með svefn á þessu æviskeiði..En yndislegt samt Milla mín og knús á ykkur!

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 16.10.2009 kl. 21:39

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Silla mín ég er nú oftast vöknuð klukkan 6-7 á morgnana, en stundum vakna ég fimm og þá daga sem ég fer í þjálfun verð ég að hvíla mig ég sofna oft ekkert bara dorma í klukkutíma.

En segðu Gunna mínum að ég megi víst þakka fyrir að vera ekki með síþreytu sem er fylgifiskur vefjagiktar.
Allt mitt líf hef ég verið árrisul, það var nú sú tíð einu sinni að maður var búin að baka kleinur og nokkrar formakökur og hafragrauturinn kominn á borðið er börnin komu fram

Knús til ykkar
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.10.2009 kl. 07:58

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er líka ánægð yfir þessari frétt, veit af litlum dreng sem fæddist með þennan galla fyrir nokkrum árum og hann lifði aðeins í 3 daga, mikil sorg og erfiðleikar fyrir foreldra hans og systkini.  Það var mikil mildi að þessi hjón voru stödd á réttum stað á réttum tíma.  Kær kveðja norður.

Ásdís Sigurðardóttir, 17.10.2009 kl. 13:17

4 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Já  þetta   er yndislegt  með þennan litla dreng

Góða     nótt Milla  mín.

                Kærleikskveðjur Vallý

Valdís Skúladóttir, 17.10.2009 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.