Minningar
19.10.2009 | 08:29
Sporðdreki: Þú færð tækifæri til þess að hnýta lausa enda varðandi erfðamál og sameiginlegar eignir í dag.
Engan arfinn er ég að fá og ekki er eignunum fyrir að fara , nema bíl sem er á bílaláni, en ég á fullt af minningum og þegar maður er búin að henda í ruslið vondu minningunum þá er það alveg þess vert að muna hinar. Eins og gamla húsið á Skólavörustígnum sem brann í nótt, ekki að ég muni sérstaklega eftir því húsi bara öllum húsunum labbaði ekki svo sjaldan um þetta svæði, átti einu sinni heima í snobbgötunni Laufásveg og svo átti langamma heima á Þórsgötu, en það er löngu búið að rífa hennar hús. Frá þessum tíma á ég yndislegar minningar, Reykjavíkin mín var svo falleg með öllum sínum gömlu húsum alltaf voru sömu verslanir á sama stað, sömu flottu mahony innréttingarnar, man þegar fyrsta mollið kom, það var staðsett í Austurstræti með rúllustiga upp en ekki niður (að mig minnir)
En ekki fannst mér neitt flott við það, fannst Haraldarbúð flottari, en fáir muna eftir þessu í dag.
Góðar minningar á ég um er börnin mín fæddust og allt um þeirra uppeldi og líf. svo á ég einnig yndislegar minningar um barnabörnin mín, þegar elstu fæddust losaði ég mig við þá meinsemd sem ég hafði leift að grassera í mér, "of lengi" svo ég naut þeirra allra sem komin eru, elska þau öll afar heitt.
Gísli minn sem ég kynntist 1996 og erum við búin að vera saman síðan á afmæli í dag og ætlum við að halda upp á það um helgina, við eigum minningar saman, flestar góðar, líka slæmar, við eigum sitthvort barnabarnið sem hafa lent í ruglinu eins og fólk segir, finnst ykkur ekki fólk segja margt og mikið, en það hefur ekki vit eða áhuga á því sem það er að segja vill helst ekki vita af neinu óþægilegu. Fordómarnir og snobbið er að fara með þetta þjóðfélag og er það umræðuefni í heila bók.
Sumum minningum er ekki hægt að henda í ruslið þó slæmar séu, þær þarf að muna læra af og vinna úr, og við gerum það ekki nema saman.
Við afi segjum þetta bæði: ,,Elsku stelpan okkar, þú getur þetta með guðs hjálp eins og þú sérð hann, þú skilur þessi orð mín ef þú lest þetta." Við elskum þig.
Kærleik sendi ég öllum sem þetta lesa.
Milla
Athugasemdir
Takk fyrir þetta, elsku Milla og innilega til hamingju með hann Gísla þinn.
Kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 19.10.2009 kl. 11:11
Innilega til hamingju með Gísla þinn, þeir eru þá báðir vogir krúttin okkar, gott merki
Ásdís Sigurðardóttir, 19.10.2009 kl. 14:16
Takk sömuleiðis vinkona,veistu hvað ég var að vakna og hann er að horfa á þingfréttir

Knús í eyjuna
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.10.2009 kl. 15:53
Ásdís mín já krúttin okkar eru báðir vogir, minn veit nú stundum ekkert í hvora löppina hann á að stíga, en þá segi ég honum það bara
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.10.2009 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.