Ekki öll vitleysan eins.

Þegar ég var búin í þjálfun í morgun var mér sagt að nú þyrfti ég að fara að borga 420 krónur fyrir hvern tíma, en ekki 20 fyrstu tímanna á ári og síðan frítt eftir það, nú ég varð nú svolítið hissa á þeim rökum sem heilbrigðis-ráðuneytið bar á borð sem ástæðu fyrir þessari hækkun, jú það var vegna þess að ég var með skerta tekjutryggingu, hlaut þá að hafa svo góðar tekjur annars staðar frá að ég gæti borgað þetta sjálf, eigi mundi ég telja það eftir mér ef ég hefði svona miklar tekjur, en þegar við erum búin að borga allt sem þarf þá eru um 65.000 eftir til að lifa af, sko fyrir okkur bæði, kaupa lyf, mat og annað nauðsynlegt því ekki getur maður keypt neitt nema það nauðsynlegasta fyrir þennan pening. Hastarlegt, fyrir rúmu ári hafði maður það bara ágæt, en fljótt er það að breytast. Mun bara minka þjálfun úr 8 skiptum í mánuði niður í 2 skipti hef bara ekki efni á meiru.

Þetta finnst þeim borga sig, efast stórlega um það, því nú fá þeir bara fólkið inn á sjúkrahúsin og mun það þurfa að liggja það meira og minna. Ég hef tvisvar lent á sjúkrahúsi út af bakinu síðan 1997, og það ekki mikið og er það að þakka góðri sjúkraþjálfun.

Legg til að þessi ríkisstjórn verði jörðuð sem allra allra fyrst.

Og það vitum við öll að margur hefur það miklu ver heldur en við, fólk með börn, fólk sem á ekki neitt, veit ég um fullt af fólki sem þannig er ástatt fyrir, það er ekkert verið að hjálpa þessu fólki og veit ég dæmi þess að fólk fær bara taugaáfall, verður þunglynt og ekki er það ódýrasti sjúkdómurinn.

Jæja svo ætla ég að segja ykkur að allt kom vel út úr blóðprufunni, nema þvagið. er með þvagfærasýkingu og komin á lyf við því. Sviminn stafar af ofþornun vegna þessa og lyfinu sem ég var látin á fyrir mánuði síðan, þetta tvennt saman gerði sig ekki.
Nú vona ég bara að heilsan fari að koma.

Kærleik í helgina ykkar
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Milla mín ég er einskinsvirði, ég er ekki metin sem manneskja, ég er sníkjudýr á manninum mínum og hef aldrei orðið vör við það að ekki ætti að fara eftir tekjum hans.

Um, ég fæ bílastyrk vegna þess að ég get ekki verið án þess að hafa bílinn   en niðurfellingu bifreiðagjalda nei það er af og frá.

Kærleiks ljós til ykkar Gísla.

egvania (IP-tala skráð) 6.11.2009 kl. 21:48

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Dúllan mín, við metum þig og auðvitað á maður ekki að láta svona lagað hafa áhrif á sig, en manni sárnar fyrir sína eigin hönd og annarra.
Kærleik til þín ljúfust mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.11.2009 kl. 08:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband