Að njóta lífsins með ró í hjarta

Ég er ein af þeim sem alt mitt líf hef verið að flýta mér, en ef ég vildi njóta einhvers, þá gerði ég það var bara búin að hagræða og forgangsraða. Til dæmis á aðfangadag vildi ég alltaf vera búin að öllu fyrir hádegi til að geta notið þess að horfa á jólaefni í sjónvarpinu með börnunum. Núorðið spilum við mæðgur og englarnir horfa á eitthvað eða lesa, þær eru nú komnar á 19 ár.InLove

Datt í hug í morgun, þetta með biðtímann, ég fer til dæmis yfir á gulu ljósi í staðin fyrir að stoppa og hlusta á tónlistina, spjalla við þá sem eru með mér í bílnum, eða bara horfa í kringum mig brosa til næsta manns Æ,Æ komið grænt og bruna ég þá af stað með allt í botni, (þoli ekki ef sá sem er við hliðina á mér er á undanTounge) Annars segja þau mér að ég sé óþolandi við stírið því ég haldi að bílstjórarnir allt í kring heyri til mín, mér finnst þeir allavega lélegir bílstjórar og séu upp til hópa 90 ára, þvílíkann tel ég sauðsháttinn vera. Já ég veit að ég á bágt, en hugga mig við að ég er ekki ein um þetta.Cool

Ætlaði nú að tala um þann tíma sem ég hef látið fara til spillis í lífinu, með því að vera að bíða, og svo sem eftir hverju, jú hvernig allt mundi akta og verða, hef kannski haldið að ég gæti breytt einhverju, mesti misskylningur, ég get bara breytt sjálfum mér eins og ég hef svo oft sagt.

Litla ljósið var hjá ömmu og afa í gær, mamma hennar var að vinna seinnipart, þau borðuðu síðan hjá mér, kjúlla, kartöflur í ofni, grjón, salat og sterka sæta cillýsósu afar gott. Hún ákvað síðan að sofa, mamma hennar sagði að það væri ekki hægt því amma væri svolítið lasin, nei mamma, sagði hún, amma sagði að það væri í lagi ef þú gæfir leifi svo skreyð hún upp í fangið á mér auðvitað má hún bara gista er hún vill hún er orðin svo stór, eftir smá stund kom frá henni, eruð þið stóra ekki að fara að koma ykkur heim, hafið það þær voru bara fyrir henni. Hún fór síðan  sjálf í sturtu, blés á sér hárið, burstaði tennurnar og þegar hún var búin að því setti hún spólu í tækið og beið eftir ömmu því ég mátti ekki missa af byrjuninni, þetta var sko jólaspóla.W00ten hún elskar jólin, er eiginlega að tala um þau allt árið.

Við kúrðum í gestarúminu með alla tiltæka kodda og sitt hvora sængina, allt í einu segir hún, held að ég setji á pásu svo förum við bara að sofa amma mín, og þar með vissi ég ekki meir, vaknaði um miðnættið skreið inn í mitt rúm, en undir morgun trítluðu litlar fætur, fyrst klappaði hún Neró sem sefur til fóta holaði sér svo niður á milli og steinsofnaði með litlu hendurnar á hálsakoti ömmu, ég sofnaði ekki strax aftur, bara naut þess að hugsa um hvað ég átti gott.InLove

Það er einmitt það sem ég er að læra, ekki að ég eigi gott, það veit ég heldur að njóta tímans sem ég hef bæði er ég er ein, til að hvílast og hlaða batteríin og svo með þeim öllum sem ég elska svo mikið. í Janúar fæ ég litla dömu í heimin frá Sollu minni og Fúsa og þá verð ég að vera hress til að fara suður og hitta prinsana mína og ljósálfana mína í Njarðvíkunum.InLove

Í dag eru systur að fara á Eyrina og englarnir fara með að sjálfsögðu, svo ljósið verður hér áfram, en pabbi hennar er heima svo hann kemur örugglega í hádegissnarl.
Nú er litla ljósið komin fram búin að knúsast í fangi ömmu og farin inn í gestarúm að horfa á barnaefnið með Neró sér við hlið.

Kæru vinir eins og þið sjáið þá er ég farin að nota þessa síðu meira eins og dagbók, mér finnst gott að skrifa um það sem ég er að hugsa, og ef þið hafið ekki uppgötvað það, þá gerir það kærleikann sterkari. Prófið.

Sendi ykkur öllum ljós og gleði.
Milla
Heart

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að lesa þennan pistil Milla mín við erum nefnilega svo mikið svoleiðis, að bíða eftir að hlutirnir verði svona og hinsegin  í staðinn fyrir að njóta augnabliksins.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 09:02

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hæ vinkona, já við erum það eða ég var það, kann að meta augnablikin núna betur en áður.
Knús í daginn þinn
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 8.11.2009 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband