Það var eiginlega í gærdag.
8.11.2009 | 09:18
Ekki í morgun yfir morgunmatnum, sem ég fór að hugsa um heiftina. Hún kom/kemur til mín við atburði, framkomu, talsmáta og svo dúkkar hún upp svona eins og hvirfilvindur, og ég með, oftast náði ég að stoppa vindinn og bæla niður heiftina, en það er ekki það sem ég átti að gera, auðvitað átti ég að afgreiða málið, en eigi var það gerlegt á þeim tíma, að mínu mati (Hræðsla).
Í dag kemur heiftin upp hjá mér við allskonar fréttir, framkomu, og bara margt sem ég er ekki að höndla, undantekningalaust verð ég að kryfja málið, ekki er það nú auðvelt er engin skilur eða vill skilja hvað er í gangi, ég til dæmis þoli ekki smá lygar, sögur sem eru aðeins kryddaðar eftir höfði þess sem segir frá, er fólk þykist ekki vita hvað það gerði/sagði, er dónalegt en gerir sér enga grein fyrir því, að þeirra sögn, svona fólk er veikt, og eigi er ég að setja út á það, fólk þarf bara að skilja að það er að eyðileggja hamingju sína, og þarf hjálp.
Veit ég vel að vindurinn í heiftinni er heitari í dag, því að ég leysti ekki málin hér áður fyrr, en hún kemur samt út af einhverju, og ég læt ekki bjóða mér þannig framkomu, svo ég segi eins og elsku besta Jóhanna bloggvinkona mín, stundum reynist það nauðsyn að vísa nemendum út, vegna framkomu. Oftast er nóg að gera það smá tíma, en stundum endar það í lífstíðar útvísun.
Ég tel að fullorðið fólk eigi að vera það þroskar að ein viðvörun sé nægjanleg, en ef ekki þá nenni ég ekki að eyða mínum dýrmæta tíma í uppeldi, því sumir breytast ekki neitt, ALDREI!
Svo er það spurningin: ,,Hvað er heift".
Kannski frekja að vilja láta koma vel fram við sig.
Kannski sérgæska, allt er ekki eins og ég vil.
Kannski að því að ég fæ ekki að stjórna öllu ein.
Ekki að því að öðrum finnst í lagi að traðka á mér
Ekki að því að það er óþarfi að koma fram af kurteisi
Ekki af því að sérgæskan er ekki mín megin.
Ekki að því að aðrir vilja stjórna.
Ég gæti endalaust talið upp, en vita ekki allir allt um þetta?
Ekkert er svart og hvítt, það er á tæru.
Jæja búin að henda ýmsu í ruslið síðan í gær, en alt gerist
einnig í núinu, svo mikið er eftir, mun ég taka á því eftir
hendinni.
Sendi öllum ljós og gleði í daginn.
Milla
Athugasemdir
Það er stuð á þér þessa dagana sé ég, gott hjá þér að nota ruslafötuna. Hvernig var Tina?
Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 20:42
Flott færsla hjá þér, svo sönn.
Helga Magnúsdóttir, 8.11.2009 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.