Fórum fram í Lauga í dag.

Vorum nú bara í leti hér gamla settið, Dóra hringdi eftir hádegið og spurði hvort ég mundu treysta mér til þeirra í heimsókn og borða með þeim um kvöldið, nú endilega mátti reyna það, við fórum um 3 leitið og ég komst með hvíldum upp stigann, hún býr á annarri hæð, er upp kom hlammaði ég mér niður í stofusófann og Dóra setti Tínu Turner á, þann nýjasta og maður sat bara dáleiddur, þvílíkur söngur, hljómlistamenn, dansarar og bakraddir, tær snilld. englarnir mínir buðu okkur svo upp á kynningu um Japan sem er verkefni sem þær eiga að skila á morgun og að sjálfsögðu að útskíra,
meiri háttar flott hjá þeim.

Nú við borðuðum svo kvöldmat um 6 leitið, þá
tók ég þessa mynd


100_9141.jpg

Gísli að hella í glösin, við fengum buff og spælegg, grjón og
chillý sósu og grænmeti.

100_9140.jpg

Skemmtileg mynd af Kinnafjöllunum, sem Gísli tók af pallinum hjá
okkur í dag, flott að sjá snjóinn svona í beinni línu.

Nú við drifum okkur svo heim, ekki var nú betra að fara niður orðin
eins þreytt og ég var, en hef bara gott af þessu, og þetta var
yndislegur dagur.

Kærleik til ykkar allra sem lesa hér
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk Milla mín .Ég elska að lesa pistlana þína.Kærleikskveðjur.

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 8.11.2009 kl. 21:30

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elsku Ragna mín gott að einhver hefur gaman að þeim, það er svo gott að skrifa niður og hreinsa út í leiðinni.
Kærleik til þín ljúfa kona
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.11.2009 kl. 09:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.