Er konan var ekki góð húsmóðir, nema.

Sporðdreki: Þú ert augljóslega hæfileikaríkur og ert fagurkeri
sem kannt að njóta þess besta sem lífið hefur upp á að bjóða.
Draumar þínir geta ræst.

Ég viðurkenni það alveg að ég er hæfileikaríkur fagurkeri og kann svo annarlega að njóta þess besta, og draumar mínir hafa ræst, þarf nú eigi að segja frá því, allir sem mig þekkja vita það, ef svo verður ekki framvegis þá bara sætti ég mig við það, ég er afar aflögunargóð.

Ætlaði að tala um er konan var ekki góð húsmóðir, NEMA að hún gerði allt sem þurfti að gera að mati eldri kvenna, og var manni kennt óspart hvernig ætti að gera þetta og hitt.

Ein minning hér á blað. Er ég hóf minn búskap var það á óskalista að ég bakaði fyrir jólin brúna lagköku, 4 laga með hvítu kremi, smjörkremi, ekki beint minn smekkur, en lét til leiðast því allar konur gerðu slíkt, fékk uppskrift og þú átt að gera svona og svona. Hófst nú aðgerðin, tókst afar vel að baka botnana og á meðan þeir voru allir að bakast, (ekki var nú blástursofnunum fyrir að fara þá) bjó ég til smjörkremið, skellti því á botnana eftir því sem þeir komu út úr ofninum skar síðan kökuna í hæfilega bita og skildi eftir undir stiki til kólnunar, auðvitað var ekkert krem á milli það var allt bráðnar inn í kökuna, það láðist að segja mér að maður ætti að kæla botnanna áður en kremið færi á, þetta kom aldrei fyrir aftur, enda eins gott, hefði ekki fengið gæðastimpilinn.

Önnur minning, þá var ég orðin sjóuð
.
Var einmitt að baka til jólanna, smákökur,byrjaði á að hnoða í þær tegundir sem hnoðaðar voru og þurftu að bíða, setti deigið á diska og út í glugga, Hrært var síðan í þær tegundir sem hræring átti við, nú bakað var langt fram á kvöld með hléum til að sinna stelpunum, átti bara tvær þá, horfði yfir baukana sem ég setti á frystikistuna sem undir glugganum var, taldi og var ég komin með 10 tegundir, það dugði til að ég yrði ekki sett niður í stigaskalanum sem húsmóðir.

Var svo þreytt er ég lagðist á koddann, en sæl að vera búin með smákökurnar. Vaknaði daginn eftir og ætlaði að byrja á að taka eldhúsið í gegn, skúra og sjæna fyrir tertubakstur, fletti frá gardínunni til að opna gluggann, fékk nett sjokk, voru ekki fjórir diskar með degi bak við gardínurnar sitt hvoru megin í glugganum, þarna var ég ekki orðin 30 ára svo ekki var það að ég væri farin að kalka.
Auðvitað bakaði ég þessi deig, og var þá komin með 14 tegundir. Vitið hvað ein kona sagði er hún kom í kaffi um jólin: ,,það er aldeilis,  hefur bara ætlað að skáka okkur, nú auðvitað, komin tími til sagði é, eftir öll þessi ár í skugga ykkar flottu konur."

Svona var þetta nú er ég byrjaði að búa.

Kærleik í daginn
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég sé alveg fyrir mér svipinn á þér þegar þú hefur rekist á deigið í gluggakistunni daginn eftir. OMG 14 sortir, engin smá húsmóðir það.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 9.11.2009 kl. 22:59

2 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Milla  svona var þetta hjá mér.

ég bakaði fyrir   mömmu og teigandmömmu  í nokkur ár

  var alltaf búinn fyrir  1des

                              Knúss Vallý

Valdís Skúladóttir, 10.11.2009 kl. 00:02

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Jónína mín, angistin var einnig algjör í fyrstu, en auðvitað gat ég ekki hennt deiginu, svona var krafturinn og ofvirknin að drepa mig.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.11.2009 kl. 06:23

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Vallý mín þetta var sko bara fyrir mig,
naut þess nú að borða þær svona eftir á

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.11.2009 kl. 06:25

5 Smámynd: Brynja skordal

Góðan dag... já vá 14 sortir annars man ég að Mamma mín var í sama pakka og alltaf var lagkakan bökuð og er enn reyndar hjá henni en ekki svona margar sortir í dag það er mesta sportið hjá þeim litlu að fá að mála piparkökurnar en ég baka alltaf jólabrauð...og yngsta mín fær að baka einhverjar gómsætar kökur

Brynja skordal, 10.11.2009 kl. 12:05

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Brynja mín gott að fá þig inn aftur, hér á bæ eru alltaf bakaðar tvær brúnar lagtertur, Dóra mín sér um það og tvíburarnir baka gyðingakökur, ekki hægt að vera án þeirra og svo eru bakaðar piparkökur ( kúlur) ekkert málað lengur hin amman í bænum sér um það, svo eru tertur, en á síðustu jólum voru tvær eftir í frystiskápnum svo ég held bara að ég sleppi þeim í ár.
Knús til þín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.11.2009 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.