Ekkert kemur mér á óvart, enda vita það allir.
11.11.2009 | 18:24
Fór í sjúkraþjálfun í gærmorgun var búin að ákveða að minka við mig og fara bara einu sinni í viku, taldi mig ekki hafa efni á að borga meir, sko því nú þurfum við að fara að borga, ræflarnir sem eru á lægstu laununum, það er ekki bara eitt heldur allt. Jæja tjáði ég þjálfara mínum, yndislegri konu að ég ætlaði að gera þetta hún mundi kannski taka mig oftar ef ég væri mjög slæm, en þá sagðist hún ætla að tjá mér að ég yrði fram að jólum tvisvar í viku eins og ég hefði alltaf verið, ég varð að vonum afar undrandi og spurði hvernig stæði á því, hvort það væri einhver leið sem ég hefði ekki komist að, nei sagði hún og nú hættir þú bara að spyrja og ég steinþagði (Ekki líkt mér)
Hugsaði mikið, lagði mig er heim kom, vaknaði við að Gísli var að tilkynna mér að hann væri að fara til að ná í englana fram í Lauga önnur þyrfti til læknis. Þær komu svo og við ákváðum að hafa Taco veislu um kvöldið fórum í bæinn, en á leiðinni var ég búin að fá svarið, Milla mín hafði farið og borgað þessa sjúkraþjálfun, fór nú fínt í að nálgast svar við þessu, en neiið sem kom frá henni var eigi sannfærandi, hún rétti mér nótu upp á borgun fram að jólum.svo hún var bara knúsuð og knúsuð fyrir, ég bauð þeim svo að koma í Taco veislu til mín.
Ég fór með stelpurnar í Kaskó að versla það sem vantaði síðan fórum við í Töff föt og þær keyptu sér alveg æðislega spariskó úr silki, með slaufu framan á og opinni tá, þær eru nú að fara á árshátíð.
Englarnir mínir höfðu til mestallan matinn, þó ég væri nú að reyna að stjórna þá tókst það eigi svo vel, en við borðuðum, spjölluðum og mikið var hlegið, því þær eru nú ekki alveg að meðtaka að ég viti allt, eða þannig. það var auðvitað talað um dugnaðinn í þeim öllum í skólanum og englarnir fengu 10 fyrir verkefnið um Japan, Viktoría Ósk þuldi upp margföldunartöfluna sem hún átti að skila í dag og litla ljósið var að horfa á stundina okkar í tölvunni.
Hef nú sagt það svo margoft að ég á bestu stelpur í heiminum, en góð vísa er aldrei of oft kveðin.
Þær eru endalaust að gera eitthvað fyrir mig, takk elskurnar mínar, ég elska ykkur.
Nú í morgun fór ég til læknis, aðallega átti að tékka á blóðþrýstingnum, en ég var búin að vera án lyfja í 12 daga, enda var fjandinn laus, hausinn á mér að springa og ég sett á töflur aftur með hraði
svo nú er eins gott að allt fari að fara í réttar horfur, er orðin leið á þessu rugli.
Við fórum að versla gamla settið eftir hádegið, ekki vantaði nú mikið aðallega ávexti og smá dúllerí.
Og svo að ná í meðalið, ætlum núna að borða afganga frá því í gær, ég elska Mexicanskt.
Sendi ykkur öllum ljós og kærleik og endilega
munið að biðja fyrir þeim sem eiga um sárt að
binda.
Milla
Hugsaði mikið, lagði mig er heim kom, vaknaði við að Gísli var að tilkynna mér að hann væri að fara til að ná í englana fram í Lauga önnur þyrfti til læknis. Þær komu svo og við ákváðum að hafa Taco veislu um kvöldið fórum í bæinn, en á leiðinni var ég búin að fá svarið, Milla mín hafði farið og borgað þessa sjúkraþjálfun, fór nú fínt í að nálgast svar við þessu, en neiið sem kom frá henni var eigi sannfærandi, hún rétti mér nótu upp á borgun fram að jólum.svo hún var bara knúsuð og knúsuð fyrir, ég bauð þeim svo að koma í Taco veislu til mín.
Ég fór með stelpurnar í Kaskó að versla það sem vantaði síðan fórum við í Töff föt og þær keyptu sér alveg æðislega spariskó úr silki, með slaufu framan á og opinni tá, þær eru nú að fara á árshátíð.
Englarnir mínir höfðu til mestallan matinn, þó ég væri nú að reyna að stjórna þá tókst það eigi svo vel, en við borðuðum, spjölluðum og mikið var hlegið, því þær eru nú ekki alveg að meðtaka að ég viti allt, eða þannig. það var auðvitað talað um dugnaðinn í þeim öllum í skólanum og englarnir fengu 10 fyrir verkefnið um Japan, Viktoría Ósk þuldi upp margföldunartöfluna sem hún átti að skila í dag og litla ljósið var að horfa á stundina okkar í tölvunni.
Hef nú sagt það svo margoft að ég á bestu stelpur í heiminum, en góð vísa er aldrei of oft kveðin.
Þær eru endalaust að gera eitthvað fyrir mig, takk elskurnar mínar, ég elska ykkur.
Nú í morgun fór ég til læknis, aðallega átti að tékka á blóðþrýstingnum, en ég var búin að vera án lyfja í 12 daga, enda var fjandinn laus, hausinn á mér að springa og ég sett á töflur aftur með hraði
svo nú er eins gott að allt fari að fara í réttar horfur, er orðin leið á þessu rugli.
Við fórum að versla gamla settið eftir hádegið, ekki vantaði nú mikið aðallega ávexti og smá dúllerí.
Og svo að ná í meðalið, ætlum núna að borða afganga frá því í gær, ég elska Mexicanskt.
Sendi ykkur öllum ljós og kærleik og endilega
munið að biðja fyrir þeim sem eiga um sárt að
binda.
Milla
Athugasemdir
Farðu nú varlega með þig Millan mín!
Jóhanna Magnúsdóttir, 11.11.2009 kl. 19:40
Geri það Jóhanna mín, verð að vera hress svo margt að gerast hjá mér.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.11.2009 kl. 20:36
Brynja skordal, 12.11.2009 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.