Kjánalegt eða guðdómlegt.

Sporðdreki:

Finnist þér þú verða að skipta um skoðun á einhverju máli,
skaltu ekki hika.
Að fyrirgefa virðist ýmist kjánalegt eða guðdómlegt


Að skipta um skoðun hefur oft á tíðum verið erfitt í mínu lífi, því ég er föst á mínu og hef viljað hafa ætíð rétt fyrir mér og þá skiptir maður ekki um skoðun eða viðurkennir á neinn hátt mistök. Í dag er þetta mun minna mál er náttúrlega búin að vinna með þetta og á auðveldara með að láta mig eins og sagt er.

Að fyrirgefa, já það er rétt að stundum er það kjánalegt, ég upplifi það þannig að ef sá sem er að biðja um fyrirgefningu er ekki að meina hana, eða ber hana fram í skætingi, kæruleysi eða af skyldurækni, finnst mér kjánalegt að veita hana og geri það yfirleitt ekki nema mér sé alveg sama um persónuna stundum er það og ég fyrirgef af sömu ástæðu og persónan biður um hana, svo gleymi ég þessu bara eða set í geymslu. Það á ég ekki að gera, heldur að vinna heiðarlega gagnvart sjálfri mér og persónunni. Sem betur fer hef ég ekki oft í lífinu lent í þannig uppákomum.

Aftur á móti er ég svo lánsöm að þeir sem eru mér næstir, og verður eitthvað á, þeir biðja fyrirgefningar af einlægni og þá er guðdómlegt að fyrirgefa.

Ein fyrirgefningarleiðin er sú sem ég (og vonandi flestir nota) nota heimavið, til að hreinsa út eitthvað gamalt, sárt og leiðinlegt, það er að biðja góðan guð að fyrirgefa mér allt sem ég hef gert öðrum í þessu lífi sem öðru og fyrirgefa öðrum (nafngreini)það sem þeir hafa gert mér í þessu lífi sem öðru. ég hef notað þessa leið mikið. vegna þess að önnur leið er ekki fær, sumir eru farnir og aðra er ekki hægt að tala við, það er bara þannig.

Mig langar til að benda fólki á að lesa bloggið hennar Ásthildar Cesil hún er að segja okkur yndislega sögu sem hún samdi fyrir mörgum árum, mikið vildi ég að fólk hugsaði meira í sama dúr og hann Valgarður í sögunni, og um það fagra í kringum okkur. Vitið að það er svo margt og mikið sem við getum glaðst yfir, jafnvel í sorginni. Hún Ásthildur er ein af þessum stórkostlegu konum, með fallegt hugarfar, elskar sína endalaus og kröfulaust og vinur vina sinna. Guð blessi þig elsku vinkona.

Kærleik til ykkar allra
Milla.
Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega takk fyrir þessi hlýju orð elsku Milla mín.  Mikið er pistillinn þinn fallegur og sannur.  Þetta er alveg rétt með fyrirgefninguna, sé hennar ekki beðið með iðrun og ósk um raunverulega fyrirgefningu, er lítils virði að fyrirgefa, því þá er þetta bara eitthvað sem ekki skiptir máli.  Það er líka gott að geta skipt um skoðun, það er ákveðið þroskamerki.  Þegar maður kynnist málinu betur og kemst á aðra skoðun.  Það sýnir bara innri þroska.  Knús á þig inn í daginn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.11.2009 kl. 11:45

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín elskuleg og eigðu bara góða helgi, þú átt það svo skilið.

Þín vinkona
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.11.2009 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.