Útmokstur, síðan ró í sálartetrinu.

Sporðdreki:

Þótt hugmyndir þínar séu óhefðbundnar,
eru þær einstaklega hagnýtar.
Notaðu tækifærið og reyndu að koma sem mestu í verk

Það getur vel verið að hugmyndir og dettur mínar séu
óhefðbundnar, en þær komu sér vel í gærkveldi,
fékk hugboð og fór eftir því.

Í gær var ég að vinna í því af hverju ég verð snöggreið og ekkert veit ég um ástæðuna, er búin að gera plan um að skrifa niður allt sem gerist er ég reiðist, það er nefnilega þannig að mér finnst vegið að mér, "oftast". það eru bara ein 5 ár síðan þetta byrjaði og ekki fer það batnandi, svo ég verð að moka þessu út.

Nú Gísli er sá sem fær yfir sig gusuna vegna reiði minnar, stundum er ég að sjálfsögðu bara að ræða við hann um eitthvað sem gerðist, stundum á hann sökina (að mínu mati) og þá fær hann að hlusta á afar langa ræðu um hvernig fólk á að koma fram við mig og ef það getur ekki farið eftir vissu siðferði, virðingu og tillitsemi getur það verið þar sem úti frís, svo ég segi alltaf að hann sé öðrum megin við borðið og ég hinum megin, megum hafa okkar skoðanir í friði,og höfum það óspart, en ef við getum ekki mæst á miðri leið í öllu sem skiptir sambandið máli þá geti það bara ekki gengið, svona læt ég á meðan ég er reið og hann segir ekki eitt einasta orð, enda kannski eins gott, en hann segir nú aldrei mikið.

Gærkveldi settist ég í stofu og datt inn í einhverja gamanmynd um unglinga, þar voru sko töff gæjarnir sem komu fram við stelpurnar af mikilli lítilsvirðingu og þær urðu að sitja og standa eins og þeir vildu, reiddist afar, ætlaði að standa upp og fara inn, en eitthvað hugboð sagði mér að horfa lengur. Myndin endaði á að fátæki strákurinn kyssti ríku stelpuna og þau voru svo ástfangin.

Ég upplifði mikla sorg yfir þessari mynd, gat varla stillt mig um að gráta og ef Gísli hefði komið fram úr tölvunni og sagt eitthvað, hefði ég sagt honum að láta mig í friði, hann ekkert vitað hvað á sig stóð veðrið.

Allt í einu kom þetta eins og myndband og það var þannig að allt sem ég upplifði sem höfnun og ástleysi í mínum hjónaböndum er að koma fram í reiði núna, sem ég að sjálfsögðu þarf að moka út.

Í mínu fyrra hjónabandi, sem var bara unglingaást, en á meðan við óþroskaðir bjánar vorum að fatta það, ég með Dóru mína litla, þá komu upp ýmis sárindi, hann hélt framhjá mér, en svo hitti hann yndislega konu sem hann giftist, nú með þroskanum urðum við öll góðir vinir. Þau eru bæði farin handan glærunnar, blessuð sé minning þeirra.

Seinni maður minn, hélt ekki fram hjá mér með konum, heldur með andlegu og líkamlegu ofbeldi, og algjörri lítilsvirðingu, stjórnsemi og algjörri drottnun. þar bældi hræðslan niður reiðina, svo náttúrlega þurfti hún að koma út einhvern tímann.

Það sem kom svo var að  reiðin sem dúkkar svona upp hjá mér á grunn í þessum árum lífs míns og hana þarf að moka út, reiðin sem ég gat ekki losnað við þá aðallega í seinna hjónabandinu var að brjótast út, nú veit ég þetta með vissu og get afgreitt þetta, ekki er ég að segja að það gerist á einni nóttu, en með guðs hjálp gerist það sem ég bið um og það er að fá frið í sálartetrinu.

Oft er ég búin að blogga um líf mitt, en aldrei unnið í því eins og núna, núna hef ég betri skilning á hvernig ég þarf að vinna í þessu málum mínum, og eins og segir í stjörnuspánni þá mun ég koma sem mestu í verk.

Það eru margar konur í sömu stöðu og ég er og var, við þær vil ég segja: ,,Ef þið vinnið ekki í útmokinu þá verður líf ykkar aldrei fullkomlega gott, það vantar alltaf eitthvað upp á, kannski gerið þið ykkur ekki grein fyrir því. Við erum nefnilega snillingar að loka á eitthvað sem við viljum ekki muna." Allavega eruð þið ekki einar um að vera sárar, hafa lítið sjálfsmat, hafa sektarkennd og þora varla út að því að þið haldið að þið séuð ekki nógu flottar, allar konur eru flottar ef þeim líður vel.

Endilega munið að þið eruð ekki að lifa lífinu fyrir aðra.
Bara fyrir ykkur sjálfar.
Ef ykkur líður ekki vel, þá eigið þið ekkert til að gefa öðrum.

Þið berið ábyrgð, það er ekki nóg að hugsa, nauðsyn að framkvæma.

Kærleik til ykkar allra
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Elsku Milla, ég kíki orðið svo sjaldan hingað inn á bloggið en ákvað að líta við hjá þér í dag.

Sendi þér Ljós og "huglæga kærleiksskóflu" til að aðstoða við útmoksturinn

Bestu kveðjur og takk fyrir innlitið á nýja bloggið mitt, það er svo gott að sjá þig

Ragnhildur Jónsdóttir, 14.11.2009 kl. 11:03

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið er þetta þroskað og gott innlegg hjá þér Milla mín.  Innilega takk fyrir þetta.  Það er örugglega margt sem hægt er að moka út, í óeiginlegum skilningi þess orðs, ef við setjumst niður eins og þú núna og virkilega skoðum hvað er að gerast í sálartetrinu.  Ég hef oft hugsað um það að mér finnst ég hafa upplifað höfnun hér áður fyrr.  Það getur verið út af mörgu, en ef til vill liggur grunnurinn í því að ég er alin upp hjá ömmu, meðan öll hin 7 voru hjá mömmu.  Í sama húsi auðvitað.  En ætli það hafi nú ekki einhverntímann hvarflað að barninu að það væri ekki hjá mömmu, heldur ömmu.  Ég ætla að spá betur í þetta svona með sjálfri mér.  Knús á þig inn í daginn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.11.2009 kl. 12:57

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk elskuleg, öll hjálp er þegin. Ég var nú að segja við vinkonu mína á Ísafirði að þetta væri ekki núorðið stórt vandamál, en það var það er ég skildi 1993, en hef verið dugleg að moka, en aldrei hef ég opnast fyrir því hvernig er best fyrr en núna og síðan í sumar, ég er búin að kynnast svo góðu fólki sem ég kalla bara mannræktarfólk og ég verð svo glöð er ég hitti fólk sem er á þeirri línu sem mér líkar, ekki að fólk megi ekki vera eins og það vill, en þú veist sumir bara skilja málin betur en aðrir og það veit ég að þú skilur.
Mun koma við hjá þér oftar ljúfust, því manni líður svo vel þar inni.
Kærleik í helgina þína

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.11.2009 kl. 13:04

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur mín, það er engin spurning að ekkert okkar sleppur við höfnun, ástleysi og eða virðingu, spurningin er bara hvernig við töku á því ef það bagar, undatekningarlaust bagar það einhvern tímann á lífsleiðinni og já það sem ég er að gera er að ég fékk mér A4 bók og er að skrifa niður bara allt frá barnæsku. svo ef upp kemur reiði, heift, hræðsla þá les ég það niður í kjölinn og út með málið það getur tekið sinn tíma en á endanum tekst það.

Ásthildur mín það sem ég er að gera núna er að lesa AA - OA og allar bækur sem ég get nálgast sem lúta að mannrækt, ég er sjálf ofæta og gekk í þennan frábæra félagsskap núna undir haust. OA vinnur eftir 12 spora kerfinu sem AA er með.
Einnig hef ég áhuga á að lesa um þetta allt til að skilja betur þá sem eiga við fíkniefnavandann að stríða, hann, eins og þú veist elskuleg hefur komið við í okkar Gísla fjölskyldum og maður getur ekki bara verið ómeðvitaður úti í horni eins og manni komi þetta ekkert við.

Allavega hafa þessar bækur hjálpað mér mikið.
Takk fyrir mig ljúfust og nú eru okkur gamla settinu boðið á Basar og jólakaffi hjá kvennafélaginu á Tjörnesi, það verður gaman að hitta fólkið.
Kveðja
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 14.11.2009 kl. 14:15

5 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Kveðja til þín Milla mín frá Florida..Ég upplifði það í öðru landi að missa mömmu mína..Ekki gott en ég breytti heimferðinni og hún verður jörðuð blessunin á föstudaginn.

Knús heim til ykkar vinir mínir.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 15.11.2009 kl. 03:14

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Elsku Silla mín, takk fyrir að segja mér frá þessu, elsku vinkona ég samhryggist þér og þínum. Reynið bara að hafa gleðilega stund saman, hún hefði viljað það.
Kærleik til ykkar
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.11.2009 kl. 08:59

7 identicon

Já þú ert bara á góðu róli, með að moka út. Það getur verið erfitt en er vel þess virði þegar upp er staðið, að þurfa ekki að rogast með alla þessa böggla í farteskinu. Þeir geta verið svo ansi þungir þessir bögglar.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 14:54

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já Jónína mín, en verst er þegar maður rogast með þá án þess að vita, en gott að ég skildi opnast fyrir þessu núna, og veistu elsku vinkona, mér líður bara nokkuð vel með þetta allt tek einn dag í einu.
Knús knús og aftur knús
Þín Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.11.2009 kl. 16:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband