Útmokstur, ll.

Það vantaði ekkert upp á sjálfsálit, sjálfsmat og stolt mitt er ég var ung og ekkert búið að gerast nema eitthvað skemmtilegt í mínu lífi. Svona man ég þetta, en auðvitað eins og ég hef sagt frá áður þá var ég ofæta frá því að ég man eftir, einhver hefur verið ástæðan fyrir því, held, nei ég veit að ég hef lokað á vandamálið, kunni ekki að leysa það og hafði bara ekki vit til, lét mig svona fljóta yfir og með öllu.

Ég fékk að lifa og leika mér að vild bara helst ekki heima hjá mér, fór í skóla erlendis það var svo fínt síðan til London að læra ensku, hundleiddist þar og þar sem ég náðu öllu því sem ég vildi fram á einhvern hátt þá greip ég tækifærið er konan sem ég var hjá vildi ekki leifa vinkonu minni sem var að taka þátt í Miss World keppninni að koma í heimsókn til mín, hún var nefnilega búin að biðja mig um að geyma skautbúninginn eftir keppni, en konunni þótti hún ekki góður pappír, verandi að taka þátt í svona kroppasýningu.

Var ekki lengi að pakka öllu mínu og fór daginn eftir til vinkonu minnar, þá var konan búin að reyna að gera allt til að ég færi ekki, en ég sýndi henni bara drambið, hún hafði móðgað vinkomu mína, en það var ekki málið heldur það að ég vildi komast heim því ég var svo ástfangin.

Er heim kom var ekki tekið vel á móti mér, sko ekki af mömmu, en pabbi minn var ætíð sami öðlingurinn og knúsaði bara litlu stelpuna sína, hann kallaði mig það alltaf.

Fyrir löngu síðan uppgötvaði ég vandamálið, jú við mamma áttum tæplega skap saman eða bara alls ekki, hún átti bara samleið ef henni hentaði og ástúð kunni hún bara að sýna eftir sínum behag, en ég elska hana nú samt, veit að það er ekki henni að kenna að hún fékk þetta uppeldi og þakka guði fyrir að hafa fengið það vit að koma mér út úr þessari vitleysu. Elsku pabbi minn drakk ótæpilega og allt í einu voru ekki til nægilegir peningar og auðvitað var ég að þroskast og vera meðvitaðri um vandamálin í kringum mig.

Út á við var ég talin drambsöm, snobbuð og stolt, en missti nú samt vinkonur a´því að ég fór að vingast við stelpu sem var fátæk. Ég var stolt og mér er tjáð að ég gangi um eins og drottning, en það er nú bara mitt fas og get ég nú ekki gert að því, enda engin löstur að bera sig vel.

Þegar heim kom varð ég fljótlega vanfær og var orðin móðir og gift kona 19 ára. Ekki fékk ég að ráða brúðarkjólnum mínum, ekki veislunni og alls ekki hvernig heimilið mitt var, slík var stjórnsemin í henni móður minni, veit hún var fær á öllum sviðum, en ekki er nú sama hvernig maður segir hlutina.

Þetta var byrjunin á falli sjálfsmats míns og það hélt alveg inn í næsta hjónaband, þar fékk ég ekki að ráða litunum á veggjum hússins, teppinu á gólfunum, en fékk að velja höldurnar á eldhúsinnréttinguna.

Hvað gerði ég til að þetta gerðist í mínu lífi, jú ég setti ekki mörkin og fannst það kannski þægilegt að gera það ekki, ég var jó drolla sem hafði verið alin upp í snobbi og hreyfst með í því, vildi fá allt sem mér datt í hug, eða svo var mér sagt, en þakka guði mínum fyrir að komast út úr snobberíinu.

Ég var alin upp í góðum gildum, bæði af foreldrum mínum og svo ömmu og afa í Nökkvavoginum, ég elskaði þau afar mikið. Þessi gildi sem mér voru kennd þá aðallega af ömmu og afa hjálpuðu mér til að byrja að lifa eðlilegu lífi, en það var ekki auðvelt því þáverandi maðurinn minn var algjört snobb,  moka því út síðar.

Ég tel að ástæðan fyrir því að ég lét þetta allt yfir mig ganga, hafi verið hræðsla, nú mamma stjórnaði með með kjafti og klóm og maður bara hlýddi af ótta við fýluna og heiftina sem maður fékk ef maður gerði ekki allt eins og hún vildi og svo tók þáverandi við og maður bara hlunkaðist meir og meir niður, en bara inn á við, alltaf hélt ég öllu góðu og fínu á yfirborðinu.

Ekkert skrítið að ég skildi verða stjórnsöm, sko er ég lokaði endanlega á stjórnsemi mömmu þá fór maður að njóta sín, nei í alvöru þá er ég fædd stjórnsöm og tel það vera mikinn feng að fá það í vöggugjöf, en það þarf að læra að beita henni rétt. Ég er ennþá að stjórna, en reyni að gera það ekki, en samt finnst mér að ég eigi stundum rétt á því, allavega að segja mitt álit.

Eins og ég hef sagt áður þá er ég að skrifa þetta til að afhenda þetta frá mér, það er mikill léttir.

Kærleik og gleði sendi ég út yfir allt.
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það eru umbreytinga dagar og nætur hjá sporðdrekum um þessar mundir, það er nokkuð ljós. Þú ert góð á skófluna og vinnur hratt með henni. Flott hjá þér.

Ljós inn í daginn þinn.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 11:43

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Jónína mín, finnst reyndar að þetta gangi ekki nógu hratt, en stundum kemur bara ekkert til mín, svo bara allt í einu opnast þá sest ég niður í snarhasti, rita allt niður í bók og svo í tölvuna.

Við vorum búin að ákveða í gær, gamla settið hér norðan heiða að fara í stofuglugga og eldhús, Gísli var svo byrjaður á því um 10 leitið í morgun og erum við búin að vera að dóla okkur, hann er núna að koma öllum aðventuljósunum í lag, þó ég tendri þau ekki strax, ég er að fara í gegnum jólaskrautið og setja allt í glugganna sem þar á að vera, einnig að skreyta greinar úr nátúrunni, hlustum á jólalög, núna eru Frostrósir á þær koma manni upp yfir allt.
Ætla að vera snemma búin í ár, maður veit aldrei hvað á daganna drífur.

Fékk yndislega hugleiðslu bæði í dag og í gær sem segir mér allt gott
tel það muna öllu ef ég tek bara sjálfan mig í þetta dæmi, ég er jú einstök persóna, og gettu hverja ég setti í heilunarlaugina, einmitt þú hittir naglann á höfuðið.
Ljós og gleði sendi ég þér ljúfust mín
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.11.2009 kl. 14:51

3 identicon

Sæl Milla mín, já uppeldið fengum við svo sannarlega en ég lærði og snéri öllu á betri veg fyrir börnin mín.

Þegar við fluttum norður húsbandið mitt og ég, vorum búin að koma öllu fyrir í eldhúsinu og raða í sápa og hillur, koma húsgögnum fyrir eins og okkur hentaði þá komu í heimsókn mamma og móður systir mín, takk fyrir þær fóru í skápana og í hillur og ekkert var eins og við vildum hafa það.

Ég mótmælti en ekki var hlustað ef ég hefði haft þann þroska sem ég hef í dag þá hefði ég hent þeim út og læst.

Af þessu lærði ég að láta mín börn um sín heimili mér kemur sko ekkert við hvernig þau raða í sína skápa.

He, he eitt í  viðbót ég hef aldrei séð inn í svefnherbergið þá þessum eldri.

Knús á ykkur og ég er nú að hugsa um að hætta á facebook og snúa mér bara að blogginu mínu.

Milla nú er moggabloggið mitt sýnilegt og þú ættir að gefa þér tíma og skoða það, þetta er besta þjálfum sem ég hef fengið fyrir magavöðvana

Kæleikur til ykkar Gísla og gefa mér vináttu ykkar.

egvania (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 21:34

4 identicon

Hér átti að standa  " og að gefa mér vináttu ykkar ".

egvania (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 21:36

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Svona var þetta víða vinkona mín kær.
Mun líta á bloggið þitt og fá mér góðar magaæfingar.
Kærleik og gleði til þín og Finna
Milla

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.11.2009 kl. 08:20

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Milla mín ég segi eins og Evanía, mikið held ég að þessi reynsla hafi verið þér dýrmæt eftir að þú losnaðir og komst þér út úr þessu.   Það sést svo vel á ljúfum skrifum þínum og hluttekningu við alla sem eiga í erfiðleikum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.11.2009 kl. 10:25

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Veistu elsku Ásthildur mín, ég lærði það snemma að hamingjan er ekki sjálfgefin, það þarf að vinna fyrir henni og þegar ég losnaði út úr mínum kvölum, sem eru nú ekkert á við það sem sumar konur og menn hafa þurft að þola, þá fékk ég alveg nýtt líf og varð ástfangin af því, það hefur haldist síðan.

Knús í kúlu

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.11.2009 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband