Þegar ég var lítil, jólaminning

þegar ég var lítil voru flest mín jól afar lík, allur desember fór í undirbúning, mamma bakaði, saumaði, prjónaði og fékk ég að taka þátt eins vel og ég kunni. Það hagaði til þannig heima á Laugarteignum að  hægt var að loka öllum herbergjum einnig stofunum, nú ekki mátti fara inn í stofu á aðfangadag því jólatréð var skreitt á Þorláksmessu-kvöld samt fékk ég litla drollan að fylgja mömmu er hún var að fara inn með gjafir, sælgæti og annað það sem flýtt gæti fyrir.

Ekki voru þeir nú ánægðir með það eldri bræður mínir
Gilsi og Nonni. hér er mynd af okkur saman.

img_new_936578.jpg

Eitt sinn er við mamma vorum að fara fram úr stofunni og ég
lokaði hurðinni þá var einhver fyrirstaða, svo ég skellti bara
aftur og þá heyrðist þetta líka hryllilega öskur, nú hafði þá ekki
að mig minnir Gilsi stolist inn í stofu, bak við hurð og hefur svo
ætlað  sér mikið er við vorum farnar fram, en fékk í staðinn ferð
til læknisins og heilmiklar umbúðir.
Ég fæ nú eiginlega ennþá í magann er ég hugsa um þetta, þó að
prakkarinn hefði verið að brjóta af sér.

Ætíð var borðað klukkan 18 á mínu heimili, það var byrjað á forrétt,
síðan voru rjúpurnar borðaðar af mikilli list, pabbi og Ingvar frændi
sugu fyrst allt af beinum svo fengu þeir sér skip á diskinn með öllu
tilheyrandi, lá við að sósan væri borin fram í ámum svo mikla sósu
fengu þeir sér með.
Eftir það var eftirréttur, og þá var þolinmæðin alveg að þrotum komin
en ekki þótti við hæfi að segja eitt orð, síðan var vaskað upp og gengið
frá matnum.

Eftir það settust allir inn í stofu og tóku upp pakkana sína í rólegheitum.

Í dag er þetta ennþá svona hjá mér, nema ekki er vaskað upp, vélin
sér um það og ég hef þann sið að setja afgangana alla fram á
eldhúsborð þá er hægt að narta og er börnin mín voru að vaxa úr grasi
þá var eiginlega ekki arða eftir á jóladagsmorgunn, en það hefur breyst.

Þetta var smá jólasaga.
Kærleik til ykkar
Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Takk fyrir mig

Ásdís Sigurðardóttir, 26.11.2009 kl. 20:01

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis ljúfust

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.11.2009 kl. 20:10

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Yndisleg jólaminning. Svipað og heima hjá mér.  Nema stofan var aldrei lokuð, og mamma bjó alltaf til eftirréttinn, sem var fromas eða ís.  Hún var snillingur hún mamma mín að elda mat og gera veislurétti.  Enda var hún oft beðin um að sjá um slíkar veislur hjá vinum og vandamönnum.  Já jólin nálgast, og ég veit ekki hvernig mér reiðir af.  Það mun koma í ljós.  Takk mín kæra og knús inn í nóttina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.11.2009 kl. 21:19

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Já hjá mér var stofan líka alltaf lokuð þar til mamma fór inn og kveikti á kertum rétt fyrir sex.  Love U Milla mín.

Ía Jóhannsdóttir, 26.11.2009 kl. 21:22

5 Smámynd: Valdís Skúladóttir

Já  ég á  líka yndislegar minningar .

Stofurnar voru líka   lokaðar   hjá okkur.

faðir minn fór með okkur í messu og móðir mín var að leggja síðustu

 hönd á  eldamennskuna svo  þegar við komum heim var allt tilbúið  að fara að borða

(Rjúpur í nokkur ár svo var Kalkúnn og  svo  Hamborgarahryggur)  svo var Ís og ávextir og konfekt.

                   

Valdís Skúladóttir, 27.11.2009 kl. 00:51

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ásthildur mín þér mun reiða vel af með alla í kringum þig sem elska þig.
Mamma gerði einnig fromas og var mikil listakona í eldhúsinu og ekki var pabbi síðri, við höfum dugnaðinn frá þeim foreldrum okkar sem voru uppi á heilbryggðari tímum en nú, svo ég tali nú ekki um afa og ömmu sem kenndu okkur virkilega gildin í lífinu.
Þú ert í huga mér á hverjum degi ljúfust mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.11.2009 kl. 06:06

7 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sömuleiðis Ía mín, ertu búin að setja Kalkúninn í ofninn?

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.11.2009 kl. 06:08

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já sem betur fer Vallý mín þá áttu flest okkar góðan tíma yfir jólin hvernig sem allt var, Það voru alltaf rjúpur heima þar til mamma og pabbi fóru að halda jólaboðin á jóladag, þá var hlaðborð og ekki vantaði kræsingarnar á það borðið.

Knús knús

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.11.2009 kl. 06:12

9 Smámynd: Anna Guðný

Falleg minning Milla mín.

Anna Guðný , 27.11.2009 kl. 08:15

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ætli við eigum ekki öll svona minningar Anna Guðný mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.11.2009 kl. 11:12

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk Milla mín og knús á þig inn í helgina.  Sammála því að það voru heilbrigðari tímar þá, og það er ekki bara fortíðarhyggja.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.11.2009 kl. 12:29

12 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Yndislegt

Jóhanna Magnúsdóttir, 27.11.2009 kl. 12:56

13 identicon

Það var í þá gömlu góðu daga.  Ég minnist þess líka að jólin hafi verið miklu skemmtilegri þegar ég var barn. Ætli við þurfum ekki bara að grafa eftir þessu jólabarni okkar.

Jónína Þorbjörg Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 13:24

14 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Takk Jóhanna mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.11.2009 kl. 15:33

15 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gömlu góðu dagarnir eru í minningunni afar skemmtilegir, hvort sem þeir hafi verið það eður ei, einn vinur minn spurði: ,,Getum við treyst minningum okkar?"
Svarið mitt er: ,,Bæði og.

Allavega ætla ég að reyna bara að muna það góða frá þessum tíma, en ætla samt að blogga um fyrstu jólin sem ég átti miður góð.

Kærleik til þín Jónína mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.11.2009 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband