Lífið er svo stórundarlegt á stundum

Eins og flestir vita þá er ég afar bjartsýn og glöð kona, á alveg yndislega fjölskyldu, sem verndar um mig og ég um þau, ekki hef ég verið að óskapast mikið um heilsuna mína þó ég hafi nú létt á mér með ýmislegt, gantast og haft gaman að öllu mögulegu, þá er það mitt mál og engin hefur leifi til að troða því niður í skítinn frekar en aðra þá vanvirðingu sem fólk leggur sig fram við.

Alltaf verð ég, jafn undrandi á hegðun fólks svo ég tali nú ekki um orðaforðann sem það notar, gagnvart öðrum bæði sannann og lognar eða afar ósmekklegan. Held að sumir trúi að þeir hafi rétt fyrir sér.

Í gær varð ég fyrir afar miklum vonbryggðum og mikilli sorg, yndisleg snúlla sem ég kynntist fyrir 12 árum og er búin að vera í neyslu í mörg ár, 19 ára í dag, fór úr meðferðinni sem hún var í og tilkynnti um leið að hún væri að fara að djamma, #$&%#$ ARGGGGGGGGGGGGGGG Er ekki möguleiki að koma því þannig til leiðar að ef þessi yndislegu börn okkar fara í svona langtímameðferð, þá séu þau svipt forræði og verða að vera eins lengi og nauðsyn krefur.

Nú er það ekki hægt.
Þá spyr ég af hverju ekki?
Það eru sett lög um allan fjandann, en eigi hægt að setja
lög um að bjarga lífi barnanna okkar.

Veit ég vel að það eru fleiri en börn sem eru í neyslu, en
þau byrja sem börn, staðna sem börn og eru þar af
leiðandi alltaf börnin okkar.

Eins og ég hef sagt svo oft þá er ráðamönnum þessa lands
bara alveg sama hvernig allt er bara ef þeir þurfa ekki augum
að líta þetta pakk, eins og þetta svokallaða fína fólk kallar börnin
okkar, það nefnilega lendir aldrei í neinu með sín börn, guð hjálpi
ykkur, hvernig dettur ykkur í hug að það geti gerst.

Ekki er ég vel að mér í þessum málum, hef bara lesið mikið um þau og hef áhuga á mannrækt og manngæsku svona yfirhöfuð. það sem ég veit með vissu er að það vantar úrlausnir, forvarnir á mannamáli og þetta þarf að byrja á leikskólaaldri.

Það er erfitt að tala um hvað veldur og dettur mér það bara ekki í hug. Margar kenningar eru á lofti hjá fólki sem er með fordóma og telur sig yfir allt hafið, það telur allt öðru eða öðrum að kenna, en svo er bara ekki.

Ég vildi getað veifað hendi og allt yrði gott, en svo er bara ekki, en elskurnar mínar verið á varðbergi, hugið að og umfram allt ekki vera með ásakanir.

Kærleik og ljós sendi ég öllum þeim sem
eiga um sárt að binda og öllum þeim sem
eiga engan samastað, bara götuna.

Milla
Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhanna Magnúsdóttir

Ungt fólk, ört og bráðlátt ... ég er með það í kippum að rabba,  þau ætla að mála allan heiminn einn daginn en svo einhvern veginn fallast þeim hendur og þau falla í eitthvað far sem þau í raun og veru vilja ekki en ráða ekki við.

Æ, það er svoooooo sárt og ég skil þetta Arrrrrrggg.. hjá þér og manni fallast hendur.  Eina sem situr eftir er að óska þeim góðs og vona...

Jóhanna Magnúsdóttir, 13.12.2009 kl. 00:21

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Veit svo vel að ekkert getur maður gert, þau hlusta ekki á okkur mömmur og ömmur, en ég bið minn æðri mátt og verndarengla að hjálpa henni og öllum þeim sem eru í sömu sporum.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 13.12.2009 kl. 07:42

3 identicon

Jæja, nú tókst þetta ;)

Langaði bara að seigja að þetta er frábær færsla hjá þér Milla. Þetta er svo satt. Velferðakerfið er bara ekki að virka, fíkillinn (undir lögaldri) hefur allt of mikil völd og að mínu mati hefur barn í neyslu ekki þroska til að ákveða hvað er best í stöðunni. Maður gengur ekki á veggi í baráttunni, maður gengur á múra.

Þó ástandið með skottið sé mjög erfitt núna eigum við von...

Bestu kveðjur norður, farið vel með ykkur.

Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 14.12.2009 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.