Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Einn af mörgum.

Einn í viðbót, af hundruðum þúsunda  barnaníðinga hefur náðst.
Bara þessum eina hefur tekist að eyðileggja líf
200. hundruð drengja, að minnsta kosti.
Hvað með öll hin???
þetta er sá versti níðingsháttur sem til er.
Ég spyr, hvernig í ósköpunum hefur þessi  maður verið alinn upp.???

Kæra fólk verið vakandi yfir því sem er að gerast í kringum ykkur.
ÞVÍ ÞAÐ ER AÐ GERAST.!!!


mbl.is Kanadískur barnaníðingur handtekinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Þorsteinn Þorsteinsson sýslumaður Dalamanna
var einn mesti bókasafnari hérlendis,
og ef hann ágirntist gamla eða fágæta bók, var mælt,
að eigi væri auðvelt að komast undan honum.
Þegar Þorsteinn andaðist, komst á kreik þessi vísa
eftir Guðmund Böðvarsson frá Kirkjubóli:

                 Fallega Þosteinn flugið tók,
                 -- fór um himna kliður.
                 Lykla-Pétur lífsins bók
                 læsti í skyndi niður.
                                                             Góða nótt.


Kátir dagar.

hef heyrt fólk kvarta undan því að því leiddist, það hefði ekkert að gera.
Ég er nú als ekki sammála því. þegar maður var að ala upp sín börn þá var
ætíð nóg að gera. Það var allt gert heima saumað, prjónað, bakað og útbúinn
haustmatur, gerðar fiskbollur, kjötbollur og sett í frost,
svona bara til að eitthvað sé nefnt, nú konur voru líka að vinna úti,
þó ég hafi ekki farið út að vinna fyrr enn börnin voru orðin stálpuð.
Síðan kemur að því að maður hættir að vinna,
þá hélt maður að það kæmi að því, sem fólk var að segja um leiðindin,
nei, eins og ég sagði er ég ekki sammála því,
ég hef aldrei upplifað skemmtilegri tíma
heldur en þessi ár síðan ég hætti að vinna.
Við höfum nógan tíma til að gera allt það sem við viljum,
og erum beðin um, við fórum í morgun að fá okkur kjöt,
síðan að versla í kaskó, í apótekið að ná í lyf og ýmislegt,
keypti mér nýjan stækkunar spegil n.o. 7.
maður verður nú að sjá til að mála sig. Fórum svo að ná í Aþenu Marey
á leikskólann og Viktoríu Ósk í skólann síðan heim og þær fóru í Íþróttaleik.
Segi svo einhver að maður þurfi að láta sér leiðast.Grin

Fyrir svefninn.

Davið á ArinBjarnarlæk og Jón í Deildartungu voru á ferð saman.
Jón var bindindismaður, en ekki Davið.
Á ferðalaginu dregur Davið upp pela og býður Jóni.
Hann afþakkar og segir, að áfengi sé alltaf til bölvunar, og til sönnunar
fer hann að segja,
að einu sinni hafi verið músagangur í kjallara á bæ einum í Reykholtsdal.
Bóndinn á bænum hafi þá sett brennivín á disk í kjallaranum.
Mýsnar löptu brennivínið, urðu fullar, náðust og voru drepnar,
allar nema ein.
,,Hún var svo skynsöm," sagði Jón,
,,að hún snerti ekki brennivínið og lifir víst enn."

,,Já, og öllum til ama," mælti Davið.
                
              Góða nótt.


Miðstéttin drekkur meira en áður var talið.

Hef nú alltaf vitað að þeir væru skrítnir Bretarnir,
en finnst ykkur ekki hlálegt að árið 2007 eru þeir ennþá
að tala um lástétt, miðstétt og aðalinn. 

Heilbrigðismála-ráðherra Breta Dawn Primarolo, gaf í gær til kynna
að ekki væri lengur nóg að beina forvörnum að útúrdrukknum unglingum,
heldur væri tími til komin að beina sjónum að fullorðnu, vel stæðu fólki
sem hefði of lengi, drukkið of mikið.


Þetta er svo líkt þeim, halda endalaust að þeir geti stjórnað úr pontu.
Ekki beita þeir forvörnum að fullorðnu fólki, það verður sjálft að vilja
hætta að drekka, svo er það allavega á voru fróni.
Það er flott að vera með forvarnir við börnin,
en fullorðna ráða þeir ekkert við,
enda hafa Bretar ávallt drukkið meira en góðu hófi gegnir.
Lástéttirnar á börunum, miðstéttirnar í einkaklúbbunum og aðallinn
aðallega heima hjá sér, svona í stórum dráttum.
Þeir mundu aldrei hætta að drekka af hræðslu við umtal næsta manns,
eru svo yfirmáta spéhræddir greyin.
Það þykir svo fínt að drekka þar á Bæ.

Ég er nú bara aðeins að viðra þessa skoðun mína.
Mín skoðun er líka sú að skondið þykir mér,
að aldrei sé hægt að drekka bara eitt glas,  Nei helst þangað til
menn vita ekkert í sinn haus, og verða sjálfum sér til skammar.
                               Góðar stundir.


Snúllurnar.

Milla mín kom heim frá  Kaupmannahöfn í gær,
svo litlu snúllurnar okkar eru farnar heim sem er reyndar bara
þarnæsta hús, þær eru búnar að vera í fimm daga og var það alveg yndislegt,
pabbi þeirra kom á kvöldin og borðaði með okkur,
síðan las hann fyrir þær.
Við vorum að koma frá þeim núna, urðum að fara að sjá öll
fötin sem keypt voru á þessar skvísur, það sem er ekki til á þessi börn,
það var auðvitað haldin tískusýning  fyrir okkur, og sú litla nýtur þess engu
síður en sú eldri, þær eru bara flottar þessar stelpur.Kissing
það kemur mér ekkert á óvart,
þær eru nú einu sinni Æ.Æ.Æ. segi ekki meir.Whistling

P.s. Á föstudaginn kemur sækjum við stóru snúllurnar, mamma þeirra 
      er að fara til U.S.A. þær verða í viku. Það verður nú meira fjörið.
      hlakka til.                    Góða nótt.

Má til að segja ykkur smá," ,, ég segi stundum við Aþenu Marey amma er svo rík."
Þá segir hún."    Amma það er að því að þú átt  mig og svo telur hún upp  öll
                          barnabörnin og alla."               Hvað er til betra.


Dauða-refsing???.

Dauðarefsing ég held að hún væri of góð fyrir suma.
Þetta er sá mesti óhugnaður og það sárasta  sem maður les um.
Hugsið þið ykkur hvað heimurinn er orðinn sýktur.

þessir menn sem framkvæma slíkan verknað eru að sjálfsögðu geðbilaðir,
Sumir gera þetta vegna þess að þeir eru í alvöru geðbilaðir.
Aðrir eru bæði geðbilaðir, algjörlega siðlausir og gerast barnaníðingar,
barnaræningjar og framleiðendur barnakláms af einskærri fégræðgi,
bæði vegna sjálf síns, og ekki síst vegna þess
að heimurinn kaupir þesskonar myndbönd dýrum dómi.

Níðingsháttur af þessu tagi hefur tíðkast frá alda öðli,
en hvernig getum við reynt af fremsta megni að koma í veg fyrir slíkt.
Við getum aldrei algjörlega komið í veg fyrir það.
Gætum kannski alið börnin okkar upp í þeim anda,
að bera virðingu fyrir sjálfum sér og  öðrum,
gefa þeim þann kærleika og tíma sem þau þurfa,
láta þau ekki upplifa höfnun frá neinum,
fylgjast afar vel með hvað er að gerast í kringum þau
t.d. í vinahópnum og í skólanum.
Það þarf að grípa inn í ef eitthvað er að, ekki láta það dragast,
og það þarf að trúa og treysta börnunum sínum.

Hvernig einstaklingar haldið þið að þau verði ef þau fá aldrei
neitt frá okkur.
Ég er ekki að segja að þau verði níðingar,
en þau gætu orðið auðveld bráð fyrir þá.

Ég er ekki sérfræðingur, en þetta er mín skoðun,
og við þurfum að byrja á englunum okkar afar ungum. 
                           Góðar stundir.


mbl.is Handtekinn fyrir að nauðga þriggja ára stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Drengur nokkur varð var við það,
að móðir hans fékk heimsóknir í rúmið á nóttunni.
             Út af því var kveðið:


                                     Barnið spurði blíða móður sína,
                                     hver þar svæfi henni hjá.
                                     Hringaskorðin mælti þá:

                                   ,,enginn nema alfaðirinn góði."
                                     Aftur barnið ansa tók:
                                    ,,Er þá guð á prjónabrók?"


Aðeins að tjá mig.

Þetta þjóðfélag er orðið svo ruglingslegt allt saman,
ég verð alltaf meira og meira fyrir vonbrigðum,
þannig að ég veit eiginlega ekki í hvaða anga á kolkrabbanum,
ég á að halda í.
Ætli ég komist nokkuð að því fyrir næstu kosningar.
Efast um það.W00t meiga gerast ef.


Fundur, til hvers?

Til hvers er að hafa fund,
þeir hljóta að vita allt sem hefur gerst og hvað á og er að gerast.
Unda farna daga hafa mér fundist viðtöl og yfirlýsingar frá okkar 
ágæta  fólki sem við kjósum á toppinn, vera á þann veginn:
"að við peðin séum algjörir óvitar sem hugsum ekki neitt,
en hugsið þið ykkur, við kunnum að leggja saman 2+2 og fá út 5."

Að mínu mati eru það þeir sem eru í sandkassa-leik,
meðan peningamennirnir eru að skara vel að sinni köku.
                          Góðar stundir.


mbl.is Fundað um framtíð Hitaveitu Suðurnesja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband