Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Það er aldeilis.

Blessað fólkið, það hlýtur að vera erfitt að vera konungsborinn.
Að mega nú eigi gifta sig er það vill, ekki nóg með það ,
þetta blessaða fólk fær aldrei frið.
Fá ekki gera, tjá, eða vinna við það sem það hefur hug til.
                 Æ.Æ. ég meina það.


mbl.is Jóakim spillir brúðkaupsáætlunum Viktoríu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Sigurður á Jörfa orti þessa vísu til seinni konu sinnar.
Hún hét Ragnheiður Eggertsdóttir frá Fitjum í Skorradal.
Þeim hjónum samdi ekki, enda skildu þau.

                    Daglegt brauðið dauflegt er
                    með deilu og þungum orðum.
                    Þykir hátíð, þegar er
                    þögn og fýla á borðum.

                                   Ef allt þetta fólk--

                   Ef allt þetta fólk fær í glitsölum himnana gist,
                   sem gerir sér mat úr að nudda sér utan í Krist,
                   þá hlýtur sú spurning að vakna, hvort mikils sé misst,
                   þótt maður að síðustu lendi í annarri vist.

                                        Góða nótt.


Barnabörnin.

Ég er búin að hafa ljósið mitt og ljósálfinn síðan á fimmtudag,
mamma þeirra fór í konuferð til Danaveldis.
Það er yndislegt að hafa þær, sú litla kemur upp í á morgnana ýtir við okkur
og þykist ekki hafa nægilegt pláss þó við séum í King size rúmi.
Síðan kemur: "amma ég er svöng" nú þá er farið á stúfana og hafður til
morgunmatur sem hún svo borðar ekki fyrr en henni er búið að takast
að vekja systur sína sama hvað klukkan er.
þær eru Millu og Ingimars dætur, 
en algjörar pabba stelpur þegar hann kemur í land á kvöldin.
þau fóru heim núna, en við fáum þær aftur annað kvöld.
Mamma þeirra kemur heim á mánudagskvöld seint
svo þær sjá hana ekki fyrr en á þriðjudag.
Þá verður kátt í kotinu.


Fella niður nauðgun!

Hvernig í ósköpunum er það hægt?
Ekki nægilega brotið á konunni til að hægt sé að hefja ákærumeðferð.
Hægan, hægan, leifið mér aðeins að fylgjast með,
"nei annars það þarf ekki, ég hef fylgst með"
Þvílíkur hroki og lítilsvirðing gagnvart konum,
það er rétt að það er ekki hægt að afsaka þjóðfélag sem
segir að það sé í lagi að koma svona fram við konur.
það er með þetta eins og svo margt annað  stelpur mínar,
við verðum að berjast fyrir réttlætinu.

þær eru á öllum sviðum  illa settar.
þær eru beittar andlegu og líkamlegu ofbeldi.
þær fá hótanir frá þeim, þeir ota fram börnunum.
þær eru aumingjar, bara að því.
þær eru ómagar því þær fá svo lá laun.
þær eiga engan rétt þó þær séu giftar þeim
þær vinna úti allan daginn, eiga samt að vera með allt klárt á kvöldin.
þær eru skíthræddar og heilaþvegnar af mönnum sínum.

Hvað veitir þeim rétt á þessari framkomu gagnvart þeim og börnum þeirra.
það skyldi þó aldrei vera, að karlmenn leifi sér að koma svona fram,
vegna niðrandi framkomu þjóðfélagsins, á kvenmönnum.
Fullyrði eigi neitt um það.
Það sem ég hef talið upp hér að ofan er dagsatt,
þeir taka það til sín sem eiga það aðrir ekki.

                           Góðar stundir.


mbl.is Niðurfellingin var sem önnur nauðgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Ísfirðingar.

Þetta voru jákvæðar fréttir, það eru þá alla vega 20-30 störf,
sem fást þarna.
En betur má ef duga skal, og veit ég að þið
kraftmiklu vestfirðingar náið því fram.

                      Gangi ykkur allt í haginn.


mbl.is Starfsemi hafin á ný hjá Miðfelli á Ísafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eru heilindi?????????

Maður spyr sig hvað heilindi séu nú orðið.
Ég held að þau búi á Mars.
Hver sagði eða gerði þetta eða hitt?
Maður er orðin afar leiður á þessu þjarki í mönnum endalaust,
af hverju setjast menn ekki bara niður og leysa málin,
nei það er að því að menn þurfa að fá einhverja stóla
og völd.

Það versta við þetta er það að sama hver meirihlutinn er,
er haldið áfram með sömu málin það er bara gert öðruvísi
og þá er það í lagi, að þeirra sög.
svo eru menn bara á svipinn eins og kettir nýbúnir að sleikja rjómaskálina,
og hinir sem sofnuðu á verðinum, eru bara alveg hissa, og skilja ekkert í
þessari framkomu gagnvart þeim.

Ja svei skítalikt.


mbl.is Vilhjálmur borgarstjóri og Björn Ingi féllust í faðma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Einu sinni voru þeir á gangi á götu í Húsavík,
Friðrik póstur frá Helgustöðum og Sigurjón Þorgrímsson,
mágur hans, hótelhaldari í Húsavík.
Friðrik var alltaf að berjast við að gera vísu, þegar vel lá á honum,
og í þetta sinn lentu þeir félagar í miklu umferðarþvargi þarna á götunni,
bæði af bílum og annarri umferð, og urðu þeir að stansa og sæta lagi að komast áfram.
Þá byrjaði Friðrik að kveða:

                            Nú er vandi að verja sig
                            að verða ei strand á götu.

Þá botnaði Sigurjón:

                             Þar kom andinn yfir þig
                             eins og hland úr fötu.
                                                                                   Góða nótt.
                                                


Hugur í Húsvíkingum!

Auðvitað er hugur í okkur hér á Húsavík,
eigum við kannski að hætta að standa í lappirnar.
Nei nú er bara að berjast fyrir réttlæti í launa málum. Kominn tími til.

Getur einhver lifað á 125 þúsund krónum, nei það held ég ekki,
nema að þurfa að svelta í einu og öllu, og þó svo að laun fari upp í 180 þúsund
verður það ekki auðvelt, en betra.
Auðvitað er að koma álver, en hvað kemur það launakröfum við
eins og Vilhjálmur Egilsson gefur í skyn, lifum við eitthvað frekar af
125 þúsundum ef það kemur ekki álver.
Ég tek upp hanskann fyrir verkalýðsfélagi Húsavíkur
og víkið ekki frá kröfum ykkar gangi ykkur vel.
                       Góðar stundir.


mbl.is „Hugur í Húsvíkingum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn í mynda-albúmið.

Loksins er ég búin að fá myndir af litla manninum, er hann ekki sætur???.
Kamilla Sól og Viktor Máni eru með honum á einni mynd,
þau eru svo stolt og yndisleg þessir englar.

Ég er með gesti: " bróðir minn og mákona eru hjá okkur, rosa fjör",
svo ég hef ekki gefið mér tíma til að blogga,
en fer bráðum að rugla eitthvað svona aðallega fyrir sjálfan mig.
Allir hinir: " englar, ljósálfar, ljós, dætur óborganlega flottar,
að ógleymdum tengdasyninum sem ég er víst með á stalliHalo
voru öll hjá okkur í gærkvöldi í sameiginlegum kvöldverði.
Það var yfirmáta skemmtilegt.
Jæja er að fara í sjúkraþjálfun, bulla meira seinna.
                 Eigið þið góðan dag.


Fyrir svefninn.

Kolbeinn í Unaðsdal var hraustmenni og kvennamaður.
Stúlka í nágrenninu kenndi honum barn, en Kolbeinn synjaði,
þar sem stúlkan var trúlofuð.
Málið kemur nú fyrir sýslumann Ísfirðinga sem þá var
Magnús Torfason, en hann var orðhagur og bermáll
og ókværilátur í feimnismálum.
Stúlkan skýrði svo frá atvikum barnsgetnaðarins, að Kolbeinn
hafi haft samfarir við sig í bæjardyrunum snemma morguns,
og enginn hafi verið kominn á fætur nema hún. Hún sagðist hafa
margsagt Kolbeini, að unnusti hennar væri að klæða sig
og gæti komið að þeim á hverri stundu.
,,Og linaði hann þá ekki á?" spurði sýslumaður.
,,Nei, nei," svaraði stúlkan.
Þá varð sýslumanni á orði:
,,Það er kjarkmaður, Kolbeinn í Dal."

Úr Íslenskri fyndni.

Svona var þetta í þá daga. Hefur það nokkuð breyst?


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband