Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Ekki sammála.

Svitalykt er ekki góð að mínu mati,
hver finnur eiginlega svitalykt i dag með öllum þessum fínu ilmefnum sem eru til.

Verð nú bara að segja það með fullri virðingu fyrir
þeim konum sem mjólka vel sínum börnum,
að ég  grét alltaf yfir þeim sárum sem ég fékk á geirvörturnar,
það blæddi úr þeim, og mér fannst þetta ekkert þægilegt,
og svo var mjólkin léleg þannig að ég varð alltaf að hætta að gefa brjóst,
Hefði ég verið belja þá hefði ég verið send beint í sláturhús,
en sem betur fer var ég kona.
Hvað er eiginlega svona kynæsandi við þetta.Sick


mbl.is Lyktin af mjólkandi konum lostavekjandi og örvandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur gerst á Íslandi.

Þetta er hörmulega sorglegt, hugsið þið ykkur, engin trúði henni í 70. ár.
Ef þetta er ekki að vera sama um mannlega líðan þá veit ég ekki hvað.
Svona var þetta og svona er þetta, kannski í öðru ferli nú til dags.

Einu sinni var mér sögð saga, hún var um fjölskyldu sem bjó í sveit,
dag einn var bóndinn að vaða ána, hnaut um koll og drukknaði.
konan horfði á þetta gerast, en gat ekkert gert.
Upp frá því talaði konan eigi meir. Dóttirin altalandi, en ungur bróðir hennar
illa og seint talandi eins og gengur og gerist með börn.
Eins og lög gera ráð fyrir átti að hjálpa fjölskyldu þessari,
en hvernig. Þar gerðist meinið.
Móðurinni var komið á tilhlýðilega stofnun að þeirra mati.
Drengurinn var talinn eitthvað skrítinn og sendur á heimili austur í sveit.
Telpunni var komið í fóstur á austurlandi.
Þegar hún varð fullorðin, og réði sér sjálf,
fór hún einhverju sinni að hitta bróður sinn
þar sem hann bjó á sama stað og honum hafði verið komið fyrir.
Hún komst að því að það var ekkert að  honum.
Hún vildi fá hann með sér, en hann kaus að vera þar sem hafði verið hlúð vel að honum
og hann átti orðið sitt líf.
Ég sel þessa sögu ekki dýrara en ég keypti hana, tel hana vera sanna.


mbl.is Frelsuð eftir 70 ára vist á stofnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara kominn til Reykjavíkur, Flott eða hvað.

Það er að mínu mati, siðlegra, af fólki að láta vita þegar svona gerist
og það kemst frá bílum sínum hjálparlaust.
Eiga ekki allir orðið gemsa???
Og hugsar fólk ekki neitt???
Veit það ekki, hvað það er dýrt að kalla út björgunarsveitir,
svo ég tali nú ekki um tímann sem þeir missa með fólkinu sínu,
þegar farið er í leit.
þótt það telji það aldrei eftir sér, þetta æðislega fólk sem er í þessum sveitum.
Það þarf að athuga, að þeir hoppa ekki bara upp í bílana og bruna í leit,
koma svo til baka og fara heim til sín. Nei, Nei, Nei, það þarf að þrífa bílana,
fylla af olíu, fylla rúðupissið og ganga frá öllum fötum eins og vera ber,
svo allt sé tilbúið  fyrir næsta útkall.
Það er margt fleira sem ég hef ekki talið upp.
Björgunarsveitar-menn þið eruð englarnir okkar þegar eitthvað kemur fyrir
og bara alltaf. Einu sinni enn segi ég það, að það ætti að skylda ungmenni landsins að
ganga námskeið hjá Björgunar-sveitunum, Þau mundu læra að vinna og
bera virðingu fyrir einu og öllu.
                    Góðar stundir.


mbl.is Maður sem leitað var eftir umferðarslys reyndist heill á húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Skarða-Gisli var ölkær, einkum þegar hann kom í kaupstað.
Eitt sinn kom hann út á Húsavík,
keypti brennivínsstaup og renndi úr því í einum teig.
Jakop Jónsson kaupmaður var þar nærstaddur og hafði orð um,
að þessi aðferð væri ,,svolaleg"
Gisli gengdi þegar með þessari vísu:
                             
                                Hálsinn skola mér er mál,
                                mín því hol er kverkin.
                                Ég mun þola þessa skál,
                                Það eru svolamerkin.
                                                                             

                                          Góða nótt.


Fólki sem leiðist.

Hef oft verið að hugsa um þetta blessaða fólk sem er alltaf að tala um að því leiðist,
og ég tala nú ekki um þá sem eru alltaf að reyna að gera eitthvað,
en fá aldrei neitt út úr því. Fólk er að skrifa í allskonar dálka,
biðjandi um ráð við hinu og þessu, sem er alveg út í hróa,
það skyn í gegn að þessu fólki leiðist.Crying

Með fullri virðingu fyrir, leiðindunum, vöntun á félagsskap og
sjálfsvorkunnar-ástandinu sem fólk lendir í.
Tekið fram, að ég hef verið þarna sjálf.

ÉG ER MEÐ LAUSN Á ÞESSU.Wink

Ef þið getið gert eitthvað smá þá farið og gerist sjálfboðaliðar
hjá Rauða krossinum.
Hafið þið kynnt ykkur þörfina? Ekki það nei. Þá gerið það endilega.
ÞIÐ SJÁIÐ EKKI EFTIR ÞVÍ.
Munið að lifa í kærleikanum.Heart


Blaðamenn STOP.

Ég er nú ekki vön að blogga um þessar ruslfréttir,
en nú er mér alveg farið að ógna.
Hafið þið ekkert áhugaverðara um að skrifa en þessa vesalings konu.
Hún endar bara á einn veg þessi strengjabrúða.
Hvað kemur okkur það svo sem við, ekki getum við hjálpað henni.
Væri ekki ráð að vekja athygli okkar á því sem stendur okkur nær.
Þið skrifið meira um eitthvert ófarir fólks úti í heimi,
heldur en hérna heima.
þetta er mín skoðun og margra fleiri.


mbl.is Britney ók yfir fótinn á ljósmyndara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Í Borgarfirði eystra áttu heima systkin, sem hétu Árni og Guðfinna.
Þau voru fákæn mjög.
Eitt sinn var Árni sendur upp á Fljótsdalshérað.
Er hann kom úr ferðinni, var hann spurður frétta,
en hann kvaðst engar fréttir segja,
nema að maður hefði orðið kvaddbráður upp á heiði.
Þá ætlaði systir hans að leiðrétta hann og sagði:
,, Mikill einfeldingur ertu, Árni bróðir. þú áttir að segja látbráður."
Þá reiddist Árni og sagði:
,, Vitlaust er það hjá þér. Bráðlátur varð hann."
                           Góða nótt.


Akureyrarferð.

Fórum með Dóru mína í flug á Akureyri í dag, hún er að fljúga út til Ameríku
á morgun, er núna hjá bróður sínum og mágkonu í Njarðvík
og er á undan mér að sjá litla prinsinn, SVINDL.
Jæja en tvíburarnir eru hjá ömmu sinni og afa og verður það bara gaman.
Engillinn minn á afmæli í dag og ætlum við að hafa kvöldmat á sunnudag.
það er ekki hægt fyrr, það er svo mikið að gera hjá öllum, en þegar við komum
frá Akureyri beið Milla mín með mat handa okkur,Heart
anað kvöld eru þau að fara upp í mývatnssveit á villibráðakvöld.
Svo þið sjáið það að það er nóg að gera enda á það að vera þannig.

Kynlíf.

Svo vita sumar konur ekki hvar G bletturinn er,
hvað er þetta eiginlega, er verið að gera lítið úr konum,
eða eru þær að gera það sjálfar.
Hafa þessar konur ekkert betra við tíman að gera,
en að blaðra um sjálfan sig innan um hóp kvenna,
þær gætu nú alveg eins farið bara í saumaklúbb.
eða gert eitthvað kynæsandi með  manninum sínum,eða þannig.

ÉG veit að það er eitthvað að hjá sumum konum og mönnum
en er ekki langbest að fólk leysi úr því saman.
nú ef það gengur ekki, þá að fara í ráðgjöf saman,
ég held að maðurinn upplifi það sem höfnun ef konan útilokar hann.
Nú veit ég að sumar konur segja, það er ekki hægt að tala við þessa karla.
Ef það er ekki hægt, þá er heldur ekki hægt að vera giftur honum.
Hinsvegar veit ég að margir karlar þora hreinlega ekki að svara konum sínum,
vegna þess að sumar okkar eru svo sterkar, frekar, algjörir snillingar
sem er afburða góður kostur að mínu mati.
Enn stelpur við verðum að leifa þeim að hafa smá sjálfsálit.

 


mbl.is Fá aldrei fullnægingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki í lagi.

Nei það hefur aldrei verið í lagi.
Haldið þið ekki að Öryrkjabandalagið sé orðið þreytt á því,
að þeim sé boðið þetta og hitt,
því það er aldrei staðið við neitt af því sem sagt er.
Devil  hafi það kominn tími til að við fáum mannsæmandi laun,
vilja þeir skipta við okkur þessir háu herrar???
Nei það held ég ekki.
mbl.is Öryrkjar sjálfum sér verstir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.