Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Saga konu.

Kona ein bjó með manni, áttu þau eitt barn saman,
konan átti eitt barn áður, kvöld eitt voru þau að borða.
Allt í einu stendur maðurinn upp og kollsteypir matarborðinu
svo allt fer á gólfið, honum mislíkaði eitthvað við borðhaldið.

Hafði hann leifi til að sína ofbeldi?   NEI!!!!!!!!!!!!!!

Hvað átti konan að gera?                FARA!!!!!!!!!!!!

Af hverju leifa konur þessu að gerast?
Af hverju fara þær ekki?

Getur einhver svarað?


NEI! það getum við ekki.

Mér finnst það sorglegt í þessu velmegunarþjóðfélagi,
að það skuli ekki vera hlúð nægilega vel að, þessum englum okkar.
Kemst ekkert annað að í toppstykki ráðamanna þessa málaflokks,
nema að láta fólk fá sem mynnst,
svo það á endanum verði sjúklingar sjálft, þeir ættu að skammast sín.

Ég á því láni að fagna að hafa ekki eignast langveikt barn,
en það hefur verið nálægt mér, og veit ég fyrir víst að fólk
þarf að vera afar sterkt til að missa ekki heilsuna, vinina og makann
svo eitthvað sé talið upp.
Maður les um þessa engla á blogginu.
Og svo er fólk með skítkast út í foreldra út af þessu og hinuDevil hvað
er eiginlega að  þessu fólki?

Svo eru það systkinin, fara líka illa út úr svona málum.
Fyrir mörgum árum eignaðist lítill vinur minn langveikan bróður,
og mamma og pabbi höfðu mikið að gera,
svo hann ákvað að létta undir með mömmu,
og hann safnaði fötunum sínum bara undir rúm,
þegar hann átti orðið engin föt til að fara í tók hann smá bunka
og fór með hann í næsta hús og bað konuna að þvo fyrir sig
því mamma hefði svo mikið að gera.
Ef þetta segir okkur ekki mikið þá veit ég ekki hvað.
Gerum eitthvað í því að ráðamenn fari að hugsa.
                        Góðar stundir.


mbl.is Getum ekki verið stolt af hjálpinni við langveik börn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Missti stjórn á bíl sínum.

Bíll er nú bara bíll og eru þetta algjörar blikkdósir.
Guði sé lof fyrir að ungmennin sluppu með skrekkinn.
Vonandi verða ekki fleiri svona óhöpp.


mbl.is Umferðaróhapp í ísingu á Húsavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barnabarn N.o. 9.

Hann fæddist í morgun litli kúturinn hennar ömmu, 17,5 mörk og 54c.m.
hann verður krafta maður eins og pabbi hans hann er víst alveg eins og
Viktor Máni eldri bróðir hans það er nú ekki leiðum að líkjast, svo á hann
9. ára systur sem er að springa úr stolti.
Auðvitað langar manni að fara suður bara núna, en ég kemst ekki strax.
Hér vaknaði maður í morgunn í snarbrjáluðu veðri slyddu-drullu,
bíllinn var alveg klammaður að utan, og ekki nóg með það að um k.l.9,30
fór rafmagnið og kom ekki á aftur fyrr enn um k.l.16.oo.
Sko, versti dagur ever, hugsið þið ykkur ekkert kaffiDevil ekkert ristað brauð
og litla snúllan mín sem er hjá okkur í dag vildi ekkert annað en horfa á vídíó
það var lesið, sungið, litað og bara nefnið þið það, enW00t gerast ekki þegar maður vill.
Núna er rafmagnið komið og þá er hún bara að tala við mig og eitthvað.
Það er verið að elda einhvern mat, en ég verð víst að gera sósuna.
                                Kveðjur.


Vissi hann ekki.

Vissi ekki maðurinn að það væri hægt að kæra fólk fyrir of hægan akstur.?
Auðvitað ekki, var bara á rúntinum að sýna sig og sjá aðra.Cool

Hafið þið ekki lent í þessu, t.d. að vera að keyra í bæjum og þorpum
úti á landi, þar eru þetta annað hvort gamlingjar, með derhúfu,
keyra á 10.km.hraða og eru ekkert að hugsa um aðra,
eða unga fólkið með sýniþörfina á rúntinum,
og ég tala nú ekki um þegar tveir vinir mætast  stoppa og fara að tala saman,
er þetta ekki alveg dásamlegt, eða þannig.

Þegar ég var stelpa var alltaf farið í morgun-bíltúr niður á höfn á sunnudögum
afi var tekinn með, konurnar voru heima að elda á meðan,
ég man aldrei eftir því að neinn væri að flýta sér.
Þegar ég var orðin unglingur á rúntinum í Reykjavík
þá var heldur engin að reka á eftir okkur, bílarnir voru stopp,
allir að tala saman og svaka fjör.
Ég veit að þetta er ekki hægt í allri umferðinni í dag, en samt,
það vantar allt umburðarlyndi í þjóðfélagið okkar.


mbl.is Ók vísvitandi of hægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég meina það sko!!!!!!!

Fór að sofa eldsnemma í gærkveldi, vaknaði klukkan  fimm í morgunn 
OG! ekkert barn fætt, allavega hefir engin hringt og ég veit bara ekki neitt,
nema að þau sofi bara í svítunni á fæðingardeildinni í Keflavík,
,,en ég meina það" sko ég er nú einu sinni, "AMMAN".
Verð víst að vera róleg.
Var að fá skemmtilegar fréttir áðan, Nonni bróðir og Svava mágkona mín
eru að koma í heimsókn á mánudag. Eina vísu fyrir daginn.

                                  KJAFTAKERLINGAR.

                            Margri kjaftakellu óx
                            kaffisystra hylli
                            við að bera byrðar rógs
                            bæjarhúsa milli.
                                             Sigurður Björnsson.


Fyrir svefninn.

Þótt ég sé orðin þreytt og syfjuð og eigi von á barnabarni í nótt,
ætla ég nú samt að reyna að sofna smá, en áður verð ég að segja eina sögu.

HEIMBOÐ var haldið í húsi einu hér í bæ skömmu eftir
síðustu styrjöld.
Karlar og konur sátu í sömu stofu, en sitt í hvoru horni, við reyk og rabb.
Körlunum var tíðrætt um karlmannsleysið í Þýskalandi, sem væri svo
mikið að konur borguðu karlmönnum 30. mörk fyrir nóttina.
30. mörk segir þá einn í karlahópnum, sem við skulum kalla Jón.
Það er enginn smáskildingur. Maður gæti bara stundað þetta
og lifað kóngalífi.
Þá heyrist hljóð úr horni frá eiginkonu Jóns, og gellur hún við:
,,Ja, hérna! Sér er nú hvert Kóngalífið,
sem þú mundir lifa á 60.mörkum á mánuði, Jón minn!"

                              Góða nótt.


Ekki allt í drasli.

Það var ákveðið í gær að mála ekki meir fyrir jól, uff. hvað ég varð fegin.
það er ekki það að það þurfi endilega að mála, en þið skiljið,
svona aðeins að breyta um liti, en komið nóg í bili.
Það er búið að mála þrjú herbergin,
þau eru öll í grænum litum og gamla skrifborðið á ganginum er
orðið svona antik grænt, ég elska grænt og svo kom flotta rúmið okkar í gær.
Engillinn og ég bisuðumst við að setja það upp, síðan var það undirdýna,
lak, rúmföt og allt gert klárt A Ha.InLove
Engillinn ryksugaði allt húsið og blaut-moppaði.
Áður var búið að viðra og þvo allt sem hann náði í og
ég búin að pússa og þurrka af öllu svo núna er ekki drasl hjá mér.
Systur fóru til Akureyrar, veit eiginlega ekki hvað þær eru alltaf að versla,
báðar að fara erlendis.  litlu snúllurnar voru hjá okkur sú stóra
fór í fimleika sá ég hana ekki fyrr en um kvöldmat.
litla snúllan mín var bara að horfa á eitthvað
og passa Neró því hann er skíthræddur hræddur við ryksuguna.
Þau eru sko vinir.
Rúmið okkar er æði sváfum eins og englarWhistling
Hún Solla Tengdadóttir mín var að hringja,
er orðin veik svo ég verð örugglega búin að eignast
nýtt barnabarn í fyrramálið  þá á ég níu barnabörn, Æ.Æ. nú sef ég ekki í nótt.


Það kemur að því.

Kemur mér ekki á óvart, það hlaut að koma að því að eitthvað bættist við
óhugnaðinn sem fyrir var.
Þetta er nú bara eins og í hryllingsmynd, við höfum nú séð þær nokkrar,
hlegið að þeim, "hvað mönnum dettur í hug". " þvílíkt hugmyndaflug",
en hvað vitum við hvað er til í okkar fögru veröld???.
Harla lítið sem ekki neitt.
Ég man eftir köngulóa mynd sem ég sá í kringum 1994. c.a.
Þar var ein höfuð könguló sem stjórnaði hundruðum köngulóa
í því að drepa fólk, man þetta nú ekki svo gjörla,
en hún endaði með að maður nokkur barðist við drottninguna
og hafði betur. Sonur minn sagði mamma, þú getur ekki horft á þessa mynd,
þér mun finnast hún ógeðsleg,
(trúlega vegna hræðslu minnar á þessum kvikindum)
Nei, mér fannst hún svo heimskuleg að ég nennti varla að horfa á hana.
Þetta er málið við gerum lítið úr náttúrunni og því sem
þar fellst.  Að sjálfsögðu er þessi frétt um slímdýrið afar óhugguleg
og hvað er til ráða? Ekkert!.


mbl.is Skyndileg fjölgun dauðsfalla af völdum heilaétandi slímdýrs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í morgunsárið.

Kona nokkur var að vanda um við K.N. fyrir drykkjuskap hans
og sagði meðal annars, að hann myndi nú sennilega vera
kvæntur sér eða einhverri annarri  myndarkonu, ef hann
hefði ekki verið jafn drykkfelldur, þá kvað K.N.:
              Gamli bakkus gaf mér að smakka
              gæðin bestu, öl og vín.
              Og honum á ég það að þakka
              að þú ert ekki konan mín.


Þetta svo og annað sem ég hef ritað í þessum dúr,
er tekið úr Íslenskri Fyndni.

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.