Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Fyrir svefninn.

Á stríðsárunum fluttist mjög lítið af ávöxtum til landsins, og var ætlast til þess,
að það litla sem var, gengi til sjúklinga gegn ávísunum lækna.
kona ein,sem hafði Katrínu Thoroddsen að heimilislækni,
hringdi eitt  sinn til hennar og bað hana að koma til sín í sjúkravitjun.
Þegar Katrín kom þangað, var ekkert að,
erindið var ekki annað en að fá recept upp á appesínur.
Katrín varð fjúkandi vond, settist niður og skrifaði á recept-blað,
að hún segði þennan sjúkling af höndum sér í sjúkrasamlaginu,
fleyði þessum miða í konuna og rauk út.
En kella labbaði sig með blaðið niður í Grænmetisverslun og fékk
appesínur út á plaggið.
Það gat nefnilega engin lesið skriftina.
                             Góða nótt.Sleeping


Endalaust.

Kannist þið við það? Sko ég er búin að vera í allan dag í einhverju smádútli,
þrífa ramma, glugga hengja upp gardínur í svefnherbergið,
engillinn þreif alla lista, allar skáphurðar þrifnar, hann er líka búinn
að taka til í öllu dóti sem er ekki alltaf verið að nota, nú aldrei þessu vant
henti hann fleiri kössum á haugana af dóti sem er aldrei notað,
sko ef maður ekki opnar kassa í eitt ár, þá þarf maður ekki að nota það
og bara hendir því. Reyndar fór hann nú í gegnum þetta allt saman.
Segi það enn og aftur, verð sko fegin þegar þetta er búið.
                              Góðar stundir.


Meðferð.

Blessað gamla fólkið okkar, þau hafa ekki verið nógu duglegt að leita sér afþreyingar
og dottið í flöskuna. Varla er nú verið að hengja 1968 kynslóðina á snúruna,
þau eru bara 44.ára. Hér er verið að tala um fólk milli sextugs og sjötugs,
sem er þá fætt milli '45 og '55.
Ég hlýt að vera afar grunnhyggin kona, en ég hefði talið að  ofdrykkju-fólk
gæti ekki bara drukkið um helgar, heldur alla daga.
Allavega er og var það svo í kringum mig.
Óska ég fólki þessu alls hins besta, það væri nú afar flott ef þau
gætu farið að keyra og passa barnabörnin aftur,
það er að segja ef þau kjósa það sjálf, en ekki aðrir fyrir þau.
                                      Góðar stundir.
mbl.is Áfengisvandi breiðist út meðal eldra fólks
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Piltur nokkur frumvaxta kom að máli við föður sinn og hvaðst hafa í hyggju að staðfesta ráð sitt.
Karl tók vel í það og spurði hvaða stúlku hann hefði hug á.
Það er hún Sigga í Norðurkoti svaraði piltur.
það var slæmt, svaraði karl, því, þér að segja, er hún dóttir mín.
pilturinn lét sér þetta lynda, og leið svo nokkur tími.
Þá kom hann aftur að máli við föður sinn um sama efnið.
Hann tók því eins og fyrra skiptið og spurði hvert
hann ætlaði nú að leita.
Til hennar Gunnu í Efra Gerði.
Það var afleitt því það er eins með hana hún er dóttir mín.
Þá lagðist pilturinn í þunglyndi og hugarvíli
og hafðist ekki úr honum orð.
Móðir hans gekk á hann um tilefnitil ógleði hans,
og þótt hann væri tregur til að láta nokkuð uppi um það,
kom svo að lokum, að hann sagði henni upp alla söguna.
Láttu það ekki á þig fá, Jónminn, mælti kerling,
það getur allt lagast, því að hann pabbi þinn á heldur ekkert í þér.
Góða nótt.


Kvennlegur launataxti.

Ég er svolítið hægfara, en hún Margrét Hugrún ritaði um þetta í fréttablaðinu í gær.
Er svo hjartanlega sammála henni.
Kvenlegur launataxti tilheyrir annarri öld. Hún segir að tuttugasta öldin er er liðin.
Það lifir engin af 144.907, fyrir skatta, hvorki konur eða menn.
Ég skil ekki af hverju þetta viðgengst, né hvað réttlætir þetta_ kannski
vegna þess að þetta er ekki réttlæti. Svo ritar Margrét Hugrún.
Ég er ein af þeim sem þarf að lifa af minni upphæð enn þessi er
og skil ég aldrei hvernig í ósköpunum það er hægt að ætlast til þess.
Ekki er ég með hvítflibba-fyrirvinnu sem kemur heim með
nokkur hundruð þúsund á mánuði.
Takk fyrir góð skrif Margrét Hugrún Gústafsdóttir.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband