Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Góður dagur í dag.

Vaknaði klukkan sex í morgun, ég þarf alltaf tvo tíma til að
ná mér á strik áður en ég fer í sjúkraþjálfun klukkan átta,
sem að sjálfsögðu engillinn ekur mér í þegar ég er mjög slæm
og það er ég búin að vera undanfarið.
við fórum síðan beint heim að fá okkur kaffi þegar hann var
búin að sækja mig.
Nú tölvan beið spennt eftir að fá mig í stólinn fyrir framan sig,
lét ég það eftir henni.
Að vanda fór minn maður að ná í blöðin og setja bensín á bílinn.
Bað ég hann að koma við hjá Millu minni í vinnunni með smá innkaupalista
upp á kvöldið, Hér á á vera gormet veisla í kvöld.
Þegar engillinn kom til baka var hann með stóran pakka og færði mér
og var það ekki risa vasi sem mig langaði í frá Sía, mig langar ekki oft í svona dót
en þennan vasa langaði mér í, enda á ég líka afmæli í dag,
og fylli heil 65.ár og mér sem finnst ég vera 29 smá+.
Síðan lagði ég mig og steinsofnaði í fína rúminu mínu.
Engillinn fór að ná í Dóru og tvíburana  svo komu Milla og litlu snúllurnar.
ÉG var nú bara í því að opna pakka, gaman gaman.
þær elduðu svo matinn dætur mínar.
Ingimar kom af sjónum um sjö leitið þá borðuðum við.
Nú veit ég að hún Þorgerður frænka mín í Bretaveldi,
bíður spennt eftir að heyra matseðilinn. hann er,

Léttsteiktar gæsabringur með kartöflum, gormet salat
og portvíns villisveppa rjómasósu.
höfðum líka kjúklingabringur svona til öryggis ef að stelpurnar
skildu ekki vilja gæsina, en þær voru vitlausar í hana.
Á eftir vorum við með kókoskaffi frá kaffi tár og konfekt.
Þetta var æði. og besta við þetta var að þurfa ekki að koma nálægt því að elda.
Takk fyrir mig elsku englarnir mínir allir saman.


Verði til sóma.

Ekki ætla ég að meta hvort rétt eða rangt var að kaupa þessa lóð,
en voru ekki einhver mótmæli um þau er Vilhjálmur var með það á
dagskrá, eitthvað rámar mér í það.
Úr því sem komið er ætla ég hreint að vona að uppbygging
þessara húsa verði til sóma, og að það verði mýkt og gamall
bragur yfir okkar kæru Reykjavík.
Það er komin tími til að bæði við og þeir sem heimsækja landið okkar
finnist notalegt að vera í miðbænum.
mbl.is Miðbæjarlóð fékkst fyrir 263 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig í ósköpunum!!!

Hvernig í  ósköpunum er þetta hægt???
Maður á nú náttúrlega aldrei til orð  yfir framkomu yfirvalda í garð
öryrkja, það er bara alltaf eins og við séum aumingjar með hor,
og greindavísitölu á við gullfiska, fyrirgefið kæru gullfiskar,
það er allavega talið að þið hafið enga greind.
Það er  komin tími á að reiðin fari í útrás, tími á að segja sína sögu.
Hamra á því endalaust þangað til að við fáum leiðréttingu okkar mála.
Skrifa í blöðin, eða blogga ef við getum það ekki sjálf þá að biðja um aðstoð.

Þegar ég varð fyrir því óláni '93 að verða öryrki, gat ég nú lítið annað gert en að taka því.
veturinn eftir fór ég að vinna með gamla fólkið þar sem ég bjó,
2. daga í viku 3.tíma í senn. Nú eftir einhvern tíma fékk ég bréf frá
Tryggingar-lækni sem heitir  Em.. ... (hef aldrei heyrt hann eða séð)
um það að ég yrði tekin af bótum þessi mánaðarmót sem tiltekin voru.
Það stóð meðal annars í bréfinu: "Að ég væri,  ofurþung  þunglynd miðaldra kona,
þar af leiðandi væri ég öryrki, nú yrði ég að fara að vinna.
ég reyndi að fá viðtal við einhvern útaf þessu máli, en mér var tjáð
að ég gæti ekki ætlast til að vera á örorkubótum allt mitt líf." ,,Basta."
Ég er nú þekkt fyrir glaðlyndi og þunglynd hef ég aldrei verið,
aftur á móti hef ég á stundum verið of þung.
Það afsakar ekki dónaskapinn í þessum manni.
þetta er nú bara byrjunin á minni sögu.
Stöndum saman og látum ekki buga okkur.


mbl.is Stórtapaði á að þiggja bætur eftir slys
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

fyrir svefninn.

Nýgift hjón voru að sýna vinum sínum íbúðina.
Hún var mjög þægileg og rúmgóð,
og höfðu hjónin sitt hvort svefnherbergið.
,,En hvað gerið þið ," spurði einhver,  ,,ef  ykkur langar að vera saman?"
,, Þá flautar hann," sagði unga konan,  ,,og ég fer til hans."
,, En leiðist þér ekki, ef hann ekki flautar ?" Var þá spurt aftur.
,, Þá fer ég í dyrnar," sagði hún,  ,, og spyr: Varstu að flauta elskan?"

Ragnar Ásgeirsson orti þessa vísu, þegar hann varð fertugur.

                                Lífs mín sól fer lækkandi,
                                loks hún hverfur sýnum.
                                Fer nú óðum fækkandi
                                framhjátökum mínum.

                                        Góða nótt.


Má fólk ekki hvað???

Má nú ekki einu sinni gera það sem er skemmtilegast að gera á flugi.Tounge
Það verður orðið þannig fyrir rest að ekkert má.

Nú Það má ekki reykja,
og Það má ekki drekka,
en Það má ekki neita,
nei nei! fólki að rekkja.

Held að ég fljúgi nú ekki með Singapore Airbus,
eða, jú alltaf gaman að brjóta eitthvað, sko eða þannig.
Devil Púkinn kemur nú upp í manni.



 


mbl.is Háloftakynlíf bannað í risaþotu Airbus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Orðin skóluð, eða hvað?

Maður fer nú að verða skólaður í að taka á móti því sem að manni er rétt,
en fjandinn hafi það, er þetta ekki of langt gengið???.
Hækkið þið bara allt sem hægt er að hækka, áður en þið lækkið eitthvað,
T.d. uppgreiðslugjöld, stimpilgjöld, og eða eitthvað annað.
Fyrirspurn til þeirra sem þekkja til.  Hvenær gættum við láglaunafólkið greitt
upp einhver lán sem við hugsanlega værum með, "aldrei" 
fengjum við t.d. greiðslumat til að kaupa íbúð.
Það held ég ekki, allavega ekki í Reykjavík þar sem íbúðarverð er mun hærra,
en úti á landi.
Það er ætíð verið að tala um að það sé verið að vinna að þessu og hinu,
sem við svo verðum aldrei vör við.
Getið þið bent mér á einhverja úrbót sem þessar elskur hafa komið með???
"Færandi hendi, Þeir eru svo góðir Æ.Æ. held ekki vatni yfir því."
Svo brosa þeir hringinn af sjálfs egói.
Búnir að gera svo góða hluti fyrir okkur peðin. "Svei attan."
Hvenær hafa verið viðhafðar úrbætur til handa okkur
sem ekki hefur verið búið að taka af okkur, áður,
eða fljótlega á eftir með hækkunum á einhverju, aldrei að mínu mati.
Enn veit einhver betur, þá spyr ég: " Hvenær"???.
Nú skulu þeir framkvæma eitthvað þessir háu herrar, sem eru á launum hjá okkur,
sem ekkert eiga. Þjóðin er rísandi í reiði sinni. það er aldrei að vita hvenær
sú reiði brýst út.

                                        Góðar stundir gott fólk.


mbl.is Stýrivextir Seðlabanka Íslands hækkaðir um 0,45%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.