Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Viðbót við börnin.
4.11.2007 | 17:27
Verð að bæta aðeins við eftir athugasemd frá blogg vinkonu minni.
Það er um það að við foreldrarnir verðum að kenna börnunum okkar að
bera virðingu fyrir kennurum og öðru fólki.
Að sjálfsögðu gerum við það, er það ekki sjálfsagt.
Ég er nú svo heppin með mín fjögur börn að þau hafa aldrei lent í
félagslegum vandamálum, en það er langt því frá að vera sjálfgefið,
eins er það ekki sjálfgefið að eignast heilbrigð, vel gefin, vel gerð
eða falleg börn, en við elskum þau eins og þau eru.
Við styðjum við bakið á þeim reynum að koma þeim út í lífið með
heilbrigða skynsemi að leiðarljósi, hvort það heppnast eður ei
er bara ekki okkar vandamál því við gerðum eins og við gátum.
Samt þó það heppnist ekki þá styðjum við þau og elskum.
Það sem ég var að meina með fyrra bloggi mínu um börnin,
var það sem snýr að og kemur frá þeim sem ráða. Fyrir utan okkur.
Hugsið þið ykkur bara! Það eru allir sem koma að börnunum
okkar alla daga, og getum við þá ekki gert kröfu um að
samskiptin séu í lagi.
Það er allavega mín skoðun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Börnin enn einu sinni.
4.11.2007 | 16:05
Það er engin furða, að allt sé eins og það er,
sama hvert er litið öllum deildum landsins vantar peninga.
Það hljóta allir að skilja að ekki er hægt að láta börnin bíða,
eða finnst þeim það bara í lagi þessum ráðamönnum landsins.
Það vantar kennara, leikskólakennara og fólk til að huga að börnunum okkar eftir
skóla, svo ég tali nú ekki um að það verði engir biðlistar í greiningu barna,
svo að þau fái viðeigandi hjálp strax.
Svo hefur ekki verið aukið fé í barnaverndarstofu, reynið nú að fara að hugsa,
hækkið launin og leggið fé í barnavernd. Þið viljið kannski hafa þau flest inni
í fangelsum er þau verða eldri.
Sumir kennarar segja að sum börn séu óhafandi í skólastofunum með öðrum börnum,
þeir vilja kannski loka þau inni á sér barnaheimilum.???
Aðrir kennarar segja að það þurfi aðeins að sína þolinmæði þá sé þetta í lagi.
Það vantar að leggja meira fjármagn fram.
Það vantar fleiri sérkennara.
Það vantar að borga hærri laun fyrir vel unnin störf.
Það vantar að kenna þeim sem sjá um börnin okkar
að sýna virðingu, traust, aga og ástúð. (tek fram ekki öllum)
Og ef fólk er ekki starfi sínu vaxið þá á að segja því upp störfum.
Þetta er nú bara smá brot úr minni skoðun.
![]() |
Áhyggjur af auknu álagi á barnaverndaryfirvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Leifa þeim að vera föstum.
4.11.2007 | 11:58
Bara að leifa þeim að vera föstum, þeir geta bara látið aðra bjarga sér heldur enn
björgunarsveitirnar og borgað fyrir það.
Björgunarsveitirnar eru til að bjarga fólki ekki bílum,
ef fólk ekki veit það þá er það þeirra mál.
Þessir menn sem halda að þeir geti keyrt yfir landið okkar
eins og það sé malbikað ættu nú bara að vera heima hjá sér.
Ég kenni vel til, hef séð ótrúlega ósvifni í umgengni við landið okkar,
svo að með eindæmum er.
Það eru margir menn sem kunna þetta og ber að muna að segja frá því,
en skussarnir sem koma á stóru jeppunum sínum, klæddir í felubúninga
haga sér eins og algjörir spjátrungar eru bara hlægilegir
og ættu að vera heima hjá sér.
Þetta er mín skoðun.
![]() |
Björgunarsveitir standa í ströngu vegna fastra bíla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Áfengi bannað!
4.11.2007 | 11:41
Hvernig væri bara að banna áfengi, er það ekki alveg eins hægt,
eins og Danir ætla að svipta Grænlendinga fjárræði???
Svei mér þá ef Íslendingar eru ekki bara að verða eins og
Grænlendingar, komnir á sama plan og þeir,
þótt við teljum okkur vera siðprúðari, við erum það að sjálfsögðu,
,,Ekki vantar nú egóið í okkur."
Er ekki bara komin tími á að taka heimildar-myndir af báðum þjóðum
og sýna svo í bíó, þá komumst við að því hvor þjóðin er siðprúðari.
Þá sjáum við líka hversu vel við lítum út, slafrandi, rífandi kjaft,
berjandi bæði menn og konur,
drekkandi úr bjórflöskunum og reykjandi úti á götu.
Afar huggulegt fólk.
Hér skal tekið fram að ég hef ekkert á móti Grænlendingum,
og vísa ég á blogg mitt í gær eða fyrradag þar sem ég skrifa um
álit mitt á meðferð þessara þjóðar.
![]() |
Mikil ölvun og slagsmál á höfuðborgarsvæðinu í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fyrir svefninn.
3.11.2007 | 21:18
Guðjón bóndi var giftur dóttur auðugs stórbónda,
en búnaðist illa.
Meðal annars var baðstofan hans komin að því að hrynja.
Tengdafaðir hans byggði nú hús yfir han, lagði til allt efni,
tvo smiði og nokkra verkamenn.
Guðjón var að skýra nágranna sínum frá þessu
og bætti svo við gremjulega:
,,Og hann borgaði öllum kaup nema mér."
Má ekki við miklu.
Skagafjarðar-- fögur -- Sýsla
er farin að verða miður sín.
Hún skelfur alveg eins og hrísla,
ef ég smakka brennivín.
Haraldur Hjálmarsson
frá Kambi.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Flott fyrir þá sem.
3.11.2007 | 17:48
Bara að setja dúndur kerfi í bílinn,
væri nú kannski til í að, nei það má víst ekki.
![]() |
Bassabox truflaði radarmælingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Grænland.
3.11.2007 | 17:19
Mig langar aðeins að ympra á málinu um Grænland, þetta ægifagra land,
og yndislega, en ráðvillta íbúa þess.
Hvernig vorum við Íslendingar þegar við komum út úr moldarkofunum?
Erum varla komin þaðan enn, það tekur nefnilega tíma að aðlagast því.
Grænlendingar komu ekki út úr moldarkofum, heldur snjóhúsum.
Siðmenningin með sína græðgi, skort á siðmennt og vitund um þarfir
þessara frumstæðu þjóðar,
ruddist inn í landið, mokaði og lokkaði fólk í bæjina,
byggði kofa, blokkir og hús, svo ég tali nú ekki um, verslanir og vínbúðir.
þeir komu úr heilbrigðum lífsháttum í eitthvað sem þeir þekktu ekki,
urðu svo vita ringlaðir á svipstundu.
Endalaust væri hægt að telja upp.
Hugsið þið ykkur alla þessa misnotkun, þetta er óforsvaranlegt.
fólkið er svo veikt að það er orðið samdauna þessu siðleysi,
Spillingin er algjör, því það er hægt að kaupa alla fyrir peninga.
Ætla að benda á að þeir voru ekki með fjárræði þegar þetta byrjaði allt saman.
Nú á að svipta þá því, en hvað ætla þeir síðan að gera til að bjarga
þessari þjóð, sem þeir komu í þennan vanda.
Þarna vantar mikla hjálp.
það er ekki eins og þetta sé í felum.
Nei þetta er bara rétt við bæjardyrnar hjá okkur.
Guð gefi að það sé einhver sem getur snúið þessari þróun við
og hjálpað þessari þjóð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hef nú ekki heyrt annað eins.
3.11.2007 | 13:05
Ekki heyrt annað eins: " Hneyksli."
eiga ekki íþróttamenn að vera fyrirmynd barnanna,
svo og forráðamenn þeirra.???
Enn það hefur löngum loðað við íþróttir, að alltaf þurfi að vera
áfengi með í spilinu.
Getur þetta ekki farið að snúast við, og að menn verði stoltir
af því að vera án áfengis, svo allir geti verið stoltir af þeim.
Og greyin gerið ekki svo lítið úr okkar greindarvísitölu, og segið, ja við græðum á þessu.
Við trúum því ekki, það græðir engin á því að hafa áfengi við hönd.
Enn líklega er það tilgangslaust að reina að tala um fyrir ykkur,
Þið eruð svo miklir töffarar að þið hlustið ekki á neitt eða neinn.
Ein sem þekkir vel til í ykkar heimi kæru íþróttamenn
og auðvitað eruð þið flottir, en látið vínið í friði.
![]() |
Valsmenn vilja selja áfengi í hátíðarsal sínum öll kvöld |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Náttúruhamfarir.
3.11.2007 | 12:36
Einar náttúruhamfarirnar í viðbót.
Manni þarf svo sem ekkert að bregða, þetta er alltaf að gerast,
einhversstaðar, en samt er það svo að maður fær sting í hjartað,
fólkið er svo nálægt, vonum samt að allt fari á besta veg.
![]() |
Talið að eldgos sé hafið á Jövu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrir svefninn.
2.11.2007 | 23:16
Einu sinni var hjúkrunarkona að ganga undir lokapróf í hjúkrun.
Læknir sá, er prófaði, spyr nú stúlkuna,
hver séu helstu líffæri mannsins.
,,Heili og hjarta," svarar hún.
,, og fleira?" segir læknirinn.
Stúlkan hikar, en segir síðan:
,,Æ, að ég skuli ekki muna þetta! Svo oft er nú búið að troða því í mig."
,, Já alveg rétt," sagði þá læknirinn og kímdi.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)