Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Konur verja heimilislausa.

Ég stend upp fyrir þeim þremur konum sem verja heimili fyrir heimilislausa og vona ég að aðrir komi í kjölfarið. Er allt þetta fólk sem er að mótmæla þessu heimili svo fullkomið að það hafi efni á því að vera að  mótmæla. Nema að þau séu að  elta tískuna sem er meðal annars mótmæli. Þjóðfélagið er nefnilega orðið þannig, að það er sama hvað er gert eða hvað á að fara gera öllu er mótmælt. Mér fynnst nú alveg sjálfsagt að ræða mál kynna sér þau og hafa skoðun á öllu, en af hverju þarf að vera þessi heift, reiði og valdstefna. Við eigum að sjálfsögðu að standa á rétti okkar, en við eigum bara öll sama réttinn.

Allt annað mál, um veffrétt sem ég las 27-04 rituð af Huldu Guðmundsdóttur.     

                             Fyrirsögn:   Slagorðapresta nei takk!

Ég verð nú að viðurkenna að ég er ekki nægilega að mér í því sem hún er að skrifa um, ég held að hún sé það ekki heldur. Þessi  skrif virka þannig á mig að um áróðursupptalningu  sé að ræða já eða þannig sko.  Ég gæti sagt margt um þessi skrif en ætla ekki að fara nánar út í þessi mál, en endilega lesið sjálf.


Af hverju endilega hjá okkur?

Velferðarráð Reykjavíkur væntir þess að nágrannar fagni nýju heimili fyrir heimilslausa á Njálsgötu. Svo hljóðaði byrjun á yfirlísingu í Fréttablaðinu í gær. Nýja heimilið er fyrir tíu karlmenn og er það hið besta mál, menn sem hafa farið illa út úr lífinu af margvíslegum ástæðum þurfa virkilega á svona heimilum að halda, nei þá þurfa einhverjir nágrannar að setja út á það ég spyr við kvað er fólkið hrætt? Það sem íbúar þurfa að gera er að segja börnum sínum sannleikan um nýju nágrannana að þeir séu veikir og að það þurfi að sýna þeim  almenna kurteisi, alveg eins og maður útskýrir fyrir börnunum sínum hvernig þau eigi að koma framm við  börn sem eru öðruvísi í skólanum þeirra. "Það er allt í lagi að vera öðruvísi öllum ber að virða það" Eitt ætla ég að vona að engin af íbúum í húsunum við Njálsgötu og eru á móti þessu heimili eigi eftir að lenda á skjön við lífið. Mennirnir sem koma til með að búa þarna hafa í grunninn ekki verri manngildi heldur en það mannfólk sem telur sig vera á beinu brautinni. Ég veit að það er margt slæmt til í þjóðfélaginu í dag okkur ber að varast það. Ég ætla bara að vona að Velferðaráð Reykjavíkur  komi sem fyrst upp nægilegum heimilum bæði fyrir konur og karla og að það fáist húsnæði fyrir kaffihús og það verði til sóma. þeir sem eru á líkum aldri og ég getað ryfjað upp árin eftir stríð. Muniði eftir grunninum sem nú er það seðlabankinn hann var bak við sænska fristihúsið í áraraðir girðing var í kringum þennan grunn ofan í honum áttu heima rónar bæarins eins og þeir voru kallaðir þá, en ég var ekki alin upp í  öðru en því að þetta væri bara ólánsfólk sem bæri að hjálpa og það voru margir til þess og þar á meðal mín fjöldskilda, svei mér þá ef það var ekki skárra ástandið þá.  Gangi okkur allt í haginn með þennan málaflokk.

Börnin okkar.

Ég er svo yfir mig sorgmædd vegna  vöntunar   á úrlausnum fyrir börn sem þurfa að komast á  Bugl. Það er nú ekki bara það sem ég hef áhyggur. Það þarf að koma með kenslu fyrir foreldra, kennara og leikskólakennara og allra sem vilja læra að  hjálpa börnunum okkar sem þurfa á því að halda. Margir halda að þeir séu færir um að hjálpa á réttan hátt fyrir barnið, en það er ekki rétt. Það er til dæmis hreinnt til sóma kvernig staðið er að þessum málum í Reykjanesbæ þar hafa afar margir foreldrar farið á þessi námskeið. Talað hefur verið um þessa forvarnarúrlausn í fréttum, þannig að fólk er ekki ókunnugt þessum málum. Innlagnir á Bugl  frá Reykjanesbæ hafa dottið niður um ég man ekki kvað mörg prósent. Grein um það var í fréttablaðinu í gær. Það hlýtur að vera hagkvæmast að leisa  svona mál í heimabæ, það gerum við með aukinni menntun í þessum málum, en auðvitað verður líka að vera Bugl og það  með sóma.


Sunnudagur.

Jæja eins og ég sagði í gær þá var ég drulluslöpp, en fór snemma að sofa eftir heitt sítrónute og fullt af c vítamíni og sólhatti, svaf til 10 í morgun  fanst nú nóg komið dreif mig í sturtu og gerði mig fína og sæta, fór svo  að vitja barnana, verð nú að stjórna svolítið. Síðan fórum við Dóra í búð og ákváðum að hafa súpukvöld, á leiðinni heim til Dóru aftur komum við aðeins við á kostningaskrifstofunni,  kvað haldið þið að hafi gerst Dóra ætlaði um leið og hún kom heim að hengja út tau, en það var þá að kveikna í vélinni tauið allt ónýtt og guð sé lof að ekki fór ver. Þvottav. er bara 2ja ára. Milla mín fór á tónleikana í gærkvöldi og þeir voru bara flottir, þakið ætlaði af kirkjunni  í látunum Ína var þvílíkt góð  og þau öll vonandi kemst ég næst.

Laugardagskvöld.

Afar skemmtilegt sit hérna drulluslöpp með þið vitið allan pakkan nema hita, og ég sem ætlaði á gospel tónleika í kvöld með Inu P. sem einsöngvara gengur ekki "hóstandi í allar áttir" Maður notar bara tíman í annað, t.d. tækniveröldinni, þar sem ég fékk tölvu fyrir svo stuttu þá eru þetta undur og stórmerki fyrir mér. Litli bróðir minn (nærri 50 ára ha ha lillibró) á heima í Japan svo á ég tvær frænkur með sínar fjöldskildur í Danaveldi og eina í Bretlandi. hugsið þið ykkur ég get talað við þau öll með skrifum og mailum  á no time fyrir utan myndirnar sem er svo gaman að skoða, auðvitað vitið þið þetta allt saman, það er bara ég sem er svona aftarlega á merinni. Það er á fjárhagsáætlun að kaupa  aðra tölvu í haust ef  ég verð ekki sprungin á limminu áður Æ hún er svolítið hægfara greiið  JA bara eins og ég  eða svo fæ ég að heyra ástundum, en tek ekki mark á því ég sem er svo æðisleg Ha Ha. Bæ Bæ.

Sumardekkin.

Já sumardekkin fóru undir bílinn í dag og viti menn fór ekki að snjóa um leið, en ég held að það verði ekkert úr þessu.Við vorum að passa Aþenu Marey í dag og er það nú heil undur og stórmerki, hún er að sjálfsögðu ofurspillt hjá okkur "eða svo segja þau foreldrar hennar" ef hún byður um að fá að borða  í sjónvarpinu uppi í gestarúminu með blúndupúða allt í kring já er það þá ekki sjálfsagt nú ef hún byður um að afi perli með sér þá er það líka sjálfsagt síðan er afi bara farinn að gera þetta einn því hún er löngu hætt að nenna þessu farin að lita eða horfa á spólu, sú litla er 3ja ára og þarf ég nú varla að taka það framm, en hún  var altalandi 2ja ára kann allar vísur hún veit nákvæmlega kvað hún vill, Já þar sem ég tala nú ekki alveg Húsavíkur málísku leiðréttir hún mig gjarnan  og segir amma þú átt að segja svona. Svo er Viktoría  Ósk hún er 9 ára  alveg yndisleg hún er í fótbollta og fimleikum er afar dugleg í skólanum hún er eins og Sólskins ljósálfur.  Svo eru það  Sigrún Lea og Guðrún Emilía tvíburarnir mínir þær eru að verða 16 ára elstu barnabörnin mín, þær eru líka afar duglegar í skólanum og í öllu sem þær gera helst vilja þær vera með bókina í hendinni og eða í tölvunni, það er afar gaman að tala við þær  svo á ég fjögur fyrir sunnan og eru öll þessi börn afburða samrýmd. Búin að romsa úr mér tilfininga flóðinu í dag góða nótt Heart Sleeping

Gleðilegt sumar.

Dagurinn í gær var ekki gleðilegur þar sem maður sat við sjónvarpið og horfi á þær hörmungar sem við blöstu. þessi tvö hús sem eru búin að vera með manni frá því að maður man eftir sér. miðbærinn er bara  einn af kjörnunum í okkar menningu og það verður bara að byggja þau upp þessi hús. Man ég þá tíð að ég fór með mömmu að versla í Haraldarbúð  þvílík klassaverslun.  Að mínu mati er afar nauðsinnlegt að viðhalda gamla miðbænum sem best verður á kosið og byggja sem mest upp í kríngum hann til að gera svolítinn heimsborgarabrag á hann eins og tónlistahúsið  alla leið út í Örfisey mér hugnast þetta afar vel, en ekki eins ef að þið ætlið að flytja flugv. í burt ætlið þið að segja mér að þetta snúist bara um peninga, en ekki um mynjar eða hefð. Æ Æ elsku D.   fólkið mitt í borgarstjórn vaknið nú og hugsið upp á nýtt haldið ekki áframm að gera sömu umkverfishörmungina eins og Hringbrautin er orðin, getið þið nú ekki tekið niður þessa göngubrú  hún er hræðileg í þessu fagra umkverfi .  ÉG skil nú ekki í því að engum skyldi ekki detta í hug þá brilljant hugmynd að byggja á uppfyllingu á Lönguskerjum það mætti t.d gera smábátahöfn þá gætu þeir sem hafa áhuga  haft bátinn sinn þar  þetta yrði cool. Hafið þið séð frammkvæmdirnar í Dubay (held að þetta sé rétt skrifað) þeir byggja út í sjóinn og það er glæsilegt eins og allt sem þeir gera enda fagurkerar miklir. Jæja smá gleðital  í restina. þriðja áfanga v/ 'Alvers við Bakka á Tjörnesi er byrjaður miklar gleðifréttir. Megum við öll eiga gott sumar.

Þankar um allt og ekkert.

Jæja nú er maður búin að hlusta á þessar elskur "pólitíkusana" einu sinni enn og alltaf lofa þeir flestu fögru. Mér fynnst vanta  hnytmiðari og skyljanlegri svör, sumir vita bara ekki kverju þeir eigi að svara, kasta eða hreyta framm einkverju án  frekari útfærslu, eða eru svo ofurprúðir að maður spyr sig fór eittkvað frammhjá mér ég náði þessu ekki. Auðvitað er tíminn alltof stuttur af kverju má ekki hafa  útsendingu lengri hafa ekki allir áhuga á pólitík? Eitt er það sem fer afar í mínar fínu, tilsvörin, þarf að fara hægt í málið eða við munum setja málið í nefnd. Sumir staðir á landinu hafa ekki tíma til að býða eftir því að nefndir ákveði sig í heillt ár kvað eigi að gera. Gera rannsóknir strax og  byrja núna. Hætta þessu væli og skæli um alla hluti og bjarga landsbygðinni.Kvað er að  veit ekki fólk að með nægri atvinnu minkar óregla í alla staði, fólk fær sjálfstraust við að verða fjárhagslega sjálfstætt.  Getur verið að börnin okkar fái smá vinnu á sumrin það hefur nú aldrei skaðað neinn að vinna. ÉG veit um fyrirtæki sem spyr umsækjendur  sína kvar þeir hafi unnið og ráða helst fólk sem hefur verið svo lánsamt að vinna alla almenna vinnu með skólanum. það er því miður fullt af ungu fólki sem kann ekki að vinna og  hefur aldrei fengið  neina þjálfun í kvorki einu né neinu og þetta er óviðunandi ástand bætum úr þessu. Meira seinna.

Já þvílíkt og annað eins.

                                      Rannveig mín ert þetta þú þegar þú varst lítil? ég gæti trúað því,

                                      einkver mistök já örugglega eða vankunnátta hjá þessari hægfara

                                       Búinn að redda þessu elskan svo nú getur þú skrifað  athugas.

                                                                       Kveðja Milla.Whistling


Gettu hver...

m3_edited

 

 

 

...þetta er InLove

og kíktu svo í gestabókina þína Wink

 

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband