Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Er það þetta sem við viljum?
4.10.2008 | 08:20
Íslensk ungmenni eru mörg mjög skuldset
Íslensk ungmenni á aldrinum 16-20 ára skulduðu í ársbyrjun að meðaltali 246 þúsund krónur hvert. Samtals námu skuldir fólks á þessum aldri 6,698 milljörðum króna.
Þetta er ógnvænlegt að lesa, finnst okkur það bara í lagi
að 16 til 20 ára börn okkar skuldi skulda svo mikið?
Er engin ábyrgð í kringum þessi börn, og er þeim ekki
kennt að fara varlega með innkomu sína, því einhverja
innkomu hljóta þau að hafa, Eða er þeim bara veitt bílalán,
og yfirdrátt á Depilkortunum án nokkurra tryggingar.
Sem sagt öllum er sama bara ef þau fá það sem þau vilja
og í sumum tilfellum verður þetta að vera svona svo þau séu
inn meðal félagana.
hræðileg þróun.
Já auðvitað heldur vitleysan áfram þau eru alin upp við lántökur.
Ég er nú ekki að tala um námslánin þau verður víst að taka nema
þau séu í því betri vinnu yfir sumarið og eigi góða að.
Nú veit ég um ungt fólk sem á bara gamla bíla og gengur ekki í
dýrustu tískufötunum og þau eru ekki með Kreditkort.
Er alveg nauðsynlegt að slá svona um sig eins og sumir gera?
Það er ekkert skrítið að unga fólkið sé stressað.
Vonandi blessast allt hjá þeim í framtíðinni.
Eigið góðan dag.
Íslensk ungmenni eru mörg mjög skuldsett | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fyrir svefninn.
3.10.2008 | 20:21
Frábær dagur að vanda, ég sótti ljósálfinn í skólann klukkan 12
síðan fórum við að versla í kvöldmatinn og fékk hún að velja,
valdi Tackó. afi sótti svo litla ljósið á leikskólann um tvö leitið.
Pabbi þeirra er að sjálfsögðu á sjávarútvegssýningunni og mamma
þeirra fór á Eyrina með vinkonum eftir vinnu.
Nú eru systur að horfa á eina mynd saman svo tek ég litla ljósið og
les fyrir hana eina sögu og hún sofnar eins og ekki neitt.
Ljósálfurinn ætlar að vaka eftir mömmu sinni.
*************************************
Þá kemur grín kvöldsins.
Fyrir nokkrum árum hóf Svavar Gestsson máls á því við
Ragnar Arnalds að hann væri að hugsa um að fara út á
land að kenna.
"Blessaður vertu, þú ferð nú ekki að hola þér niður á
einhverju krummaskuði úti á landi," sagði Ragnar.
" Nú en varstu ekki sjálfur að kenna á Siglufirði?"
spurði Svavar.
" Það er nú allt annað mál," Svaraði Ragnar.
" þar var eldgamall Þingmaður."
*******************************
Gamlar vinkonur sem búið höfðu í sitt hvorum landshluta
og ekki hist í 15 ár, hittust óvænt á Laugarveginum.
"Guð ég ætlaði ekki að þekkja þig," segir önnur.
"þú hefur elst svo mikið."
" Ég hefði nú aldrei þekkt þig nema bara af kápunni,"
svaraði sú sem að fyrri var til að heilsa.
Jósep aldrei finnur frið
fyrir kvenseminni.
Í gröfinni mun hann gugta við
götin í líkkistunni.
Höf. ókunnur. Engin furða.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Við verðum að berjast!
3.10.2008 | 07:14
Bubbi Morthens. mbl.is/Ómar
Bubbi boðar til mótmæla
Bubbi Morthens, tónlistarmaður hvetur almenning til að koma saman
á Austurvelli klukkan 12 á miðvikudaginn og láta ráðamenn vita að
þjóðin vilji að þeir geri eitthvað.
Eða eigum við að láta krónuna og ráðamenn leiða okkur sem lömb
til slátrunar. ...þið munuð öll, þið munuð öll deyja, ef ekkert verður gert,"
segir í tilkynningu frá Bubba.
Ég veit að þetta er frétt síðan í gær, en góð vísa er aldrei of oft kveðin.
Þetta er sko góð vís, það er löngu orðið tímabært að mótmæla.
Viljum við láta koma svona fram við okkur?
Viljum við þola það misrétti sem okkur er sýnt?
Viljum við missa allt sem við eigum?
Viljum við láta tala við okkur eins og þurfalinga?
Þá meina ég ekki bara húsin, bílana og ef við eigum aðrar eignir
eða fyrirtæki, þá það líka.
Ég er að tala um sjálfsvirðinguna því hana missum við er maður getur
eigi rönd við reist þeirri hrikalegu aðför sem er að dynja á okkur núna
ef við gerum ekki neitt.
Þeir sem eiga ekki neitt eins og við þessi lægst launuðu munum samt
missa æruna, flest erum við með einhver lán og er við eigi getum borgað
þau þá verðum við gerð gjaldþrota allavega förum í árangurslaust fjárnám
og um leið á svarta listann og þá erum við úti með allar fyrirgreiðslur.
Fólk sem er á þessum lista er talið ÚRHRAK.
Ég skora á alla sem eitthvað hugsa (og komin tími til að hugsa)
að mæta fyrir sjálfan sig á Austurvöll með Bubba.
Og svo á bara að halda áfram, ekki að gefast upp.
NEMA AÐ ÞIÐ VILJIÐ DEYJA OFAN Í KLOFIÐ Á YKKUR.
Eigið góðan dag.
Milla.
Bubbi boðar til mótmæla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Fyrir svefninn.
2.10.2008 | 19:48
Munið þið ekki eftir henni Gróu á leiti? Jú allir muna hana,
því allar götur hún er við líði.
Áður og fyrr gekk hún á milli húsa og sagði sögur, sem allir
gleyptu í sig og sögðu síðan áfram á næsta mann.
Í sveitasímann vogaði hún sér samt að litlu leiti þó að gaspra,
en er síminn kom, sem engin gat hlerað,
þá fékk hún byr undir báða vængi
og sögurnar flæddu út um allt.
Á blogginu verður hún Gróa að vera vör um sig, því þar má ekki
segja gróusögur, en er skilaboðin komu þá fékk hún aftur byr undir
báða vængi og sagði sögur, en Gróa fattar ekki að allt sem hún segir
kemur ætíð í bakið á henni, svoleiðis hefur það verið frá alda öðli.
Jæja í grínið.
Þegar Jón Thoroddsen var sýslumaður Borgfirðinga, höfðaði ung
stúlka barnsfaðernismál og bar það fyrir réttinum að meintur
barnsfaðir hefði sorðið sig sitjandi.
Af því tilefni kvað Jón:
Lýðir gera það liggjandi.
Lukkast má það standandi
en sóðast við það sitjandi
sýnist mér varla formandi.
Þessi lýsir best hug flestra karlmanna.
Jafnréttissinnuð menntaskólastúlka talaði mikið um jafnréttis
og launamál á heimili sínu og fannst mikið óréttlæti í því að
konur skyldu ekki fá sömu laun fyrir sömu vinnu.
Pabba hennar var farið að leiðast þófið og sagði:
"Ef þú endilega karlmannslaun, hvers vegna giftir þú þig þá ekki?"
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Frygðarauki í formi eista
2.10.2008 | 08:25
Þetta er kokkabókin sem mun verða vinsæl í kreppunni,
vona að þeir hækki ekki eistun upp úr öllu valdi á sláturhúsunum,
en ef þið ekki vitið er hægt að fara í sláturhúsin og kaupa eistu
eða allavega var það svoleiðis.
Nú þetta er ódýr matur, en aldrei hefur mér funndist hann
girnilegur, en kannski er hann frigðarauki fyrir karla, en ég
taldi það vera ástkonunnar að veita frygðaraukann.
Puff að maður skuli vera svona grunnvitur.
þekkti fyrir margt löngu konu að vestan sem keypti sér hrútspunga
síðan voru þeir verkaðir og sviðnir bara eins og sviðin, saumað
fyrir gatið soðið og borðaði hún síðan með bestu list með kartöflum.
Kannski eru þetta fordómar í manni að vilja ekki borða, svona að
annara mati, gyrnilegan mat.
Kannski maður prófi, ódýrt, allavega frygðarauki fyrir karlinn.
Verði ykkur að góðu.
Karlmannleg kokkabók | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Fyrir svefninn.
1.10.2008 | 20:18
Er ekki bara best eftir allar gleðifréttirnar undanfarna daga
að halda bara áfram í gríninu, eða hafa kannski ekki verið
neinar gleðifréttir?
En samt fáið þið grín.
Stúlka ein fékk dágóða peningaupphæð í happadrættisvinning
og var miðin númer 51.
Einhver spurði hana hvort hún hefði dregið þetta númer eða valið.
" Valið það," svaraði stúlkan, " Mig dreymdi sjö nætur í röð
töluna sjö, og sjö sinnum sjö eru nú einu sinni fimmtíu og einn,"
sagði hún hróðug.
Tveir fermingardrengi, ræddu um " Faðir vorið" og merkingu þess
og fannst öðrum það óþarfi að hafa yfir daglega,
gef oss í dag vort daglegt brauð, vikulega væri nóg.
Hinn var ekki á sama máli, því hann taldi það nú alltaf best nýbakað.
Þessi er ekki fyrir viðkvæma.
Gamall húsgangur:
Sjálfs manns höndin hollust er.
Hér er sönnun fengin.
lekanda úr lófa sér
liðið hefur enginn.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Einræðismóðir.
1.10.2008 | 16:56
Hef oft hugleitt, hvernig móðir sem hefur tögl og haldir á öllum
fjölskyldumeðlimun sé innrætt. Er hún með svo háa stjórnunaráráttu
að hún ráði ekki við sig eða er hún eitthvað veik?
Mér dettur í hug mynd sem ég sá fyrir margt löngu um Kónguló eina
afar sérstaka og baneitraða, hún kom sér fyrir í útihúsi á bæ einum,
ungaði út tugþúsundum af þjónum sem gerðu allt sem hún skipaði
þeim að gera, og það var aðallega fólgið í því að drepa fólk.
Ég ímynda mér einræðismóðurina sitjandi inni í sínu virki skipandi fyrir
allt eftir sínum hentugleikum, það skipti hana engu máli hversu miklu
hún tortímir bara ef hún fær sínum hvötum fullnægt.
Hennar hvatir eru aðallega hefnd og við hverja hefnd fær hún fullnægingu
sem ekki varir lengi, og eftir stundarkorn er hún farin að huga að næstu hefnd.
Þjónarnir standa inni í sínum básum og bíða eftir skipunum dagsins,
er þær koma eru þeir eldsnöggir að uppfylla skipanir Einræðismóðurinnar,
því annars eru þeir úti í kuldanum.
Það er hægt að drepa fólk á svo margan hátt, nú bara hreinlega að drepa það
og síðan er hægt að gera það atvinnulaust, taka af því æruna, húsið, bílinn og
fyrir rest fjölskylduna og kærleikann, þá er allt farið.
Verst er með Einræðismóðurina að hún breytist aldrei.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Er bara föst í hugleiðingum.
1.10.2008 | 06:51
Sko ég meina nýja meðalið sem á að fara að þróa við risvandamálum.
Kennið frekar mönnum að hugsa jákvætt og borða hollan mat.
Undantekning þó ef menn eru eitthvað veikir, og það er ekkert grín.
Mér dettur í hug er maður kemur að dyrum á verslun eða hvaða
byggingu sem er, þá stoppar maður og er svo alveg hissa ef þær
opnast ekki sjálfkrafa fyrir manni.
Maður er orðin svo vanur því að vera mataður á því sem manni vantar
að meira að segja kynlífið á að vera háð pillum.
Það þarf að prófa allt annað fyrst og það er ýmislegt hægt
Bíddu aðeins elskan, þarf að taka pillu, verð tilbúin eftir hálftíma
Gátu ekki lent í Lesbos.
Hafið þið heyrt annað eins það var bara engin starfsmaður í
flugturni er tvær farþegavélar áttu að lenda á eyjunni Lesbos
á Grikklandi. Hvað ef vél hefði þurft að lenda vegna bilunar?
Er þetta nú ekki alveg innan úr kú, skildi ætla að það alla vega
svona 50 ár aftur í henni.
Sjóðir Glitnis opna aftur í dag og ljóst er að ávöxtun sjóðs 9
hefur lækkað um 7%.
Hvaða plott fáum við upp á borðið næst?
Eigið góðan dag kæru vinir um land allt.
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)