Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Framhaldsskólinn að Laugum er 20 ára.

Í haust eru liðin 20 ár frá því að Framhaldsskólinn á Laugum
var stofnaður, á traustum grunni héraðsskóla,
sem þar hafði starfað frá 1925.
Skólasetrið er sem sagt í heildina 83 ára, enda að koma að
Laugum er undur sem engin skilur nema sá sem hefur þar
haft viðkomu.
Eigi gekk ég þar í skóla, en stelpurnar mínar gerðu það.

Núna vinnur Dóra Dóttir mín þar og tvíburarnir hennar eru í
Framhaldsskólanum og hafa aldrei verið sælli, skólaumhverfið,
skólahald og kennsluaðferðir eru með eindæmum góðar undir
stjórn Valgerðar Gunnarsdóttur skólameistara og hefur hún
valið fólk sér til aðstoðar.

Aldrei hef ég komið þar sem mætir manni svona gleði, samvinna
og allir láta sig varða um bæði hvort annað og að gera sitt besta.

Í dag erum við að fara í afmælið og ekki verður það af verri
endanum frekar en vant er.Hátíðin hefst klukkan 2. með ræðu
forseta Íslands hr. Ólafi Ragnari Grímssyni.
Síðan munu taka til máls:
Kristján Möller, samgönguráðherra
Arnór Guðmundsson, skrifstofustjóri menntamálaráðuneyti
Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis
Ólafur Jón Arnbjörnsson, formaður skólameistarafélags Íslands
Kristján Þór Júlíusson, varaformaður fjárlaganefndar
Tryggvi Harðarson, sveitastjóri Þingeyjarsveitar
Hjalti Jón Sveinsson, fulltrúi samstarfsn. framhaldsskóla á Norðurlandi
Gunnar Sigfússon, forseti nemandafélags FL
Sólveig Ingólfsdóttir, fulltrúi brautskráðra nemanda FL

Tónlistaflytjendur verða meðal annars Birgitta okkar Haukdal
Múgison, Selvadore Rähni, Tuuli Rähni, Valmar Väljaots,
Einar Bragi Bragason, Jón Hilmar Kárason og Túpilakarnir.
Ekki dónalegt það.

Nú að vanda er eitthvað er um að vera að Laugum er boðið
upp á mat síðdegis og allir eru hjartanlega velkomnir.

Ég hef talað um það áður hvað þetta er skemmtilegur og
nauðsynlegur, gamall og góður siður, að bjóða öllum að koma
til þeirra viðburða sem gerast á Laugum, þá kynnast foreldrar
og það fólk sem að unga fólkinu okkar standa.
Ég hlakka til dagsins og sendi öllum ljós og bjartsýni.
Milla.



Lesið þetta endilega alltsaman.

 Ég fékk þetta í mali frá henni Ingibjörgu Helgu, hún er að berjast
 fyrir eðlilegu gleðiríkara lífi, lífi án eineltis.
 Vona að þetta sé í lagi þín vegna Inga mín, fólk verður að sjá þetta
 lesa og fá skilning.
 Það er ætíð ljós í fjarska sem maður getur teigt sig í
.

Ljós í myrkri. 

Um þessar mundir eiga margir um sárt að binda og sjá jafnvel ekkert nema tilgangsleysið og svartnættið fram undan.

Við ykkur vil ég segja; Það birtir alltaf upp um síðir. Við eigum alltaf eitthvað að þakka fyrir. Það er kannski ekki auðvelt að trúa því í dag en þú verður að trúa því, þín vegna. Mín leið til að umvefja ykkur sem þurfið á því að halda með ást og kærleik, skilningi og umburðarlyndi. Nær kemst ég ekki en ég verð að snerta við ykkur. 

Það er ekkert sem skiptir meira máli í lífinu en þú - þitt líf.

Þú átt bara eitt líf og þess skaltu gæta. Þegar okkur líður hvað verst og við sjáum engan tilgang með lífinu er gott að minna sig á það að þú átt fjölskyldu og vini sem elska þig og vilja ekki að neitt slæmt hendi þig. Alveg sama hversu illa þér líður núna og þér finnist allt lítils virði eða jafnvel ekki skipta neinu máli, það skiptir máli. Þín fjölskylda, þínir vinir, hafa áhyggjur af þér, hafa áhyggjur af því hvernig þér líður - þú skiptir fólk máli. 

Jafnvel þó að allar leiðir virðist lokaðar, að maður geti talið sér trú um að búið sé að brjóta allar brýr að baki, engum þyki vænt um mann, að þú sért bara til ama og það létti bara á fólki að losna við þig, þá er alltaf ljós einhver staðar fram undan, það þarf bara að koma auga það.  

Það er alveg sama hvað á gengur í lífinu við lærum af því öllu og styrkjumst, verðum skilningsríkari og reyndari auk þess að hafa meira að gefa öðrum, það er tilgangurinn.  

Það er einhver tilgangur með öllu sem gerist í lífinu. Við sjáum það kannski ekki í dag en ef til vill á morgun eða hinn. Við lærum til að hjálpa öðrum. Til þess að þú getir hjálpað öðrum verður þú að lifa af núna. Ég bið þig um að þiggja alla þá hjálp sem þér býðst, ekki gefast upp. Ef þú ert í eða við svartnættisholið, komdu þér þá í burtu frá strax, fáðu hjálp, lifðu. 

Það er alveg sama hversu erfið okkar reynsla er, þín bíður eitthvað stórkostlegt.

Það kemur alltaf góður tími á móti slæmum tíma. Þessu verður þú að trúa.  

Ég þekki það á eigin skinni að missa allt. Ég kynntist því fyrir 15 árum síðan. Fór í gegnum efnislegt og tilfinningalegt gjaldþrot. Skilnað, missti nánast allt sem ég átti nema syni mína tvo, fjölskylduna mína og skuldirnar.

Ég stóð uppi peningalaus, atvinnulaus, húsnæðislaus og bíllaus. Andlegt flak. Þá komst ég að því að það er erfiðara að fyrirgefa sjálfum sér fyrir sín mistök en fyrir aðra, sem mistök mín bitnuðu á að fyrirgefa mér.

Með mannorðið í hættu, þunglyndi, kvíða og óvissu í farteskinu tók við nýr kafli í lífi mínu og það birti upp.  Það birtir alltaf upp. 

Eftir á að hyggja þá sé ég hvað lífsviljinn skiptir miklu máli. Við megum ekki glata honum eða sjálfvirðingunni. Við þurfum að halda áfram. Það eru aðrir sem mega ekki við því að við gefumst upp.

Ef við gefumst upp skiljum við eftir okkur ólýsanlegan sársauka, sársauka sem er svo sár, sársauka sem verður sárari og sárari. Ótal ósvaraðra spurninga, sjálfsásökun, sektarkennd og óendanlega mikilli sorg og söknuður. 

Þau okkar sem hafa orðið fyrir efnislegu og/eða tilfinningalegu gjaldþroti og skakkaföllum á lífsleiðinni skiptast í tvo flokka; það eru þeir sem reyna að gera það besta úr því sem komið er, sættast og aðlagast breytingunni, byrja upp á nýtt.

Eða þeir sem festast í sárum biturleika og reiði út í allt og alla. Komast ekki út úr því liðna sem ekkert getur breytt nema við sjálf með því að halda áfram, taka okkur taki. Til þess þiggjum við öll þá hjálp sem býðst. Við verðum, af því að lífið heldur áfram með öllum sínum kostum og göllum.

Við þurfum að horfa á kostina, það sem hefur gefið lífinu gildi. 

Í dag þakka ég fyrir að eiga son, maka og fjölskyldu sem ég elska út af lífinu og vini sem er mér ómetanlegt. Ég er á lífi og ég þakka fyrir það. Það hefði verið svo auðvelt fyrir mig þegar eldri sonur minn tók líf sitt að leggjast í kör og sjálfsvorkunn. Svo mikill er sársaukinn við að missa þann sem maður elskar. En ég ætla að berjast, ég berst fyrir auknum skilningi á þeim skelfilega sjúkdómi sem þunglyndi er og afleiðingum þess.

Ég bið til guðs af öllu mínu hjarta og allri minni sál að ljós lífsins nái að skína sem skærast inn í hjörtu allra og að umhyggja og kærleikur umvefji hverja þá sál sem kvelst einmana í einangrun sinni.

Það er til hjálp, taktu við henni, þiggðu hana og láttu ljós þitt skína. Berstu með mér fyrir betra lífi og hjálpaðu öðrum sem eiga bágt.

Við ykkur sem eruð í sömu sorglegu sporum og ég og mín fjölskylda. Ég finn svo til með ykkur og veit hversu erfitt þið eigið. Ekki tapa trúnni á lífið. Það koma aftur góðir tímar hjá okkur. Allar góðar minningar og hugsanir er ekki hægt að taka frá okkur, njótum þeirra. 

Kveikjum á kertum á hverjum degi og minnumst látinna ástvina í bæn um að nú líði þeim betur, að þeir séu lausir við það sem þá þjakaði og hrjáði og um leið skulum við  þakka fyrir þá og það sem við eigum. Það hjálpar okkur að lifa af.

Þið eruð öll í mínum bænum, þið skiptið mig máli.

Mig langar til að bæta við frá mínu hjarta.
Hættum að hnútuhastast út af ekki neinu nema kannski okkar eigin
þörf fyrir að finna sökudólg sem jafnvel finnst hjá okkur sjálfum.
Ljós inn í ykkar daga.
Milla.


 

                                                                        
Liðsmaður Jerico

Ingibjörg Helga


Fyrir svefninn.

Bara að hafa þetta á léttum nótum í kvöld.

Það bar til fyrir nokkrum árum, að flugmaður á fjögra sæta
einkaflugvél, sem var að koma frá Húsavík bar sig til við
lendingu á Reykjavíkurflugvelli eins og hann væri að fljúga
stórri farþegavél, og gaf flugturni þá skýringu að hann væri
með 20 farþega.
Þegar vélin hafði numið staðar, þyrptust menn að,
forvitnir mjög.
Og viti menn. Út stigu tuttugu karlar um það bil 30 cm háir.
Skýringin: Þetta voru Þingeyingar, en til þess að þeir kæmust
í vélina, hafði loftinu verið hleypt úr þeim.

Skil nú ekki af hverju þetta með loftið er ævilega notað á
blessaða Þingeyingana, skyldu þeir vera svona montnir?


Leirulækjar-Fúsi orti þessa vísu þegar systir hans var í barnsnauð.

             Æptu ekki svona. elskan góð.
             Ósköp þessi hryggja mig.
             Þú hafðir ekki þessi hljóð
             þegar hann var að liggja þig.


                     *************

             Þegar sólin sigur dags,
             sveipar bólið myrkur,
             undir kjólinn leitar lags
             lífsins njóli styrkur.

                     Höf. ókunnur.

                                              Góða nótt.
HeartSleepingHeart


Við ættum nú ekki annað eftir.

Því get ég vel trúað og tekið undir að Seðlabanki Íslands hafi
glatað trúverðugleika sínum, og er það löngu vitað,
þar á bæ eiga menn að víkja og það strax, að mínu mati.

Þórólfs Matthíassonar prófessors í hagfræði við HÍ.telur að
Seðlabanki Íslands muni eigi endurheimta hann næstu tuga ára
og þess vegna þurfi hann að fara undir Norska bankann og við
þyrftum að taka upp norsku krónuna.
Ég haf nú bara aldrei heyrt aðra eins vitleysu, "fyrirgefið"
eigum við ekki bara að leggja okkur undir norska konungsveldið aftur,
með fullri virðingu því.

Það væri lag nú að opna augun fyrir því að ráða þarf menn sem
sérfróðir eru til þeirra starfa sem um ræðir, og eru það nú bara flest
störf sem koma í huga mér akkúrat núna°.
                   Góðar stundir.


mbl.is Vill norsku krónuna inn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fréttir af Suðurferð.

Hæ öll! Eftir afmælið og allt átið í gær, svaf ég til 9 í morgunW00t
ég var rétt komin úr sturtunni er Dóra mín hringdi og var allt gott
að frétta af þeim, englunum mínum.InLove
Mamma Sollu minnar hringdi og bauð okkur í Brunch og það var
gaman að vanda að koma til hennar, Bjarni var því miður ekki heima.
komum síðan heim og héldum áfram í tertusukkinu, en borðuðum bara
snarl í kvöldmat. Nú er litli maðurinn kominn í rúmið sitt, ljósálfurinn minn og
prinsinn búin að læra og eru á leið í rúmið.

Vitið það að mig langar svo til að hitta alla, en hef bara hreinlega ekki heilsu til að
vera mikið á ferðinni, en næst er ég kem þá verð ég vonandi orðin mun léttari og
að sama skapi með meira úthald, þá mun ég gera innrás á ykkur vinir mínir, ekki
get ég farið í útrás, það er bara ekki inn lengur, allavega ekki í bili.

Hlakka til að koma heim og kommenta hjá ykkur er hálf ráðlaus í þessari tölvu
að sjálfsögðu bara óvani að vera í tölvu með svona snertistjórnun, sko ekki að
ég sé ekki góð í snertileikjum kannski ekki í tölvum.Tounge
Kús knús til ykkar allra.
Milla.InLoveGuys.


Úr borg hraðans.

Sérkennilegt fólk talar um borg hraðans, en ég hef aldrei orðið hans vör,
silagangur einkennir þessa borg bílar drullast varla yfir gatnamót á tíu, það skiptir kannski engu máli maður verður bara að reikna með að það taki 15 mín að komast yfir ein gatnamót.
Nei í alvöru hef bara ekki lent í öðru eins fórum í Húsgagnahöllina,
ég þurfti aðeins að skreppa inn í Bodum,
er við komum út aftur var bara allt orðið vita vitlaust það tók mig 15 mín
að komast þaðan út á götuna og ekki var verið að gefa sjens,
nei bara ekið eftir Íslenskri kurteisi.
Var orðin léttpirruð er ég loksins komst upp í Grafarvog til bróður míns,
aðallega var ég pisst vegna tillitleysis
ekki að því að það séu svona margir bílar að flækjast fyrir mér á götunum,
Nei nei allir verða að eiga sína bíla og aka einir í vinnuna og einir heim með
músíkina í botni, kannski er það eina stund dagsins sem fólk slappar af,
Gæti passað hjá mér, en svei mér þá ef sumir dotta ekki bara á ljósum,
allavega er mikið flautað.
það er með þetta eins og svo margt annað við eigum langt í land með að
læra alþjóða ökumenningu, eða þannig.

Er allavega bara ánægð að vera hér uppi í Grafarvogi og ég meira að segja
sá héðan friðarsúluna í gærkveldi, flott er hún, en hefði alveg eins viljað sjá
norðurljósin, sé þau bara heima hjá mér í vetur.

Jæja hætt þessu þrugli, við förum á Suðurnesin á morgun,
síðan verður haldið upp á 1 árs afmæli Sölva Steins míns á sunnudaginn.
Og eins og allstaðar er börnin eru svona lítil þá er fullorðna fólkið í meirihluta
svona eins og nokkurskonar ættarmót, það verður æðislegt.

Guð gefi ykkur öllum góða helgi.
MillaInLove


Smá fréttir af mér.

Kæru bloggvinir ég er lifandi, stödd í borg óttans og hef það bara ágætt hér innanhús, en veðrið er ekki upp á marga fiskana.
Við erum hjá Ingó bróðir og Ingu mágkonu minni, og aldrei hefur það nú verið leiðinlegt, enda vakað fram eftir og kjaftað úr sér allt vit.
Er búin að borða aðeins meira en ég geri heima hjá mér en enga óhollustu.
Enda verður maður að passa upp á einhverja heilsu þegar geðheilsa þjóðarinnar er í molum.
Hef ætíð átt erfitt með að þola lygar svo það eru nú ekki margir ráðamenn sem eiga upp á pallborðið hjá mér núna, enda hafa þeir gengið ljúgandi um eins og þeir væru að drekka vatn.
Er samt búin að taka þá ákvörðun að taka þessu með öllu því æðruleysi sem ég á til, því það þíðir ekkert annað. Guð blessi okkur öll og hugið vel að börnunum.

Dóra og Englarnir mínir voru að hringja, þær voru á tónleikunum með Tinu Turner í gærkveldi og það var bara ólýsanlegt sagði hún og samt hefur hún farið áður, en núna voru þær á 6 bekk og nálægðin æðisleg, illa svikin verð ég ef hún hellir ekki yfir ykkur myndum er hún kemur heim.
Það þarf nú ekki að spyrja að því að þær eru búnar að klára allar vörur sem eitthvað er varið í í
Moll of Ameríka. þær báðu æðislega vel að heilsa öllum sínum vinum.

Það er víst best að fara að koma sér til mömmu, hún er nú ekki róleg yfir gangi mála blessunin,
en ég held að við séum nú búin að róa hana niður.

Eigið góðan dag kæru vinir.
Milla.InLove


Hulduferð Millu alla leið suður til Keflavikur.

Þetta tókst gat þagað yfir þvi að eg var að koma suður með Doru og stelpurnar. skemmtilegt að koma þeim a ovart bloggvinkonum minum, hittumst a kaffi dus Kef i gærkveldi, frabært, þekkti
Ólu strax, vorum að vinna samtimis í flugstoðinni,og að sjalfsogðu Sillu vinkonu muna úr Sandgerði.
Vallý og Sommu hafði eg aldrei seð. Og nu verði þið að afsaka stafsetninguna finn ekkert sem við á í þessari tölvu. Allavega voða gaman hjá okkur.
Dóra var að hringja og það var verið að kalla út í vél, spenningurinn búin að vera þvílíkur, allt í óvissu með allt í þessari kreppu, en allt fór vel fyrir þær. Báðu vel að heilsa ollum sínum vinum. Við gamli ætlum bara að dóla okkur hér og í Reykjavik og bíða eftir þeim komum síðan heim næsta miðvikudag, að ég held. Mun láta heyra í mér af og til, en það er bara svo mikið að gera í heimsóknum og skemmtilegheitum, en við sjáum til
Kærleik til ykkar allra.
MillaHeart


Fyrir svefninn.

það er von að þeir noti erfiðleikana til að fara fram á hin ýmsu
brögð, til að pína okkur skattborgara aðeins meira.
Gera þessir menn sér eigi grein fyrir því að nú er ekki hægt meir.
Jú jú bara alveg nauðsynlegt að framlengja samningana.
hef nú oft átt orð, en nú ekkert einasta fjandans orð.

                  Ljótum leik ei lokið er
                  leiknum ei snúið til baka
                  engin veit nú hvernig fer
                  fyrir þeim sem af á að taka.

Annars er ég bara góð, ég þarf að skreppa af bæ á morgun
þarf að aka Dóru minni og englunum mínum í flug til Akureyrar.
Síðan ætlum við gamli að dóla okkur eitthvað sniðugt,

komum örugglega seint heim svo ef ég er ekki orðin of þreytt
er ég kem heim þá tek ég smá sprett á tölvunni.

Knús til ykkar allra og eigið góða viku.
Milla.InLove
                           Góða nótt
.HeartSleepingHeart


Samantekt.

Sporðdreki: Munurinn á þér og hinum í liðinu er sá að þú kannt að hlusta á. Þú heyrir og skilur heildartilganginn og vinnur út frá því í stað þess að týnast í smáatriðum.

 
Ætli ég geti þá ekki bara orðið einræðisherra yfir landinu
okkar, get það alveg eins og Dabbi hef það líka fram yfir
hann að kunna að hlusta.

Geir segir  langan fund að hefjast, hann kemur eigi með
neina hugmynd að lausn mála á fundinn, en það sé það
sem þeir ætli að ræða. Eins gott að þeir ljúki þessu um
helgina, búnir að hafa of langan tíma í draumalandinu
og á meðan hefur fjöldi fólks ekki fyrir mat.

Talað er um hamstursáráttu landans, en það er nú bara
hjá þeim sem eiga peninga svo hræddir um að verða
matarlausir, ekkert skrítið eru vanir að hafa nóg af góðum
mat og aldrei að skorta neitt.
Annað er upp á teningunum hjá þeim sem ekkert eiga
þeir þurfa að þiggja mat sem að þeim er réttur.

Ekkjumenn binda sig fyrr heldur en konur eftir missi maka,
Æi, er nú ekki hissa á því.
Sumum vantar félaga, öðrum vinnukonu og kokk,
svo eru það þeir sem eru í vandræðum með litlu skinnin sín "Börnin"
Þeir höndla það mun ver en konur að vera einir.

Göngum til góðs gekk ekki eins vel og á síðasta ári,
er nú í raun ekkert hissa fólk á bara enga peninga,
en samt söfnuðust 8 miljónir í Reykjavík og það á eftir
að koma frá landsbyggðinni.
Væri ekki þjóðráð að nota þessa peninga innanlands
að þessu sinni, nei bara smá tillaga.

Eigið góðan dag.
Milla
Heart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband