Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Fyrir svefninn

Í morgunn er ég fór í þjálfun þá var grenjandi rigning, svo
Gísli minn keyrði mig, því stundum er erfitt að fá bílastæði
upp við húsið, er hann kom að sækja mig var komin slydda,
nú er heim var komið fórum við að sneiða niður brauðið sem
ég bakaði í gær, Nei! nei, ekki í höndunum heldur í brauð-
hvífnum, og gengum frá því í frystiskápinn.
Það er bara yndislegt að eiga nóg af brauði.

Fór aðeins að vinna um 2 leitið og er Gísli minn sótti mig kl 4
þá voru tvær heima, Ljósálfurinn og litla ljósið, mamma þeirra
var að vinna og pabbi þurfti að skreppa aðeins í vinnu.
Fljótlega kom Milla mín til að fara með Ljósálfinn í fimleika,
en við höfðum það bara fínnt hér á meðan.
Litla ljósið mitt var orðin svöng og henni langaði í brauð með
mysing og kavíar, sko saman, hef nú aldrei skilið þann smekkinn,
afi og Neró sofnuðu í sínum sófa, en við fórum að horfa á Garðabrúðu.
Bara gleði og kærleikur á þessum bæ, allir ætíð í góðu skapi.

Áfram færi ég ykkur smá úr Bændablaðinu.

                Fífl og dóni

Geir H Haarde sagði við upplýsingafulltrúa að Helgi Seljan
fréttamaður væri algjört fífl og dóni og heyrðist það vel
í sjónvarpinu, þótt svo hafi eflaust ekki átt að vera.
Þá orti Kristján Bersi:

             Í viðtölum elginn vaða kann,
             veldur samt engu tjóni.
             En ég er alveg eins og hann,
             ,,algert fífl og dóni".

            Engin grætur auðkýfing

Jón Ingvar Jónsson orti þessa bráðsmellnu vísu
sem þarfnast eigi skýringar:

            Meðan okkar þjóðar þing
            þarf að halda á lausnum
            engin grætur auðkýfing
            einan sér á hausnum.

Góða nótt
.HeartSleepingHeart


Yfirgangur og reiði.

SporðdrekiSporðdreki:
Þú þarft ekki að hlusta á þá sem sýna þér yfirgang.
Reyndu að sættu þig við það sem þú færð ekki breytt
og njóta svo lífsins.

Já það er nú akkúrat það sem ég geri, á mjög auðvelt með að
þurrka það fólk út úr mínu lífi sem sýnir mér yfirgang og vanvirðingu.
Hver hefur svo sem rétt til þess, hvort það er ég eða einhver annar.
Mér finnst þannig fólk vísast fyndið með meiru,
en snerti það mitt fólk og mína vini getur það tekið svolítinn tíma á
stundum að fá fólk til að skilja það siðleysi sem það við hefur.

REIÐIN.

Já það er þetta með reiðina. Ég spurði fyrir nokkrum vikum að mig
minnir, í könnun,  hvort fólk vildi lifa í reiði? 80,6% sögðu nei
6,5% sögðu já og 12,9% sögðu bæði og.
Sem segir okkur að flestir vilja eigi lifa í reiði, skiljanlega það er hundfúlt
að vera ætíð reiður.
Ef maður er reiður þá er maður svipljótur, fasljótur, ósanngjarn svo ég tali
nú eigi um leiðinlegur fram úr hófi fram.

Ég er búin að komast að því að reiðin skapast af fljóthugsun, maður leifir eigi
skynseminni að komast að fyrst til að hugsa til enda hvað sé best að gera,
þið skuluð nú eigi halda að ég viti ekki af eigin raun hvað þetta er erfitt,
en prófið, það léttir lífið.

Við bætum ekkert með reiðinni, hún skapar bara glundroða.


Eigið góðan dag í dag
Milla
.Heart


Fyrir svefninn

Jæja eins og ég tjáði ykkur í dag þá fæ ég eigi að vera í minni
eigin tölvu er þær, englarnir mínir eru vaknaðar og það gerðu
þær klukkan þrjú, þá fengu þær sérmorgunmat, hádegismat og
eftirmisdagskaffi, sá matur sem varð fyrir valinu, var að sjálfsögðu
buff-afgangar síðan í gær.
Nú afi fór síðan með þær fram í  Lauga um fimmleitið.
Neró fékk að koma með.

Hann kom tilbaka með matinn sem Dóra var búin að kaupa til jólanna,
og látið ekki líða yfir ykkur, straujuð og fín rúmfötin sem þær ætla að nota
hér um jólin, vilja hafa sitt eigið, en það er sko bara 9/11, svo er verið að
tala um mig þó ég sé búin að öllu um miðjan.

Nú að því að ég elda ætíð fyrir 10 mans þá var afgangur í kvöldmat fyrir
okkur Gísla, enda bara ágætt því ég er orðin þreytt eftir daginn.
bakaði matarbrauð í dag og kryddbrauð til að gefa þeim með sér heim
þeim finnst það svo gott.

Það eru oft snjallar vísur í bændablaðinu,
og hér koma nokkrar.

                     Heppni.
Einhvern tíman á dögum holóttu veganna lenti bíllinn
hjá Bjarna Jónsyni úrsmið á Akureyri,
svo harkalega ofan í holu að konan hentist upp í bílþakið
og fékk gat á höfuðið.
Þá orti Bjarni:

            Aftur í bílnum Ólöf sat,
            ólmur hossast jeppinn,
            á hana er komið annað gat,
            alltaf er Bjarni heppinn.

                 Ljótur poki.

            Bjarni orti þessa líka.   

            Lífið er eins og ljótur poki
            sem lafir á snúru í norðanroki.
            Svo fyllist pokinn og fýkur tuskan
            og fer einhvern andskotann út í
                                               buskann!

Góða nótt og munið ljósin
  HeartSleepingHeart


Sunnudagur að morgni dags.

Ja hérna! Ef morgun skildi kalla, klukkan er að verða tíu,
undur og stórmerki gerast enn.
Haldið ekki að ég hafi sofið til níu, fór reyndar seint að sofa,
en það er nú engin afsökun fyrir þessari leti.
Þau voru hjá okkur í gær Milla mín og Ingimar með ljósin mín,
englarnir voru hér og eru búnar að vera alla helgina, maður veit
nú ekki mikið af þeim frekar en vant er nema ef við dettum inn í
umræður um einhver mál.

Í gær voru þær að kenna ömmu hægfara, ( sko að þeirra mati) á
Diggital myndavélina sem þær gáfu mér, en þær keyptu sér nýja í
Ameríkunni. Ég á sko rosa flotta og dýra myndavél með linsum og alles
en sko með filmu það er eigi nógu gott er maður er með tölvu og langar til
að setja  inn myndir.

Núna eru þær steinsofandi þessar elskur, Gísli minn farinn í göngutúr
í hellirigningu, en reyndar logni svo hann mun bara koma blautur heim
ekki veðurbarinn.
Ég er að hugsa um að fá mér bara sjæningu, þið vitið þetta hefðbundna
sem  maður gerir á  hverjum morgni.

En vitið þið að í hvert skipti sem ég opna blað sem hefur að geyma
mataruppskriftir þá er einhver vín ráðgjafi að ráðleggja vín sem passar
vel með þessari uppskrift, og er vínið nafngreint, er það ekki auglýsing?

Nei mér datt þetta bara svona í hug vegna dóms sem var að falla á
fyrrum ritstjóra DV vegna auglýsingar sem birtist í DV um Amarulla liqor
þeir fengu upphaflega 400.000 króna sekt, en Hæstiréttur hækkaði sektina
í 800.000. Jón Steinar vildi hinsvegar sýkna þá og láta kostnað falla á
ríkissjóð.
Nú les ég aldrei DV en mér fannst þetta skondið þar sem ég las þetta í
frétta blaðinu með tilliti til þess sem maður les í öllum blöðum sem snerta mat
Hafa þau einhvern sérsamning við lögin.
JA bara eins og svo margur annar virðist hafa.
Það er svo margt sem ég skil eigi í þessu þjóðfélagi.

Eigið góðan dag í dag.
MillaHeart                                                                                                                                                                                         


Fyrir svefninn

aþena

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi mynd heytir Bláu augun  og er af litla ljósinu hennar
ömmu sinnar.

Viktoría

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er Ljósálfurinn minn.

Tvíburarnir mínir






















Englarnir mínir, tekið á mæra-dögum í sumar.

Hér er búið að vera fjörugt og skemmtilegt að vanda er
fólkið mitt er hjá okkur, borðuðum saman í kvöld, og var
ég með buff og spælegg, bara upp á gamla góða mátann.

Góða nótt kæru vinir
MillaHeartSleepingHeart


Var ríkið að reyna að bjarga bankanum?

Eða voru þeir bara að henda okkar peningum er þeir settu
x marga miljarða inn í KB banka til að reyna að bjarga honum?

Voru þeir að þessu til að reyna að bjarga fjárhag viss hóps
manna og kvenna, hafa kannski haldið að það yrði friður
um alla gjörninga, er ró kæmist á, nei ekki aldeilis, fólk bæði
hér heima og erlendis vill fá sína peninga og við viljum fá
skýringar á öllum þeim sora sem hefur viðhafts hér á landi
undanfarin ár.

Merkilegt hvað þessir menn hafa lengi haldið að þeir kæmust
upp með allt sem þeim datt í hug, og þó, við erum svo meðsek,
hvernig? Jú við erum búin að kjósa þetta yfir okkur allar götur,
er búið er svo að kjósa, mynda ríkisstjórn, setjumst við í helgan
stein og sinnum eigi eftirlitsskyldu okkar frekar en aðrir sem áttu
að hafa eftirlit með bönkunum í landinu.
Við höldum nefnilega að ekkert sé hægt að gera fyrr en í næstu
kosningum. Regin misskilningur.

Ef einhverjir eru ennþá svo grænir að halda að botninum sé náð
þá vaknið til lífsins og þroskist.

Eigið góðan dag í dag
MillaHeart


mbl.is Sameinast gegn Kaupþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ljós í myrkri.

  heartcandle.jpg


Á þessum skammdegisdögum er nauðsyn að birta og ylur kærleiks
og vinskapar streymi um nágrenni okkar. Við þyrftum nú strax að
hvetja alla til að byrja á því sem kallað er -Ljós í myrkri-.
Í fyrstu væri einungis lifandi kertaljós í einum glugga, falleg kveðja
til nágrannans.

Þetta er í raun byrjun á ljósaskreytingu aðventunnar en væntanlega
meir með hvítum ljósum sem síður eru tengd sjálfum jólunum. Stígandi
væri í þessu sem byrjaði á kertaljósi í glugga og endar í fallegum
velupplýstum gluggum í byrjun aðventu.

Látið þetta berast.

                      Á jökultindinum
                      lýsir bergkristallinn
                      langar leiðir
                      allt í kringum hann
                      svífa ljóðin
                      fjólublá
                      turkís rauð
                      í morgunkyrrð.

                      Við göngum
                      inn í ljósið
                      ljóðin
                      ljóðlýst
                      í tindinn.

Úr ljóðabók um Hvannadalshnjúk
Hallfríður Ingimundardóttir.
                                                  Góða nótt
.
HeartSleepingHeart


Betra er seint en aldrei.

Heyrt í sveitinni, ritar Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður
pistil um að hann öðru hvoru heyri um náttúrulegar lækningar
á mönnum og dýrum.
Hann minnist á að hvort sem er um inntöku ýmissa Elixíra þ.e.
samsuða ýmissa efna og jurtaseyða af öllum gerðum, eða þá
breyttum samsetningum á matarræði.
Í öðru lagi eru náttúrulækningar sem byggjast aðallega á breyttum
lífstíl, hreyfingu og ástundun heilbyggðs lífernis yfirleitt.

Hann minnist á hvað frakkarnir hafa ofurtrú á að Rauðvínið sporni
við því að þeir detti niður dauðir, einn góðan veðurdag.
Talar um að hann nýti sér þessa speki er hann kemur kannski of
ört heim með rauðvín að konunnar mat.

Þetta er nú að sjálfsögðu gletta hjá manninum. Eða er það ekki?


Hann talar einnig um að sumir bændur hafi prófað hinar ýmsu aðferðir
við hinum mörgu kvillum sem hrjá kúastofninn, með misjöfnum árangri,
og á stundum engum. Sumir gefa skít í slíkar kúnstir og kalla bara til
dýralækni.


Já mín skoðun er sú , eftir að vera búin að lesa læknisdóma alþýðunnar
síðan 1970, að ef þú ætlar að nýta þér þessar umræddu lækningar
þá getur það tekið tíma og þolinmæði, en oftast kemur bati fljótlega í ljós.
þeir sem ekki hafa tíma, reka sitt bú bara á hraðanum bjalla bara í dýra
og fína dýralæknirinn.
Ég tel nú á þessum síðustu og bara yndislegustu tímum að bændur
ættu að taka þetta í sínar hendur.
Kaupið bara Læknisdóma Alþýðunnar, sem ég veit nú ekki hvort að er
til lengur, en kannski er hægt að nálgast þessar upplýsingar
t.d. hjá bændasamtökunum, eða hvað?
Ráðin sem í þessari bók standa, duga, og kosta eiginlega ekki neitt
nema þolinmæði.

Þessi merka bók sem Kristján rakst á,  var gefin út 1962 af
D.C. Jarvis M.D. eftir að hafa numið til læknis fluttist hann til Barre
og stundaði þar sína sérgrein háls,nef, eyrna og augna-lækningar.

Þar fékk hann áhuga á því að nema sér kenningar Alþýðulækninga
sem urðu til þess að hann gaf út þessa bók til að miðla því sem hann
var búin að afla sér í áranna rás,
hann vildi síður að það færi með honum


Hann talar um að Húnvetningar hafi verið fikta með eplaedik við
júgurbólgu og væri nú fróðlegt að heyra af reynslu þeirra.

Já það væri gaman og annarra á landinu sem hafa notað þessar
Náttúrulækningar og fleiri sem í þessari fróðu bók stendur.
verð nú að segja að mér finnst það frekar neikvætt að tala um að
þeir hafi verið að fikta við, annað hvort er maður í þessu eða ekki.

Í kreppunni ætlar hann svo sannarlega að velja Rauðvínið, en eitt
skal ég segja ykkur að eplaedikið er bara miklu heilsusamlegra en
rauðvín.

Allir ættu að eiga þessa bók, það er að segja ef fólk hefur áhuga á
að bæta heilsu sína og dýranna sinna.
Svo hvet ég alla til að lesa Bændablaðið, það er bæði skemmtilegt og
fróðlegt
.

Mælt af munni fram.        Tekið úr bændablaðinu.


Bjarni Jónsson á Akureyri orti þessa vísu á krepputíma.


Hugarvíl og harmur dvín
er horfi ég á frúnna
hún er eina eignin mín
sem ekki rýrnar núna.

Bjarni mun einnig hafa ort þessa vísu.


Gleðinnar dyr

Gleðinnar ég geng um dyr
Guð veit hvar ég lendi
En ég hef verið fullur fyrr
og farist það vel úr hendi.

Eigið svo góðan dag í dag
Milla.
Heart


Fyrir svefninn.

Jæja góður dagur á enda runnin. Fórum á eyrina í dag,
byrjuðum á því að fara upp á dýraspítala til að kaupa hundafóður.
Þar sáum við einn af þessum stóru köttum sem geta orðið 16 kg
þessi var æðislegur, litirnir stórkostlegir og svo eru þetta bara
keli dýr, aldrei nein læti í þeim.
Vorum orðin svöng að því loknu, höfðum eigi mikinn tíma svo við
skelltum okkur inn á olis, fengum okkur take a way coffy og einhverja
brauðbáta, æðislegir., síðan með fötin í herinn og svo upp á spítala
ég inn á hlaupum orðin of sein, en það slapp til.
Allt kom afar vel út betur en síðast, ætli ég geti ekki þakkað breytta
lífsstílnum það ekki að hann taki frá mér fjandans fæðingargallann,
en hann bætir heilsuna sko lífsstíllinn.
Hjartalæknirinn minn var mjög ánægður með mig.
Ég var náttúrlega í skýjunum yfir þessu hrósi sem ég fjékk, sko
maður ætti nú eigi að fá hrós fyrir að halda í sér lífi, það ætti nú
að vera sjálfsagður hlutur.

Fórum síðan í Bónus að versla í bakaríið við brúnna í kaffi.
Og það er allt svo friðsælt á Eyrinni hjörtu út um allt og maður fyllist
gleði við að horfa á þau.

Brunuðum svo Austur í Lauga til að hitta englana mína það.
fengum sko kaffi hjá Kristjáni kokk og nýbakaðar gamaldags lummur,
ekkert er nú hægt að fá það betra, spjölluðum heil lengi fórum svo upp
til þeirra og stoppuðum þar dágóða stund.
Núa sit ég hér eins og ég hafi orðið undir valtara, úrvinda eftir daginn.
En hann var æðislegur að vanda.

                             Við Landsteina

                    Hve undurhægt vaggar bátur þinn
                    við landsteina eigin bernsku.
                    I mjúkum silkispegli,
                    bak við langa ævi,
                    horfist þú í augu við litla stelpu,
                    slegið hár hverfist  í leik smárra fiska,
                    í sólskini fljúga þeir á gullnum vængjum
                    inn í laufgrænan skóg.

                                                             Jón úr Vor.

Góða nótt
.HeartSleepingHeart                                   


Þetta er nú bara skemmtilegt.

Get nú eigi orða bundist því þetta er bara flott.
Sko þessi flotti strákur kemur einhvernvegin ætíð aftan að
ráðamönnum, allir halda að nú sé hann loksins að fara á hausinn
þessi skaðvaldur í útrásinni, svo bara er hann allt í einu búin að kaupa
fullt af mikilvægum fyrirtækjum hér á landi, og ráðamenn snúast í hringi
og undra sig á því hvað hafi verið að gerast.

það sem gerðist var að Jón Ásgeir aðaleigandi Rauðsólar sem nú heitir
Ný sýn hf. hefur keypt 365 og ýmislegt annað og ráðamenn froðufella
yfir því að það sé verið að rétta einum manni allan auglýsingamarkaðinn
í landinu, þetta verði nú að stoppa, eins og einhver komst að orði.

Ég spyr nú bara hefði þá ekki átt að stoppa einhverja aðra fyrst,
og láta menn sem hafa leikið sér með landið okkar að sinni vild
bera ábyrgð?

Það hvarfar að mér sú hugsun að ef einhver í þeirra röðum hefði
keypt þetta allt hvort það hefði eigi bara verið kallað eðlilegt eins
og málin stæðu í dag, það væri jú verið að halda uppi atvinnu fyrir
fólkið á þessum stöðum, sem væri þarft verk, en að því að það var
götustrákurinn, Jón Ásgeir þá hentaði það eigi.

Þú ert bara flottur strákur Jón Ásgeir og er mér bara alveg sama
hvort þú hefur brotið einhvern tíman af þér í einhverju, þá bara
gerum við það öll einhvern tímann á lífsleiðinni.

Ath. Útrás er nauðsynleg annars stöðnum við inni í okkar kæra landi.

Ath. Til að afla peninga þarf að fjárfesta.

Ath, Hvernig fór eigum við vonandi eftir að fá skýringu á.

En vill einhver svara í einlægni: " Veit einhver sannleikann í því,
hvort hann hefur gert það?"

Heyr heyr fyrir þér flotti strákur.

Er að fara til Akureyrar í dag og klakka til að lesa viðbrögð ykkar
er heim kem

Eigið svo góðan dag í dag.
Milla
.Heart


mbl.is Tilbúinn til að fara niður fyrir 40%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband