Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Hvað segir maðurinn?
2.12.2008 | 07:02
Eru litlu, sætu, stóru, dúllujólasveinarnir okkar
handbendi djöfulsins?
Hef ekki á ævinni heyrt aðra eins hugaróra.
// Danski presturinn Jon Knudsen staðhæfir að litlir jólasveinar eða jólaálfar sem víða eru notaðir til skreytinga fyrir jól séu í raun verkfæri djöfulsins. Vill hann vekja fólk til vitundar um heiðna merkingu þeirra. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.
Knudsen, sem tilheyrir Løkken frikirke sem leggur mikla áherslu á trúboð, segir jólasveinana bera vott um djöfladýrkun og því séu þeir í raun tákn um það stríð sem djöfullinn herji gegn jólahátíðinni. Við eigum ekki að skreyta hýbýli okkar sem slíkum verum," segir hann.
Þetta er bara regla sem við verðum að fara verður eftir alveg eins og múslímar mega ekki borða svínakjöt."
Þá segir hann jólahátíð nútímans vera hættulega blöndu af kristnum og heiðnum jólum. Mér finnst kirkjan ekki hafa haldið nógu vel utan um það hvað tilheyrir hinum kristnu gildum jólanna," segir hann.
Þessi maður hlýtur að vera handbendi einhvers, eða er hann
bara lokaður inni í sínum hugarheimi. Var nú svo græn að
halda að svona tal og hugsanir væru bara til í Ameríkunni
sko ég meina um jólin.
Hvað langt aftur þurfum við að fara til að finna ekki
einhverskonar jólasveina, mjög langt.
Það kemur nú ekki til greina að hætta að gleðja sig og
börnin með jólasveinum og öðru dúlleríi jólin eru bara
besti tími sem börnin upplifa.
Svo eru náttúrlega þeir sem eru jólasveinar af guðs náð,
sumir eru saklausir og gera ekki flugu mein aðrir eru frekar
ráðríkir, þykkjast vita allt betur en aðrir, og vera ofurvitrir
og að þeir eigi þar af leiðandi sess á toppnum, þá má reka heim
því þetta er ranghugmynd hjá þeim blessuðum.
Eigið góðan dag.
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Það góða við þetta, jú gisting innanhúss.
1.12.2008 | 06:28
Maðurinn, sem telst til góðkunningja lögreglunnar, var handtekinn og látinn sofa úr sér á lögreglustöðinni við Hverfisgötu í dag, en honum var sleppt nú síðdegis.
Manninum var hins vegar gert að þrífa upp eftir sig, sem hann gerði.
Þetta er dapurleg frétt, veit ég að svona er algeng þó
við heyrum eigi um þetta blessaða fólk nema ef það gengur
örna sinna utanhúss í vitna viður vist og það lögreglunnar,
ekki er ég að setja út á löggufólk þau gera bara það sem þeim
er uppálagt og ávallt það besta sem hægt er,
En hvar haldið þið að þetta fólk sem býr á götunni geri þarfir sínar,
Jú í runnum út um allt.
Tel einnig að alþjóð viti hvernig lífið er hjá þessu afvegaleidda fólki
og ætla ég ekki að fara að tala um það hér því eigi bæti ég neitt
úr því þótt ég gæti.
Gott samt að vera myntur á þetta svona annað slagið, skildi þetta
ná inn á rétta staði?????????????????????
Eigið góðan dag í dag.
Milla
![]() |
Gekk örna sinna í runna á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)