Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008
Hræðilegt! Og þó.
7.12.2008 | 09:11
Það er nú hægt að dæma fyrir allt í henni Ameríku,
asnalegt þessar dúkkur eru svo ólíkar sem mest má vera en
kannski hafa þær náð meiri vinsældum en Barbie.
Eigi skil ég það nú, því þetta eru forljótar dúkkur.
Ég þekki margar sem eiga þvílíkt safn af þessum dúkkum, svo
ég tali nú ekki um alla fylgihlutina og bæði í formi fata og tilbehor
svo og skíðabrekkur, hárgreiðslustofur og bara nefndu það.
Vonandi hætta þeir bara sölu á þeim þá er hægt að fara að selja
þær hæstbjóðanda á netinu, þá væri kannski hægt að fá eitthvað
af þeim tuga þúsunda sem hafa farið í kaup á þessu drasli í gegnum
árin til baka.
Það er nefnilega ekki nóg með að það sé til Bratz heldur var til Barbie
á flestum heimilum fyrir og það allt aftur í það sem mæðurnar geymdu
sem gert var hjá mínum dætrum og eiga barnabörnin mín það núna
og ekki get ég séð að þær leiki sér minna með Barbie.
Svo er þetta leikfangaflóð komið út í öfgar.
Eigið góðan dag í dag
Milla.
![]() |
Bratz í útrýmingarhættu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Fyrir svefninn.
6.12.2008 | 21:04
Viktoría Ósk.
Ég skildi ekkert í því í gær að litla ljósið mitt vildi fá duddu,
Hún er sko hætt með duddu, en svo er ég fór að skoða myndirnar
sem voru teknar í tívolí í Köpen þá sá ég þessa mynd, þar kom skýringin
hún var ekki búin að gleyma duddunni sem yfirleitt er besti vinur barnsins
er þau eru með hana.
Aþena Marey, hún gleymir ekki svo glatt því
sem hún ætlar sér.
Hún var hér í gær og afi setti í kaffikönnuna,
var búin að gleyma að hún hjálpar ætíð til við það
svo ég sagði þú gerir það bara á morgun, já já.
Um hádegisbilið vorum við rétt búin að hella okkur
á kaffi er hún birtist og var ekkert smá fúl er við
vorum búin að hella á, en það reddaðist með smá
fortölum.
við vorum síðan að leika okkur við ýmislegt í dag
og fórum svo í pitzzu veislu til Millu og c/o
Þau voru að kaupa sér pitzzaofn og það er engin
smá munur hvað pittzzurnar eru betri úr þessum
ofni.Og svo koma hér englarnir mínir
á Laugum eru þarna á 1 desember
hátíð sem var jafnframt jólahlaðborð.
Það er nú eitthvað lélegur fókus í
þessum myndum hjá mér, kann
ekkert á þetta.
Mátti til að setja þessa mynd inn
hún er tekin í fjörunni í Eyvík á
Tjörnesi. Mér finnst hún flott
þessi mynd.
Nú eru að koma jól og er þá ekki rætt um hana grýlu.
Grýla kemur á hverjum vetri,
hún er loðin skinnstakstetri.
Sú er sagan betri,
sinn í belg hún fá vill jóð.
Valka litla vertu góð,
Valka litla vertu góð,
vendu þig af að ýla.
Senn kemur að sækja þig hún Grýla.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Ja hérna er þetta að gerast hér?
6.12.2008 | 10:21

Fálkinn hefur sig til flugs eftir fyrirsætustörfin á ljósastaurnum.
mbl.is/Hafþór Hreiðarsson
Fálkinn sem sagt var frá hér á fréttavef Morgunblaðsins í gær heldur áfram að veiða sér til matar í miðbæ Húsavíkur. Hann náði að læsa klónum í aðra önd við Búðarárgilið í morgun og virðist helst vilja endur á hádegisverð.
Þegar ljósmyndara bar að garði við Marabrautina sat fálkinn sem fyrr á ljósastaur. Annað hvort hefur hann verið ónáðaður við veisluborðið, sem var í snjóskafli, eða orðinn pakksaddur því ekki var hann búinn með bráðina.
Hann sat sem fastast á staurnum allt þangað til honum fannst nóg um athyglina sem hann fékk og tók flugið til vesturs út á Skjálfanda.Ekki má kæra hann, hann er friðaður rétt eins og endurnar
gæti alveg hugsað mér að fá að drepa endur mér til matar
þó ég mundi nú ekki taka niður þessar heldur fara aðeins
ofar í landið til þess, er nú reyndar að grínast þetta eru vinir
mínir koma ævilega upp á hól til að fá brauð frá vori fram á mitt
sumar, en samt bara ósanngjarnt.
Eigið góðan dag í dag
Milla.

![]() |
Fálkinn enn að á Húsavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fyrir svefninn.
5.12.2008 | 21:01
Stúlka í sjöunda bekk grunnskóla var beðin um að
skilgreina orðið föðurland og gekk það nokkurn veginn
slysalaust.
En þegar kennarinn spurði stúlkuna hvað það væri sem
við kölluðum fósturland, Svaraði Hún:
" Móðurlíf konunnar."
***
Á Rauðsokkafundi á Hótel Sögu lauk ein kona ræðu sinni
með þessum orðum:
" Svo lengi sem við konur höldum áfram að vera ósammála
í réttlætisbaráttu okkar, mun maðurinn halda sérréttindum
sínum og vera ofaná."
***
Eftir að slitnaði upp úr vinskap ungs pars er hét Ingólfur og
Fjóla, var þetta ort:
Leikur á hjólum lukkan veik,
lækkar í bóli þytur,
öll eru tólin Ingólfs bleik.
Af er Fjólu litur.
***
Um trúlofanir unglinga og barneignir þeirra
var eftirfarandi vís ort:
Barnið kenndi barni barn.
Það barnaskap má kalla
að halda að barnið barni barn.
Barnið barnar valla.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Hugleiðing á föstudegi.
5.12.2008 | 09:22
Það gerist margt og mikið bæði hérlendis og erlendis.
Hugsið ykkur, gott að vita að það sé bara gott að láta sig hverfa
í Dubai, ekki er staðurinn allavega neitt slor.
Hann Stein Bagger lét sig hverfa með nokkur hundruð miljónir sem
hann var búin að svíkja út úr viðskiptavinum danska upplýsinga-
fyrirtækinu IT-Factory. hann finnst nú örugglega aldrei það er svo
auðvelt að láta sig hverfa ef maður á peninga.
Já loforð eða hótun hvað er eiginlega DO að meina heldur hann
að alþjóð titri eða pirrist eitthvað þótt hann sé með svona
yfirlýsingar? Nei þetta kætir mig bara til hláturs, hann gæti til dæmis
bara verið að undirbúa skrif á grínbók.
Barnapía bjó til klámmyndband með 2ja ára stúlkubarni sem hann
tók að sér að passa, bara til þess eins að gera myndbandið.
Löngum hef ég nú vitað að heimurinn væri sýktur, en ég meina það.
Maður var dæmdur í 4 ára fangelsi fyrir að kynferðisbrot gegn 5 ára
stúlku sem svaf við hliðina á ömmu sinni, þær vöknuðu og ráku
manninn út, áður hafði hann komist inn í hús og borið litla stúlku út
frá heimili sínu um miðjan vetur, einnig fengið dóm fyrir kynferðisbrot
gegn konu, líkamsárás og ítrekuð húsbrot.
Þetta er ljótt að lesa og vitið þið af hverju, jú að því að þjóðfélagið
hefur brugðist þessum manni, hann er búin að taka þunglyndislyf í
9 ár og drukkið ofan í þau.
Maður sem hefur brotið þetta af sér og er í svona vandræðum á hann
ekki heima á viðeigandi stofnun og undir eftirliti bara honum og öðrum
til öryggis. Jú það á hann, en því miður þá er svoleiðis ekki til hér á landi
nema í afar litlu mæli.
Og þeim er bara alveg sama þessum ráðamönnum þessa lands eins
og til að mynda er geðsjúklingar koma á geðdeildina þá er þeim
bara sagt að koma daginn eftir og ætla ég eigi að fara út í þá sálma
því þá verð ég svo reið og sár.
Við sem erum á gólfinu ætlum að njóta aðventunnar með okkar fólki
eins og kærleikurinn býður okkur.
Og ég er alveg viss um að þeir sem eru uppi á lofti muni njóta hennar líka
því þeir kunna bara að njóta hennar á einn hátt, sem uppskafningar.
Kæru vinir eigið góðan dag í dag.
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fyrir svefninn.
4.12.2008 | 20:53
Fyrir 47 árum eignaðist ég stúlkubarn sem fæddist eftir að
mér fannst mikið strit, en að sjálfsögðu var þetta allt bara
eðlilegt með fyrsta barn.
Hulda Jensdóttir sem þá var yfir fæðingarheimili Reykjavíkur
hjálpaði mér gífurlega, hafði ég verið í meðgönguleikfimi hjá henni
og hún kom inn og hjálpaði mér að ná slökun, hún var og er yndisleg
kona.
Dóttir mín sem fæddist þarna er að sjálfsögðu hún Dóra mín sem er
einnig moggabloggari.
Get nú alveg sagt ykkur að hún hélt fyrir mér vöku fyrstu 5 mánuðina,
var hún með magakrampa eftir það vissi ég nú ekki af henni.
Var hún ætíð hress stelpa elskaði að vera bara úti að leika sér
eins og flestir krakkar á þeim tíma.
Takk fyrir að vera til elsku Dóra mín og hafa gefið mér yndislegu
tvíburana þína.
Þetta er búin að vera svolítið skrítinn dagur fór eldsnemma á fætur
settist við tölvuna já og stóð ekki upp fyrr en um tólf leitið það er nú
svolítið öðruvísi en ég er vön að gera. jæja fór þá í sturtu og sjænaði
mig, við fengum okkur svo Rúgbrauð og síld og drifum okkur svo í tiltektina.
litla ljósið kom klukkan 2 og vorum við bara að dandalast hér saman
dansa syngja horfa á Þumalínu, hún er svo yndisleg.
Svo borðuðu þau hér í kvöld, en það sem ég vildi sagt hafa,
andrúmsloftið í kotinu var svo meyrt og hugljúft í dag.
Stundum þarf að hreinsa út
stundum gamalt stundum nýtt
stundum sallast upp í stút
stundum svo, maður getur spítt.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Valdanauðgun og ofbeldi.
4.12.2008 | 08:38
Ég vona að þér verði aldrei nauðgað."
Ég vona þér verði aldrei nauðgað. Ef svo illa fer vona ég að þú hafir kjark til að kæra og að ofbeldismaðurinn verði handtekinn. Að málinu verði ekki vísað frá og það rati fyrir dómsstóla." Þannig hefst opið bréf til dómsmálaráðherra og hæstaréttardómara, frá Femínistafélagi
Íslands í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi.
Bréfið er sent til Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra og hæstaréttardómaranna Árna Kolbeinssonar, Garðars Gíslasonar, Gunnlaugs Claessen, Hjördísar Hákonardóttur, Ingibjargar Benediktsdóttur, Jóns Steinars Gunnlaugssonar, Markúsar Sigurbjörnssonar, Ólafs Barkar Þorvaldssonar og Páls Hreinssonar.
Bréf Femínistafélags Íslands
Ég vona þér verði aldrei nauðgað. Ef svo illa fer vona ég að þú hafir kjark til að kæra og að ofbeldismaðurinn verði handtekinn. Að málinu verði ekki vísað frá og það rati fyrir dómsstóla. Ég vona að þú fáir réttláta dómsmeðferð og að lögunum í landinu okkar verði beitt af réttsýni og með hag þinn að leiðarljósi.
Ég vona að ofbeldismaðurinn verði dæmdur sekur og að dómurinn endurspegli alvarleika glæpsins.
Ég vona að eftir þessa skelfilegu reynslu náir þú að sofa á næturnar. Ég vona að þú vaknir ekki upp um miðja nótt við eigin öskur. Ég vona að fjölskylda þín og vinir trúi þér og snúi ekki við þér baki.
Ég vona að þú hættir þér út úr húsi. Ég vona að þú sjáir ekki nauðgarann í hverjum manni sem þú mætir. Ég vona að þú getir haldið áfram að stunda vinnu og umgangast fólk á sama hátt og áður. Ég vona að sársauki þinn verði ekki svo mikill að þú deyfir hann með efnum.
Ég vona að enginn segi þér að þú verðir að taka þig saman í andlitinu og jafna þig á þessu".
Ég vona að þér finnist ekki að líf þitt sé endanlega í rúst. Ég vona að einn daginn takir þú sjálfan þig í sátt og setjir sökina, skömmina og smánina þar sem hún á heima.
Ég óska þér alls hins besta og vona að þér verði aldrei nauðgað.
Kveðja Femínistafélag Íslands.
*******************************
Þetta átak snertir mann djúpt ekki það að mér hafi verið nauðgað
í þeim skilningi sem um ræðir hér að ofan, en eru ekki allar
nauðganir eins gagnvart sálartetri konunnar, til dæmis.
Maður konu lemur hana og lemur er honum hentar sér svo eftir
öllu saman og leitar eftir samförum við konuna hún er ekki viljug
til þess, en þorir eigi annað en að láta undan svo hún fái ekki
fleiri högg og er hann hefur lokið sér af, þá segir hann kannski.
gott að við sættumst því annars???
Ekki er það algengt að kona kæri eiginmann sinn, hún þorir því
ekkert frekar en að fara frá honum.
Konan vaknar kannski upp við martröð er hún leggur sig á daginn
því eigi sefur hún mikið á næturnar, gæti vaknað úti á gólfi.
Stundum hætti konan sér eigi út úr húsi, var bara í rúminu er
bankað var, treysti sér ekki til að hitta fólk.
Stundum sást stórum á konunni, en þá hafði hún bara dottið,
rekið sig á skáphurð eða eitthvað annað álíka vitlaust.
Konan sá ekki nauðgarann í hverjum manni því hennar ofbeldismaður
var bara bundin við einn mann sem hún vissi hver var.
Í vinnunni var hún hult, enda undir vernd þar.
Engin sagði konunni neitt því engin átti að vita neitt.
Engin sagði konunni að taka sig saman í andlitinu, því hún gerði
það sjálf er hún loksins sleit þessu sambandi.
Hún öðlaðist nýtt líf, en margra ára vinnu í að koma til baka
sem venjuleg kona. Í marga mánuði þurfti konan að líta út ef
hún var að fara út úr húsi, hrædd um að hann væri þarna,
þorði ekki að hafa opna glugga nema er einhver var heima,
og lengi gæti ég talið upp.
Vonandi tekst konunni að vinna sig alfarið út úr þessari
sálarkreppu sem hún er í og poppar ætíð upp sterkt annað slagið.
Konan er í dag afar hamingjusöm og á hún það að þakka fyrst
og fremst fjölskyldu og góðum vinum sem hafa hjálpað henni til að
hjálpa sjálfum sé.
Þessi viðbót konunnar er vegna þess að þetta er svo líkt.
Allar nauðganir og ofbeldi hafa sömu áhrif á konur og menn reyndar.
Aldrei skal gera lítið úr frásögnum kvenna og karla um nauðganir
og ofbeldi.
Þetta er þeirra reynsla og þeirra sorg.
Eigið góðan dag í dag og lítið á þessa daga sem tækifæri breytinga.
Milla
![]() |
Ég vona að þér verði aldrei nauðgað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Fyrir svefninn.
3.12.2008 | 21:11
Dagurinn í dag var bara góður fór í þjálfun í morgun,
fer ekkert í næstu viku þjálfarinn minn er að fara í smá aðgerð.
Fengum okkur kaffi og brauð er heim kom áður en við fórum út
aftur, til að panta jólakjötið sem upp á vantaði, fór í apótekið
Að sjálfsögðu til að byrgja mig upp á hinum ýmsu lyfjum fyrir jól.
Versluðum smá í kaskó, það er alltaf eitthvað sem vantar.
Var svo bara heima að dandalast þangað til ég fór á afar
skemmtilegan fyrirlestur hjá henni Láru Ómars hann var haldin
í þekkingarsetrinu, afar skemmtilegt, fróðlegt og snjallar ráðleggingar
sem hún kom með.
Litla ljósið mun svo koma á morgun til okkar á meðan mamma hennar
fer í klippingu fyrir jólin. þau munu svo verða í mat því það tekur nú
tíma sinn að verða flottur um hárið.
Svo á hún Dóra mín afmæli á morgun en þær systur Milla og hún
munu bjóða til veislu þegar englarnir mínir koma í jólafrí.
Góða nótt kæru vinir
Milla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mikil vonbrigði.
3.12.2008 | 06:30
Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað séra Gunnar Björnsson,
sóknarprest á Selfossi, af ákæru um kynferðisbrot og brot gegn
barnaverndarlögum gagnvart tveimur unglingsstúlkum í október
í fyrra og mars sl.
Það er alveg greinilegt að það er ekki sama Jón og séra Jón.
Ekki get ég dæmt um þessa atburði þar sem ég var eigi með nefið
á milli þar á bæ, en eru sögur sem maður hefur heyrt í gegnum tíðina
frá konum á öllum aldri á þeim stöðum sem þessi maður hefur þjónað
á allar bara hugarburður þeirra og tær lýi?
nei og aftur nei þær eru það ekki.
Er aldrei hugsað hvað konur upplifa mikla höfnun og lítilsvirðingu við
svona dóm, þær vita alveg hvað hefur gerst, en nei það passar eigi
alveg við og er eigi nógu alvarlegt brot til þess að refsing sé talin
réttmæt, manni verður nú bara illt.
Svei þessu dómskerfi Íslands.
Sendi öllum konum sem lent hafa í svona málum baráttukveðjur.
Látið ekki buga ykkur.
![]() |
Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Fyrir svefninn.
2.12.2008 | 20:19
Í morgunn er ég vaknaði sko klukkan 5.30 fór ég að hugsa um
þakklætið, við eigum svo mikið að þakka fyrir þrátt fyrir allt.
Flest okkar eiga góða fjölskyldu og ef við eigum það ekki getum
við þá ekki lagað það, oft þarf ekki mikið til,
flest okkar eiga góða heilsu, og þess vegna getum við beðið fyrir
þeim sem ekki eiga hana.
það er sama hvar við berum niður við getum alltaf hjálpað á einhvern
hátt. Látum engan vera afskiptan sem þarf á okkur að halda.
Merkilegt gerðist í morgun er ég var að flýta mér að blogga
eitt blogg áður en ég færi á Eyrina, þá fór það bloggið tvisvar
inn ég opnaði færslulistann og eyddi auðvitað kolrangri færslu,
eyddi færslunni fyrir svefninn í gærkveldi, gerist á bestu bæjum.
Já við fórum á eyrina í morgun, beint finnst við höfðum tíma, að fá
okkur kaffi og smá með því á bakaríinu við brúnna, síðan upp á
sjúkrahús þar sem ég átti að fara í sneiðmynd 11.20, en það dróst
nú til 12 vegna þess að þeir voru að ákveða hvernig þeir ættu að
hafa þetta með gallagripin mig.
Er með gangráð, má eigi fara í segulómun, var sett í alveg splunkunýtt
sneiðmyndatæki, talið og vonað að það mundi duga, mátti fara það yrði
hringt innan 3 tíma ef ég þyrfti að koma aftur, var orðin vongóð er
liðnir voru 3 tímar, en nei, var þá ekki akkúrat hringt og ég þarf að koma
í nánari myndatöku þar sem sprautað verður skyggniefni inn að mænu
þeir eru að kanna hvað /ef eitthvað er að gera það að verkum að ég
lamast svona niður í fótinn, eftir þessa myndatöku þarf ég að leggjast
inn á deild og hvíla mig í nokkra klukkutíma á eftir
Ætla að reyna að fara í þetta bara eftir jól.
Við notuðum náttúrlega tímann til innkaupa bæði í mat og gjöfum
fórum bara á Glerártorg því ég var svolítið þreytt.
Fengum okkur heita eitthvað á olis hrikalega góð og svo að Laugum
til að hitta þær aðeins.
Hittum Valgerði skólastýru og fengum kaffi í eldhúsinu hjá því
frábæra fólki sem þar vinnur.
Er til Húsavíkur var komið fórum við að hitta ljósin okkar á Baughólnum
það er alltaf tekið jafn vel á móti okkur þar.
Fengum okkur síld og rúgbrauð í kvöldmat.
Góða nótt kæru bloggvinir og fyrirgefið hvað ég hef
haft lítinn tíma í komment undanfarið.
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)