Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Fyrir svefninn.
29.2.2008 | 21:48
Tveir eiginmenn, Grímur og Guðni, voru í alvarlegum hugleiðingum
um hjónabandið.
>> það er ekki síður hægt að verða leiður á hjónabandinu en öðru.
það er svo sem eins og að vera altaf að spila sömu gramofónplötuna,<<
sagði Grímur. >> Já, og meira að segja altaf sömu megin,<<
bætti Guðni við.
Pilsamerin.
Henni ber að hrósa spart,
hún er sver í fangi.
Pilsamerin, vökur vart,
vixluð er í gangi.
Maður nokkur átti stygglynda konu, og var hún allmiklu eldri en hann.
Í orðastað eiginmannsins kvað Þorsteinn Magnússon frá Gilhaga:
Kalt er ástarþelið þitt.
þó ei framar vonum:
það er illt að eiga sitt
undir haustveðronum.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fékk hann bara 2 mánuði?
29.2.2008 | 15:54
Ræfilsdruslan, hvað hann hefur átt bágt,
hún sló hann fyrst, Það þoldi ekki karlanginn,
og sló hana sundur og saman.
Svo fær hann bara tvo mánuði, hlægilegt.
Skilorðsbundið fangelsi fyrir árás á eiginkonu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Það heyrist afar sjaldan, verðvitund neytenda.
29.2.2008 | 13:22
Örlygur Hnefill Örlygsson, ritaði smá pistil
í fréttablaðið, Stuð milli stríða.
Fyrsta skrefið að lægra vöruverði er ekki skattalækkun
eða upptaka evrunnar, heldur, verðvitund neytandans.
Er hættur að láta bjóða sér hvað sem er.
Ætlaði að kaupa sér úlpu, en missti áhugann er
hann leit verðið augum, 35 þúsund krónur.
já það er nefnilega það, munar ekki um það.
síðast liðið haust fór hann til Íran og keypti sér
Diesel gallabuxur á 1.800 krónur.
Ég er nú ekki hissa á að honum ógni því að ég veit
að þær kosta upp í 18 þúsund krónur á Íslandi.
Þessu er maður búin að taka þátt í meira og minna í
áraraðir, en samt ekki alveg, spurningin er alltaf sú ,
í hvað villtu eyða þínum peningum?
Hvað ætlar þú að gera í því? Jú við ráðum því,
ekki eitthvað fólk út í bæ sem lítur niður á allt og alla
ef það er ekki klætt eins og því finnst að allir ættu að
vera klæddir.
Verst kemur þetta niður á börnum þessa lands.
Börnin láta vaða það sem þau heyra heima hjá sér.
Tökum í taumana og látum föt ekki ráða yfir okkur.
kæru neytendur hafið verðvitund!
kaupið ekki bara hvað sem það kostar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hefur hann ekki frelsi til að???
29.2.2008 | 08:54
Ég segi nú bara til hamingju Dagur ef þú
ákveður að taka að þér að þjálfa austurríska
handbolta stráka.
Ég hélt að allir hefðu frelsi til þess að taka þeirri
vinnu sem þeim þóknaðist.
Er einhverjum illa við það frelsi?
Vill einhver láta hefta sig, bara af því að?
Dagur að taka við þjálfun austurríska landsliðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fréttir af bílslysum.
29.2.2008 | 07:04
Í gær 28-02 urðu tvö umferðaróhöpp við Eyjafjörð.
Sagt er í fréttinni að 9 hafi slasast, 7 í öðru óhappinu,
en tveir í hinu, en ekki er talið að neinn hafi slasast
alvarlega.
Er ekki möguleiki að taka upp fréttaflutning,
sem væri á hlutlausum nótum eins og,:
,, ekki er vitað en, hvort menn hafi slasast."
Þegar þú heyrir að ekki hafi orðið slys á fólki,
þá anda allir léttar, og sér í lagi ættingjar og vinir.
Síðan kemur áfallið, Einn slasaðist illa, og hinir
hvað veit maður, ekki neitt,
því þó það sjáist ekki utan á fólki
þá getur það hafa skaðast bæði á sál og líkama.
Þetta er sárt fyrir alla sem þekkja til og sendi ég
ungu stúlkunni sem slasaðist, þeim sem voru með henni,
og öllum sem varðar um málið kærleikskveðjur.
Einni sem er ekki sama.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fyrir svefninn.
28.2.2008 | 21:09
Í Hvammi í Vatnsdal er stórt steinhús
og gengið upp háar tröppur, handriðalausar.
Einhverju sinni kom karl einn úr sveitinni
þangað í kynnisför.
Þetta var að vetrarlagi og svell mikið á tröppunum
og flughált. þegar karl er að fara aftur, rennur hann
á hálkunni og stingst á höfuðið beint fram af tröppunum.
Eitthvað af heimafólki hafði fylgt honum til dyra
og varð því mjög bilt við þessa sjón,
taldi víst að karlinn hefði stór-slasast.
En hann stóð upp eins og ekkert væri, og spurði þá fólkið
hvort hann hefði ekki meitt sig voðalega.
>> nei, nei,<< sagði karl, >> það vildi mér til ,
að ég kom á höfuðið.<<
Prestur einn á Vestfjörðum var að jarða fyrirrennara sinn.
þegar líkmennirnir voru að láta kistuna síga ofan í gröfina,
heyrðist þung stuna og virtist hljóð þetta koma úr kistunni.
Prestur hallar sér þá að líkmönnunum og hvíslar að þeim:
>> Blessaðir, ansið þið honum ekki, piltar.<<
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Áhyggjuefni! vita þessir menn hvað það er?
28.2.2008 | 17:43
Magnað að láta þetta út úr sér.
Áhyggjuefni segir samgönguráðherra,
hef ekki trú á því, þetta þarf ekki að taka svona langan tíma,
eftir hverju eru þeir að bíða? Fleiri dauðaslysum eða hvað,
er ekki komið nóg af slysum, tjónum og öðrum áföllum.
Maður getur alveg brjálast úr reiði þegar er verið að tala
um svona eins og því miður hefur þetta og hitt tafið
fyrir þessu og hinu.
Vegagerðin á Íslandi er bara til skammar.
Það er alltaf verið að vinna fyrir aftan bossann á sér.
Ein ofsareið, en vonandi lýður þeim vel ráðamönnum
þessa lands.
Góðar stundir.
Kristján: Ástandið á Reykjanesbraut áhyggjuefni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Nú eru þær að koma þessar elskur.
28.2.2008 | 13:20
væri að flytja til Húsavíkur.
Núna er þetta orðið að veruleika, Íris mín er að
koma með Báru Dísina mína, sem er níu ára,
þær flytja 14 mars. Búin að kaupa sér yndislega íbúð í holtunum
með útsýni yfir SKJÁLFANDANN og kinnafjöllin,
það gerist ekki fallegra.
Hróbjartur minn sonur Írisar verður hjá pabba sínum,
og munu þeir búa í Hafnafirði,
en Hróbjartur sem er 14 ára ætlar að klára skólann
í Garðabæ.
Þá eiga þær allar þrjár heima hér á Húsavík dætur mínar,
Dóra mín er að vinna á Laugum og snúllurnar mínar
eru í framhaldsskóla þar, en þær koma í heimsókn
flestar helgar.
Þá á ég bara eftir að fá soninn til að koma til okkar, en
hann ætlar nú ekki að búa á einhverju krummaskuði.
Talandi um krummaskuð, hann býr í Innri Njarðvík
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Samkynhneigðir varaðir við því að fara til Serbíu.
28.2.2008 | 06:07
Serbía verður að bera ábyrgð á öllu því
frábæra fólki sem heimsækja landið vegna Erouvisíon,
Það á ekki að skipta neinu máli hvort fólk er
samkynhneigt eða gagnkynhneigt, og svo er
alltaf talað um; "og annað hinsegin fólk,"
Fyrirgefið mér fáviskuna, á ég kannski að vita það,
að fólk sé eitthvað hinsegin, nei ég bara hugsa aldrei svoleiðis.
Fólk er bara fólk fyrir mér, sama hvaða kynhneigð það hefur.
Vona ég svo sannarlega að Serbía taki til í sínum ranni
og verndi þá sem inn í landið koma.
En getur einhver upplýst mig um, af hverju Gay Pride
dagar eru kallaðir hinsegin dagar???
Ég hefði viljað kalla þessa daga, Hátíð Ársins.
því það er hún svo sannarlega.
Góðar stundir.
Samkynhneigðir varaðir við því að fara til Serbíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Manni verður alltaf illt við.
28.2.2008 | 05:45
Já einhvernvegin verður manni illt við,
þegar fréttir berast af slysum.
Því oftar en ekki, þó svo að sagt sé að fólk
hafi lítið sem ekkert slasast,
þá hefur annað oft á tíðum komið í ljós.
Ég sendi þessu fólki góðar óskir um bata
bæði á sál og líkama.
Góðar stundir.
Níu fluttir á slysadeild eftir tvö umferðarslys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)