Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Fyrir svefninn.

Jón smiður á Seljum var hugmaður mikill.
Eitt sinn er hann var að smiðum með
Guðjóni syni sínum, kallaði hann til hans:
>> heyrðu Gulli, Náðu í >> treitommu<<
og hafðu hana langa.<<

Páll í Svínhaga, alþekktur hugmaður,
var að lýsa því, þegar hann var að búa
sig að heiman í skyndi, og lauk því með
þessum orðum:
>> Og seinast hljóp ég í jakkann og hattinn.<<

                  Meyjarhrós

                           Fagurt hrós fyrir það eitt
                           fær sú meyjan hreina,
                           að hún tekur aldrei neitt
                           annarra þörf til greina.
                                              
                                       Þorsteinn Magnússon.

                                                        Góða nótt.Sleeping


Var að rifja upp svona ýmislegt.


þegar ég byrjaði að búa árið 1961, fluttist ég fljótlega út á land,
Þá sigldu strandferðaskipin hringinn í kringum landið okkar,
sumstaðar voru ekki hafnir nógu stórar til að taka þau upp að,
þannig að flytja þurfti allt með bátum í land.

Eitt að því sem var afar bagalegt fyrir borgarpíu eins og mig,
það var ekkert bakarí á staðnum ,Errm
og yfirleitt er brauðin komu með skipinu voru þau mygluð,Sick
það var ekki um annað að gera en að baka brauð,
og það gerði maður, ásamt því að baka kökur,
og oft á tíðum vandræði, en alltaf bjargaðist þetta
þangað til maður var orðin útskrifaður í þeirri grein.
Hafði líka haft besta kennara í heimi sem var mamma mín.Heart

Þarna var ég með Dóru mína litla, og þetta var þroskandi tími
fyrir mig. Ég lærði að það var til Gróa á leiti, og gat hún verið
baneitruð, ég lærði líka fljótt og vel að hunsa hana Gróu.Cool

Var þetta góður tími, það var farið á skíði og skauta
yfir veturinn, Ekki hreyfði maður bíl,
því þarna var ekki  neitt um það að ryðja vegi og maður fór á skíðum
niður í kaupfélag, gaman gaman.
á sumrin var synt í vötnum og ám, og farið í skemmtiferðir út um allt.
Lærdómsríkt í alla staði.

þetta rifjaðist upp fyrir mér í gær er ég var að kaupa í
brauðbaksturinn.
Líka það að fólk er síkvartandi um alla skapaða hluti
þú getur komist í búð, alla daga, og kemst allra þinna ferða,
því það er búið að ryðja alla vegi um leið og þú vaknar.
og núna ilmar húsið hjá mér af brauðangann á morgun verður
það rúgbrauðið, síðan set ég í frystiskápinn og á alltaf
til brauð.
Þetta var smá upprifjun.


Bara ennþá að gera sig breiða á Íslandi.

Danir gera það ekki endasleppt,
ennþá að gera sig breiða gagnvart landi voru. 
Þeir halda að þeir verði ríkir á því að halda að sér
höndum og vera ætíð í sömu afturhalds-stefnunni,
helst að hafa það bara notalegt og gera sem minnst.
Vilja enga útrás eða breytingar, en þeim tekst ekki að
útiloka okkur,
við erum ekki þeirra þegnar lengur,
það hlýtur að vera það sem þeir halda, að þeir ráði.

Minnir mig svolítið á suma hér heima sem vilja ráða of miklu.

Við förum samt áfram til Danaveldis því það er virkilega
skemmtilegt.
                         Góðar stundir.


mbl.is Nordea: Varað við Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta var sko kona sem var rekin.

Hefði þetta verið karlmaður sem lék í klámmynd,
hefði nokkuð verið gert í því???
Hún misnotaði einkennisbúning sinn, en hann
gerði það ekki, með því að vera klámfíkill, af hverju
var hann ekki rekinn fyrir að horfa á myndbandið.
Flott er að hún skuli fá nóga vinnu við þennan
iðnað, löggan getur þá gefið hvor öðrum
klám myndbönd í jólagjöf, og svo skiptast þeir bara á
myndum. Afburða ógeðslegt.
mbl.is Lögreglukona rekin fyrir að leika í klámmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver keypti veigarnar?

Það hlýtur að koma meira í kjölfarið,
þeir sem þáðu veigarnar, hvað með þá?
Bera þeir ekki ábyrgð á sjálfum sér, ekki var
víninu neitt ofan í þau.

Keypti formaður skólanefndar  veigarnar? 
Átti hann einn að bera ábyrgð á siðferði  ferðarinnar?

Fróðlegt verður að fylgjast með hvernig skólameistari
tekur frekar á þessu máli.

Þegar þetta gerðist á Ísafirði, var þeim vikið í viku
úr skólanum, sem drukku áfengi.

Ekki er ég hlynnt víndrykkju ungs fólks, þarna hafa trúlega verið
16 ára ungmenni með í för, og það segir sig sjálft að það er
ekki löglegt að þau drekki vín.

Það sem mig langar til að fá svar við,
hvort formaðurinn þurfi einn að axla ábyrgð???.
                            Góðar stundir.

 


mbl.is Sagði af sér formennsku að beiðni skólameistara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Guðmundur og sr. Einar voru einu sinni saman
á ferðalagi.
Sr. Einar segir þá: >> Ef fjandinn hitti okkur nú,
hvorn heldur þú að hann tæki fyrst?<<
>> Og sjálfsagt mig, hann er alltaf viss um þig,<<
svaraði Guðmundur.

Sr. Guðmundur var kvenhollur maður talinn.
Kristín kona hans var búkona mikil og kvenna nískust.
Einu sinni kemur frú Kristín að manni sínum í faðmlögum
við eina af vinnukonum sínum.
Hún verður ókvæða við, sem vonlegt var,
en prestur segir rólega:
>> Þetta eru nú launin hennar, góða mín.<<

                                       Góða nótt.Sleeping


Sérkennilegur dagur.

Vaknaði að vanda eldsnemma í morgunn,
þegar ég settist að tölvunni,
kom yfir mig leiði og sorg yfir því að til skuli
vera fólk sem vísvitandi niðurlægir og mokar yfir aðra,
menn farnir að etja saman á minni síðu.
Það verða nú bara allir að virða mér það til vorkunnar,
að þessu á ég ekki að venjast, og hugnast það eigi heldur.
Eftir ráðleggingar frá góðum bloggara lokaði ég fyrir
þennan ósóma, kunni nú samt ekki að eyða athugasemdum
svo ég hringdi í þessar elskur á mbl.is og þeir kenndu mér
þetta á svipstundu, eins að setja óæskilega menn á bannlista.
svo þetta er afgreitt mál að þessu sinni, samt ergilegt að
þurfa að standa í þessu.
Maður hefur nú lent í að skiptast á skoðunum, það er bara
skemmtilegt að etja saman á þeim nótunum.
En þetta var miður skemmtilegt.


Draumaheimur sósíalísmans, hvaða heimur er það?

                     Að gefnu tilefni.
Ég er alfarið hlynnt því að bloggað sé um öll
þau mál sem snerta þjóðfélagið og þar með okkur,
þegna þessa lands.
Td. eins og ofbeldismál og mörg önnur mál,
einnig dóma í slíkum málum.
Þakka ég því Morgunblaðinu fyrir að veita okkur
aðgang að því sem er að gerast, dags daglega
svo að við getum fjallað um það.
Einn sem kommentaði fannst það ósmekklegt að
mbl.is leyfði blogg á svona mál.

Ég bloggaði í gær um manninn sem var dæmdur fyrir
að hafa barnakláms-myndir í tölvunni sinni.
Fyrirsögnin var. Er talið að hann lagist með aldrinum?

Ekki lel ég mig vera sérfræðing í hvorki einu né neinu
þótt ég telji mig ansi góða í mörgu, þó ég segi sjálf frá.
Sérkennilegt, og hugnast mér eigi, er fólk kemur inn á
síðuna hjá manni, þekkir mann ekki neitt,
leggur orð, greind og skoðanir manni til handa.
Eins og; að maður sé sérfræðingur,
að maður líti þannig á málin að morðingjar geti ekki lagast
með aldrinum og að geðklofi geti ekki leitað sér hjálpar.
" Og svo kom nú rúsínan í pylsuendanum."

þið þessir réttvísu og sanngjörnu eruð fljót að dæma þá
sem ekki passa inn í þennan frjálsa draumaheim sósíalisma.
Ég spyr hvað er draumaheimur sósíalismann?
Og hvar eiga menn sem eru annaðhvort barnaperfertar
eða barnaníðingar að passa inn?

Afar hagkvæmt er fyrir þann sem kommentaði þetta á minni síðu,
lokaði sinni síðu, 18-02-2008.
En hann getur komið inn á annarra síður til að tala um eitthvað
sem hann veit ekkert um.
Guð hjálpi þessum manni.
                                         Góðar stundir.


Er fólk hvergi hult?

Já ég segi er fólk hvergi hult, það er nefnilega þannig
að bæði karlmenn ok konur lenda í þessu ógeði.
Svona glæpir eru búnir að viðgangast, æði lengi í
flestöllum löndum í kringum okkur.
Allmörg þessara mála komast aldrei upp,
vegna þess að þeir sem verða fyrir þessu, eru ekki
meðvituð um hvað gerist.
Það er eins gott að allir séu með augun opin og láti vita
ef þeir sjá eitthvað gruggugt við framgöngu manna.
Það stoppar þetta engin betur en fólkið sjálft.

Svo skil ég ekki, hvað hafa menn út úr þessu,
eru þeir kannski svona ljótir að engin vilji þá
eða hvað?


mbl.is Grunaðir um að hafa sett lyf í drykki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Bessi í skógum í Fnjóskadal var lengi
ferjumaður á Fnjóská.
Hann var hraustleikamaður og forn í skapi,
náttúrugreindur, bermáll og hispurslaus í orðum.
Einu sinni ferjaði hann teprulega kaupstaðarstúlku,
ásamt öðru fólki yfir ána.
Báturinn var gamall og lekur, og óð stúlkan í annan
fótinn í austurrúminu.
Hún reiddist og spyr Bessa, hvort hann skammist sín ekki fyrir
að ferja fólk í svona lekabyttu.
það seig einnig í Bessa;
hann tók upp þykkjuna fyrir bátinn og svaraði:
>>Og þú mundir nú líklega leka líka, ef búið væri að
annað eins á þér.<<


Þjóðkunnur áhugamaður, sem var að halda  þrumandi
ræðu á alþingi  um nauðsynina á því að reisa spítala,
endaði hana á þessa leið:
>>ég vona að allir geti verið sammála um það,
að það er eitt, sem ekki má spara.
og það eru mannslífin.<<
                                             Góða nótt.Sleeping


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband