Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Fyrir svefninn.
17.2.2008 | 20:13
Sr. Jóhann Þorkelsson talaði einu sinni sem oftar
milli hjóna hér í bænum að ósk konunnar.
Þegar hann kemur inn til þeirra, eru þau að hnakkrífast,
og segir húsbóndinn, að hann hafi ekkert hér að gera,
og vísar honum á út.
Sr. Jóhann hrökklast til dyra, en snýr aftur og segir:
,, Má ekki bjóða ykkur brjóstsykur?"
Hjónin litu hvert á annað, þáðu brjóstsykurinn
og hófu síðan sáttaumleitanir.
Vísa eftir Andrés prest Hjaltason, kveðin á kosningafundi
á Brjánslæk vorið 1850, þegar sýslumaður Brynjólfur Svenzon
hafði flutt ræðu nokkra til kjósenda og þótti
halla málum til vinsælda við Dani.
Valdsmannsræðan enduð út
embættis á þönum
Ísland reyrði rembihnút
rassinn við á Dönum.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Var ekki nógu saknæmt að aka af slysstað.
17.2.2008 | 17:29
Hef ekki á ævi minni heyrt aðra eins vitleysu,
var ekki nógu saknæmt að aka af slysstað?
held að það þurfi að breyta lögunum hér á Íslandi.
Hélt að það væri nægileg lífsreynsla fyrir fólk að missa barnið sitt
þó það þyrfti ekki líka að sjá á eftir þeim sem er grunaður
um verknaðinn, úr landi. Og jafnvel að það verði aldrei
hægt að dæma neinn fyrir þennan verknað.
Ég sendi fjölskyldu litla drengsins í keflavík
ljós og orkukveðjur guð veri með þeim.
![]() |
Farinn úr landi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Skemmtilegt lán í óláni.
17.2.2008 | 13:21
Skemmtileg skrif hjá Ingibjörgu Pálmadóttur.
Lán í óláni segir maður stundum, og þetta var það
svo sannarlega, því þú getur miklu betur aðlagað málin
eftir að hafa prófað þau.
Ekki hef ég vit á því hvort nauðsynlegt sé að byggja nýtt
sjúkrahús, eða hvort við eigum nægilegt rími,
til að koma upp þeirri aðstöðu sem þörf er á.
En eitt veit ég með vissu að aðstæður eins og þær eru í dag eru
óviðunandi bæði fyrir sjúklinga og starfsfólk.
Ég hef aldrei legið á bráðadeild á Lansanum,
lenti fyrst á sjúkrahúsi úti á landi, endaði í æðamyndatöku á
Lansanum síðan í brennsluaðgerð, endaði með að fá gangráð.
Komst að því þessa daga sem ég lá þarna á hjartadeild að,
Ekki er hægt að hugsa sér betra starfsfólk,
bæði læknar, starfsfólk hjartadeildar og skurðstofu eru
í fyrsta flokki, á skurðstofu upplifði ég undur veraldar,
samvinna fólks, framkoma við mig, ég taldi það vera forréttindi að
fá að upplifa þetta allt.
Að liggja uppi á deild, já þar kemur inn, það sem Haraldur Sturlaugsson
sagði um bráðadeildina, að hlusta á það rugl sem kom út úr sumu fólki
og það vissi sko betur en læknar og staff hvernig ætti að lækna það.
og síðast en ekki síst, vinnu-aðstaða fólksins,
hvernig er hægt að bjóða þeim þessum englum sem vinna þarna,
upp á þessi þrengsli.
Það verður að bæta úr þessu.
Gangi ykkur vel með að fá betri heilsu kæru hjón.
Góðar stundir.
![]() |
Kannar á eigin skinni hvernig kerfið virkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta er ekki í boði lengur!
17.2.2008 | 08:36
Hér ætla ég bara að tala um það sem ég veit með vissu
að er satt.
Heimaþjónusta eins og hún hefur verið innt af hendi
í afar mörg ár er gjörsamlega óþolandi gagnvart
öryrkjum og gamla fólkinu okkar,
sem ekki þorir að segja neitt, það lætur sér linda
það sem það fær þegar það fær þjónustu.
Þeir sem koma td. að þrífa hjá fólkinu okkar, hafa
það bara eins og þeir vilja, það er mokað af það mesta
og svo bara farið, bless.
Fólkið okkar sér ekki svo vel lengur,
og heldur að þetta sé allt hreint og fínt.
Nú ef maður vogar sér að ætla að gera eitthvað, þá fyrtast þau,
og segja, það er nýbúið að gera þetta.
Þeim finnst þau vera að íþyngja manni.
Það er alltaf verið að tala um að halda fólki heima,
eins lengi og hægt er, og er það vel.
Þau fá sendan mat ef þau þurfa eða vilja það.
Það eru líka send heim lyfin í pokum og eiga þau að taka
þau, en taka allir þessi lyf?
nei því þau eru að taka þetta smá saman og gleyma
þeim svo. það er engin til að hafa eftirlit með þessu.
Smá dæmisaga. Kona sem ég þekki vel, var á
sjúkrahúsi, er hún var send heim átti að koma
hjúkrunarkona tvisvar í viku, að líta eftir að allt væri í lagi.
Síðan dettur mér í hug að spyrja hana eitt sinn
hvernig hjúkkan væri, er hún ekki fín,
Jú alveg örugglega, sagði konan, en ég hef bara aldrei séð hana.
Nú var farið að grennslast eftir þessu,
Æ þá hafði þessi kona bara gleymst, en konan sagði aldrei neitt
hún bara beið og beið.
Ég veit að hlutirnir eru ekki bara svona beinir, það eru
hliðarvegir á öllu, en ég ætla nú bara að vona að hún
Jóhanna Sigurðardóttir vinni þessa vinnu fljótt,
með sóma veit ég að hún vinnur hana.
En það mætti byrja á því á meðan er verið að undirbúa
þetta batterí allt,
að segja þeim sem vinna að þessum störfum,
að vinna vinnuna sína, ekki bara káma hana.
Þessi skrif eru ekki persónugerð, þannig að þeir taka
taka þetta til sín sem eiga það.
Góðar stundir.
![]() |
Staða heimaþjónustunnar metin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fyrir svefninn.
16.2.2008 | 21:46
Guðmundur bóndi var að rífast við konu sína,
Sigríði, og var drukkinn.
,, Komdu með snærið, Sigríður, ég ætla að hengja mig",
segir Guðmundur.
Sigríður fer og færir honum snærið.
Þá segir Guðmundur: ,, Nei ég held ég hætti við það.
Ég sé, að þér er þægð í því".
Gestur á Hæli var á ferð norður Sprengisand með
Brynjólfi frá minna-Núpi og Björgu Bergþórsdóttur
á Skriðufelli.
Brynjólfur var lítill reiðmaður og reið jafnan aftastur.
Þeir Gestur fóru að yrkjast á .
Gestur byrjaði og kvað:
Ertu að gráta elskan mín,
aftan við hana Björgu?
Brynjólfur botnaði:
Hræðist ég, hvað heimskan þín
hefur orð á mörgu.
Brynjólfur
byrjaði á vísu:
Meyjarkoss er mesta hnoss,
munablossi fríður.
Gestur botnaði:
Krossatossi á eftir oss
einn á hrossi ríður.
Brynjólfur hafði fengið Danneborgarkross.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Að bera virðingu fyrir fólki, eins og það er.
16.2.2008 | 18:35
Hafið þið orðið vör við að það sé ekki borin virðing
fyrir fólki eins og það er ?
Við höfum öll þurft að læra það í lífinu að allir hafa frelsi
til að lifa lífinu eins og það vill svo framalega sem það
er siðsamt og snertir ekki aðra.
Allir mega hafa skoðun og eigi ber að setja út á það,
en þú hefur ekki rétt til að segja að annarra skoðanir séu
rangar, bara að því að þér finnst það, eða hvað?
Flest okkar eignast mann og börn,
við gefum börnunum okkar alla þá elsku sem við eigum
Leiðbeinum þeim og stjórnum í þeim.
Við gerum okkar besta hverju sinni.
En eftir að þau eru komin sjálf út í lífið höfum við
ekki leifi til að leiðbeina þeim nema þau biðji mann um það.
Og það sama gildir um þau gagnvart foreldrunum.
Við eigum okkar líf og þau eiga sitt.
En það er ekki þar með sagt að við elskum þau minna
Við elskum þau enn meira eftir því sem árin líða.
Ef við erum svo lánsöm að eignast barnabörn, þá eru
þau að sjálfsögðu ljósin í lífi manns.
Að mínu mati er fjölskylda manns lífið í manni, ef hún er
tekin frá manni að einhverju leiti, þá deyr smá blettur þarna .
Það þurfa allir að sleppa, og leifa fólki að vera eins og það vill,
ekki eins og við viljum að það sé.
Elskum og berum virðingu fyrir fólki eins og það er.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Vildi ekki vera nakin á prenti.
16.2.2008 | 13:23
Jæja nenni nú yfirleitt ekki að blogga um svona vitleysu,
en orðalagið sem kemur frá þessum söngfugl er með
eindæmum.
Hún er víst afar hrifin að vera þunguð , en neitar samt
öllum sögusögnum um þungunina,
hvernig er hægt að neita einhverju sem maður er
yfir sig hrifin af?
OMG. hún neitaði að vera nakin á prenti þó það væri
í hinu virta blaði Playboy, en var mjög upp með sér að
henni skildi vera boðið að koma fram.
Hún á eitt barn og annað á leiðinni,
er nú bara yfir mig hissa á því að hún skildi ekki þiggja
þetta góða boð, VÁ hvort ég hefði ekki, jerimías!
hefði sko verið draumastaða.
Mín skoðun.
![]() |
Neitaði Playboy |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Að vera heiðarlegur.
16.2.2008 | 10:17
Að vera heiðarlegur þegar ekkert er til að hrópa húrra fyrir.
þessa setningu setur Jenný Anna,
sem fyrirsögn á nýjasta blogginu sínu.
Ég vil bara segja það Jenný mín kæra að það er einmitt
eitthvað til að hrópa húrra fyrir,
það er heiðarleiki þinn gagnvart sjálfum þér,
og að leifa okkur að taka þátt í því sýnir okkur hugaða og
dugmikla konu.
Þér á eftir að ganga vel.
Guð veri með þér þín Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Forkastanlegt.
16.2.2008 | 09:39
Þarna hefði getað farið illa.
Menn verða að fara að vakna til vitundar með óveðrið á Íslandi,
þá ekur maður ekki eins og á hraðbraut.
Góðan bata gott fólk.
![]() |
Ekið í þrígang á bílinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hef eiginlega heyrt þetta áður.
16.2.2008 | 09:04
Já heyrt þetta áður, Ríkisstjórnin setti af stað vinnu í gær,
við að undirbúa með hvaða hætti stjórnvöld gætu greitt fyrir
niðurstöðum.
þetta er mér alveg óskiljanlegt, þeir vita vel að hverju stefnir
hvað heftir þá í því að byrja fyrr að leysa málin.
það sem heftir þá er að þeim er nákvæmlega alveg sama,
bara ef þeir þurfa ekki að lofa miklu,
en það væri nú í lagi fyrir þá að staðfesta eitthvað,
því reynslan sýnir okkur að ávallt hafa þeir haft ráð til að
fara í kringum það og ná því af okkur á einhvern hátt.
Tíminn er knappur og hreint ætla ég að vona að
þolinmæði fólks sé á þrotum, ætlar fólk ekki að vakna til lífsins með það
að það hefur val.
Geir hinn mæti maður, vill tímasetja svona hluti út kjörtímabilið,
að því gefnu að samningar haldist megnið af kjörtímabilið.
Fyrirgefið er það ekki háð því að allt annað haldist
sem snýr að launþegum.
Launahækkunin sem samið er um kemur ekki lálaunafólkinu upp í
mannsæmandi laun, langt frá því.
Hvenær verður það?
Góðar stundir.
![]() |
Ríkisstjórnin lofar að bregðast hratt við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)