Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
Fyrir svefninn.
15.2.2008 | 22:36
Verslun ein á Siglufirði átti allmiklar birgðir af osti
frá Mjólkurbúi Flóamanna, sem gengu treglega út,
og voru ostarnir gamlir.
Allt í einu barst það út, að verslunin hefði danska osta,
og seldust þá gömlu ostarnir þá á svipstundu.
Nú kærir K.E.A. yfir sölu þessara dönsku osta, og þingar
bæjarfógeti í málinu,
og komst þá hið sanna upp.
Seinna fékk verslunin skósvertu.
Þegar viðskiptamennirnir fara að spyrja búðarmanninn,
sem hét Páll, hvaðan skósvertan væri, svaraði hann:
,, Ætli það sé ekki vissara að segja, að hún sé frá
Mjólkurbúi Flóamanna".
Ást af skornum skammti.
Gekk ég hægt með hýrri mey
hljóða um nætursali,
Þó að læki af mér ei
ást í dropatali.
Hannes Guðmundsson.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Verður aldrei hægt að skapa frið?
15.2.2008 | 22:19
það er erfitt að fyrirgefa fólki,
að vera ekki eins og maður vill að það sé.
Það er akkúrat það sem við eigum svo erfitt með, en við
ráðum ekki yfir öðrum, en okkur ber að virða,
þjóðerni, trú, skoðun, litarhátt fólks.
Allar þjóðir búa við margmenningu í sínum löndum,
og því í ósköpunum getum við öll ekki lagst á eitt
og komið til móts við hvort annað.
Spurningin er hver hatast út í hvern,
ég held að fólk hatist út í sjálft sig
vegna ynnri fordóma sem það vill ekki viðurkenna
fyrir sjálfum sér.
![]() |
Eldar kveiktir í Kaupmannahöfn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Erum komin frá Akureyri.
15.2.2008 | 17:34
Fórum beint á dýraspítalann, alltaf jafn gott að koma til Elvu
og co. Nú það kom á daginn eins og ég var búin að segja,
Neró hafði létts, um 180 gr. kominn með í eyrun sín aftur og hita.
Það þurfti að svæfa litla snúðinn, hreinsa út eyrun,
síðan í leiðinni voru tennurnar hirtar, klærnar klipptar,
og fékk sprautur við sýkingunni og eyrnadropa til að setja
í eyrun í viku.
Síðan var farið yfir ofnæmislistann aftur ákveðið að hætta við
gulrætur, hann gæti haft ofnæmi fyrir þeim þó að skýrslan sýni
annað.
Keypt var ofnæmisfóður í leiðinni og kjúklinganammi.
Neró er ofnæmishundur og má ekki fá nema einstaka fóður.
Það er jafn sárt að hafa veikan hund og lítið barn,
manni þykir jafn vænt um bæði.
Þetta skilja þeir sem eru með hunda og börn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fara með Neró til læknis.
15.2.2008 | 07:36
Erum að fara inn á Akureyri, með Neró til
dýralæknis hann er örugglega búin að fá í eyrun aftur,
Æ litli snúðurinn okkar.
Fyrst fer ég í þjálfun síðan inn að laugum að sækja Dóru mína,
hún er í fríi í dag svo hún ætlar með okkur.
Síðan þarf hún að vera komin heim um þrjú leitið,
það er söngvakeppni lauga um helgina og hún fær tvær stelpur sem
verða hjá henni.
þetta verður nú meira fjörið.
En illa svikin er ég ef ekki þarf að búðast aðeins áður en
farið verður heim á leið.
Eigið góðan dag knús á línunaMilla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sorgaratburður.
15.2.2008 | 06:27
Skildi þurfa að fara að víggirða alla skóla bandaríkjanna
og hafa vopnaleit við innganginn.
Það hlýtur að stefna í það.
Guð veri með þessu fólki.
![]() |
Sex létust í árás á skóla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Hverjir eiga að sýna samstöðu?
15.2.2008 | 06:23
Já ég spyr hverjir eiga að sýna samstöðu?
Eigum við peðin að gera það?
Hvernig, með því að spara, eða hvað.
Manni verður nú bara illt að sjá allt þetta fína fólk
koma í ráðherrabústaðinn, til skrafs og ráðagerðar.
hvað kom svo út úr því, að sýna samstöðu,
að það væru efnahagserfiðleikar um allan heim,
já já við vitum það, en á það að bitna á okkur
að einhverju leiti?
Það liggur nefnilega í loftinu.
Allavegana eru launasamningarnir núll og nix.
Vonum að þeir sofi vel.
![]() |
Mikilvægt að sýna samstöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir svefninn.
14.2.2008 | 20:32
Afmælisgrein var rituð í tímarit um Pétur bónda í Reykjahlíð.
Þar var þess getið, að hann væri athafnamaður mikill og
þúsund þjala smiður.
Þuríður heitir kona hans og er skörungur mikill.
Um greinina var kveðin þessi vísa, og er
Egill Jónasson á Húsavík talinn höfundur hennar.
Það er að segja um þessa grein,
þar er ei missögn sem heitið getur.
En þjalirnar eru þúsund og ein,
því Þuríður gleymdist á bak við Pétur.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Á þetta ekki að vera fullþroska maður?
14.2.2008 | 15:20
handa stjúpsyni sínum.
Hvar er faðir drengsins, hann er kannski jafn slæmur,
vill ekkert með hann hafa, því að það getur ekki verið að móðirin
hafi orku til að sporna á móti þessu ástandi.
Kannski er hún beitt andlegu og líkamlegu ofbeldi
þannig að hún er ekki í stakk búin til að gefa neitt af sér.
Tek það fram að ég er ekki að saka neinn, les það hinsvegar
út úr málinu að það er miklu ábótavant í öllu sem snýr að drengnum
og hann er númer eitt, það eru börn alltaf númer eitt.
Guð veri með þessum dreng.
![]() |
Sló stjúpson sinn í andlitið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Tvíburaturnar.
14.2.2008 | 14:57
steypu, gler og stál turna saman?
Síðan má halda áfram að rífa, rífa, reisa svo og reisa
turn eftir turn þar til búið er birgja fyrir að sjón að Kópavoginum,
gasalega flott.
Ekki fannst manni svæðið vænkast er Smáralindin varð til,
ljótasta hús allra tíma, en rís svo ekki þessi líka turninn á milli
Smáralindar og Smáratorgs.
Sem er í engu samræmi við önnur hús á svæðinu.
Þá sáu þeir loksins hvað þetta var hrikalega ljótt,
og verða að rífa smáratorg til að bæta útlitið á svæðinu.
Ef þetta er ,ekki öll vitleysan eins þá veit ég ekki hvað.
Verði ykkur að góðu.
![]() |
Smáratorg rifið og háhýsi byggt í staðinn? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Vantar fólki peninga???
14.2.2008 | 12:54
Sko unga fólkið.
Þurftu þau allan þennan tíma til að átta sig á því,
að það væri nú sniðugt að fara í meinyrðamál.
Held að það sé bara allt að verða vitlaust.
best að hætta áður en þeim dettur í hug að fara í
einhverskonar mál við mig

![]() |
Meiðyrðamál gegn Kastljósi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)