Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Fyrir svefninn.

Prestur var að útskýra fyrir barni dæmisöguna
um hin góða hirðir og spyr:
,, hvað gerir hinn góði hirðir við hjörð sína?"
,, Hann rýir hana, meðan hún lifir", svaraði barnið,
,, drepur hana svo og étur".

Stúlka var spurð að því, hvort hún hefði verið gift.
,, Ónei", sagði hún.
Eiginlega hef ég aldrei gifzt,
en ég hef verið tvö sumur á Siglufirði".

Maður kvað um barnsmóður sína og barn:

                         Undan rennur öldruð taus
                         illan meður kurinn.
                         Eftir skoppar laggalaus
                         litli hlandkoppurinn.

Guðrún Pálsdóttir (skálda) kvað:

                         Ýmsum blöskrar ólætin,
                         þá elta kýrnar bola,
                         en Stakkagerðis stóðmerin
                         stertrakaðan fola.
                           


Alveg undrandi yfir framgöngu mála.

Hvað á það að þýða að láta það bitna á saklausum
og þurfandi börnum að læknar séu í rifrildi við TM.
Af hverju þurfa þeir ætíð að standa í ströggli við TM:
Af hverju er ekki hægt að semja áður en til þessa
ástands kemur.
Það er ekki forsvaranlegt að fólk skuli vera hreinlega
að missa allt sitt, vegna þess að það vill gera allt sem
það getur fyrir barnið sitt.
Því miður veit ég dæmi um svona mál, og mátti þakka fyrir að
öll fjölskyldan splundraðist ekki.

Svo er annað. búið er að ákveða að það komi húsaskjól fyrir
20. manns á vegum ríkisins, næstu þrjú árin, já þið lásuð rétt,
næstu þrjú árin. undur og stórmerki gerast,
og heimilislausir hrópa húrra fyrir þessari himnasendingu, 
og sofa ánægðir úti undir berum himni, að vanda,
en nú með stjörnur í augunum, yfir ljósinu sem var verið að færa þeim.

Ég hefði haldið að það þyrfti úrlausnar strax, og það helst í gær,
en ég er nú svo græn að halda jafnvel að margir af þeim heimilislausu
falli frá áður en eitthvað gerist í þeirra málum.
Bót í máli er að þeir falla frá okkur með ljósið í augunum.
Hjarta mitt grætur yfir þeim sem sitja í Glerhúsinu.
Þeim er vorkunn að sjá ekki út úr því.

Mikilvægur fundur, eða hvað?

Ég er ekki alveg að skilja mikilvægi þessa fundar á
milli þeirra Ingibjargar og Condoleezzu.
Þær lögðu áherslu á samstarf kvennautanríkisráðherra,
Ja hérna er ekki bara nauðsynlegt að það sé gott samstarf,
á milli allra utanríkisráðherra þeirra landa sem vinna saman .
hvort sem það eru konur eða karlar.
Síðan talaði Condoleezza um það góða samstarf sem verið hefði  
á milli þjóðanna, þar átti hún að sjálfsögðu við varnarmálin.
Trúlega hefur Ingibjörgu ekki liðið vel með þau orð, og þó,
hún er  komin í stólinn.
Að mínu mati eru svona fundir sýndarmennska á háu stigi,
en sýna okkur að sjálfsögðu hæfni sína á diplómatískum
umræðum, en ekkert kemur annað markvert út úr þeim,
Þó sagt sé að þeir séu afar gagnlegir.


mbl.is Utanríkisráðherra fundar með Condoleezzu Rice
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Ólafur kaupmaður kemur inn í skrifstofu til
kunningja síns. ,, Mikið fjandi varstu fullur í gær",
segir kunningi Ólafs. ,, Lýður þér ekki illa?"
,, nei, mér líður ágætlega", svaraði Ólafur,
,, En konan mín er dálítið hás".

Þingmannavísa.

                Þingmennirnir þutu á brott,
                þegar tómt var staupið,
                lögðu niður loðið skott
                og læddust burt með kaupið.

                                      Magnús Teitsson.

Um ástina.

                Sæt er ástin, satt er það,
                sérstaklega fyrst í stað.
                Svo er þetta sitt á hvað
                og súrt, þegar allt er fullkomnað.

                                     Páll Vatnsdal.


Gaman að glugga í aldirnar okkar.

Í internetleysinu í gær settist ég við bókaskápinn
og greyp öldina okkar, og lenti á 1931 = 1950.
fletti smá, rak þá augun í grein um furðulegan fréttaflutning
í Dönsku blaði. þetta varð ég nú að lesa.

,,Ekstrabladet" flytur gróusögur um fjárhag Íslands.

16/7. Esktrabladet í kaupmannahöfn hefur að undanförnu
haldið uppi hinum fáránlegasta fréttaflutningi frá Íslandi,
sem að vonum hefur vakið hér mikla athygli og all verulega
gremju.
Fyrir nokkru skýrði það frá því  með stórum fyrirsögnum að
Íslenskt fjármála og atvinnulíf væri svo sjúkt og rotið,
að ríkið rambaði á gjaldþrotsbarmi. Væru lánveitendur þess,
einkum Englendingar, alveg að missa þolinmæðina.
Fullyrti blaðið að íslenska ríkið væri að reyna að taka
miljónalán í Danmörku og Svíþjóð, og stæði konungsheimsóknin
og  íslandsheimsókn Th. Straunings forsætisráðherra Dana í
sambandi við þetta mál.

Blað þetta sem hefur stóran lesenda hóp,
þykir heldur óvandað í fréttaflutningi, og hefur það alloft komið fyrir,
að það hafi sagt furðusögur frá Íslandi, sem lítill eða engin fótur hefur verið fyrir.

Önnur dönsk blöð, einkum ,,Berlingske Tidende",
hafi mótmælt skörulega þessum fréttaburði.
Hefur það meðal annars haft viðtal við HARALD Guðmundsson
utanríkismálaráðherra, sem segir í viðtali þessu,
að hann vænti þess, að dönsk blöð ljái sig ekki til að dreifa
ósönnum og skaðlegum fregnum um íslensk mál.

Þetta fannst mér afar skondið að lesa, því nú er árið 2008,
og enn þá eru þeir að blessaðir Danirnir.
það skyldi þó aldrei vera að þeir hefðu minnimáttar-kennd
gagnvart íslendingum, ég held það bara.
                 Góðar stundir.


Forkastanlegtanlegur slóðaháttur.

Það er alveg rétt, en það er búið að tala svo oft um hann
að þeir hljóta að gera eitthvað í málinu.

Hitt er svo annað sem mér finnst oft gleymast,
það eru þeir sem slasast, og þeir sem verða valdir af
slysinu.
Við fáum að heyra að fólk hafi slasast svo og svo mikið,
en engin er í lífshættu,
það segir okkur ekki alla söguna, sumir örkumlast fyrir lífstíð
og sjaldan eða aldrei fáum við að heyra um það, og erum
heldur ekkert að huga að því meir. ,, Staðreynd."

Ég bið fyrir þessu unga fólki og vona að það komi sæmilega
heilt heilsu út úr þessu slysi.
Einnig bið ég fyrir þeim sem urðu fyrir því að þetta slys varð
sem að sjálfsögðu var ekki ætlunin.
Guð veri með ykkur öllum og ykkar fólki.


mbl.is Þrennt er enn á gjörgæslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Snyrtimenska.

Það er til fólk sem lýður afskaplega illa,
ef það er ekki hreint og vel til fara.
Svo eru aðrir menn sem hafa ,,vatnsskrekk" og
finna ekki til neinnar ánægju við að þvo sér og verða hreinir.
. . . og enn aðrir kunna best við sig, þegar þeir eru verulega
subbulegir --- það eru þeir sem eru fæddir sóðar. . . þeim
stendur á sama, hvort neglurnar eru svartar að óhreinindum,
tennur óburstaðar eða klæðnaður þeirra með blettum.

Ég er ekki að tala um menn sem eru að vinnu, sem óhreinkar þá:
Þeir geta svo sannarlega ekki að því gert, að þeir eru óhreinir á meðan
á vinnunni stendur: og ég þekki marga menn, sem vinna erfiðisvinnu,
en þeirra fyrsta verk, þegar heim kemur,
er að snyrta sig sem best þeir geta.

Bandaríkin eiga sér málshátt, sem hljómar þannig:
,, hreinlæti gengur næst guðdóminum" . . . þeir meina,
ef maður er hreinn á líkamanum, þá er maður hreinn
á sálinni . . .
það geta verið skiptar skoðanir á þessum málshætti,
hvort hann er einhvers verður, en ansi er ég hrædd um,
að honum sé stundum ekki mikill gaumur gefinn,
hér á Íslandi, þótt mikil framför hafi orðið í þessum á
síðustu árin, og er é alls ekki að halda því fram,
að hér séu ekki margir, sem eru ekki prýðilega
snyrtilegir á allan hátt, en margt fólk er bókstaflega
óþrifið að útliti til.

Þessu fólki langar mig til að gefa eitt ráð, eða öllu heldur
" sá" einni hugmynd í huga þess, hvað ef þið munduð lenda í slysi?
Læknar og hjúkrunar-fólk mundi þurfa að sinna ykkur,
það væri ekki gott til afspurnar fyrir þá sem eiga í hlut.
Smá hugleiðing inn í daginn.
þeir taka það til sín sem eiga það.
                                                       
Ritað upp úr bókinni  Kurteisi, tekin saman af Rannveigu Schmidt.


Fyrir svefninn.

Farþegi á skipi bað mann að lána sér gleraugu.
Hann gerir það.
,, Geturðu svo gert svo vel og lánað mér bókina,
sem þú ert að lesa í,
því þú getur ekkert lesið gleraugnalaust."


Roskin stúlka, sem hélt mjög upp á ketti,
var spurð um orsökina að ást hennar á köttum.
,, Þegar ég sá, að ég gat engan mann náð í", sagði hún,
,, valdi ég mér það kvikindi, sem næst honum gengur
í ótryggð, svikum og fláræði".

Ólafur Briem kom einu sinni inn í búð á Akureyri.
Bar þá svo við að kaupmaður og undirmaður hans voru
að tala um bændafólk, og kölluðu þeir þá dóna.
Þá mælti Ólafur fram stöku þessa:

                   Það má kalla drottins dóna
                   daufan Íslands bændafans,
                   en ykkur satans æðstu þjóna,
                   óskabörn og vini hans.

                                       Góða nótt. Sleeping

                          


Er búin að vera á toppi.

Sko þegar maður vaknar að morgni dags, borðar sinn
morgunmat, og ætlar svo að hafa sína venjulegu
friðarstund við tölvuna.Halo
Urrrrrrrrr þá gerist ekki neitt, ekkert internet, ekkert.
Ég varð að bíða til kl.8 til að fá þjónustu,Angry

að sjálfsögðu er ekki ætlast til að fólk fari að blogga kl.6
að morgni, það eru bara sumir sem fá að blogga á nóttunni.
Jæja ég hringdi um leið og ég gat og fékk frábæra þjónustu að
vanda hjá Wodafone, yndislegt fólk þar við störf.InLove
allt virtist vera í orden, nema ég gat ekki tengst internetinu.
Tæknimennirnir ætluðu að kanna hvað gæti verið að.
Um 3 leitið hringdi þessi óþolinmóða, fékk að sjálfsögðu einn
af þessum sætu strákum í síman, auðvitað eru þeir allir sætir.

það sem kom í ljós eftir svolitla vinnu á milli okkar,
með tölvuna að vopni, var að ég væri með brotin eldvegg.
hann lóðsaði mig í gegnum það að loka honum svo að það
væri hægt að komast inn á netið.
þetta er bara heilmikið mál fyrir þá sem eru svona asnar
eins og ég í innvolsi tölvunar.
Eins gott að maður skilur ensku.

Hefði getað kysst hann þessa elsku í gegnum síman
alla leið til Reykjavíkur er ég sá forsíðu mbl.is birtast á skjánum.

Auðvitað verð ég að fá mér nýjan eldvegg, vitið þið hvað eldveggur er?
Ég vissi það ekki, og spurði eins og fáfi, það er vírusvörn.
Þá vitið þið það þau ykkar sem ekki vissu neitt frekar en ég.

Nú vitið þið hvar ég hef verið, slítandi niður parketið svo það er núna
tilbúið fyrir lökkun.W00t
                                        Knús kveðjur
                                           Milla.Heart


Fyrir svefninn.

Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður hélt eitt sinn
miðdegisverðarboð fyrir Íslendinga á heimili sínu
í New York.
Eftir borðhaldið settust karlmennirnir inn á skrifstofu
vilhjálms, og fer hann að lýsa fyrir þeim
lifnaðarháttum sela í norðurhöfum.
,, Fyrst koma urturnar á vorin, og svo koma
brimlarnir á eftir þeim upp á ísinn og öskra á urturnar.
--Ég held annars, að ég geti líkt eftir þessu hljóði,"
segir Vilhjálmur og rekur upp ámátlegt öskur.
Þá opnast skrifstofudyrnar og inn gægist eiginkona
Vilhjálms og spyr:
,, Varstu að kalla á mig, Villi?"

Fjöllyndi.

                   Mörg er vist og víða gist,
                   varir þyrstar, dans og læti.
                   Ein er kisst og óðar misst,
                   önnur flyst í hennar sæti.
                                   Þormóður Ísfeld Pálsson.

Eitthvað má að öllu finna.

                  málgar konur, brekótt börn
                  bændur gera feiga.
                  Þó er nóttin þrautagjörn
                  hjá þeim, sem hvorugt eiga.

                                             Guðm. Friðjónsson.

                                                         Góða nóttSleeping


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.