Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
Hvað þarf að gerast? Til að eitthvað gerist.
9.4.2008 | 11:36
Ég er orðlaus, en ætla nú samt að opna munninn.
er ekki komið nóg? hvað þurfa margir að deyja eða limlestast
til að tekið verði á vegamálum hér á landi yfirhöfuð.
Einhver sagði í morgun að líklegast væri slysagildra við
Voga afleggjara. HALLÓ!!! hvenær var það vafamál,
eins og um marga aðra vegakafla má segja.
Ekki er ég að segja að öll slys séu vegum að kenna, mörg eru
líka ökufærni ökumanna að kenna, það telst ekki vera góð ökufærni
ef menn aka ekki eftir aðstæðum.
Hitt er svo annað mál að Reykjanesbrautin er stórhættuleg og
hef ég það eftir suðurnesjabúum að þeir veigri sér við að fara brautina
nema gott veður sé, og er það orðið slæmt, er fólk þorir ekki brautina
vegna slysagildrulagna sem vegagerðin ber ábyrgð á.
það verður að gerast eitthvað í þessum málum og það strax.
Ég bið góðan guð að vera með fólkinu og að það nái sér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fjármálaráðherra, hann telur!.
9.4.2008 | 06:34
Hann telur það ekki skynsamlegt af atvinnubílstjórum
að halda mótmælum sínum áfram,
Hægan Hr. Árni, er eitthvað skynsamlegt sem þið gerið?
Menn eru bara að leita réttar síns, en þá er best fyrir þá
að haga sér vel, annars hvað?
Nú þeir fá bara á sig sektir eða hvað.?
Hr Árni talar um að það verði ekki að vænta neinna breytinga í
þeirra hag fyrr en jafnvel á næsta haustþingi.
Eitt er á tæru að þeir þurfa ekki svona langan tíma til að
breyta einhverju sem er þeim í hag.
Haldið áfram strákar þið eruð bara flottir og á réttri braut.
Búist við að bílstjórar fjölmenni á Hlemm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fyrir svefninn.
8.4.2008 | 20:43
í dag, en lofa bót og betrun.
Í kvöld ætla ég að færa ykkur ljóð eftir góðan mann.
þetta er ástar ljóð og getur bara átt við um bæði kynin.
Hljóðum skrefum ýlfur úlfsins vaknar
í eldingu mannsins er missti og saknar
draumsins er í björtum logum brann
í biblíusögu um konu og mann
Í spegli andans býr draumadísin mín
er döggvotum augum sýndi mér gullin sín,
og um litla stund var ást okkar eitt
ekkert í þessum heimi brann jafn heitt.
Hennar ásýnd fegurðar faldi leyndarmál
er féllu sem ljósir lokkar inn í mína sál,
og laufi prýddur líkaminn hvíslaði hljótt:
,, Hjarta mitt er þitt í nótt."
En vitrun næturinnar deyr í dögun
líkt og draumur er skiptir um lit og lögun,
og hverfur sem einmanna varúlfur inn í næstu nótt
til að nærast, elska og ýlfra í ótt.
Arnoddur Magnús Valdimarsson.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Vitið þið hvað gleði er.?
8.4.2008 | 16:46
Þegar ég var að tala um vinskap og gleði hér um daginn.
þá varð gleðin alveg útundan.
Gleðin byrjar um leið og við fæðumst, og ef við eigum góða
æsku þá heldur gleðin áfram, að sjálfsögðu með smá hnökrum af og til.
Unglingsárin færast yfir með allri sinni gleði, sorg, ósætti við foreldrana,
manni finnst þau svo leiðinleg, gamaldags og þau eru nú bara ekki inn.
Það kannast allir við það. þó maður elski þau álveg í botn.
Nú svo rennur upp stóra stundin, maður er búin að finna þann rétta,
Guð hvað maður varð glaður, í tilhugalífinu er yfirleitt allt svo gott og
æðislegt, og þó það væri eitthvað að og maður væri ekki mjög
glaður á stundum veifaði maður því í burtu, og tók gleði sína aftur
enda þurftu þeir ekki annað en að kiða sér svolítið upp við mann,
Umm elskan er ekki allt í lagi, Ég elska þig, þú veist það.
Bráðnaði maður og var bara góða stelpan, því ekki mátti
andmæla þeim.
Börnin komu hvert af öðru og ætíð var maður jafn glaður, og
manni fannst að allir ættu að vera glaðir í kringum mann.
Nei það var bara ekki þannig, og ætíð hafði hann það af að slá á gleðina.
þegar búið var að beita mann andlegu og líkamlegu ofbeldi í langan
tíma, gat maður nú lítið sagt nema að fá á kjaftinn,
og þó maður segði ekki neitt,
og vissi ekki af honum þá lá maður bara allt í einu í gólfinu,
og það var búið að lemja mann.
Lífið gekk sinn vanagang, börnin skýrð og fermd.
eignuðust sjálf maka og börn og flugu úr hreiðrinu.
Loksins er maður gerði sér grein fyrir því að maður gæti ekki kennt
manninum að lifa í gleðinni og kærleikanum,
og löngu hættur að elska eða bera nokkra virðingu fyrir honum,
þá liðu samt mörg ár þar til maður þorði að klippa á sambandið.
Því manni var ætíð hótað, en geðveikin var orðin slík að manni
var ekki vært.
Í öllu þessu hélt maður gleði sinni, hvernig gat maður það?
Jú kærleikurinn til barna,ættingja og vina var svo sterkur að
maður hélt gleðinni þó það væri harla erfitt á stundum.
En maður var hvort sem er búin að halda dampi í 27 ár.
Í dag er maður óendanlega glaður, búin að vinna vel í sínum málum.
og maður á bestu fjölskyldu í heimi.
Ég er guði þakklát fyrir líf mitt. Lifum í gleðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Ég mundi nú byrja á því að flytja.
8.4.2008 | 09:41
Það væri reynandi fyrir manninn að flytja, þá mundi hann
komast að því hvort þetta væri árás á hann sjálfan eða
Lóðina sem hann býr á, kannski vilja þeir byggja sér hús
á henni, það yrði nú spennandi að sjá hvernig það liti út.
Aumingja maðurinn heldur að hann sé skotmark geimvera,
en ef svo væri, þá væru þær löngu búnar að klára þetta dæmi,
vegna þess að þær eru örugglega miklu greindari en við.
Með fullri virðingu fyrir okkar greind að sjálfsögðu.
En hvað vitum við eiginlega um himingeyminn.?
Akkúrat ekki neitt.
Góðar stundir.
Fimm loftsteinar eru ekki tilviljun" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fyrir svefninn.
7.4.2008 | 21:59
Guðmundur á Miðengi í Grímsnesi var dugnaðar-bóndi
og efnamaður. Hann var manna rólyndastur.
Kvennhollur var Guðmundur talinn.
Einu sinni kom kona hans að honum í óþægilegu
ástandi með vinnukonu á heimilinu og varð þá hvassyrt við
bónda, eins og von var.
Þá varð Guðmundi að orði:
,, Ekki má nú mikið á Miðengi."
Fyrirheit.
Leiðist mér og líkar ei
að lifa meðal varga.
Aftur geng ég, er ég dey,
og ætla að drepa marga.
Andrés Björnsson.
Góð nýjung.
þegar mér er lífið leitt,
lifi á hæpnum vonum,
Þá veit guð ég þrái heitt
þjóðnýting á konum.
Lúðvíg Kemp.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Maður fær nú bara æluna upp í háls.
7.4.2008 | 13:27
það er ekki eins og hún sé eitthvert unglamb.
Og pabbinn hann hlýtur að vera stórskrýtin annars hefði hann
haldið aftur af sínum losta.
Það er hreint ekki í lagi með þetta fólk, og hvað segja þau síðar við
sitt barn, það mundi hljóma svona: ,, Sko hann pabbi þinn er líka
afi þinn," það var nefnilega þannig að við réðum ekki við
lostafullar langanir okkar í hvort annað, og þess vegna varst þú til.
Og svo biður þetta fólk um skilning.
Mér finnst þetta hreint og beint ógeðslegt í alla staði.
Guð hjálpi stelpunum.
Feðgin sem eiga barn saman biðja um skilning | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Mikið að gera, / en látum það vera.
7.4.2008 | 07:00
Hann er jú forsætisráðherra Íslands
Svo það er nú ekkert skrýtið að það sé nóg að gera hjá honum.
Og tímalausir eru þeir með afbrygðum þessir menn, hér áður og fyrr,
þótti það nú bara sport að vera sem lengst í ferðum, taka sér smá frí
í leiðinni, en það er nú liðin tíð, enda upprunnin einkaflugvélatíminn.
Hefði nú alveg skilið að það þyrfti að taka einkavél innanlands í
Svíþjóð, innanlandsflug þar er afar hægfara, eða þannig.
en það hefði verið hægt að fara með áætlunarvél héðan.
Merkilegt með okkur Íslendinga, þegar árar verst hjá okkur,
þá þurfum við að láta mest á okkur bera.
Við höldum víst að það gangi í augun á ráðamönnum annarra þjóða,
en það er mesti misskilningur.
Það er allavega gott að enginn annar ráðherra er að fara með
honum, þá mun allavega heyrast í honum.
Góða ferð.
Forsætisráherra á ferð og flugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fyrir svefninn.
6.4.2008 | 21:10
Blaðamaður nokkur var giftur skapstórri konu.
Þegar hann fékk sér í staupinu, sem oft bar við,
lentu þau hjón stundum í handalögmáli, og kom
blaðamaðurinn oft hruflaður undan konunni.
Starfsbræður hans vissu þetta.
Einu sinni kemur hann rispaður á annari kinninni
niður á skrifstofu.
,, Hvað er að sjá þig, maður!" segja félagar hans.
,, Því ertu rispaður á kinninni?"
,, Ég skar mig á rakvél,"svaraði blaðamaðurinn.
Í þessu er hringt í símann, en það var þá kona hans
og vill fá að tala við mann sinn. sá sem svaraði símanum
réttir blaðamanninum heyrnatólið og segir:
,, Gerðu svo vel! Rakvélablaðið er í símanum."
Dönsk Bulla réðst eitt sinn á Árna Pálsson.
þá kvað hann:
Ein mig bullan áherjar,
erkileiður fjandi.
Bölvaðir séu Baunverjar
bæði á sjó og landi.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Vinskapur og gleði.
6.4.2008 | 14:26
gjafir, að hafa fengið að eiga vinskap og gleði í sínu lífi.
Þegar maður er barn á maður fullt af vinum og er alltaf glaður
það er að segja ef allt er í lagi í kringum okkur.
Þegar maður byrjar í skólanum eignast maður fullt af því sem við köllum vini,
en svo minkar þessi hópur með tímanum og við förum að skilja það,
hvað það er að eiga vin í raun og veru.
þegar ég var unglingur eignaðist ég vinkonu sem mér þótti mikið til koma,
Við vorum vinkonur þar til við vorum báðar búnar að eignast börn og
farnar að búa. svo er það nú einhvernvegin þannig að maður fer út og suður
og það verður minna um að fólk hittist, sem er að sjálfsögðu afleitt.
En alltaf ber ég hlýjar tilfinningar til þessara gömlu vina minna.
Ég var svo lánsöm að eignast góða vinkonu, í Sandgerði þar sem ég bjó
í 27 ár og var alltaf gaman hjá okkur við komum við hjá hvor annarri á
hverjum degi. Hún Magga mín var yndisleg kona og finn ég ennþá fyrir
miklum tengslum við hana, en hún dó fyrir mörgum árum síðan.
Það tók ekki marga mánuði fyrir skrýtna sjúkdóminn að taka hana frá okkur,
við vorum eiginlega upp á hvern einasta dag hjá henni þar til yfir lauk.
Ef það er hægt að tala um yndislegan tíma undir svona kringumstæðum,
þá var það þessi tími, því það voru allar vinkonurnar og systur við sátum og
prjónuðum, saumuðum, sögðum sögur og brandara.
Systur hennar sáu yfirleitt um að gera henni til góða fyrir svefninn.
Um ári seinna fór Begga systir hennar úr sama skrýtna sjúkdómnum
sem þið eruð nú örugglega búin að sjá út hver er: ,, krabbamein".
Rúna góð vinkona okkar og sú sem annar tvíburinn minn er skýrð í höfuðið á
fór líka um svipað leiti. Það var mikill missir af þessum konum.
Svona djúpa og góða vinkonu hef ég ekki eignast síðan.
Auðvitað hef ég eignast vinkonur og ætla ég ekki að vanmeta þær.
En svo gerðust undur og stórmerki,
ég fór að blogga og var smátíma að komast inn í það, en það gerðist
það sem ég taldi ekki mögulegt að maður myndaði tilfinninga-tengsl
við marga af sínum bloggvinum, og það afar sterk tengsl.
Ætla ég ekki að útskýra það nánar.
Þeir sem skynja þetta vita hvað ég meina.
Takk fyrir mig og góðar kveðjur.
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)