Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Fyrir svefninn.

Guðbrandur Jónsson var suður á flugvelli með dóttur sína,
og skildi hún stíga upp í flugvél.
Dimmt var í lofti og drungalegt, og hikaði stúlkan við að
fara upp í flugvélina.
Flugmaðurinn, sem þarna var viðstaddur, hughreysti hana,
en það dugði ekki heldur. Þá varð Guðbrandi á orði:
,, gengur yður alltaf svona illa að fá kvenfólk upp í loft?"

Jósep á Hjallalandi í Vatnsdal var vel fjáður,
stórbrotinn í lund og tryggðartröll.
Hann var drykkjumaður allmikill og svaðamenni við vín.
Hann trúlofaðist ungur konu sem Guðrún hét,
og höfðu þau boðið til brúðkaupsveislunnar, en urðu
ósátt, og ekkert varð úr giftingunni,
en þó bjuggu þau saman alla ævi og eignuðust eina dóttur.
Samkomulag þeirra var hið stirðasta.
Jósep dó á undan Guðrúnu.
Þegar Jósep var lagstur banaleguna og var allmikið veikur,
kom Guðrún að rúminu til hans og ætlar að fara að láta vel
að  honum. Jósep snýr sér þá til veggjar og segir:
,, Of seint Gunna".

Sesselja á Stuðlum við Reyðarfjörð kvað um sjálfan sig
á gamalsaldri:

                      Flest er það sem forgengur
                      og fer úr stellingunni.
                      Kjaftur allur ónýtur
                      er á kerlingunni.


Hef ekki heyrt það betra í mörg ár.

Það er alveg frábært er maður les eitthvað svona gott.
Hunang er allra meina bót, og finnst mér það með ólíkindum
að ekki hafi verið meira notað af því í lækningaskini en gert er.
Inga Guðmundsdóttir Sörle hjúkrunarfræðingur í Norge,
græddi legusár manns á 8 vikum, sárið var 7 cm. djúpt og 10 cm.
í þvermál.

Inga skrifaði lokaritgerðina sína í hjúkrunarfræði um lækningamátt hunangsins og segir hún skólanum hafa fundist niðurstöðurnar afar spennandi. Þegar hún hóf skrifin var hún sannfærð um að heimildaleitin yrði erfið en í ljós kom að töluvert hefur verið skrifað um hunang í Ástralíu og á Nýja-Sjálandi. Þar var nýlega byrjað að nota hunang á elliheimilum til að græða legusár og þrýstingssár á fótum.

                  --------------------------------------
Í bókinni Læknisdómar alþýðunnar, eftir D.C, Jarvis M.D.
Er margt og mikið af fróðleik um hunang, eins og svo margt annað,
og skrifaði hann þessa bók til þess að dóttir hans og afkomendur
hennar vissu um það sem hann hefði tekið saman um
náttúrulækningar.

Alþýðulækningar eiga sér langa sögu eins og allir vita og var
náttúran fyrsta apótekið.
Hunang læknar allt að 60% af öllum bakteríum, enda megum
við dást að hugviti býflugunnar er hún sveimar um
garðinn hjá okkur í leit að efnivið í hina fullkomnu fæðu.
Býflugan breytir aldrei til. Óskeikul eðlisávísun segir henni
í hvaða blómum hinn hreina safa er að finna.


Ég gæti verið í allan dag að segja ykkur frá ágæti býflugunnar,
en læt staðar numið hér.
Þið getið spurt ef þið viljið svo er líka hægt að googla á það
þá fáið þið allar upplýsingar sem þið viljið.
Takk fyrir Inga Guðmundsdóttir.

Ég vildi óska að þjóðfélagið mundi opnast fyrir því að nota
meira náttúrulækningar.
                           Eigið góðan dag.


mbl.is Síðasta hálmstráið var hunangið sæta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Norðlenskur bóndi átti sunnlenskan tengdason.
Nágranni bóndans spurði hann, hvernig honum líkaði 
við tengdasoninn.,, Og svona!" svaraði bóndi.
,, Ég hef ekki nema einu sinni séð lífsmark með honum."
,, Og hvenær var það?" spurði hinn.
,, Hann geispaði," svaraði bóndi.
              ----------------------------------
Nemandi í gagnfræðaskóla hér í bænum var spurður að því,
hvað ungi lundans væri kallaður.
,, Lundabaggi," svaraði hann.

              ----------------------------------

Benedikt Bogason stúdent á Staðarfelli fór á vorum með
skip til Bjarneyja til fiskiróðra.
Hann var sagður kvennamaður í meira lagi,
og átti hann vingott við konu nokkra þar í eyjum.
Þar um var kveðið:

                 Margt hefur skeð í Benedikts búð
                 bæði um daga og nætur.
                 Undir voð af siglu súð
                 sáust rauðir fætur.

Vísa eftir Daða Níelsson um Reynistaðarhjón,
Stefán og Ragnheiði.

                Reynistaðar - reisug - hjón
                rýr að flestum dáðum;
                hún er svarri, hann er flón,
                hossi fjandinn báðum.

                                    Góða nótt.Sleeping


Þora ekki karlmenn, eða hvað?

Var að rita um Obama og kynverur í morgunn.
Talaði um að gaman væri að fá karlmennina inn
með sína skoðun á málunum.
Eldri karla með yngri konur, yngri karla með eldri konur,
og hvernig þeim líður með það?
Hvernig túlka þeir að kynverur eigi að vera?
það er ef við eigum að tala um kynverur yfirleitt.
Koma svo strákar opnið ykkur, segið frá.


Kynveran Obama.

Auðvitað hópast konur um Obama, að mati fólks er hann
ekki orðin of gamall til að vera kynvera, enda líka flottur
líkami á þessum manni, góður að horfa á
.

Madonna sagði í viðtali sem ég bloggaði svo um í gær,
að eftir vissan aldur ætti fólk víst að hætta að vera
ævintýragjarnt og kynverur.
Að sjálfsögðu er þar hin mests fyrra.

Obama er kynvera að mínu mati, en hvað ætli hann sé gamall?
ekki að mér finnist það skipta máli. 
En er þessu öðruvísi farið með karlmennina?
Hvernig hugsa þeir um þessi mál?

Gaman væri nú ef þeir á málefnalegan og einlægan hátt
mundu koma fram með sína skoðun á kynverum,
og af hverju erum við öll kölluð kynverur?
Og koma svo stelpur líka,
allir í umræðuna.


mbl.is Obama fær stuðning kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Sæmundur kaupmaður  var oft mjög viðutan.
Einu sinni lá hann veikur, og kallaði þá konan hans til hans,
að læknirinn væri að koma.
,, Hamingjan hjálpi mér!" sagði Sæmundur þá.
,, Ég er í rúminu. Ég get ekki tekið á móti honum.
Segðu honum að ég sé veikur."

Kona nokkur kom í heimsókn til nágrannakonu sinnar,
sem var hin mesta subba.
Hún tók gestinum hið besta, bar inn bolla kaffi og kökur
og ætlaði að fara að hella í bollana ,
en aðkomukonunni mun hafa þótt sinn bolli nokkuð óreinn,
því að hún lifti honum upp og sagði:
,, Má ég ekki lesa í bollann fyrst?"

                    Kesknisvísa um prest

               Þér líkar víst ekki Lárus minn,
               ljóðið mitt í þetta sinn,
               í því er beittur broddur.
               Margt hefur skeð á Miklabæ,
               í mínum huga sí og æ:
               Þú ættir að hverfa eins og Oddur.

                    Kvartélið.

               Náttúran öll og eðli manns
               er í kvartélinu.
               Saurug hugsun syndugs manns
               sveimar að sponsgatinu.
                                Sr. Einar Friðgeirsson.

                                        Góða nótt.Sleeping


Hvað er eiginlega að eldast? Sem kynvera.

Gott hjá Madonnu, og satt er það hjá henni, að heimurinn
sé fullur af karlrembu og fordómum við fólk
sem er komið af léttasta skeiðinu.
Þegar maður er komin á vissan aldur, á maður að hætta að vera
ævintýragjarn og hætta að vera kynvera.

Ég segi nú eins og Madonna á maður að deyja eða hvað.
Konur hætta aldrei að vera kynverur eða að hafa þörf
fyrir kynmök, daður og allskonar uppákomur,
þá er ég ekki að meina að það þurfi eða eigi að vera eitthvað siðlaust.
Það er sama hvort við erum ungar, gamlar, feitar, mjóar allar höfum
við þessar hvatir í okkur sem teljast eðlilegar bæði konum og mönnum.

Gaman að segja frá því, að ég las það einhversstaðar, að það voru
gerðar rannsóknir á kynþörf kvenna og karla, og var þetta stór
rannsókn.
Þar kom fram að konur hafa þörf fyrir kynlíf lífið út í gegn,
en karlarnir mun styttra.

Þess vegna tel ég að eldast og vera kynvera eigi ekkert sameiginlegt,
nema ef vera skildi að er við eldumst höfum við meiri reynslu,
kunnum að njóta kynlífs betur að því að við erum opnari.


Af hverju haldið þið að ungir menn sækist eftir eldri konum?
Ef einhverjum finnst ég vera of hreinskilin,
þá er það bara af því að þetta er sannleikur.
Eigið góðan dag og ræktið kynlífið.


mbl.is Ekki of gömul til að vera kynvera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Guðmundur vinnumaður var svaðamenni og naumast
með réttu ráði við vín.
Einu sinni kom hann fullur heim úr ferðalagi og var
mjög æðisgengin.
Hann hleypur inn í hesthús á túninu.
Piltar tveir á bænum fara að gá að, hvað honum liði,
og er hann þá búin að hengja sig og dinglar í snörunni.
Þeir hlaupa til húsbónda síns og segja honum,
hvernig komið er.
,, Skáruð þið hann ekki niður?" spurði húsbóndinn.
,, nei", svaraði annar pilturinn. ,,Við þorðum það ekki,
Því hann var ekki alveg dauður".

Glímumenn úr Þingeyjarsýslu fóru til Akureyrar á
glímumót, en urðu ekki sigursælir.
Þá kvað Indriði Þórkelsson á Fjalli:

                Það má segja um þessa menn
                þeir eru ekki latir,
                tölta dægrin tvenn og þrenn
                til að liggja flatir.

                          Góða nótt.Sleeping


Ástandsmálin 1941.

Hvað finnst ykkur um meðferð á máli þessu. Orðatiltæki,
Niðurlægingar tal um konur og börn, skjóta rannsókn,
og endilega ef það er eitthvað fleira sem þið hafið skoðun
á. Ef þið haldið að þetta hafi eitthvað breyst, þá er það allavega
afar lítið.

                               ,, Ástandsmálin":

Hundruð reykvískra kvenna hafa mök við setuliðsmenn
                Fjöldi stúlkubarna á glapstigum.


27/8 1941. Að undanförnu hefur mikið verið rætt og ritað um
,,ástandsmálin" svonefndu, en svo eru nefnd samskipti íslenskra
kvenna og erlendra setuliðsmanna.
hafa þau samskipti verið mikil allt frá byrjun, en virðast þó færast í vöxt
.

Hinn 11. júní s.l. ritaði landlæknir bréf til dómsmálaráðuneytisins. Fjallaði
það um ,,saurlifnað í reykjavík og stúlkubörn á glapstigum".
segir þar meðal annars, að athuganir þær, sem lögreglan í Reykjavík hefur
látið framkvæma, hafi ,, flett ofan af svo geigvænlegum staðreyndum um
þessi mál, að ekki má kyrrt vera. Er það sök fyrir sig, að hér er nú vitað um
kvenfólk í tugatali á allra lægsta þrepi skækjulifnaðar...Hitt er viðbjóðslegast,
ef niðurstöður lögreglunnar eru á rökum reistar, að ólifnaður stúlkubarna á
aldrinum 12=16 ára og jafnvel yngri sé svo almennur orðin og breiðist svo ört út,
að ekkert heimili frá hinum aumustu til hinna best settu geti talið sig örugg öllu lengur
.

                                   ,, Ástandsnefndin".

Hinn 29/7 skipaði dómsmálaráðherra þriggja manna nefnd til að rannsaka þessi mál
og gera tillögur til bóta. Í nefndina voru skipaðir Benedikt Tómasson landlæknir,
dr, Broddi Jóhannesson uppeldisfræðingur og séra Sigurbjörn Einarsson.
nefndin hefur nú starfað í einn mánuð og sendir í dag frá sér skýrslu um siðferðismálin.
Þar er frá því greint, að lögreglan í Reykjavík hafi nú skrásett nöfn um 500 hundruð kvenna,
sem hún telur að hafi mjög náin afskipti af setuliðinu
.
Konur þessar eru á aldrinum 12--61 árs, þar af a.m.k. 150 17 ára og yngri.
Síðan segir orðrétt: ,, Ávegum þessara kvenna eru, svo vitað er, 255 börn, en full
ástæða er til að ætla, að tala þeirra sé allmiklu hærri. Mæður eru 129.
Af þessum tölum verður ljóst, þvílíkur fjöldi barna elst upp við óhæf kjör,
og þarf engum getum að því að leiða, hvers konar þegnar þau munu reynast
.
Af konum þessum eru allmargar heimilislausar.
Það sem hlýtur að vekja langmesta athygli við lestur þessara skýrslu,
er hinn mikli fjöldi stúlkubarna. Hæstur er aldursflokkurinn 15--17 ára,
og stúlkubörn frá 12--14 ára eru fleiri en konur frá 24--26 ára.

Að áliti lögreglustjórans í Reykjavík eru þessar konur aðeins lítill hluti
þeirra kvenna, sem líkt er ástatt um. telur hann að lögreglan hafi ekki
haft tækifæri til að safna heimildum nema um 20% allra reykvískra kvenna,
sem umgangast setuliðið meira og minna.

                  Mótmæli setuliðsstjórnarinnar.

5/10 Yfirforingi breska hersins á Íslandi hefur nú borið fram mótmæli út af
hinni opinberu skýrslu ,,Ástandsnefndarinnar" um samskipti íslenskra kvenna
og setuliðsins. hann hefur afhent blöðunum yfirlýsingu , þar sem hann kveðst
hafa látið fara fram fara rannsókn á skýrslunni og véfengir hana í ýmsum atriðum.
Segir í yfirlýsingu þessari, að bresk hernaðaryfirvöld geti ,, ekki samþykkt réttmæti
ummæla þeirra um ástandið sem felist í skýrslu ,, ástandsnefndarinnar" um að
saurlifnaður hafi mjög farið í vöxt á Íslandi vegna setuliðsins."

Er að lokum komist að þeirri niðurstöðu, að siðferðisástandið hafi batnað til
muna við komu setuliðsins.

11/10. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur nú svarað þeirri gagnrýni á störf
lögreglunnar og ,,ástandsnefndarinnar" sem fram kom í yfirlýsingu
yfirforingja breska setuliðsins og fylgiskjölum er birt með henni.
kemst hann að þeirri niðurstöðu, að yfirlýsing þessi sé full af
tilhæfulausum fullyrðingum og rökvillum.

Margt er nú rætt og ritað um ástandsmálin og hugsanlegar leiðir til
úrbóta. Sýnist sitt hverjum, eins og oft vill verða.

Gaman væri að fá komment um hvað ykkur finnst um þessi skrif,
þau eru tekin upp úr Öldinni Okkar.
                                Takk fyrir.


'Ógeðslegir sniglar.

eo_Arioluci_800

Mátti til með að stela þessari mynd af síðunni hennar Huld,
til að sína ykkur ófögnuðinn.
Mundi ekki vilja hafa þetta í garðinum hjá mér.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.