Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Er innrás hafin?
16.6.2008 | 15:03
eru menn að bíða eftir því að dýrið drepi einhvern?
Þetta er ekki einhver lítill sætur bangsi eins og sumir
vilja halda fram, heldur drepur hann hiklaust,
ef grænlenski vinnumaðurinn hefði ekki bjargað hundinum
í hús þá hefði bangsi drepið hann með einu höggi.
![]() |
Ísbjörn í æðarvarpi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Það sem lyftir deginum.
16.6.2008 | 09:50
Nú er ég ætíð í góðu skapi og mér finnst gaman að lifa.
En það er aldrei svo að það sé ekki hægt að bæta við
gleðina.
Ég kom inn í vegamatsölustað um síðustu helgi var nú
bara að kaupa mér Coke.
Er inn kom mætti ég frekar ungum manni, svona miðað við
mig, hann segir afar glaður á svip, er þér svona heitt?
Já segi ég alveg að leka niður úr hita, mér fyndist að
það ætti að vera svona kæliviftur í loftinu í svona hita,
brosti glatt til mannsins,
þá segir eigandi staðarins, ég get alveg boðið þér inn í frystiklefa,
já takk ætlar þú þá að koma með mér? og fer að hlæja,
ég þekki nefnilega hjónin sem eiga staðinn.
Ungi maðurinn horfir í undrun á okkur, hafði aldrei séð hann áður.
Geng að borðinu og fæ mér Coke, við förum að spjalla saman
unga stúlkan sem var að afgreiða mig og ég, þekkjumst vel.
Ungi maðurinn gafst ekki upp á því að tala við mig,
kemur og segir, þekkir þú þessa stúlku? já auðvitað,
þetta er hún Björg, já ertu héðan spyr ungi maðurinn?
nei frá Húsavík, síðan segir Björg, Milla villtu biðja Millu að koma og
sýna mér stelpurnar áður en þau fara heim, geri það.
Þá segir þessi ungi Milla hvað ég vissi að hann kveikti eitthvað á perunni
já ég er Milla mamma hennar Millu og þú hlýtur að vera héðan?
Já ég er Reykdælingur hlaut að vera, við erum nú svo hress hér norðan heiða.
Málið er þegar maður kann að taka við gleðinni, er svo gaman,
þarna var smá saklaust daður og forvitni í gangi,
sem gaf manni hlýju inn í daginn.
hefði þessi ungi vel klæddi og skemmtilegi maður verið aðkomumaður
hefði hann ekki opnað sig fyrir gleðinni, hvorki í sjálfum sér eða mér.
Gleði til allra.
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Ætli sá ósnertanlegi eigi börn?
16.6.2008 | 08:10
þeir telja sig ósnertanlega, og geti hagað sér að vild.
Vona bara að hann eigi hvorki konu eða börn.
Skildi hann hafa fengið agalaust uppeldi?
![]() |
Slagsmál brutust út eftir nágrannaerjur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Fyrir svefninn.
15.6.2008 | 19:48
Sr Gunnar Hallgrímsson í Laufási var ölkær nokkuð.
Það kom fyrir, að hann messaði drukkinn, og voru þá
ræður hans stundum skringilegar.
Einu sinni byrjaði hann predikun þannig:
,, Sæll og blessaður, minn gamli, góði guð! þú rærð
einn á báti. Enginn vill róa hjá þér. Ég vill róa hjá þér.
Þá færðu einn góðan."
Samstarfskona komin fast að sjötugu
klippti gjarnan fingur af ónýtum
gúmmívettlingum og notaði yfir
plástra ef hún skar sig.
Það er engin ósiður
að aldnir beiti þokka.
En því skyldi hún Þuríður
þurfa að nota smokka?
Karlkynsvinnufélagi hafði þann sið
að taka um öxlina á manni þegar
hann talaði við mann. Þetta var á
sama tíma og mikil umræða var um
kynferðislegt áreiti á vinnustað.
Elskan mín þú ekki skalt
öllu þukli neita.
En víst ávallt þeim vana halt
viljirðu gott barn heita.
þar sem unnið er með hníf í hönd
allan daginn er nauðsynlegt að
stálarinn komi reglulega, annars er
voðinn vís.
Hvar er nú bæjarins besti sonur?
Bidd'ann að líta inn.
Það standa hér fimmtíu friðlausar konur
er fá ekki dráttinn sinn.
þetta er að sjálfsögðu eftir hana Ósk Þorkelsdóttur
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Ekki frelsi.
15.6.2008 | 17:18
ættingja á lífi og ef svo er vilja þeir þá hafa eitthvað með
hana að gera? Hún tók þátt í þessum hræðilega glæp,
þau myrtu 5 manns og Sharon Tate vað komin 8 mánuði
á leið með barnið sitt og baðst oft vægðar,
en þau myrtu hana samt.
![]() |
Vill fá frelsi áður en hún deyr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Óeirðarhelgi víða á landinu.
15.6.2008 | 15:08
Stórmerkilegt! Mjög annasamt var hjá lögreglunni í Reykjavík
í nótt, það voru árásir innbrot einn 16 ára tekin fyrir hraðakstur,
útköll af ýmsu tagi.
Er þetta ekki svona um hverja helgi?
Erfið nótt hjá Lögreglunni á Akureyri, fangageymslur fullar
mikil ölvun, slagsmál og líkamsárásir.
Þetta var nú vitað mál um svona helgi
Nokkuð annríki hjá lögreglunni á Suðurnesjum, en þeir náðu að greiða
úr málum og kæla niður óróaseggina
Þeir hafa nú löngum verið góðir. Sko löggan.
Óhöpp á Vestfjörðum, tveir bílar útaf ökumenn grunaðir um ölvun,
engin meiddist.
Ekið var á dreng á Ísafirði í gærkveldi, hlaut hann minniháttar meiðsli.
Hvað veit maður um það, ölvun eða ekki ölvun.
Kveikt í bílum á Selfossi, tveir eyðilögðust og einn skemmdist.
lögreglan tók líka ökumann undir áhrifum fíkniefna, og hafði hann
kilvu, piparúða og fíkniefni í bílnum sínum.
Finnst þeim ekki komið nóg þarna fyrir austan?
þetta eru fréttirnar í blöðunum á hverjum einasta sunnudagsmorgni.
Ég held að það væri heillaráð að mynda þetta fólk sem er
draugfullt og ógeðslegt í bæjum landsins, slafrandi, ælandi og
þar af ógeðslegri uppákomur, sýna svo myndirnar,
skyldi þetta fólk ekki fá sjokk er það lítur ásjónu sína
undir þessum kringumstæðum.
þetta er hrikalega sorgleg sjón.
![]() |
Líkamsárás og innbrot í höfuðborginni í nótt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Háskólinn og niður í leikskóla.
15.6.2008 | 09:42
Menntun er algjörlega forsenda fyrir góðu lífi, eða hvað?
Í mínum kokkabókum, sem eru nú kannski ekki svo mjög
háfleygar,
og þó hef ætíð verið sagður afbragðs kokkur.
Þar stendur ritað að uppeldið sé besti skólinn.
Ég er ekki að gera lítið úr menntun, nei alls ekki.
Það sem ég er ætíð að reyna að troða í fólk er að aga börnin
frá fæðingu.
Ekkert er yndislegra en að fæða af sér barn,
fá það í fangið og njóta þess kærleika sem kemur yfir mann
við það, en ef að svo barnið reynist allt í einu eitthvað erfitt,
sefur ekki á nóttunni, eða á daginn, þá höldum við á þessum
elskum okkar, það hlýtur að vera eitthvað að.
Sem betur fer er oftast nær ekkert að annað en að barnið er
að reyna að komast eins langt og það getur.
Það vill bara láta halda á sér eða sofa á milli.
Ef við ekki föttum þennan leik hjá litlu krílunum okkar heldur
þetta áfram og endalaust finnum við einhverja afsökun fyrir
hegðun litla engilsins, sem nýtur þess í botn að spila á
okkar kærleiksríka tilfinningalíf.
Þau eru bráðsnjöll.
Það kemur að því að barnið fer á leikskóla, þau eru fljót að fatta
að þau komast ekki upp með neitt múður þar,
en láta eins og fjandinn sé laus er heim kemur.
Hvað er þetta annað en agaleysi?
Síðan byrjar skólinn þá kannski koma upp vandamál,
því þau eru ekki að höndla allt sem gerist þar.
Nei þá er það ekki börnunum að kenna,
heldur er eitthvað að kennara eða skólasystkinum.
Þau kunna ekki þann aga sem þarf að vera í skólanum
sem er ekki von, þau hafa ekki verið alin upp í aganum.
Þau verða ringluð og vita ekki hvað er að gerast.
Í stórum dráttum heldur þetta áfram að bögglast
fram í 10 bekk, jafnvel eru þau þá orðin heltekin af því
að engum þykir vænt um þau, þau eru öðruvísi, þau
dala í skólanum, svo er það bara spurning,
hvað gera þau? fara út í óreglu eða rífa sig upp og
standa sig vel.
Auðvitað er þetta ekki svona svart á hvítu, það eru sem betur fer
allmargir foreldrar sem átta sig á mikilvægi þess að ala börnin
sín upp í aga, en aldrei má gleyma að nota kærleikann, gleðina
og umfram allt vinskapinn í samskiptum við þau.
Barn sem fær svona uppeldi á auðveldara með að læra en hin
því það elst upp í því að vera öruggt og standa á eigin fótum.
Barn sem er alið upp í agaleysi veit aldrei hvernig það á að vera
agaleysi skapar óöryggi.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Yndisleg frétt.
15.6.2008 | 08:28
en þegar um börn er að ræða þá er það bara yndislegt.
Til hamingju kæra fjölskylda.
![]() |
Litla stúlkan fundin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir svefninn.
14.6.2008 | 21:11
Jæja kæru vinir, ég var að koma heim eftir alveg yndislegan dag.
Allir fóru fram í Lauga í dag, Dóra mín bauð í kvöldmat,
en fyrst var farið í sund, afstaðan þarna er til fyrirmyndar og
ekki skemmir umhverfið, eins og ég hef sagt áður þá er þetta
heimur sér á bát, allir vita það sem til Lauga í Reykjadal hafa komið.
Við gamla settið fórum reyndar ekki í laugina vorum bara á bakkanum
í góðu yfirlæti sólarinnar.
Ég er hér með Vísnakver eftir Ósk Þorkelsdóttur Húsvíking og
vestfirðing. Ósk er löngu kunn vísnavinum þessa lands
vegna framgöngu sinnar á hagyrðingamótum og margvíslegum
öðrum skemmtunum, þar sem hún hefur flutt sínar kerskins -
og gleðivísur og ýmist mælt af munni fram eða sungið með sínu nefi.
ætla ég að færa ykkur nokkrar vísur, þar sem hún kynnir sjálfan sig.
Ég heiti Ósk frá Húsavík
hagyrðingur engum lík,
Þingeyingur, guð þeim gaf
gáfur til að bera af.
Útlitið sérðu og augnanna lit,
upprunninn Þingeyingur,
útgerðarstjóri með eigulegt vit
og afburða hagyrðingur.
Annmarka fáa til angurs ég ber
þó öðrum sé gjarnt að segja
það helvítis galla sem háir oft mér
að hafa ekki vit á að þegja.
Orðspor mitt er oftast gott
auðmjúk prúð og væmin.
En aðrir sjá þess vísast vott
að verði ég stundum klæmin.
Það að nota Þingeyskt loft
þjónar mínu geði.
Því set ég mér að syndga oft
sóminn er að veði.
Mig þarf é varla að kynna í kvöld
kvæðanna ljúfast smiður.
En vísast í helvíti greiði mín gjöld
ef geri ég einhverjum miður.
Hörð eins og klettur, ljúf eins og lamb,
létt eins og fjöður, þung eins og bjarg,
alþýðleg kona með ótrúlegt dramb,
uppfull af blíðu en minni á varg.
Ég er oftast ljúf sem lamb
með lífið allt í skorðum.
Laus við alla lýgi og dramb
leik mér bara að orðum.
Ferskeytlur fljúga að kveldi,
feimin er unga daman.
Komst inn í karlaveldi
á kjaftinum einum saman.
Hvernig ég er inn við beinið.
Ýmsum er ég sökum seld
svikul grimm og löt,
en inn við beinið að ég held
aðallega kjöt.
Mínir rúmsiðir
Ég opna bók eða yrki bögu
þá Óli lokbrá knýr að ranni.
Hvað gerist milli svefns og sögu
segi ég ekki nokkrum manni.
Vona að hún Ósk vinkona mín taki það ekki stinnt upp
að ég birti eftir hana vísur.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fórnarlömb mannsals og lítilsvirðingar.
14.6.2008 | 08:56
Konur þurfa að vita, að þeim sé tryggt öryggi og að
komið sé fram við þær að virðingu er þær leita hjálpar.
Það er verið að vinna að úrræðum í þessu máli, og hefði
það þurft að vera löngu komið, en nú vonum við það besta.
Guðrún Jónsdóttir talsmaður Stígamóta,
telur, að það hafi verið stigið stórt skref er lagt var bann við
nektarstöðum og kjöltudansi. Og er það trúlega rétt,
en það er ekki, en betur má ef duga skal.
Og því miður held ég að ekkert dugi til að uppræta þetta alveg.
En að mínu mati er bara búið að færa það neðanjarðar,
eftirspurnin eftir slíkum ósóma er slíkur að þeir sem klókir
eru finna leið til að þjóna þessum mönnum og konum sem
vilja allskonar þjónustu á þessu sviði.
Við höfum heyrt frásagnir af konum sem hafa verið beðnar að fara
í eitthvert hús, til að þjóna einum manni,
og svo er til kemur er þetta kannski, margir menn og konur
sem telja það sjálfsagt að þau megi koma fram að vild.
Þau keyptu jú þessa stúlku.
Hvað er mannsal spyrja margir,
já hversu víðtækt er hægt að nota það orð?
Til dæmis ungur maður, sem selur systur sína til vina,
eða frændi sem gerir slíkt?
Er það ekki mannsal?
Ég segi nú bara við þá sem hugsa ætíð:
,, Þetta er nú ekki satt, svona lagað getur ekki gerst."
Vaknið til lífsins! þetta er að gerast á hverjum degi oft á dag.
Og Takið eftir! Líka á Íslandi.
![]() |
Ekkert finnst sé ekki leitað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)