Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
Matar og sparnaðar hugleiðingar.
10.6.2008 | 11:23
Datt í hug í morgun er ég sá fyrirspurn frá henni Siggu
bloggvinu minni um eftirrétti úr rabbbara.
Ég gaf henni upp afar gamlan eftirrétt úr rótunum af
rabbaranum.
Þær eru soðnar í sykurvatni, sjóða má með þurrkaða ávexti
síðan sett á krukkur og bara geymt í búrinu eins og sultan.
þegar manni langar svo í eitthvað gott má grípa eina krukku
og fá sér með þeyttum rjóma.
þetta var nú aðaleftirrétturinn á mörgum heimilum hér áður og fyrr,
ásamt heita búðingnum, og þá fékk maður berjasaft útá eða mjólk.
Já það sem mér datt í hug, var að það er náttúrlega ekkert
betra en heimabakað brauð, með rabbbarasultu.
Hvítt brauð.
5. bollar Hveiti
3/4 - - - Sykur
3/4 - - - Súrmjólk
3 tesk. Lyftiduft
1 --- Matarsódi
1 --- Salt
Léttmjólk eftir þörfum
Hrært í hrærivél sett í form og bakað við 170% í ca. 45 mín.
Þessa uppskrift má líka nota í grófu mjöli með allskonar fræjum
ef vill.
Svo er annað sem er afar fljótlegt og miklu betra en út úr búð
það er rúgbrauðið.
6 bollar rúgmjöl
3 ---- heilhveiti
4 tesk. matarsódi
3 --- salt
1 dós sýróp
11/2 l. súrmjólk.
Öllu hrært saman sett í mjólkurfernur eða niðursuðudósir
álpappír settur yfir. sett inn í 200% heitan ofn,
strax lækkað niður í 100%, bakað í 8 tím.
losað úr dósum eða fernum.
best er ef maður á brauðhníf að sneiða allt niður setja í plast
og frysta. Þá áttu alltaf nýtt rúgbrauð og ekki er það nú dónalegt
með hverju sem er.
það sparast stórpeningur á þessu og þetta er fljótlegt.
Knús Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Viðbjóður.
10.6.2008 | 08:27

væri kannski hægt að leiðbeina fólki um hvernig á að
ná og senda þessi kvikindi?
Er ekki hægt að eitra fyrir þeim?
Hvernig þekkir maður þá frá þessum Íslensku?
Fara þeir inn í hýbýli manna

en gott að vita.
Ráðum við nokkurn tíman við þessa innflytjendur, nokkuð
frekar en geitungana og annan ófögnuð sem til landsins kemur.
En um að gera að rannsaka það, en hvað kostar það mikið?
![]() |
Sniglaplága í uppsiglingu? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Þetta voru ekki góðar fréttir.
10.6.2008 | 06:52
Vinafólk mitt á þetta hús, og er þetta það fyrsta
sem ég rek augun í er í tölvuna leit.
Við áttum heima samtímis á Ísafirði, enda þeir
Ísfirðingar, vinkona mín frá Grundafirði, og ég frá
Reykjavík.
Við fluttumst í burtu um líkt leiti, þau suður en við
norður. þau eru mun yngri en við og eiga 2 börn
sem ennþá eru heima.
Þakka ég guði fyrir að þið eruð heil á húfi, kæru vinir
mínir.
það er slæmt að litla kisulóran hafi farið, hún var ykkur svo kær.
Sendum ykkur kærleikskveðjur.
Ykkar vinir Milla og Gísli.
![]() |
|
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrir svefninn. Þetta þurfið þið að vita.
9.6.2008 | 20:50
Laxárvirkjunin fullgerð og straumnum
Hleypt á til Akureyrar.
Akureyri 15. okt. 1939.
Þau merku tíðindi gerðust hér í gær, að Akureyringar fengu
í fyrsta sinn rafmagn frá hinni nýju rafveitu við Laxá.
Var straumnum hleypt á við hádegisbilið.
Virkjun Laxár
Á árunum 1936 og 1937 fóru fram víðtækar virkjunarrannsóknir
nyðra, og beindist þá athyglin aðalega að Goðafossi,
er reyndist vel til virkjunar fallinn. Engu að síður var þó talið rétt
að taka einnig til athugunnar virkjun Laxár við Grenjaðastað.
Niðurstaða þeirra rannsókna varð sú, að virkjun Laxár væri að
ýmsu leiti hagkvæmari en virkjun Goðafoss,
og var þá að því ráði horfið.
Á alþingi 1937 voru afgreidd heimildarlög fyrir ríkisábyrgð á 4/5
hlutum byggingarkostnaðar, allt að 2 millj. kr.
Árið 1938 tókst að fá lán til virkjunarinnar. var verkið hafið í
júlímánuði í fyrrasumar, með byggingu orkuvers, sem komst
undir þak þá um haustið. Í sumar var byggð stífla í ána og
þrýstivatnspípa, gengið frá orkuveri innanhúss og settar
upp vélar, lögð 60 km löng háspennilína til Akureyrar og
bæjarkerfið aukið að miklum mun.
hefur verkið gengið mjög greiðlega.
danska firmað Höjgaard & Schulzt reisti stöðina.
Kostaði 3 millj. kr.
Vatnsvirki og orkuver eru gerð fyrir 4000 hestöfl. Fyrst um sinn
er þó aðeins sett upp ein vélasamstæða, 2000 hestöfl.
Fullvirkjað myndi það vatnsfall, sem hér um ræðir, geta
framleitt 25 þúsund hestöfl, en það er margföld sú orka
sem Akureyri mun þurfa í náinni framtíð.
Kostnaður við virkjunina hefur numið rúmum þrem miljónum króna,
með núverandi gengi.
-------------------------------------
Hugsið þið ykkur ef þeir hefðu virkjað Goðafoss, þetta yndislega fyrirbæri,
get ekki hugsað þá hugsun til enda.
Og takið eftir kostnaðinum, mikill munur á og í dag.
Það tók bara rúmt ár að byggja þessa virkjun, kátbroslegt.
fullvirkjuð gat hún framleitt 25 þús. hestöfl, það var langt fram úr því
sem Akureyringar þurftu um langa framtíð.
hvað nota þeir í dag, það er gaman að bera þetta saman.
Þessi frétt er tekin úr Öldinni okkar.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Óhugur í íbúum á Pelópsskaga.
9.6.2008 | 16:25
óhugur í fólkinu.
Húsin þarna hrynja eins og spilaborgir.
Ég sendi öllu þessu fólki ljós og bið góðan guð að blessa
fólkið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fá ekki greiddar bætur, átti einhver von á því?
9.6.2008 | 12:15
Skrifuðu ekki Íslensk stjórnvöld undir að fara eftir því
sem mannréttinda dómstóll sameinuðu Þjóðanna úrskurðaði?
Íslensk stjórnvöld hafa sent svar til Sameinuðu þjóðanna
vegna úrskurðar nefndarinnar um íslenska kvótakerfið
í sjávarútvegi. þar er boðað, að efnt verði til allsherjarskoðunar
í náinni framtíð með breytingar í huga þar sem komið verði til móts
við kröfur nefndarinnar eftir því sem unnt er.
Þeir ætla ekki að greiða mönnunum sem voru dæmdir,
skaðabætur eins og nefndin segir þó til um að eigi að gera.
Sem sagt þeir ætla að huma það fram hjá sér eins lengi og þeir
mögulega komast upp með, að breyta rétt í þessu máli.
Ég átti heldur ekki von á öðru.
þessir ráðamenn þjóðar vorrar geta aldrei viðurkennt misgjörðir sínar
og bara lagfært þær, eins og heiðarlegum mönnum sæmir.
Þannig er það og þannig hefur það ætíð verið.
Eigi veit ég hvað getur orðið til þess að maðurinn breytist,
fari að skilja að hann er ekki verkfæri í höndum annara,
heldur geti hann haft sjálfstæða skoðun og fari eftir henni.
![]() |
Svar sent til mannréttindanefndar SÞ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Björgunarsveitarmálið á Akranesi.
9.6.2008 | 07:39
Umferðareftirlit vegagerðarinnar hefur sent forsvarsmönnum
Björgunarfélags Akraness tilkynningu þar sem fram kemur að
athugun, sem fram fór á eldsneyti á bifreið félagsins í maí,
muni ekki leiða til frekari aðgerða að hálfu vegagerðarinnar.
Drambmikil framkoma að stoppa bílinn,
Skil ekki alveg hvað þessir menn voru að gera,
kunna þeir ekki vinnureglur sínar, allavega ber þeim að
kunna þær, ef ekki þá að láta kúnnann njóta vafans.
Formaður Björgunarfélagsins Ásgeir Örn segir þetta mál
og sú umræða sem það fékk, hafi komið illa við félagið.
Óþægilegt sé að vita til þess að einhverjum detti í hug
að starfað sé eftir öðrum markmiðum í okkar félagsskap
heldur en að bæta samfélagið okkar.
Ég verð nú bara að segja, á ekki til orð, ef einhver heldur það.
Hvað er þessi sveit ásamt öllum öðrum sveitum búnar að gera
fyrir okkur landsmenn???
Jú þeir vinna í sjálfboðavinnu við að bjarga öllum sem eftir þeim
kalla, boðnir og tilbúnir á stundinni.
koma heim undatekningarlítið heim glaðir yfir velheppnaðri ferð,
Svo eru það líka óveðrin sem hjálp þeirra er þegin í.
Bara nefnið dæmi, þeir hafa bjargað þeim öllum.
Hverjir standa svo heilu helgarnar og þrífa og dytta að bílum,
tækjum og öllu því sem þarf að vera tilbúið í næstu ferð?
þeir gera kraftaverk, en hugsa ekki þannig.
Þeir hugsa bara um, það þarf að bjarga, og þeir gera það.
Engin ástæða var fyrir þessari könnun, eftirlitinu var gerð grein fyrir
stöðu mála.
Málinu er ekki lokið frá hendi Björgunarfélagsins.
Ef um einhverjar glufur er að ræða, ber að fylla upp í þær.
Og formaður segist vona að fólk haldi ekki að þeir séu vísvitandi
að brjóta á samborgurum sínum.
Hreint ætla ég að vona að um fáa svoleiðis vanþekkingarmenn sé að
ræða, en bið fólk að spyrja sig, ef það þurfi á skurðlækni að halda,
mundi það ekki vilja að hann væri búinn að læra sína mennt?
það er nefnilega eins með flottu strákanna okkar,
í Björgunarsveitum landsins,
Þeir þurfa að æfa til að læra.
Eigið góðan dag.
Milla.
![]() |
Olíumál björgunarsveitar látið niður falla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrir svefninn. Ástandsmálin 1941.
8.6.2008 | 21:30
,, Ástandsmálin":
Hundruð reykvískra kvenna hafa mök við setuliðsmenn
Fjöldi stúlkubarna á glapstigum.
27/8 1941. Að undanförnu hefur mikið verið rætt og ritað um
,,ástandsmálin" svonefndu, en svo eru nefnd samskipti íslenskra
kvenna og erlendra setuliðsmanna.
hafa þau samskipti verið mikil allt frá byrjun, en virðast þó færast í vöxt.
Hinn 11. júní s.l. ritaði landlæknir bréf til dómsmálaráðuneytisins. Fjallaði
það um ,,saurlifnað í reykjavík og stúlkubörn á glapstigum".
segir þar meðal annars, að athuganir þær, sem lögreglan í Reykjavík hefur
látið framkvæma, hafi ,, flett ofan af svo geigvænlegum staðreyndum um
þessi mál, að ekki má kyrrt vera. Er það sök fyrir sig, að hér er nú vitað um
kvenfólk í tugatali á allra lægsta þrepi skækjulifnaðar...Hitt er viðbjóðslegast,
ef niðurstöður lögreglunnar eru á rökum reistar, að ólifnaður stúlkubarna á
aldrinum 12=16 ára og jafnvel yngri sé svo almennur orðin og breiðist svo ört út,
að ekkert heimili frá hinum aumustu til hinna best settu geti talið sig örugg öllu lengur.
,, Ástandsnefndin".
Hinn 29/7 skipaði dómsmálaráðherra þriggja manna nefnd til að rannsaka þessi mál
og gera tillögur til bóta. Í nefndina voru skipaðir Benedikt Tómasson landlæknir,
dr, Broddi Jóhannesson uppeldisfræðingur og séra Sigurbjörn Einarsson.
nefndin hefur nú starfað í einn mánuð og sendir í dag frá sér skýrslu um siðferðismálin.
Þar er frá því greint, að lögreglan í Reykjavík hafi nú skrásett nöfn um 500 hundruð kvenna,
sem hún telur að hafi mjög náin afskipti af setuliðinu.
Konur þessar eru á aldrinum 12--61 árs, þar af a.m.k. 150 17 ára og yngri.
Síðan segir orðrétt: ,, Ávegum þessara kvenna eru, svo vitað er, 255 börn, en full
ástæða er til að ætla, að tala þeirra sé allmiklu hærri. Mæður eru 129.
Af þessum tölum verður ljóst, þvílíkur fjöldi barna elst upp við óhæf kjör,
og þarf engum getum að því að leiða, hvers konar þegnar þau munu reynast.
Af konum þessum eru allmargar heimilislausar.
Það sem hlýtur að vekja langmesta athygli við lestur þessara skýrslu,
er hinn mikli fjöldi stúlkubarna. Hæstur er aldursflokkurinn 15--17 ára,
og stúlkubörn frá 12--14 ára eru fleiri en konur frá 24--26 ára.
Að áliti lögreglustjórans í Reykjavík eru þessar konur aðeins lítill hluti
þeirra kvenna, sem líkt er ástatt um. telur hann að lögreglan hafi ekki
haft tækifæri til að safna heimildum nema um 20% allra reykvískra kvenna,
sem umgangast setuliðið meira og minna.
Mótmæli setuliðsstjórnarinnar.
5/10 Yfirforingi breska hersins á Íslandi hefur nú borið fram mótmæli út af
hinni opinberu skýrslu ,,Ástandsnefndarinnar" um samskipti íslenskra kvenna
og setuliðsins. hann hefur afhent blöðunum yfirlýsingu , þar sem hann kveðst
hafa látið fara fram fara rannsókn á skýrslunni og véfengir hana í ýmsum atriðum.
Segir í yfirlýsingu þessari, að bresk hernaðaryfirvöld geti ,, ekki samþykkt réttmæti
ummæla þeirra um ástandið sem felist í skýrslu ,, ástandsnefndarinnar" um að
saurlifnaður hafi mjög farið í vöxt á Íslandi vegna setuliðsins."
Er að lokum komist að þeirri niðurstöðu, að siðferðisástandið hafi batnað til
muna við komu setuliðsins.
11/10. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur nú svarað þeirri gagnrýni á störf
lögreglunnar og ,,ástandsnefndarinnar" sem fram kom í yfirlýsingu
yfirforingja breska setuliðsins og fylgiskjölum er birt með henni.
kemst hann að þeirri niðurstöðu, að yfirlýsing þessi sé full af
tilhæfulausum fullyrðingum og rökvillum.
Margt er nú rætt og ritað um ástandsmálin og hugsanlegar leiðir til
úrbóta. Sýnist sitt hverjum, eins og oft vill verða.
Gaman væri að fá komment um hvað ykkur finnst um þessi skrif,
þau eru tekin upp úr Öldinni Okkar.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Draga lappirnar í öllum málum.
8.6.2008 | 14:10
Er ekki í lagi með ríkisbattaríið okkar?
Er aldrei hægt að skapa vinnufrið?
Er aldrei hægt að borga mannsæmandi laun?
Þurfa kennarar að hafa endalausar áhyggjur af því að þurfa að
sækja um aðra vinnu, að ekki verði samið við þá, að þeir kenni
ekki við skólann sinn næstu annir, vegna þess að ekki verður
samið við þá.
Og nemendur sem komnir eru á framhaldsskólastig verði ekki
í skóla næstu annir.
Hvað kostar það nemendur, fjölskyldur þeirra og ríkið?
Er ekki komin tími til að fólk skilji það að kennarar eiga að fá góð laun.
þeir koma börnunum okkar til manns og mennta út í lífið.
![]() |
Fara kennarar í haust? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Já skrímslin eru víða.
8.6.2008 | 08:23
Háskólakennari hefur fengið á sig 9 kærur vegna
kynferðisbrota gegn börnum, bæði sínum eigin og vinum þeirra.
Ekki hefur maður fengið að vita mikið um þetta mál, en manni
hefur skilist að þetta hafi staðið yfir í nokkuð mörg ár.
Maðurinn hefur játað sum brotanna, en ekki öll,
ætli hann sé orðin svona kalkaður eða hvað?
Fólk fer nú ekki að koma fram eftir mörg ár og ljúga til um svona lagað.
Haft var eftir manninum í 24 stundum í gær,(smáklausa ) að hann
iðraðist gerða sinna og vonaði að hann fengi tækifæri til að biðja
konu sína og börn fyrirgefningar, manni verður nú bara illt.
Heldur þessi maður virkilega að hann fái fyrirgefningu,
og að allt verði svo bara í lagi.
Hann er búin að eyðileggja líf barna sinna og annarra.
Eitt skil ég heldur ekki, það er þögnin í kringum þetta mál,
hver er maðurinn? og hversvegna er ekki uppgefið nafn hans
eins og hjá öðrum slíkum skrímslum?
![]() |
9 kærur vegna kynferðisbrota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)