Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Engin veit neitt og engin getur tekið af skarið.
8.7.2008 | 15:59
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist ekki hafa verið með í ráðum
þegar Útlendingastofnun sendi flóttamanninn Paul Ramses til Ítalíu.
Hann segist heldur ekki hafa vitað af brottvísuninni.
Hann segir að ráðuneytið geti tekið málið til efnislegrar meðferðar verði
það kært þangað.
Ekki sé hægt að gefa sér neina niðurstöðu fyrirfram.
Fjallað var um flóttamanninn Paul Ramses á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun.
Hörð gagnrýni á brottvísun hans hefur komið fram hjá einstaka þingmönnum
og varaformanni Samfylkingarinnar.
Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að farið hafi verið að lögum og reglum.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra
segir aðalatriðið að dómsmálaráðherra fái málið á sitt borð og hún treysti
honum ágætlega til að fjalla um það.
Aðspurð um hvort það hefðu verið mistök að senda Paul Ramses úr landi
áður en fjallað var um mál hans segir hún að farið hafi verið í öllu að settum
reglum, en skort hafi á að matskenndir þættir málsins væru skoðaðir betur.
Að mínu mati eru þau öll með undanbrögð,
tala um að rétt hafi verið að málinu staðið.
Farið að lögum og reglum, punktur basta búið mál og látið okkur í friði.
Ingibjörg Sólrún telur að skoða hefði mátt matskennda þætti betur,
en málið er komið inn á borð hjá dómsmálaráðherra og hún treysti honum
ágætlega til að fjalla um það.
það er skítalikt af þessu öllu, versta er að þessir menn halda að við
þegnar landsins séum asnar, eða allavega ætlast til þess að við séum það.
Þar skjálgast þeim hrapalega, nú held ég að við Íslendingar séum vöknuð
til lífsins og látum ekki aðra um að dæma og ráða yfir greind okkar.
Stöndum saman í einu og öllu flottu landsmenn,
við erum ekki þegnar sem eiga að hlýða.
Gerum það sem hjartað og réttlætið bíður okkur.
![]() |
Ráðherra ókunnugt um málið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hélt að það væri nú ekki svo auðvelt.
8.7.2008 | 07:39
Það hefur náttúrlega verið hringt í 911 og sjúkrabíll komið
með látum á staðinn, maðurinn fluttur á sjúkrahús með
tilheyrandi SOS látum, að hætti Ameríkanans.
Það hefði nú átt að meðhöndla þennan mann við
athyglissýki, varla hefur hann verið að þessu eingöngu
til að sleppa við að borga matinn, þó veit maður ekki.
![]() |
Gerði sér upp hjartaáföll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fyrir svefninn.
7.7.2008 | 19:58
Til sveita þar sem fáförult er, hættir mörgum til að verða
næsta spurulir við ókunnuga.
Eitt sinn var ungur maður á ferð og kom á afskektan bæ.
Bóndi tók gestinum vel og spurði margs, hvað hann héti,
hvert hann ætlaði, hvaðan hann kæmi og svo framvegis.
Gestur leysti hið besta úr þeim spurningum, en svo sá bóndi,
að hann var með einbaug á fingri og spurði þá:
,, Ertu giftur?"
,, nei ekki er það nú", svaraði ungi maðurinn.
,, Ertu trúlofaður þá?" spurði hinn.
Já, það sagðist hann vera.
,, Og ertu þá ekki byrjaður á henni?" spurði bóndi.
Ég var að velta á milli handanna í dag gömlum sneplum
og bókum, þar á meðal Passíusálmunum mínum sem ég
fékk eftir frænda, geymi ég þá niðri í þessari skúffu minni,
þeir eru orðnir svo gamlir, yfir 100 ára, dettur þá ekki út
blaðsnepill frekar lúin af elli, hafði hann að geyma ljóð sem
ég taldi mig vera búna að glata.
Ekki veit ég hvað það heitir, eða eftir hvern það er.
Mig minnir að gömul kona hafi gefið mér það.
hér kemur ljóðið.
Hún amma mín er mamma hennar mömmu
mamma er það besta sem ég á
gaman væri að gleðja hana ömmu
og gleðibros á vörum hennar sjá
í rökkrinu hún amma segir mér sögur
svæfir mig er dimma tekur nótt
syngur við mig sálma, kvæði fögur
sofna ég þá bæði sætt og rótt.
Góða nótt
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Skora á Ingibjörgu Sólrúnu að snúa Paul heim.
7.7.2008 | 13:57
Óvissuástand hjá Paul Ramses.
Rosemary Atieno Athiembo, eiginkona Paul Ramses Odour,
sem var vísað úr landi af Útlendingastofnun sl. fimmtudag,
segir að enn ríki mikil óvissa varðandi framtíðina og örlög
fjölskyldunnar. Rosemary ræddi síðast við eiginmann sinn í
gær og segir að hann eigi fund með ítölsku lögreglunni í dag.
Það er búið að segja margt og mikið um þetta mál, bæði
neikvætt, jákvætt, sætt og súrt.
Ég skil vel að allir vilji segja sitt álit á þessu máli, en mér finnst
það ekki skipta neinu máli, hvernig, hvar,af hverju
og eða þetta eða hitt.
Fjandinn hafi það leysið þetta mál áður en það er orðið of seint
fyrir æru okkar Íslendinga, en mörgum er nú víst sama um hana
því þeir halda að hún setjist eigi á þá, " Sko þá!"
Jú þar skjátlast þeim stórum, því hún sest beint á þá,
og mun aldrei fara af þeim aftur,
svo eru þeir búnir að koma ár sinni fyrir róða.
Heim með manninn Paul Ramses.
![]() |
Óvissuástand hjá Paul Ramses |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Dæmdur fyrir guðlast og klám.
7.7.2008 | 06:50
Ég skemmti mér vel í gær er ég las viðtalið við
Úlfar Þormóðsson, sem Kolbeinn Óttarsson Proppé
tók við hann.
maður er fljótur að setja í geymslu fréttir er nýjar bera að garði.
Nokkrir menn vildu skemmta þegnum Íslands, héldu að þeir væru
orðnir það þroskaðir að móttakarinn væri kominn í gott lag.
Svo reyndist ekki vera.
Félag áhugamanna um alvarleg málefni gaf spegilinn út, starfsmenn
félagsins voru Úlfar Þormóðsson og Hjörleifur Sveinbjörnsson,
en kona hans situr nú í dag í sæti Utanríkisráðherra.
Þegar annað tölublaðið kom út upphófust lætin, var blaðið allstaðar
tekið í burtu úr sölu, lögreglan fór inn á heimili Úlfvars, en þar voru
samankomnir nokkrir menn til að undirbúa útgáfu blaðs no. 3.
og fóru fram á öll eintök af Speglinum sem þar væri að finna,
Aðspurðir hver sökin væri sögðu þeir að í blaðinu væri að finna
klám og ærumeiðingar, seinna tókst þeim svo að bæta við
guðlastinu.
Þeir gáfust ekki upp þessir menn gáfu út annað blað sem þeir
gáfu nafnið Samviska Þjóðarinnar, settu á það nýja kápu, og í
miðopnu voru frásagnir og myndir úr blöðum sem óáreitt fengu
að vera í hillum búða, eins og Tígulgosinn og Bósi bangsi,
en þar voru að finna berorðar lýsingar á kynlífi fólks.
Eflaust hafa allir lesið þetta viðtal, en ég mátti nú til að
ympra á þessu máli.
Úlfar var dæmdur fyrir guðlast, og varð honum þetta það dýrt
að hann ákvað að selja húsið sitt og borga sínar skuldir.
En þegar hann var dæmdur var hann annar maðurinn sem
dæmdur var fyrir guðlast á öldinni, hinn maðurinn var
Brynjólfur Bjarnason, var hann dæmdur 1925, en settist síðar á
þing. þar áður var Gissur Brandsson dæmdur, 1692 til
húðláts fyrir guðlast.
Margt skemmtilegt kemur fram í þessu viðtali og hvet ég fólk til að
lesa það. Sunnudagsblaðið 6/7.
Ekki vissi ég að svona margir strákar hefðu verið prakkarar,
það meira að segja prakkarar aldarinnar.
Takk fyrir mig alltaf gott að rifja upp það sem gerst hefur,
einnig að komast að því, sem maður hefur reyndar ætíð vitað.
Það breytist ekki neitt, það hefur ætíð verið og mun ætíð verða,
Kúgun í þessu landi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fyrir svefninn.
6.7.2008 | 20:10
Kaupstaðarstúlka var í sumardvöl á sveitabæ.
Einu sinni var hún á söðli með bónda, og spyr hann stúlkuna
að því, hvort hún kunni að mjólka, hvort hún kunni að mjólka.
Hún lætur drýgindislega yfir því og sest undir eina kúnna
og fer að fikta við spenana.
>> Nú ætlar þú ekki að byrja?<< spurði bóndi.
>> Jeg er að íða eftir því, að þeir harðni,<<
svaraði stúlkan.
Eftir hana Ósk.
Hvaða líkamsrækt stuðlar að lengstu
lífi?
Það er hollt að ganga stað úr stað
en staðreynd er og því má aldrei gleyma,
að það sem stuðlar lengstu lífi að
er leikfimin sem stundar maður heima.
Spurt á hagyrðingarkvöldi. hvers
vegna ertu hér?
Þar sem menning mikil er
mæta gjarnan rímsnillingar.
Og fyrir það að fáir hér
finnast betri hagyrðingar.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Yndislegur dagur að Sólheimun.
6.7.2008 | 15:39
Vigdísarhús opnar í dag.
Sólheimar héldu upp á 78 ára afmæli sitt í gær og var af því tilefni opnað
nýtt þjónustuhús sem nefnt er í höfuðið á frú Vigdísi Finnbogadóttur,
fyrrverandi forseta lýðveldisins, og nefnist Vigdísarhús.
Frú Vigdís Finnbogadóttir opnaði húsið formlega og
Sigurbjörn Einarsson biskup blessaði það.
Í Vigdísarhúsi verður mötuneyti, bakarí, matvinnsla og skrifstofur.
Það er 840 fermetrar að stærð og er önnur af höfuðbyggingum Sólheima.
Frú Vigdís hefur alla tíð verið mikill velgjörðarmaður Sólheima og gaf meðal
annars eftirstöðvar kosningasjóðs síns á sínum tíma til eflingar starfsemi
Sólheima og verður þess sérstaklega minnst við þessa athöfn.
-------------------------------------------------
Sjáið þennan stað, sælureitur i Grímsnesinu, sem allir ættu
heim að sækja.
Er ég var að vaxa úr grasi kom ég stundum að Sólheimum,
þar var lítil vinkona okkar sem vinir foreldra minna áttu.
Fórum ætíð í sund ef veður leifði.
Þá hýstu ekki Sólheimar þær byggingar, gróður og starf
sem það nú hefur, en aldrei hefur vantað kærleikann á
þeim bæ.
Ég ætla mér að fara að Sólheimum næsta sumar, hef ekki
komið þangað í mörg ár.
Til hamingju með þennan áfanga,
Kæru ábúendur Sólheima.
Kveðja Milla.
![]() |
Vigdísarhús var opnað í gær |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fornmenjar sem verður að varðveita.
6.7.2008 | 12:06

Merkar menjar um mannavist
Á Suðurlandi er víða að finna forna, manngerða hella á jörðum
og frásagnir eru til af búsetu í þeim allt frá landnámsöld.
Hér er því um að ræða stórmerkar heimildir um búsetu í
árdaga Íslandssögunnar.
Hellum þessum hefur á hinn bóginn lítið verið sinnt síðustu ár
og ástand þeirra hefur versnað töluvert.
Mér þykir þetta afar merkilegt, ekki að maður hafi ekki vitað
og heyrt af þessu hellum, en eigi er maður alla daga að
huga að því sem til er í landi voru, það er líka svo margt.
En er ekki komin tími til að farið verði að lagfæra þá lítillega
og jafnvel sýna þá ferðamönnum undir handleiðslu kunnugra.
Ekki þýðir að hleypa fólki frjálsu um svona staði,
sem hefur samt trúlega verið gert,
það fæst nú yfirleitt ekkert við ráðið í þeim efnum.
Eins og sjá má víða um landið.
![]() |
Merkar menjar um mannavist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Frábært framlag hjá þessu flotta fólki.
6.7.2008 | 07:20
Blaðamaður hringdi, og Logi svaraði.
Nei nei, þú varst ekkert að vekja mig. Ég svaf út í morgun,
sagði Logi Bergmann Eiðsson rámri röddu,
skömmu eftir hádegi í gær,
en hann fór 18 holur á 18 mismunandi völlum á 71 höggi
á innan við sólarhring, til styrktar MND-félaginu .
Frábært framlag hjá öllum þeim sem að þessu stóðu,
ekki veitir af að styrkja MND félagið, og er það að mínu mati
algjör nauðsyn, við mannfólkið verðum að koma inn og hjálpa.
Ég er kannski að tala um eitthvað sem ég veit ekki nægilega mikið um,
en ekki held ég að það sé of mikill stuðningur, og eða skilningur
við þetta félag frekar en önnur sem starfandi eru fyrir okkar
yndislega fólk sem þarf á okkur að halda.
Farið varlega á vegum landsins í dag
sem og alla daga.
Kveðjur. Milla.
![]() |
Náði takmarkinu en tapaði hárinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fyrir svefninn.
5.7.2008 | 20:45
Palli litli var við hjónavígslu í kirkju.
,, Af hverju tókust brúðhjónin í hendur fyrir altarinu?"
spurði hann pabba sinn.
,, þetta eru bara formsatriði, drengur minn",
svaraði faðir hans. ,, Rétt eins og þegar hnefaleikamenn
takast í hendur, áður en þeir byrja að slást".
Bjarni á Mýri þótti góður heim að sækja. Ekki var búið stórt,
en Bjarni var höfðingi í lund, og alltaf átti hann brennivín
handa gestum, sem bar að garði.
Einu sinni kom Stefán frá Hvítadal að heimsækja hann.
Bjarni bjó þá með tveimur kerlingum og einhverri
vinnukonuherfu.
þegar Stefán hafði hresst sig á brennivíni Bjarna,
fór hann að tala um kvenfólk og spurði Bjarna hvort hann
hefði ekki kvenmann handa sér.
,, Varla get ég talið það", sagði Bjarni.
,, Ég fer ekki að lána öðrum það sem ég get ekki brúkað sjálfur".
Eftir hana Ósk.
Hreiðar karlsson fyrrverandi kaupfélagsstjóri
og stjórnarmaður í Kveðanda sendi oft út yrkisefni til
að glíma við á vísnakvöldum.
Eitt sinn sendi hann mér þessa spurningu.
Hvaða dýr jarðarinnar er þér verst við?
Það sem að verst er við veröldu hér
og verður svo meðan ég tóri,
er maður sem endalaust íþyngir mér
og eitt sinn var kaupfélagsstjóri.
Góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)