Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Ameríka já, en hvenær hjá okkur?

Úti í henni stóru Ameríku er það algengt að engin skiptir sér af þótt
fólk detti niður, er lamið, rænt eða drepið, því engin vill skipta sé af.
En inn á biðstofum eða á sjúkrahúsum, er það nú hápunkturinn þó
að hægt sé að kæra fyrir alla skapaða hluti.

Hvað er langt í svona afskiptaleysi hjá okkur, ekki svo mjög,
það er þegar byrjað.
Smá dæmi. Fyrir margt löngu var ég á ferð um eitt úthverfi
Reykjavíkur, það var frekar hvasst, sé konu styðja sig við grindverk,
stoppa bílinn og geng til hennar og spyr, get ég hjálpað þér eitthvað
vinan mín, Já takk það er svo mikil hálka og hvasst  að ég kemst
ekki lengra. Á ég að keyra þig heim? nei nei ég er að fara niður í
félagsmiðstöð aldraðra.
Á leiðinni þangað spyr ég hana hvort enginn hafi getað ekið henni?
Nei elskan mín það eru allir að vinna og ég missi ekki af þessum stundum
sem við fáum þarna, það er svo gaman en ég hugði ekki að veðrinu áður
en ég fór út.

En hún sagði mér að hún hefði verið búin að bíða í óra tíma,
og engin stoppaði til að bjóða henni aðstoð.
Svo þarna sjáið þið, þetta er byrjað
.
mbl.is Látin kona lá afskiptalaus í klukkutíma á biðstofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Kæru bloggvinir þið verðið nú að fyrirgefa mér kommentaleysið,
en ég hef bara ekki haft meiri tíma, búið að vera mikið að gera
í skemmtileg-heitum með fjölskyldunni.

Í morgun byrjaði ég í þjálfun aftur eftir frí sem þjálfarinn minn fór í
og ekki veitti henni af, eftir að vera búin að hnoða okkur sundur og
saman í allan vetur.

Síðan var brunað til Akureyrar, fyrst fram í Lauga, að ná í Dóru, en
það var hún sem var að fara í sneiðmyndatöku.
Snúllurnar mínar þurftu ný gleraugu, og það tók svolítinn tíma að velja
þau, eins og lög gera ráð fyrir hjá dömum.
Ekki má gleyma því að þær þurftu að kaupa garn, heklunálar og prjóna,
það var gert í Hagkaup og notuðum við tækifærið í leiðinni og keyptum
okkur salat-bar á línuna. Nú það þurfti að kíkja aðeins í bókabúð.
Eitt gerðist skondið, Guðrún Emilía hafði ekki list á nema smá af sínum
salat bar svo hún gekk frá sínu niður í plastpoka og í hólfið bak við
framsætið, síðan var haldið aftur inn á Glerártorg.
þegar við komum út aftur var Neró frekar niðurlútur, sá ég ástæðuna
er ég kom inn í bíl, hann var búin að tæta upp boxið með salat-barnum
og borða allt upp í skít sem í því var, og núna býður maður eftir því að
hann veikist, hann er nefnilega ofnæmihundur.

Þegar allir voru búnir að versla það sem þurfti og klára sín mál, þá var
haldið heim á leið, keyrðum snúllunum mínum þrem heim að Laugum.
Það var komið rok og rigning.
Fórum í kvöldmat til Millu, fengum Tacko, æði að vanda.
Núna ætla ég að fara snemma að sofa, ég var vöknuð 5 í morgun.
                        ---------------------------------------------

                      Eru hagyrðingar gáfaðri en aðrir?

                         Allir verða að una við sitt
                         enginn það getur valið.
                         það vita nú allir að vitið mitt
                         er vel yfir meðaltalið.

                     Myndir þú vilja vera varaskeifa á Bessastöðum?

                         Þeir sem heiður hæstan bera
                         í hagyrðinga glæstum fans.
                         Munu aldrei vilja vera
                         varaskeifa nokkurs manns.

Eftir hana Ósk.                         Góða Nótt.Sleeping


Flott hjá norðmönnum.

þetta eru frábærar fréttir, vonandi verða engir eftirmálar,
af þessu máli hvorki fyrir stúlkuna eða Norðmenn.

En þessi dómur er afar sterkur til að sýna mönnum fram
á að ef fólk kís að flytja til annarra landa, þá ber þeim að
fara eftir þessa lands lögum sem það flytur til.

þetta gefur kannski líka öðrum stúlkum, sem búa við
þetta ofbeldi kjark til að biðja um hjálp ef á að neyða þær
til einhvers sem þær ekki vilja.


mbl.is Fjögurra ára fangelsi fyrir að neyða dóttur sína í hjónaband
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband