Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Hvernig getur nokkur maður gert svona lagað?

Ég á barnabarn sem er 11 ára svo mér verður nú bar illt.
Að hugsa sér að maðurinn sem hún var seld til gæti framið
þennan glæp, hann keypti hana jú, en Það gat nú verið að
hann hefði ætlað að bjarga henni, nei ég var nú of bjartsýn
að halda það.

Mikið skelfing eigum við langt í land með að kenna þessu fólki
að svona geri maður bara alls ekki.
Auðvitað verða ætíð til menn sem vilja bara níðast á börnum,
en vonandi komum við alþjóðasamfélaginu í skilning um hvað
er rétt og rangt í þessum málum
.
                       Gangi okkur vel í því.


mbl.is Barnaði 11 ára stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvö hús inn á torgið, já er það?

Ég hef nú ekki séð neina skilmerkilega teikningu um þessar
hótelbyggingar, en það er nú sama.
Með þeirri aðgerð að færa tvö hús inn á torgið hlýtur ásýndin
að eyðileggjast, aðgengi að lakast, og það er ekki verið að vernda
gömlu ásýndina, eins og sagt var að ætti að gera.
Fyllið bara torgið af gömlu yndislegu húsunum okkar, já og
gleymum ekki að nota hljómskálagarðinn,
var ekki á sínum tíma verið að tala um að nota hann sem
antik garð með kaffihúsum og slíku.
Þvílíkt rugl.
það á að byggja upp gamla bæinn eins og mögulega er hægt
Rífa niður Morgunblaðshöllina, sem var algjört sjokk fyrir
augað er maður á hana leit.
Hættum að hafa þá stefnu að þjóna peningavaldinu.


Hvað höfum við að gera með hótel á þessum stað?
Hvað þarf að grafa djúpt fyrir bílakjallara, og hvað kemur
í ljós við þann uppgröft?
Gamlar minjar já eða bara sjór.
Yrði fróðlegt að fylgjast með því, sem ég vona að komi ekki til.
                                 Góðar stundir.


mbl.is Kaupmenn ævareiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Þessari visku nappaði ég frá henni nöfnu minni Ásdísi Emilíu
og fannst upplagt að birta þetta núna
.


Indijáninn

Kvöld eitt, sagði gamall Cherokee indíáni barnabarni sínu,
ungum dreng, frá baráttu sem á sér stað innra með fólki.
Hann sagði:
"Sonur minn, baráttan er á milli tveggja
"úlfa" innra með okkur öllum.

ANNAR ER ILLUR. Það er reiði, öfund, afbrýðissemi, böl,
eftirsjá, græðgi, hroki, sjálfsmeðaumkvun, sekt, gremja, minnimáttarkennd, lygar,
falskt stolt og að vera fullur af yfirlæti og egói.

HINN ER GÓÐUR. Það er gleði, friður, ást, von, rósemi,
auðmýkt, góðvild, góðfýsi, hluttekning, örlæti, sannleikur,
samúð og trú."
Drengurinn hugsaði um þetta nokkra stund
og spurði síðan afa sinn: Hvor úlfurinn vinnur?"
Gamli maðurinn svaraði, einfaldlega:

"SÁ SEM ÞÚ NÆRIR."

                                  Bæn.

            
Drottinn sem ræður öllum þjóðum yfir,
                  uppspretta lífsins, kjarni þess sem lifir,
                  leiddu oss gegnum lífsins böl og þrautir,
                  leiðbeindu oss að ganga réttar brautir.

                  Láttu þinn kærleikskraft oss alla styðja,
                  kenn oss að lifa, stríða,vaka biðja.
                  Aldrei þín hjálparhöndin frá oss víki,
                  ,, helgist þitt nafn og tilkomi þitt ríki".

Mér fannst þetta allt passa svo vel inn í daginn í dag.
Kæru vinir.

                                    Góða nótt.Sleeping



Gott framtak hjá góðu fólki.

Ég bloggaði smá um þetta mál í gær, en vill bara minna á
nauðsyn þess að við séum öll vakandi yfir mannréttindum.
Við höfum verið að taka þátt og fylgjast með réttindum fólks
út um allan heim, þess vegna verðum við að standa vörð
um það sem er að gerast rétt við bæjardyrnar okkar.

Það verður að gerast að Paul Ramses komi heim til
Íslands aftur og sameinist sinni konu og barni,
hvernig er hægt að fara svona með fólk?

Það er ekki eins og hann sé einhver glæpamaður, ef hann
væri það þá mundi ég skilja þessa meðferð.

Ég var með hugann með fólkinu sem var að andmæla fyrir
utan Dómsmálaráðuneytið í dag, þar fór allt vel fram.
Stöndum saman og verndum öll mannréttindabrot.
Þá meina ég öll.
Guð gefi okkur góðan endir í þessu máli.


mbl.is Ráðherra viðurkenni mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byrjar að batna eftir ár eða svo.

Árið sem er að líða hefur verið glóðin, sem gaus úr annað slagið
og er núna orðið að þeim eldi sem ekki verður ráðið við,
að mínu mati fyrr en eftir svona ár,
þá byrjar glóðin að dala smá saman.
en Þá verður hún búin að valda fólki usla,
sem það mun seint ná sér upp úr.það er nefnilega þannig með
allt ef að mínusinn fer að verða ráðandi í langan tíma, mun það taka
helmingi lengri tíma að ná sér upp aftur.
Allt þarf að reka eins og fyrirtæki.


mbl.is Slæmar horfur í efnahagslífinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

Hjón ein voru í samkvæmi. Þar var drukkið fast og voru hjónin,
sérstaklega frúin, orðin drukkin mjög.
Maður hennar snýr sér þá að tveimur kunningjum sínum og segir:
,, Farið þið heim fyrir mig með konuna mína og háttið þið hana.---
En, blessaðir", bætti hann við,
,, Þið verðið að berhátta hana annars hleypur hún út".

                     ------------------------

             Bölsýni. helsti galli Húsvíkinga.

               Helstan löst tel Húsvíkinga
               að heyra allar bjöllur klingja
               til varnaðar ef vonlaus kálfur
               vogar sér að starta sjálfur.
               Víghreifur á völtum fótum
               Vonast til að skjóta rótum.
               Fáirðu hugmynd fríska og góða
               fallöxina strax þeir bjóða
               hálfvita með hugsun ranga
               sem heldur að þetta muni ganga.
               Hann er nú eitthvað undarlegur
               allt á hælum sér hann dregur
               oftast nær verið eins og sauður
               álíka röskur eins og vær´ann dauður.
               Ef hann skildi nú óvænt græða
               er ekki um nema tvennt að ræða.
               Hann eflaust svíkur úr annars hatti
               eða hann stelur framhjá skatti.

Eftir hana Ósk.                 Góða nótt.Sleeping

Mannfyrirlitning og ekkert annað.

Heim með manninn Paul Ramses! Hvað er eiginlega að
vissu fólki í þessu þjóðfélagi?
Margir/flestir vilja ekki útlendinga til landsins, af hverju ekki?
Eru menn hræddir við það sem þeir ekki þekkja, eða er þetta
minnimáttarkennd, mannfyrirlitning eða bara hroki?
Það er alveg komin tími til að fólk kynnist öðrum en sjálfum sér,
sumir hafa ekkert víðsýni, hvernig er lífið án víðsýnis, ég bara spyr?

Við erum orðin alþjóðasamfélag, gerum okkur grein fyrir því,
og vinnum að því að gera þetta að skemmtilegu og uppbyggilegu
samfélagi fyrir okkur öll.

Svo er annað okkur finnst allt í lagi að flytja erlendis, bæði
til vinnu og náms, og finnst það afar skrítið ef eigi er vel á móti
okkur tekið, en hvernig erum við að bregðast við útlendingum
hér á voru Fróni.


mbl.is Mótmæla meðferð á flóttamanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fer nú að verða svolítið þreytandi.

Þreytandi, já er einhver hissa? maður fer út eins og í gærmorgunn,
hið ágætasta veður, jæja nú er sumarið að koma, ein bjartsýn,
Um miðjan daginn komið hávaða rok, þoka og rigningarfjandi,
þetta er nú búið að vara núna, að ég held endalaustAngrySick

Ef ég væri í Reykjavíkinni þá væri þetta ekki vandamál, mundi
bara fara í búðir, það er hægt að fara í Kringluna, Smáralindina,
Laugarveginn svo eitthvað sé nefnt.
Nóg er til í búðunum þó engin kaupi neitt, 
eru ekki útsölurnar löngu byrjaðar?
Annars skiptir það engu máli.
Ég á nefnilega fullt af peningum, alveg satt.GetLost

Þar sem ég bý nú á Húsavík, þá fer ég bara í búðirnar hér heima,
það er svo skemmtilegt,Smile
alla þekkir maður og getur verið að spjalla í hverri búðTounge
og ekki er nú þjónustan af lakari endanum.
Og ef mér leiðist þá er nú ekki vandi að skutlast inn á Akureyri.
Þar eru alveg fullt að búðum, góðum búðum, og þjónustan eftir því.

Svo eru líka tvær af bloggvinkonum mínum að opna búðir á Akureyri.
Ja hérna! Hún Huld er að opna Zic Zac búð með pompi og prakt á
laugardaginn, og ,,Guuuð ertu ennþá í Danmörku?"
kemur og heldur uppi fjörinu, sko hún Elsa lund, ,, þetta er ég elskan!"
Allir þang
                          Til hamingju Huld mín.Heart

Síðast í júlí mun svo hún Gréta opna snyrti Gallerí á Glerártorgi, 
                          Til hamingju Gréta mínHeart
það var sko búð sem vantaði, það má nefnilega ekki vanta svona Gallerí
þegar fyrir eru Bara sko allar búðirnar! þú veist.
Nú vantar bara gott kaffihús og matsölustað því það sem er fyrir er
bara óætt.
Maður getur svo sem klárað Glerártorg farið svo í miðbæinn og farið
á kaffihúsið þar, eða upp í bókasafn,  allir möguleikar í stöðinni.

Enn nú fer að koma sumar, svo mér mun ekki leiðast.Grin
                 Eigið góðan dag í dag.


Fyrir svefninn.

Tvær konur ræddust við. Það var skömmu eftir síðustu aldamót.
Önnur spyr:
,, Af hverju ætli hann Sigurður sé kallaður ráðunautur?"
Hin svarar:
,, Ætli það sé ekki að því að hann útvegar þarfanautið í hreppinn?"

 Glæpamaður strauk úr fangelsi en sá 
 sig um hönd og bankaði upp á í
 fangelsinu og vildi komast inn.

                      
             Á því tel ég engan vafa
             eins og núna sést.
             Að glæpamenn í huga hafa
             heima er alltaf best.


  Til að fræða stráka um hvað
   brjóstahaldari er.


            Kostagripur kann að bera
            kvennadjásnin máttugu.
            En aðallega á að gera
            úlfalda úr mýflugu.

Eftir hana Ósk.                 Góða nótt.Sleeping


Litli maðurinn. Hver er lítill og hver er stór?

Tilvitnunin litli maðurinn fer eitthvað í mig, núorðið,
örugglega notað það einhvern tíman.
Yfirleitt er talað um litla manninn er talað er um þá sem minna
mega sín í þjóðfélaginu, það er að segja, láglaunafólkið,
öryrkjana, ellilífeyrisþeganna og aðra sem þá sem ekki ná
vissum standart í þjóðfélaginu.

En hver er lítill, stór eða meðal. Það held ég að fólkið í landinu
skammti fólki eftir sinni hentisemi það hentar nefnilega ekki öllum
að umgangast alla, og er það allt í lagi, svo framarlega sem hinum
sem það vill ekki umgangast, er sýnd virðing.
Þar stendur hnífurinn í kúnni, sumir eru ekki nógu fínir fyrir suma.
Og bitnar það á börnunum einnig.

Hver vill vera litli maðurinn?             Enginn.
Biðjum við um að verða gömul?       Nei.
biðjum við um að missa heilsuna?   Nei
.

Þegar þetta gerist verðum við að sumra mati litli maðurinn,
ómagar þjóðfélagsins og þurfum ekki mannsæmandi laun.
Enginn vill sjá okkur í leikhúsinu, óperunni eða öðrum
uppákomum sem verða í okkar fallega landi.

Þess vegna erum við sett niður, já og það alveg niður í skítinn.
Og flest okkar lifa undir fátækramörkum.
Skammist ykkar ráðamenn þessa lands.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband