Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
Nálgunarbann, er það upp á punt á Íslandi?
10.8.2008 | 14:24
Hér vaknar maður upp eftir 8 daga veikindi og kíkir aðeins
í blöðin og viti menn það liggur við að maður leggist aftur
vegna reiði, já reiði út í allt og allt.
Nálgunarbann eigi framlengt.
Halda dómarar þessa lands að menn lagist á 6 mánuðum?
Nei ekki aldeilis, þeir munu aldrei gefast upp á því að koma
höggi á þann sem þeir hafa haft til að lemja í mörg ár,
og ekki bara lemja heldur líka nauðga, selja inn á, mynda
niðurlægingin er algjör, konan varnalaus, sjálfsmatið ekkert,
og hún þorir ekkert að gera nema ganga með veggjum eins
og hrædd lítil kisa. Hún mun aldrei ná sér.
Þarna eru skrímsli á ferð, annaðhvort minnimáttar eða
mannvonskuskrímsli, allavega skrímsli.
Mundi eitthvert yfirvald vilja að dætur þeirra lentu í klóm
svona skrímslis? Það held ég ekki.
Fjandinn farið nú, að taka á þessum málum eins og vera ber.
****************************
Svo langt sem sagan nær hafa verið stríð, allar götur hafa
þau verið um völd, tel ég eigi að greind manna sé eitthvað lakari
hjá einni þjóð en annarri svo valdagirni hlýtur að gera menn að
morðingjum, því morð eru það er þú sprengir bara á eitthvað
án þess að vita hvað er fyrir.
Þeim er líka alveg sama.
Og nú eru það Georgíumenn sem eru dritaðir niður, saklaust fólk.
********************************
Enn gleðin í dag er að strákarnir okkar unnu Rússana og það er
stórkostlegt fyrir þá að upplifa þessa tilfinningu,
Sendi þeim hamingju og baráttukveðjur.
********************************
Kæru bloggvinir sendi ykkur líka hjartans þakklæti fyrir hlý orð
í minn garð og verð vonandi í fullu fjöri hér eftir.
Knús til ykkar allra.
Milla.
![]() |
Skiptar skoðanir eru um nálgunarbann í núverandi mynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Snúður og Snældur frh.
8.8.2008 | 17:52
Jæja eins og ég sagði í gær taldi ég þetta nú vera að koma,
en, "NEI" í alla nótt var ég að hélt að ég yrði nú bara
eigi eldri, datt í hug er ég var búin að sofna aðeins á milli
7og 8.30. hvernig það væri gamla góða húsráðið,
soðið vatn, sykur, salt og pínu mjólk, fékk mér með þessu
þurrt ristað brauð, og viti menn hélt því alveg niðri.
Læknirinn hringdi með útkomu úr blóðrannsókninni,
Þar var allt í sómanum og hann sagði mér bara að fara vel með mig
þetta mundi koma í dag vona ég svo sannarlega að ég fái frið í nótt.
En ég hef aldrei vitað annan eins slappleika, maður dregst hér um
gólfin eins og hægfara þvara.
Má til að segi ykkur: ,, Það kom lítið ljós í dag, við kúrðum saman í
sófanum í stofunni vorum að horfa á setningu ólimpíuleikana,
hún fer að tala um að ég sé lasin, elskan litla, en segir svo,
en amma þú getur alveg talað", já ljósið mitt amma getur talað
það væri ekki gott ef ég gæti það ekki, nei sagði hún:
,, Við þurfum nefnilega að tala svo mikið saman".
Og það er sko alveg rétt hjá henni, hún elskar að tala við okkur
mig og afa.
Englarnir mínir á Laugum komu líka í gær, fóru síðan í dag að
heimsækja vinkonur sínar og skólasystur, þær eig heima að Þverá í
Öxarfirði Svo það verður dýrðarhelgi hjá þeim.
Þið vitið ekki hvað kveðjurnar ykkar hafa glatt mig mikið og þakka
ég af öllu mínu hjarta fyrir þær. Elska ykkur öll.
Ef þú gefur öðrum hrós
ótal dæmi sanna
þá er eins og lítið ljós
lifni í augum manna.
Eitt yndislegt eftir hana Ósk.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Snúðar og snældur, ég er lifandi.
7.8.2008 | 16:49
Jæja kæru bloggvinir,
guys, er hér í raun að stelast í tölvuna,
grútmáttlaus og afar flökurt ennþá.
Þið vissuð nú byrjunina á þessum ósköpum sem ég taldi
nú að mundi ganga yfir á sólarhring, en nei ekki aldeilis
það bara versnaði, hringdi í doktorinn í fyrradag og fékk að
sjálfsögðu útskýringar á þessum veirusýkingum sem koma
og fara, en mikið fjandi fara þær seint úr mér, jæja fékk stopp
við niðurganginum, en þá bara versnaði uppgangurinn, því
einhversstaðar þarf eitrið að komast út.
Svo fékk ég einhverja Bratt línu í matarræði, en það er
hrísgrjón, ristað brauð, bananar og epli þar fyrir utan átti
ég að drekka þessa líka ógeðs poveraide drykki.
síðan vildi doktorinn fá mig í gær, svona til að pota aðeins
í mallakút, allt reyndist vera eðlilegt miðað við átök,
en hann vildi fá mig í blóðrannsókn og fór ég í hana í morgunn.
Uss ég kem nú bara fín út úr henni.
Enn finnst ykkur ekki ósanngjarnt, ég með alla þessa bresti á
heilsunni og fer einu sinni á ári í eftirlit, vegna þess svo þarf ég
að fara til læknis út af upp og niður
Vona að ég geti kommentað hjá ykkur á morgun, en þið vitið
allavega að ég er að hressast.
Knús til ykkar allra.
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Fyrir svefninn.
4.8.2008 | 20:43
Sr. Stefán Stephensen prestur á Mosfelli sat eitt sinn
sýslufund með Eiríki bónda í Miklaholti í Biskupstungum.
Eiríkur hafði sótt um styrk til að gera við bát, sem notaður
var við ferjuna á Böðmóðstöðum í Laugardal, því bátinn
taldi hann óbrúklegan vegna leka.
Sr. Stefán mótmælti þessu í ræðu og sagðist sjálfur nýlega
hafa verið ferjaður í bátnum og ekkert hafa vöknað.
Þá grípur Eiríkur fram í og segir:
>> Það má vel vera,
en það er nú annað með vandaða vöru.<<
Náttsvartar rósir.
Seg mér hví þú svo dapur ert
Sem áður varst glaður o kátur.
Allt finnst mér nú einskisvert
er ekki ég heyri þinn hlátur,
því sorgin ber náttsvartar rósir.
Í hjarta mínu vex rósaviður
þar verður aldrei framar friður.
Hver ein grein ber þyrnafjöld
sem sálin stingur sérhvert kvöld,
því sorgin ber náttsvartar rósir.
Ernst Josep.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Allt á fullu í eldhúsinu.
4.8.2008 | 17:44

Dóra mín alltaf bissý í eldhúsinu, þarna er verið að baka pizzur
heima hjá Sollu og Fúsa, allir gerðu það sem þeim langaði í.
svo fór amma með börnin sín í sjoppuna að kaupa ís í gámum
og tilheyrandi sælgæti út í.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Myndablogg bara smá prufa.
4.8.2008 | 13:57
Milla frænka tók þessar myndir af frænkunum sínum
í tilefni af 17 ára afmælinu þeirra, Milla er myndatöku snillingurinn í fjölskyldunni.
Þetta er ljósálfurinn mínn hún Viktoria Ósk að baða sig í
Eyvíkurfjörunni, það er svaka fjör.
Og þetta er litla ljósið hennar ömmu sinnar Aþena Marey
líka að baða sig.
Þetta er bara prufa hjá mér kann svo lítið að setja inn myndir
en það kemur.
Knús knús
Milla.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Klósettmál bara endalaust.
4.8.2008 | 09:07
Hugsið þið ykkur ef fjandans klósettið hefði eigi farið að leka
þá hefði þetta trúlega aldrei komist upp og hann ekki dæmdur
til dauða, já til dauða! Er ég virkilega að lesa rétt?
Hann fær dauðadóm fyrir að þiggja mútur, eru mannréttindi
ekkert að lagast í Kína? Nei líklegast ekki.
Eigi er ég að mæla því bót að fólk þiggi mútur, en að dæma
mann til dauða fyrir það er forkastanlegt sér í lagi í ljósi
þess að ef hann hefði neitað að þiggja múturnar hefði
hann og hans fólk fengið bágt fyrir.
Það er eins gott að ekki er dauðarefsing lögleg á Íslandi.
Það væri þá búið að drepa marga, já bara síðan ég man eftir.
![]() |
Klósettleki kom upp um spilltan embættismann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fyrir svefninn.
3.8.2008 | 20:36
Ég komst að því hér á sænskum dögum að margir ekki
vissu hver Gustaf Fröding var, ekki er það neitt undarlegt
víð getum ekki þekt öll skáld heimsins.
Gustaf Fröding var ljóðskáld, fæddist 1860 í Alster rétt fyrir utan
Karlstad í Vërmland, alla tíð var hann talinn geðbilaður og dvaldi
hann geðsjúkrahús löngum, en þegar hann var talinn geta farið
út af sjúkrahúsinu var honum fengin Hjúkrunarkona til fylgdar.
Hann dó að mig minnir 1940.
Til Karen eftir dansinn.
Úr fögrum rósum vil ég vinda
þér, vinu minni, krans um hár,
úr minningum þér blómsveig binda
er blikni ei fram á gamalsár.
Með eigin höndum ástgjöf mína
ég ætla, kæra, að flétta þér,
þitt gráa hár skal kransinn krýna
er koldimm gröfin skýlir mér.
Svo yndisleg og ung í dansi
er ástin mín, en samt ei glöð,
--svo þyrnar eru á þessum kransi
og þrungin eitri hin grænu blöð.
Ég dropa blóðs á bránni þinni
sé blika und sveignum þér um hár,
svo kemur illt af ástúð minni
og undan mínum kransi sár
Gustaf Fröding.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Háþrýstiælupest og meira en það.
3.8.2008 | 09:51
Hafið þið upplifað háþrýstiælupest? ekki ég aldrei áður.
Var eitthvað svo ólík sjálfri mér í gær, hafði ekki list á mat,
(þá er nú mikið að) píndi ofan í mig einni hrökkbrauð um
10 leitið í gærmorgun, síðar um daginn fékk ég mér speltbrauð.
Hélt að nú væri heilsan komin, en ekki aldeilis, um fimm leitið
fór ég upp í rúm alveg að drepast í maga og uppverkjum.
Við vorum boðin í mat til Millu og Ingimars, ég sagði englinum
mínum bara að fara, en hann ætlaði ekki að fara frá sinni kerlu,
en ég sagði bara bless, með þeim tón sem mér er einni lagið.
Hann fór. Ætla ekkert að lýsa, sko hafið þið setið á WC og
háþrýsti smúlað smá bittu fyrir framan ykkur, nei hélt ekki.
um fimm í nótt var farið að róast og ég svaf til kl.8.
Sit hér núna alsæl búin að fá mér morgunmat, fara í sturtu
engillinn er að þvo koddann minn og græja svefnherbergið.
Ég finn sko allstaðar ónota angann.
Knús til ykkar allra inn í góðan dag.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Svona gerist undir áhrifum áfengis.
2.8.2008 | 17:19
Færslan hjá henni Vilborgu er verð þess að lesa hana
Biðla til allra að lesa hana.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)