Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Mikil sorg í þessu máli.

Innlent | 24 stundir | 2.8.2008 | 07:30

Röng greining:
Ungt barn lést í sjúkrabíl
í þriðju ferð til læknis.

Eftir Ásu Baldursdóttur asab@24stundir.

Barn lést eftir að botnlangi þess sprakk en þá höfðu foreldrar þess
farið með það tvívegis til læknis en í bæði skiptin voru þau send heim.
Þegar barninu hrakaði kom nágranni fólksins að sem er sjúkraliði og
hringdi á sjúkrabíl. Barnið dó á leið á sjúkrahúsið en banamein þess
var blóðeitrun vegna sprungins botnlanga. Atvikið átti sér stað í
síðastliðnum mánuði.

Það er sorglegt að svona geti gerst árið 2008.

Ég sendi foreldrum og öðrum fjölskyldumeðlimum innilegar
samúðarkveðjur Guð blessi ykkur öll.


Óhaggaður stuðningur við álver á Bakka.

„Þetta mun ekki breyta þeirri staðreynd að stuðningur ríkisstjórnarinn
við þessa framkvæmd er óhaggaður,“ segir Össur Skarphéðinsson
iðnaðarráðherra um þann úrskurð Þórunnar Sveinbjarnardóttur
umhverfisráðherra að þær fjórar framkvæmdir sem tengjast byggingu
álvers á Bakka við Húsavík fari í heildstætt umhverfismat.
„Þetta mun ekki seinka því að stóriðja rísi á Bakka um einn einasta dag."

Merkilegt að allir ráðamenn eru afar undrandi yfir vinnubrögðum
Umhverfisráðherra, sem ég er svo sem ekkert hissa á, ekki vegna þess
að þær séu ólöglegar, heldur vegna þess að þær eru siðlausar, með
tilliti til þess að ekki var gert slíkt hið sama í Helguvík.

Það er eins gott að Össur standi við þau orð sem rituð eruð hér að ofan
ritað með rauðu letri.

Það er einnig gott ef að sjálfstæðismenn mundu standa við sýn orð,
merkilegt hvað þeir eru undrandi allir upp til hópa blessaðir öðlingarnir
sem aldrei kannast við neitt.
                                                      Góðar stundir.


mbl.is Óhaggaður stuðningur við álver á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir svefninn.

                           Hreiðrið mitt.

          Þér frjálst er að sjá hve ég bólið mitt bjó
          ef börnin mín smáu þú lætur í ró,
          þú manst að þau eiga sér móður
          og ef að þau lifa, þau syngja þér söng
          um sumarið blíða og vorkvöldin löng
          þú gerir það, vinur minn góður.

                                      Þorsteinn Erlingsson.


Kæru vinir ég er búin að vera svolítið þreytt í dag, á ekki
gott með að þola hitann, þannig að ég hef verið löt hér á
blogginu, ekki komentað sem skildi, vona að mér sé fyrirgefið það.

                         Hægt að segja við óvin.

                  Ég veit um
bók með fullt af fólki
                  sem er vitrara en þú.
                           "Hvaða?"
                  --Símaskránna
.Grin

                        Börn allsnægtanna.

                Við eigum að skammast okkar
                með allt til alls
                alla vegi færa
                allt lífið framundan.

                Við hefðum átt að alast upp
                fyrir dúk og disk
                þegar fólk hafði hvorki
                til hnífs eða skeiðar
Crying

Höfundur ónefndur.
                                       Góða nótt
.
Sleeping


Strengjabrúður, já hljóta að vera það.

Strengjabrúðurnar í þessu máli, já hvað eru þær margar,
og hverjar eru þær.
Við vitum nú um Þórunni Sveinbjarnardóttur. Hún segir:


,,Undirbúningur vegna álvers á Bakka var skemmra á veg kominn
en vegna álvers í Helguvík, og er það helsta ástæða þess að nú
var tekin ákvörðun um að álver á Bakka fari í heildstætt umhverfismat,
en slíka ákvörðun var ekki unnt að taka vegna álversins í Helguvík".

Sérkennilega til orða tekið, ekki unnt að taka slíka ákvörðun um álverið
í Helguvík, hefði sem sagt verið gert ef unnt hefði verið.
Það er eins og það sé verið að leita eftir einhverju til að takast á við
svo ég taki nú ekki stærri orð mér í munn.

Ekki var talið að það myndi standast meðalhófsreglu að ógilda úrskurð
vegna Helguvíkur, en nú var ekki litið svo á að gengið væri gegn þeirri
reglu, sagði Þórunn.

Hafið þið heyrt meira rugl um ævina, að sjálfsögðu á ekki að ógilda
úrskurð vegna Helguvíkur. Óska bara þeim vinum mínum á
Suðurnesjum alls hins besta.
Enn það átti eigi að fara í þetta mat hér norðan heiða, mismunun
á landshlutum er til skammar fyrir strengjabrúður þessa máls.

Ég tala um strengjabrúður vegna þess að augljóst er að einhverjir
vilja alltaf allt, fyrst og fremst fyrir sunnan, og hverjir stjórna
strengjabrúðunum? Skildi nokkur geta svarað því? 
 
Hvernig er það með þetta fólk sem kosið var á þing af okkur hér
í þessu stóra og mikilvæga kjördæmi, eru þeir bara upp á punt
á þingi?
Á tæru er, að eigi verður hlaðið undir þá aftur.


mbl.is Undirbúningur skemmra kominn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband