Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
Voru þeir hræddir greyin!
3.9.2008 | 16:19
Ljósmæður fengu aðeins 25 að fara upp á palla Alþingis.
Svona prúðar og stilltar konur var þeim eigi treyst? Ekki
það að við getum svo sem beitt okkur konur ef þörf krefur
enda veitir ekki af því reynt er að traðka okkur niður í
svaðið frá öllum vígstöfðum.
Engin skal samt halda að það takist, nú skulu þeir bara semja
við þessar bráðnauðsynlegu konur annars er voðin vís.
Eins og á svo mörgum öðrum sviðum.
Baráttukveðjur.
Lokað og læst á ljósmæður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Takið eftir prakkarar! nei ég meina bloggarar.
3.9.2008 | 13:22
Bloggarar á kaffihús á Akureyri!!!
Þá er komið að því. Bloggarar á Akureyri, í nágrenni Akureyrar
og þið sem eigið leið um.
Við ætlum að gera okkur glaðan dag og hittast á kaffihúsi
næstkomandi laugardag.
Staður og stund:
Kaffi Karolína, Listagilinu
Laugardagur 6. sept. kl. 16.00.
Gott væri að þú tækir góða skapið með þér.
Vonum að sem flestir mæti og eigi skemmtilega stund með okkur
Þið sem lesið, endilega setja þetta inn á síðuna hjá ykkur og/eða látið
sem flesta vita af, sem áhuga kynnu að hafa.
Takk takk
Tók þetta af síðunni hennar Önnu Guðnýjar í von um að einhverjir
fleiri sjái boðin um hitting.
Það eru allir bloggarar velkomnir.
Kveðja
Milla.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Á nú eigi til orð, en set samt nokkur á blað.
3.9.2008 | 07:50
,,Ég þekki það af eigin raun að borgarfulltrúi Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
fylgir hvorki sannfæringu sinni í þessu máli eða stendur yfirleitt við orð sín.
Það er ekkert að marka orð þín, borgarfulltrúi Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson,
og ég bíð spenntur eftir að sjá hvaða dúsu þú færð að launum fyrir hlýðni
þína við flokkinn og einstaka sviksemi við mig,"
sagði Ólafur F. Magnússon, fyrrverandi borgarstjóri Reykjavíkur, í umræðum
um tillögu sína um atkvæðagreiðslu um framtíðarstaðsetningu flugvallarins í
Reykjavík.
Ég vill nú að flugvöllurinn verði í Reykjavík, en þvílíkur dónaskapur að láta
þetta út úr sér, og sama er við hvern hann væri að tala, þá er það lágkúra
af verstu tegund að væna menn um að taka við dúsum.
Ég spyr: ,,Er flugvöllurinn, Ólafs einka-draumabarn,eða hvað?"
Talar um sviksemi við sig, það er nú eitthvað sérkennilegt við svona orðalag.
Flugvöllurinn er í landi Reykjavíkur, en málefni allra landsmanna.
Vilhjálmur svaraði fyrir sig, sagði ummæli Ólafs dæma sig sjálf og bætti við að
hann ætlaði ekki að hreyta fúkyrðum í hann á móti.
Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri kom jafnframt í pontu og sagðist ekki
ætla að fara niður á plan Ólafs og sagðist neita að svara ómaklegum spurningum
hans um menn og málefni.
Það er að sjálfsögðu alveg réttmaður eltir eigi ólar við skítkastið.
Hanna Birna lagði hins vegar til frávísunartillögu sem samþykkt var með öllum
atkvæðum borgarfulltrúa - utan Ólafs.
Eitt sem ég skil ekki, hver sem á í hlut.
Er hægt að hafa svona fólk í pólitík?
Ólafur hellti sér yfir Vilhjálm Þ. | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fyrir svefninn.
2.9.2008 | 20:09
Eins og ég sagði í gær eru engin takmörk fyrir orkunni.
Fór í þjálfun í morgun, gekk bara vel þó ég sé ekki nema
nokkrar mínútur í einu þá er það heilmikið fyrir mig.
Síðan fór ég að kaupa mér hreindýrahakk og bollur
þetta eru fitulausar kjötvörur, bollurnar eru hreint kjöt.
Fengum okkur te og ávaxtabrauð er ég kom heim.
Lagði mig og svaf til kl eitt.
jafnaði mig aðeins og svo fórum við í búðina til að versla
svona ýmislegt sem okkur vantaði.
Á leiðinni heim datt mér í hug að koma við í Setrinu,
sagði Gísla bara að ég mundi hringja er heim vildi koma.
Hef sagt ykkur frá Setrinu það er geðræktarmiðstöð, jú ég
mundi gjarnan sjálf vilja kalla þetta alhliða mannræktarstöð.
Þarna er opið 5 daga vikunnar og er hægt að gera allt frá því
að spila á spil og upp í að bara spjalla saman.
Komst að því að það vantaði fólk til að halda utan um föndurdaganna
sem eru á þriðjudögum og var ég nú ekki lengi að bjóða mig fram til
þess sem var bara vel þegið.
Nú þarf ég bara að fara að taka saman allt sem ég hef verið að kenna
í gegnu árin og sjá út hvað við getum gert hverju sinni.
Mun ég svo setja á jólaföndur í byrjun nóvember, svo hægt sé að gera
sitthvað sem fólk getur gert til jólagjafa.
Og vitið þið ég er svo glöð að hafa gert þetta, ég hef alltaf elskað að
kenna föndur og bróderi, ég hlakka bara til.
Hringdi svo heim og þau komu að sækja ömmu litla ljósið og afi.
Ég er að eilífu dundi,
sem aldrei neinn ríkdóm gaf.
En hætti ég aðeins hálfa stund,
mína hamingju fennir í kaf.
oft heyrði ég spott og hlátur,
því hver skilur iðju þá
að sitja og dunda sem drengur í leik
við draumspil sem engin sá?
Mér aldrei var hvíslað í eyra,
að yrði ég ríkur og sæll;
Þó dunda ég áfram hvern einasta dag
sem auðmjúkur, stritandi .ræll.
Ég get ekki sagt með sanni,
hvert sæki ég þetta dund,
en á þess er lífið gylling og glys
og grafið í jörðu mitt pund.
Bjarni M. Gíslason.
Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Verð víst að vera mem.
2.9.2008 | 07:47
Verð víst að vera mem finnst uppáhaldið mitt er að klukka mig.
Fjögur störf sem ég hef unnið.
Loftleiðir. Er svo gömul Hí, hí.
Íþróttahúsinu í Sandgerði.
Barnum í flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Tískuvöruversluninni Stórum stelpum.
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á.
Pritty Women.
Love story.
Þumalína.
Harry Potter. allar.
Fjórir staðir sem ég hef búið á.
Reykjavík.
Sandgerði.
Ísafirði
Húsavík.
Fjóror sjónvarpsþættir sem mér líka.
Fréttir og Kastljós
Fræðslumyndir.
Cold case.
C.I.A.
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríinu.
Suðurland.
Norðurland.
Vesturland.
Austurland.
Ég er kannski lummó, en hef líka oft komið til útland.
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg.
Heilsu síður
BB
Vf
facebook
En kannski eigi á hverjum degi.
Fernt sem ég held upp á matarkinns.
Fiskur allur nema ýsu.
hreindýrakjöt
kjúkling
Grænmeti/ávexti.
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft.
Pollýanna.
Öldina okkar.
Læknisdómar alþýðunnar.
Barnabækur.
Eigi get ég nú skilað þessu skilmerkilegra.
Takk fyrir mig.
Uss svona er að kunna ekkert á málin.
Ég klukka hér með.
Anítu Björk.
Hallgerði.
Vibbu.
Ernu.
Koma svo.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Flott hjá þér Ólafur Magnússon.
2.9.2008 | 07:03
Ástþór Skúlason til hamingju, nú getur þú verið í hinni
yndislegu sveit þinni áfram.
megi hamingja og gleði fylgja ykkur um alla framtíð.
Fékk styrk til að leysa út vélarnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir svefninn.
1.9.2008 | 21:47
Í dag er engillinn búin að vera á fullu, skipti á rúmunum þvoði,
þurrkaði og gekk frá, hann þreif viftuna fyrir ofan eldavélina, þið
vitið þetta apparat sem ætíð er fitugt oj, oj, á meðan tók ég ísskápinn
að innan og utan, reyndar bara lauslega, þurrkað var af öllum borðum
og slíku í eldhúsinu.
Nú ég þurrkaði af öllu og gerði svaka fínt og svo kom ryksugan á fullu
og tók allt ryk, eða næstum því mér finnst alltaf ég þurfa að moppa yfir
parketið þó það sé búið að ryksuga, maður er náttúrlega bilaður.
Nú ég var búin að fara í morgun og kaupa allskonar te og keypti mér
eina Eriku, var búin að ákveða að baka ávaxtabrauð (heilsubrauð)
æðislega gott á morgun ætla ég að baka brauð með miklum fræjum í.
Eitt ætla ég að segja ykkur, það eru ca mánuður síðan ég byrjaði á
lífstílsbreytingunni minni, hann bróðir minn var búin að sega mér að
ég yrði undrandi á svo mörgu eftir smá tíma, það reyndist rétt, ég
er undrandi og afar glöð yfir öllum þeim krafti sem komið hefur í
mig, ég er öll miklu léttari áræðnari í því að treysta mér í eitt og annað
sem ég hélt að ég gæti ekki gert, núna læt ég bara vaða og það verður
bara að hafa ef ég verð þreyt,Um helgina var svo áhugavert og gaman
að ég gleymdi bara að vera þreytt. það er að koma niður á mér núna
en tekst á við það.
Þetta þakka ég breyttu matarræði og ekki síst reglulegum matartímum
og að hafa tekið þessa ákvörðun og mér er að takast að standa við hana.
Vornótt.
Hvort ertu vakandi ennþá?
heyr, álftirnar svífa hjá
syngjandi um vonsælu vorsins;
hún vaknar-- mín sæluþrá.
Hún er svo furðuleg, ástin,
vermd æskunnar fornu glóð,
að jafnvel í hálfgömlu hrói
hoppar hún sælurjóð.
Og nú meðan svanirnir syngja
um seinfundið ævilán,
við mætumst í heimför hjartans,
sem hvorugt gat verið án.
Bjarni M. Gíslason.
Ég vildi að það væri vor. Góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Vilja uppbyggingu á Húsavík.
1.9.2008 | 08:47
kemur það eitthvað á óvart að Húsvíkingar vilji bjarga sér?
Tel ekki, þeir eru vanir að gera það, en bara svo fjandi erfitt
er enga atvinnu er að fá, allt fast, er reyna á að starta einhverju,
ekkert þolinmótt fé handbært, eða bara ekkert fé yfirleitt.
Því það fer í allt annað en að byggja upp á landsbyggðinni
Það kemur mér svo sem ekkert á óvart að fólk skuli ekki vera
sammála er reisa á eitt stykki álver, en allir eru samt sammála
um að hér þurfi uppbyggingu.
Sú hugmynd, er búin að vera að gerjast í hugum vitra manna í
ja trúlega 25 ár, gerðist eitthvað, nei ekkert gerðist.
Eigi er ég að segja að einhverjir hafi ekki reynt að klóra í bakkann,
en hjá flestum illa gengið.
Nú Friðrik í Bókabúðinni hefur eigi miklar áhyggjur þótt álverinu
seinki um eitt ár, hann er hlynntur álveri svo fremi sem það
hefur ekki neikvæð áhrif í samfélaginu.
Hann segir okkur hafa verið án álvers frá örófi alda og ef við
deyjum út af 12 mán töf, þá er illa komið fyrir okkur.
Hann segir eina stóra álglýju í augum vorum.
Friðrik er sannfærður að einhver iðnaður komi á svæðið,
hvort sem það verði álver eða eitthvað annað.
Fyrir þá sem eigi vita er Friðrik sá mæti maður í sveitarstjórn
fyrir sjálfstæðisflokk og óháða hér í norðurþingi.
Nú eigi er ég sammála þér Friðrik.
Auðvitað hefur það áhrif ef öllu seinkar um eitt ár, það segir sig
sjálft, kannski verður þá bara ekkert af álverinu,
er það kannski það sem þeir vilja.
Auðvitað hefur álver áhrif í samfélaginu, við getum ekki lokað
augunum fyrir því, í nokkur ár á meðan allt er að klárast og
glýjuglampinn að fara úr augum vorum, verður bærinn okkar
eitt sár, en hvar eru ekki sár þar sem uppbygging fer fram?
Friðrik er sannfærður um að einhver iðnaður komi á svæðið hvort
sem það verður álver eða eitthvað annað, HALLÓ! HALLÓ!
Hvað er að gerast, ég taldi vin minn Steingrím Sigfússon eiga
með húð og hári, setninguna, "eitthvað annað."
Við höfum engan tíma til að bíða eftir einhverju öðru, þegar það
kæmi væru allir fluttir í burtu vegna atvinnuleysis.
Og engin til að versla í búðum vorum.
Tek það fram að eigi hef ég neitt á móti Friðriki, hann er mætur
drengur, en ég er bara ekki sammála honum í þessu.
Aðalsteinn Örn Snæþórsson er í sveitarstjórn fyrir VG.
Hann varar við því að álver geti orðið of stór biti fyrir sveitarfélagið
og samningsstaða sveitafélagana verði engin.
Svipað og kaupfélagið og fiskvinslan forðum, bara miklu stærri.
hann hefði viljað sjá fleiri og smærri einingar.
Hann er eigi á móti orkunýtingu, en vill hlýfa Gjástykki.
Það gæti alveg verið rétt hjá honum, en hægan, treystir hann ekki
mönnum hér til að standa á sínum rétti?
Nú sveitarstjóri vor sá ágæti maður Bergur Elías Ágústsson, stendur
í brúnni og ver gjörðir sem aldrei voru til umræðu að framkvæma, enda
ólöglegar. Hann stendur með okkur öllum sem klettur bara ef við viljum
sjá klettinn fyrir þokunni í okkur sjálfum.
Góðar stundir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)