Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Reiðina á brott.

Oft á morgnanna er ég sit yfir morgunmatnum og les gott efni í bók, þá reikar hugurinn, í morgun bar á góma í bókinni, reiðin, hvenær hún byrjar, hversu djúp hún er, hvaða áhrif hún hefur, sér í lagi ef maður hefur ekki tækifæri á að henda henni út.

Kemur stundum fyrir að ég fyllist reiði og sársauka, spyr mig, af hverju? Í morgun reikaði hugurinn og mér datt í hug atvik sem gerðist er ég var 17 ára þá var ég á lýðháskóla í Svíþjóð, veiktist og sofnaði inni hjá vinkonu minni og svaf þar alla nóttina. Daginn eftir var ég kölluð á teppið til formanns nemandaráðs, sem tjáði mér, sárlasinni, að það ætti að reka mig úr skólanum, ég hefði haldið partí í herberginu mínu kvöldinu áður, Ég leit á manninn með algjörum aula svip og var nú ekki að skilja það, reiddist, hvæsti, og klóraði þar til ég var búin að koma mannfjandanum í skilning um að ég væri veik og hefði bara sofnað í öðru herbergi, málið var skoðað betur, og ég ekki rekin og enginn því þeir gátu ekki sannað hver hefði verið að verk. Löngu er ég búin að henda þessari reiði í ruslið, enda fannst mér þetta nú bara fyndið.

Svo er það reiðin út í þann sem gerði mér lífið leitt, þannig að maður tiplaði á tánum og lét stjórnast af aðstæðum, ég hélt að ég hefði svo mikið að passa sem voru börnin mín, en þar feilaði ég mig, auðvitað vissu þau hvað var að gerast, ég bara vissi ekki að þau vissu, og hefði átt að hafa meiri kjark, en hræðslan var skynseminni yfirsterkari

Reiðin vegna andlegs og líkamlegs ofbeldis er slæm og gerði ég mér fljótlega grein fyrir því að hana þurfti ég að hreinsa út, byrjaði að vinna í því, taldi mig nokkuð á veg komna með það, en komst að því í morgun að betur má ef duga skal, en eftir þá uppgötvun sem ég fékk við lestur þessa góða kafla í bókinni, létti mér stórum, komst að því að þó svo að reiðin muni dúkka upp endalaust þá er auðvelt að losna við hana er ég er orðin meðvituð, en ekki meðvirk.

Bróðir minn sem býr í Japan sendi mér skilaboð á facebook í gær þar sem hann er að senda mér diska með efni sem ég mun segja ykkur frá síðar, en hann ritaði:

"Hae Milla min, eg er buinn ad kaupa thetta og er ad send ther thad sem fyrst. Nadi i baedi Qi Gong og Tai Chi DVD, bara skella theim i og byrja, en byrjadu haegt Milla min, ekkert ad flyta ser. Elska thig og bid fyrir thinum bata og heilsu, thu hefur svo margar godar asteadur til ad lifa langt og gott lif, BARNABORN og komandi barna-barnaborn og thannig! Og svo godur kall (loksins) sem elskar thig og ser vel um thig. Heyrumst.. "

Er þetta ekki fallegt, þetta er litli bróðir minn, reyndar fæddur 1958, en hann er yngstur og var ég sú fyrsta sem fékk hann í hendurnar er búið var að gera honum til góða, mamma átti hann heima eins og okkur öll.

Þarna kemur hann með, að ég eigi góðan karl sem elskar mig og sér vel um mig, það er svo rétt og ég elska hann líka, hann er búin að hjálpa mér afar, og ég honum, en það má aldrei gleyma því í góðum samböndum (Ekkert samband er fullkomið) að maður er ekki undirlægja, stendur ekki í þakkarskuld, gerir bara hlutina án orða og kröfulaust, það er kærleikurinn.

Já það er margt sem leitar á hugann og mér þykir afar gott að skrifa um það, ég segi: ,,reiðina verða allir að losa sig við, hún er bráðdrepandi og gildir í allri okkar hegðun, fyrirgefum sjálfum okkur fyrir að leifa veiku fólki að fara illa með okkur og biðjum góðan guð að sýna þessu fólki umburðalyndi eins og hann sýnir okkur."

Kærleik sendi ég ykkur inn í góða helgi
Milla
Heart

 


Kannski ég geti hlegið í ár

Það hefur nefnilega verið þannig undanfarin ár að ég hef ekki haft húmor fyrir skaupinu. Oftast hefur mér fundist að menn séu ekki að gefa allt sitt, sleppa fram af sér beislinu, frekar að margir hefti sig í sérgæskunni, mín skoðun.

Eina ástæðan fyrir áhorfi mínu á skaupið er að það er venja að setjast niður með börnum og barnabörnum, borðið hlaðið kræsingum svo engin þurfi nú að standa upp til að ná sér í gúmmiladet, horfa og reyna að kreista fram bros, kannski get ég hlegið í ár, það er jú kreppa, og eru kröfurnar ekki minni er svo er.

Vona að engin móðgis
tWhistling
mbl.is Algjört leyndó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Get nú ekki orða bundist,

Nýtt upphaf af hverju, ekki er búið að laga stöðu heimila í landinu, það er nefnilega ekki nóg að lengja og færa til, fólk verður í endalausum skuldum, á meðan á fólk ekkert nýtt upphaf.

Veit vel að það þarf að laga og byggja  sjúkrahús, en var þetta rétti tíminn, þarf ekki að jafna fjármagninu út um allt land, svo allir hafi vinnu. maður er nú svo oft búin að heyra að það sé verið að vinna og það vel og á fullu í öllum málum, en því miður verð ég ekki vör við það.

Eina sem ég verð vör við er hnúturinn í maganum er ESB og AGS ber á góma, siðlausari skrípaleik hef ég ekki heyrt um áður, en þetta eiga allt að vera svo góðir menn í ESB og AGS að þeir veita okkur mun betri skilmála en öðrum, Fjandans kjaftæði er þetta eiginlega.


mbl.is Nýtt upphaf markað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að mínu mati glæpur,

Er engin væntumþiggja til þessara barna frá foreldrum, það getur ekki verið. foreldrarnir eru í sinni egóisku græðgi að nota nöfn barnanna sinna til að búa til peninga, og tekin voru lán til að fjármagna stofnfjárkaupin, hef ekki heyrt neitt svona siðlaust sem þetta.

Átti þetta að vera til að góður stofn væri til fyrir börnin er þau eldri yrðu, tel eigi vera svo. þegar ég var skýrð fékk ég mína fyrstu bankabók í Landsbanka Íslands, það átti að vera stofn fyrir mig, en ekki varð nú mikið úr þeim peningum, en það er nú allt önnur Ella.

Spyr sjálfan mig, hvernig uppeldi þessi og mörg önnur börn fá, hér á landi, þau eru alin upp í því að allt sé þeim falt og þau megi og geti allt, þeim er ekki kennt siðferði á neinn handa máta, og þetta er miður.

Hvernig verður sú kynslóð sem er að vaxa úr grasi? Gæti lýst því á marga vegu, en læt öðrum það eftir, að lesa í það.


mbl.is Arður barnanna fór upp í lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jammý jammý.

„Guðmóðirin" með karlabúrið dæmd í fangelsi

Kínverskur dómstóll hefur dæmt „guðmóður" skipulagðra glæpasamtaka  í átján ára fangelsi, eftir umfangsmikil réttarhöld sem hafa vakið mikla athygli í Kína. Ekki síst hafa vakið athygli sögur af kynlífi og spillingu guðmóðurinnar.

 Talandi um karlanna þeir komast nú ekki með tærnar þar sem konurnar hafa hælana, þetta hefur maður nú alltaf vitað, en er ekki skemmtilegt að lesa svona um það svart á hvítu, sko ég meina það, hún var með allan pakkann, ólöglegt spilavíti, fíkniefnaviðskipti og svo ég tali nú ekki um kynlífið sem auðvitað fylgir þessu öllu, ekkert fútt í þessu án þess, ef maður fær nú ekki titring á suma staði.
Æ,Æ,Æ.

 Xie, sem keyrði um á Mercedes Benz bifreið, var eigandi margra glæsihúsa og var með ,,karlabúr" með sextán ungum mönnum sem áttu að veita henni kynferðislega greiða.

Karla búr, mamma mía, klók hefur hún verið, segir sig sjálft, að betra er að hafa þá við hendina og getað pikkað út þá sem manni langar í þann daginn, þá þarf ekki að fara á veiðar eins og tíðkast hjá vesturlandaþjóðunum, nú þetta gerðu þeir sem áttu og eiga kvennabúrin, og létu vana ræfilskarlanna sem höfðu eftir lit með konunum í búrunum.

Xie er mágkona fyrrverandi dómstjóra í Chongqing, Wen Qiang, sem einnig er flæktur í spillinguna. Hann var lögregluforingi í sextán ár áður en hann varð yfirmaður dómsvaldsins í borginni. Hann er hæst setti embættismaðurinn sem er flæktur í málið, en í málinu öllu er búið að handtaka 1.500 manns. Wen er ásakaður um að hafa verndað mikinn spillingarvef sem inniheldur kaupsýslumenn, embættismenn og mafíósa.

það eru krossatengsl þarna eins og hér, ekki að spyrja að því, en hvað skildi hún gera í fangelsinu þessi vitra kona, jú hún mun útbúa sér net af þjónum sem verða eins og duft fyrir fótum hennar, og gera allt sem hún fer fram á, þær kunna þetta sko.

Ættum við kannski að fara út og læra, nei ég segi svona,
maður gæti nú grætt einhverja peninga,cool tilhugsun
.WhistlingPoliceNinja


mbl.is „Guðmóðirin“ með karlabúrið dæmd í fangelsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins! Loksins! Loksins!.

Já loksins kom að því að ég komst á aldurinnSmile svo nú er ég komin á ellilífeyrir, fæ hann um næstu mánaðarmót. Málið er að síðan ég varð 60 ára hef ég notið þess í botn að vera orðin gömul, mér hefur nefnilega fyrirgefist svo margt, vegna aldurs, eins og gleymsku, daðri, ræðusnilli (að mínu mati) það hefur nú samt brunnið við að sagt hefur verið: "MAMMA!!!!!" Cryingeða hitt þó heldur, nýt þess í botn

Þetta með gleymskuna, eru smámunir því ég man sko betur en ungviðið í kringum mig, satt og rétt.
Skondið fannst mér hér á dögunum og hló dátt, er inn um póstlúguna datt  póstur frá þessari frábæru Tryggingarstofnun, í honum voru bæklingar til þess ætlaðir að kynna mér rétt minn og skemmtilegheit, og eigi má gleyma bótaupphæðinni, hún er svo til fyrirmyndar að maður getur farið að leifa sér allt.InLove

Nú það komu einnig bæklingar frá bæjarfélaginu með öllu því sem þeir bjóða upp á, og það er ekkert smá, var svo glöð, bara að ganga í eldri borgara félagið fyrir 2000 á ári og þá fær maður afslátt í svo mörgum búðum, í leikhús, ferðalög, en einn hængur er á að er ég hef augum litið auglýsingar um svona helgarferðir fyrir okkur þá hefur mér fundist það svo dýrt að ég hef ekki efni á þeirri skemmtun, auðvitað er þetta ekki dýrt, það er bara ég sem hef ekki efni á þeimW00t

Komst að því að þó ég sé orðin 67 ára, þarf ég að borga útvarpsgjaldið og skatt í öldrunarsjóð, það er ekki fyrr en ég verð 70 ára að ég slepp við þær greiðslur, hef ekki heyrt það heimskulegra þeir hafa sko lag á að blokka mann þó á bætur séum komin. og nú er ég farin að hlakka til að verða 70 áraWizard 

Ég hef nú aldrei kviðið ellinni eins og sumir kalla aldurinn hef aldrei haft aldurskomplexa og finnst ég ekkert gömul, á meðan ég get leikið sér við barnabörnin sem eru á öllum aldri, er ég ekki gömul, en um leið og þau fara að fara í taugarnar á mér þá er ég sko orðin gömul og eins gott að koma sér á elliheimilið, en eins og ég hef sagt áður þá ætla ég að að reykja, drekka, djamma og daðra þar, held að það sé staðurinn og rétti tíminn, ég get nú haldið mér edrú á sunnudögum ef einhver mundi nenna að heimsækja mig, það er ekki skylda.Whistling

Jæja elskurnar er hætt þessum ræðuhöldum þó ég elski að láta mína fögru rödd heyrast, þá eru nú takmörk.

Er að fara á eftir í rannsókn upp á spítala Gísli minn í sína B12 sprautu og svo bara höfum við það huggó í dag, en ég ætla að halda upp á afmælið seinna.

Ein bloggvinkona mín talar um að hún hafi orðið glöð að fá hól um daginn, málið er krakkar að hól er það sem á að koma inn í okkar líf á hverjum degi, það er hægt að hæla á svo margan hátt og hólin eru yndisleg, eins er kærleikurinn, ljósið og gleðin, munið þetta allt og þá líður ykkur betur.

img_new_929008.jpg

Í  tilefni dagsins set ég eina mynd af okkur gamla settinu, hún
er tekin 1996 í nóv.


100_7569.jpg

Tekin á jólunum í fyrra.

100_7405.jpg

Svona lít ég út í dag

img_new_929011.jpg

Þó ég sé nú afar ánægð með mig eins og ég er þá
mundi ég verða afar glöð ef ég færi niður í þessa þyngd.


MillaInLove

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband