Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Útmokstur, ll.

Það vantaði ekkert upp á sjálfsálit, sjálfsmat og stolt mitt er ég var ung og ekkert búið að gerast nema eitthvað skemmtilegt í mínu lífi. Svona man ég þetta, en auðvitað eins og ég hef sagt frá áður þá var ég ofæta frá því að ég man eftir, einhver hefur verið ástæðan fyrir því, held, nei ég veit að ég hef lokað á vandamálið, kunni ekki að leysa það og hafði bara ekki vit til, lét mig svona fljóta yfir og með öllu.

Ég fékk að lifa og leika mér að vild bara helst ekki heima hjá mér, fór í skóla erlendis það var svo fínt síðan til London að læra ensku, hundleiddist þar og þar sem ég náðu öllu því sem ég vildi fram á einhvern hátt þá greip ég tækifærið er konan sem ég var hjá vildi ekki leifa vinkonu minni sem var að taka þátt í Miss World keppninni að koma í heimsókn til mín, hún var nefnilega búin að biðja mig um að geyma skautbúninginn eftir keppni, en konunni þótti hún ekki góður pappír, verandi að taka þátt í svona kroppasýningu.

Var ekki lengi að pakka öllu mínu og fór daginn eftir til vinkonu minnar, þá var konan búin að reyna að gera allt til að ég færi ekki, en ég sýndi henni bara drambið, hún hafði móðgað vinkomu mína, en það var ekki málið heldur það að ég vildi komast heim því ég var svo ástfangin.

Er heim kom var ekki tekið vel á móti mér, sko ekki af mömmu, en pabbi minn var ætíð sami öðlingurinn og knúsaði bara litlu stelpuna sína, hann kallaði mig það alltaf.

Fyrir löngu síðan uppgötvaði ég vandamálið, jú við mamma áttum tæplega skap saman eða bara alls ekki, hún átti bara samleið ef henni hentaði og ástúð kunni hún bara að sýna eftir sínum behag, en ég elska hana nú samt, veit að það er ekki henni að kenna að hún fékk þetta uppeldi og þakka guði fyrir að hafa fengið það vit að koma mér út úr þessari vitleysu. Elsku pabbi minn drakk ótæpilega og allt í einu voru ekki til nægilegir peningar og auðvitað var ég að þroskast og vera meðvitaðri um vandamálin í kringum mig.

Út á við var ég talin drambsöm, snobbuð og stolt, en missti nú samt vinkonur a´því að ég fór að vingast við stelpu sem var fátæk. Ég var stolt og mér er tjáð að ég gangi um eins og drottning, en það er nú bara mitt fas og get ég nú ekki gert að því, enda engin löstur að bera sig vel.

Þegar heim kom varð ég fljótlega vanfær og var orðin móðir og gift kona 19 ára. Ekki fékk ég að ráða brúðarkjólnum mínum, ekki veislunni og alls ekki hvernig heimilið mitt var, slík var stjórnsemin í henni móður minni, veit hún var fær á öllum sviðum, en ekki er nú sama hvernig maður segir hlutina.

Þetta var byrjunin á falli sjálfsmats míns og það hélt alveg inn í næsta hjónaband, þar fékk ég ekki að ráða litunum á veggjum hússins, teppinu á gólfunum, en fékk að velja höldurnar á eldhúsinnréttinguna.

Hvað gerði ég til að þetta gerðist í mínu lífi, jú ég setti ekki mörkin og fannst það kannski þægilegt að gera það ekki, ég var jó drolla sem hafði verið alin upp í snobbi og hreyfst með í því, vildi fá allt sem mér datt í hug, eða svo var mér sagt, en þakka guði mínum fyrir að komast út úr snobberíinu.

Ég var alin upp í góðum gildum, bæði af foreldrum mínum og svo ömmu og afa í Nökkvavoginum, ég elskaði þau afar mikið. Þessi gildi sem mér voru kennd þá aðallega af ömmu og afa hjálpuðu mér til að byrja að lifa eðlilegu lífi, en það var ekki auðvelt því þáverandi maðurinn minn var algjört snobb,  moka því út síðar.

Ég tel að ástæðan fyrir því að ég lét þetta allt yfir mig ganga, hafi verið hræðsla, nú mamma stjórnaði með með kjafti og klóm og maður bara hlýddi af ótta við fýluna og heiftina sem maður fékk ef maður gerði ekki allt eins og hún vildi og svo tók þáverandi við og maður bara hlunkaðist meir og meir niður, en bara inn á við, alltaf hélt ég öllu góðu og fínu á yfirborðinu.

Ekkert skrítið að ég skildi verða stjórnsöm, sko er ég lokaði endanlega á stjórnsemi mömmu þá fór maður að njóta sín, nei í alvöru þá er ég fædd stjórnsöm og tel það vera mikinn feng að fá það í vöggugjöf, en það þarf að læra að beita henni rétt. Ég er ennþá að stjórna, en reyni að gera það ekki, en samt finnst mér að ég eigi stundum rétt á því, allavega að segja mitt álit.

Eins og ég hef sagt áður þá er ég að skrifa þetta til að afhenda þetta frá mér, það er mikill léttir.

Kærleik og gleði sendi ég út yfir allt.
Milla
Heart


Myndir frá því í gær

Við fórum út á Tjörnes í gær, nánar tiltekið að félagsheimilinu Sólvangi, þar var markaður og kaffi sala.
Við keyptum flatbrauð sem langamma ljósanna minna bakar, bollur og brauð. Milla bauð okkur svo í kaffi og fengum við vöfflu með rjóma, smáköku og skúffuköku afar gott. Það var einnig svo gaman að hitta fólkið sem kom allstaðar að.

Ég bað Aþenu Marey mína að taka fyrir mig myndir
og hér koma þær.

100_9145.jpg

Þetta er elsku Milla mín

100_9162.jpg

Ingimar minn með litla ljósið þetta er eina myndin sem ég tók
og hún er ekki í fókus, en allar sem hún tók eru fínar

100_9146.jpg

Viktorína Ósk mín, hún er svo yndisleg þessi stelpa.

100_9160.jpg

Milla amma

100_9150.jpg

Óda amma

100_9151.jpg

Dadda langamma, það er nú svolítið mikið að eiga tvær ömmur og
eina langömmu á sama stað, henni finnst það allavega.

100_9153.jpg

Afi, voða kátur með kaffið sitt og daginn

100_9157.jpg

Litla ljósið er algjör snilli og varð endilega að taka mynd af
sykurkarinu

100_9154.jpg

Síðan af gamla góða Termos brúsanum

100_9147_932928.jpg

Og þarna er snillinn, held að pabbi hennar hafi tekið þessa.

Kærleik til ykkar allra
Milla
Heart


Útmokstur, síðan ró í sálartetrinu.

Sporðdreki:

Þótt hugmyndir þínar séu óhefðbundnar,
eru þær einstaklega hagnýtar.
Notaðu tækifærið og reyndu að koma sem mestu í verk

Það getur vel verið að hugmyndir og dettur mínar séu
óhefðbundnar, en þær komu sér vel í gærkveldi,
fékk hugboð og fór eftir því.

Í gær var ég að vinna í því af hverju ég verð snöggreið og ekkert veit ég um ástæðuna, er búin að gera plan um að skrifa niður allt sem gerist er ég reiðist, það er nefnilega þannig að mér finnst vegið að mér, "oftast". það eru bara ein 5 ár síðan þetta byrjaði og ekki fer það batnandi, svo ég verð að moka þessu út.

Nú Gísli er sá sem fær yfir sig gusuna vegna reiði minnar, stundum er ég að sjálfsögðu bara að ræða við hann um eitthvað sem gerðist, stundum á hann sökina (að mínu mati) og þá fær hann að hlusta á afar langa ræðu um hvernig fólk á að koma fram við mig og ef það getur ekki farið eftir vissu siðferði, virðingu og tillitsemi getur það verið þar sem úti frís, svo ég segi alltaf að hann sé öðrum megin við borðið og ég hinum megin, megum hafa okkar skoðanir í friði,og höfum það óspart, en ef við getum ekki mæst á miðri leið í öllu sem skiptir sambandið máli þá geti það bara ekki gengið, svona læt ég á meðan ég er reið og hann segir ekki eitt einasta orð, enda kannski eins gott, en hann segir nú aldrei mikið.

Gærkveldi settist ég í stofu og datt inn í einhverja gamanmynd um unglinga, þar voru sko töff gæjarnir sem komu fram við stelpurnar af mikilli lítilsvirðingu og þær urðu að sitja og standa eins og þeir vildu, reiddist afar, ætlaði að standa upp og fara inn, en eitthvað hugboð sagði mér að horfa lengur. Myndin endaði á að fátæki strákurinn kyssti ríku stelpuna og þau voru svo ástfangin.

Ég upplifði mikla sorg yfir þessari mynd, gat varla stillt mig um að gráta og ef Gísli hefði komið fram úr tölvunni og sagt eitthvað, hefði ég sagt honum að láta mig í friði, hann ekkert vitað hvað á sig stóð veðrið.

Allt í einu kom þetta eins og myndband og það var þannig að allt sem ég upplifði sem höfnun og ástleysi í mínum hjónaböndum er að koma fram í reiði núna, sem ég að sjálfsögðu þarf að moka út.

Í mínu fyrra hjónabandi, sem var bara unglingaást, en á meðan við óþroskaðir bjánar vorum að fatta það, ég með Dóru mína litla, þá komu upp ýmis sárindi, hann hélt framhjá mér, en svo hitti hann yndislega konu sem hann giftist, nú með þroskanum urðum við öll góðir vinir. Þau eru bæði farin handan glærunnar, blessuð sé minning þeirra.

Seinni maður minn, hélt ekki fram hjá mér með konum, heldur með andlegu og líkamlegu ofbeldi, og algjörri lítilsvirðingu, stjórnsemi og algjörri drottnun. þar bældi hræðslan niður reiðina, svo náttúrlega þurfti hún að koma út einhvern tímann.

Það sem kom svo var að  reiðin sem dúkkar svona upp hjá mér á grunn í þessum árum lífs míns og hana þarf að moka út, reiðin sem ég gat ekki losnað við þá aðallega í seinna hjónabandinu var að brjótast út, nú veit ég þetta með vissu og get afgreitt þetta, ekki er ég að segja að það gerist á einni nóttu, en með guðs hjálp gerist það sem ég bið um og það er að fá frið í sálartetrinu.

Oft er ég búin að blogga um líf mitt, en aldrei unnið í því eins og núna, núna hef ég betri skilning á hvernig ég þarf að vinna í þessu málum mínum, og eins og segir í stjörnuspánni þá mun ég koma sem mestu í verk.

Það eru margar konur í sömu stöðu og ég er og var, við þær vil ég segja: ,,Ef þið vinnið ekki í útmokinu þá verður líf ykkar aldrei fullkomlega gott, það vantar alltaf eitthvað upp á, kannski gerið þið ykkur ekki grein fyrir því. Við erum nefnilega snillingar að loka á eitthvað sem við viljum ekki muna." Allavega eruð þið ekki einar um að vera sárar, hafa lítið sjálfsmat, hafa sektarkennd og þora varla út að því að þið haldið að þið séuð ekki nógu flottar, allar konur eru flottar ef þeim líður vel.

Endilega munið að þið eruð ekki að lifa lífinu fyrir aðra.
Bara fyrir ykkur sjálfar.
Ef ykkur líður ekki vel, þá eigið þið ekkert til að gefa öðrum.

Þið berið ábyrgð, það er ekki nóg að hugsa, nauðsyn að framkvæma.

Kærleik til ykkar allra
Milla
Heart


Kjánalegt eða guðdómlegt.

Sporðdreki:

Finnist þér þú verða að skipta um skoðun á einhverju máli,
skaltu ekki hika.
Að fyrirgefa virðist ýmist kjánalegt eða guðdómlegt


Að skipta um skoðun hefur oft á tíðum verið erfitt í mínu lífi, því ég er föst á mínu og hef viljað hafa ætíð rétt fyrir mér og þá skiptir maður ekki um skoðun eða viðurkennir á neinn hátt mistök. Í dag er þetta mun minna mál er náttúrlega búin að vinna með þetta og á auðveldara með að láta mig eins og sagt er.

Að fyrirgefa, já það er rétt að stundum er það kjánalegt, ég upplifi það þannig að ef sá sem er að biðja um fyrirgefningu er ekki að meina hana, eða ber hana fram í skætingi, kæruleysi eða af skyldurækni, finnst mér kjánalegt að veita hana og geri það yfirleitt ekki nema mér sé alveg sama um persónuna stundum er það og ég fyrirgef af sömu ástæðu og persónan biður um hana, svo gleymi ég þessu bara eða set í geymslu. Það á ég ekki að gera, heldur að vinna heiðarlega gagnvart sjálfri mér og persónunni. Sem betur fer hef ég ekki oft í lífinu lent í þannig uppákomum.

Aftur á móti er ég svo lánsöm að þeir sem eru mér næstir, og verður eitthvað á, þeir biðja fyrirgefningar af einlægni og þá er guðdómlegt að fyrirgefa.

Ein fyrirgefningarleiðin er sú sem ég (og vonandi flestir nota) nota heimavið, til að hreinsa út eitthvað gamalt, sárt og leiðinlegt, það er að biðja góðan guð að fyrirgefa mér allt sem ég hef gert öðrum í þessu lífi sem öðru og fyrirgefa öðrum (nafngreini)það sem þeir hafa gert mér í þessu lífi sem öðru. ég hef notað þessa leið mikið. vegna þess að önnur leið er ekki fær, sumir eru farnir og aðra er ekki hægt að tala við, það er bara þannig.

Mig langar til að benda fólki á að lesa bloggið hennar Ásthildar Cesil hún er að segja okkur yndislega sögu sem hún samdi fyrir mörgum árum, mikið vildi ég að fólk hugsaði meira í sama dúr og hann Valgarður í sögunni, og um það fagra í kringum okkur. Vitið að það er svo margt og mikið sem við getum glaðst yfir, jafnvel í sorginni. Hún Ásthildur er ein af þessum stórkostlegu konum, með fallegt hugarfar, elskar sína endalaus og kröfulaust og vinur vina sinna. Guð blessi þig elsku vinkona.

Kærleik til ykkar allra
Milla.
Heart

 


Ekkert kemur mér á óvart, enda vita það allir.

Fór í sjúkraþjálfun í gærmorgun var búin að ákveða að minka við mig og fara bara einu sinni í viku, taldi mig ekki hafa efni á að borga meir, sko því nú þurfum við að fara að borga, ræflarnir sem eru á lægstu laununum, það er ekki bara eitt heldur allt. Jæja tjáði ég þjálfara mínum, yndislegri konu að ég ætlaði að gera þetta hún mundi kannski taka mig oftar ef ég væri mjög slæm, en þá sagðist hún ætla að tjá mér að ég yrði fram að jólum tvisvar í viku eins og ég hefði alltaf verið, ég varð að vonum afar undrandi og spurði hvernig stæði á því, hvort það væri einhver leið sem ég hefði ekki komist að, nei sagði hún og nú hættir þú bara að spyrja og ég steinþagði (Ekki líkt mér)

Hugsaði mikið, lagði mig er heim kom, vaknaði við að Gísli var að tilkynna mér að hann væri að fara til að ná í englana fram í Lauga önnur þyrfti til læknis. Þær komu svo og við ákváðum að hafa Taco veislu um kvöldið fórum í bæinn, en á leiðinni var ég búin að fá svarið, Milla mín hafði farið og borgað þessa sjúkraþjálfun, fór nú fínt í að nálgast svar við þessu, en neiið sem kom frá henni var eigi sannfærandi, hún rétti mér nótu upp á borgun fram að jólum.svo hún var bara knúsuð og knúsuð fyrir, ég bauð þeim svo að koma í Taco veislu til mín.

Ég fór með stelpurnar í Kaskó að versla það sem vantaði síðan fórum við í Töff föt og þær keyptu sér alveg æðislega spariskó úr silki, með slaufu framan á og opinni tá, þær eru nú að fara á árshátíð.

Englarnir mínir höfðu til mestallan matinn, þó ég væri nú að reyna að stjórna þá tókst það eigi svo vel, en við borðuðum, spjölluðum og mikið var hlegið, því þær eru nú ekki alveg að meðtaka að ég viti allt, eða þannig. það var auðvitað talað um dugnaðinn í þeim öllum í skólanum og englarnir fengu 10 fyrir verkefnið um Japan, Viktoría Ósk þuldi upp margföldunartöfluna sem hún átti að skila í dag og litla ljósið var að horfa á stundina okkar í tölvunni.

Hef nú sagt það svo margoft að ég á bestu stelpur í heiminum, en góð vísa er aldrei of oft kveðin.
Þær eru endalaust að gera eitthvað fyrir mig, takk elskurnar mínar, ég elska ykkur.

Nú í morgun fór ég til læknis, aðallega átti að tékka á blóðþrýstingnum, en ég var búin að vera án lyfja í 12 daga, enda var fjandinn laus, hausinn á mér að springa og ég sett á töflur aftur með hraði
svo nú er eins gott að allt fari að fara í réttar horfur, er orðin leið á þessu rugli.

Við fórum að versla gamla settið eftir hádegið, ekki vantaði nú mikið aðallega ávexti og smá dúllerí.
Og svo að ná í meðalið, ætlum núna að borða afganga frá því í gær, ég elska Mexicanskt.

Sendi ykkur öllum ljós og kærleik og endilega
munið að biðja fyrir þeim sem eiga um sárt að
binda.

Milla
Heart

Er konan var ekki góð húsmóðir, nema.

Sporðdreki: Þú ert augljóslega hæfileikaríkur og ert fagurkeri
sem kannt að njóta þess besta sem lífið hefur upp á að bjóða.
Draumar þínir geta ræst.

Ég viðurkenni það alveg að ég er hæfileikaríkur fagurkeri og kann svo annarlega að njóta þess besta, og draumar mínir hafa ræst, þarf nú eigi að segja frá því, allir sem mig þekkja vita það, ef svo verður ekki framvegis þá bara sætti ég mig við það, ég er afar aflögunargóð.

Ætlaði að tala um er konan var ekki góð húsmóðir, NEMA að hún gerði allt sem þurfti að gera að mati eldri kvenna, og var manni kennt óspart hvernig ætti að gera þetta og hitt.

Ein minning hér á blað. Er ég hóf minn búskap var það á óskalista að ég bakaði fyrir jólin brúna lagköku, 4 laga með hvítu kremi, smjörkremi, ekki beint minn smekkur, en lét til leiðast því allar konur gerðu slíkt, fékk uppskrift og þú átt að gera svona og svona. Hófst nú aðgerðin, tókst afar vel að baka botnana og á meðan þeir voru allir að bakast, (ekki var nú blástursofnunum fyrir að fara þá) bjó ég til smjörkremið, skellti því á botnana eftir því sem þeir komu út úr ofninum skar síðan kökuna í hæfilega bita og skildi eftir undir stiki til kólnunar, auðvitað var ekkert krem á milli það var allt bráðnar inn í kökuna, það láðist að segja mér að maður ætti að kæla botnanna áður en kremið færi á, þetta kom aldrei fyrir aftur, enda eins gott, hefði ekki fengið gæðastimpilinn.

Önnur minning, þá var ég orðin sjóuð
.
Var einmitt að baka til jólanna, smákökur,byrjaði á að hnoða í þær tegundir sem hnoðaðar voru og þurftu að bíða, setti deigið á diska og út í glugga, Hrært var síðan í þær tegundir sem hræring átti við, nú bakað var langt fram á kvöld með hléum til að sinna stelpunum, átti bara tvær þá, horfði yfir baukana sem ég setti á frystikistuna sem undir glugganum var, taldi og var ég komin með 10 tegundir, það dugði til að ég yrði ekki sett niður í stigaskalanum sem húsmóðir.

Var svo þreytt er ég lagðist á koddann, en sæl að vera búin með smákökurnar. Vaknaði daginn eftir og ætlaði að byrja á að taka eldhúsið í gegn, skúra og sjæna fyrir tertubakstur, fletti frá gardínunni til að opna gluggann, fékk nett sjokk, voru ekki fjórir diskar með degi bak við gardínurnar sitt hvoru megin í glugganum, þarna var ég ekki orðin 30 ára svo ekki var það að ég væri farin að kalka.
Auðvitað bakaði ég þessi deig, og var þá komin með 14 tegundir. Vitið hvað ein kona sagði er hún kom í kaffi um jólin: ,,það er aldeilis,  hefur bara ætlað að skáka okkur, nú auðvitað, komin tími til sagði é, eftir öll þessi ár í skugga ykkar flottu konur."

Svona var þetta nú er ég byrjaði að búa.

Kærleik í daginn
Milla
Heart


Fórum fram í Lauga í dag.

Vorum nú bara í leti hér gamla settið, Dóra hringdi eftir hádegið og spurði hvort ég mundu treysta mér til þeirra í heimsókn og borða með þeim um kvöldið, nú endilega mátti reyna það, við fórum um 3 leitið og ég komst með hvíldum upp stigann, hún býr á annarri hæð, er upp kom hlammaði ég mér niður í stofusófann og Dóra setti Tínu Turner á, þann nýjasta og maður sat bara dáleiddur, þvílíkur söngur, hljómlistamenn, dansarar og bakraddir, tær snilld. englarnir mínir buðu okkur svo upp á kynningu um Japan sem er verkefni sem þær eiga að skila á morgun og að sjálfsögðu að útskíra,
meiri háttar flott hjá þeim.

Nú við borðuðum svo kvöldmat um 6 leitið, þá
tók ég þessa mynd


100_9141.jpg

Gísli að hella í glösin, við fengum buff og spælegg, grjón og
chillý sósu og grænmeti.

100_9140.jpg

Skemmtileg mynd af Kinnafjöllunum, sem Gísli tók af pallinum hjá
okkur í dag, flott að sjá snjóinn svona í beinni línu.

Nú við drifum okkur svo heim, ekki var nú betra að fara niður orðin
eins þreytt og ég var, en hef bara gott af þessu, og þetta var
yndislegur dagur.

Kærleik til ykkar allra sem lesa hér
Milla
Heart


Það var eiginlega í gærdag.

Ekki í morgun yfir morgunmatnum, sem ég fór að hugsa um heiftina. Hún kom/kemur til mín við atburði, framkomu, talsmáta og svo dúkkar hún upp svona eins og hvirfilvindur, og ég með, oftast náði ég að stoppa vindinn og bæla niður heiftina, en það er ekki það sem ég átti að gera, auðvitað átti ég að afgreiða málið, en eigi var það gerlegt á þeim tíma, að mínu mati (Hræðsla).

Í dag kemur heiftin upp hjá mér við allskonar fréttir, framkomu, og bara margt sem ég er ekki að höndla, undantekningalaust verð ég að kryfja málið, ekki er það nú auðvelt er engin skilur eða vill skilja hvað er í gangi, ég til dæmis þoli ekki smá lygar, sögur sem eru aðeins kryddaðar eftir höfði þess sem segir frá, er fólk þykist ekki vita hvað það gerði/sagði, er dónalegt en gerir sér enga grein fyrir því, að þeirra sögn, svona fólk er veikt, og eigi er ég að setja út á það, fólk þarf bara að skilja að það er að eyðileggja hamingju sína, og þarf hjálp.


Veit ég vel að vindurinn í heiftinni  er heitari í dag, því að ég leysti ekki málin hér áður fyrr,  en hún kemur samt út af einhverju, og ég læt ekki bjóða mér þannig framkomu, svo ég segi eins og elsku besta Jóhanna bloggvinkona mín, stundum reynist það nauðsyn að vísa nemendum út, vegna framkomu. Oftast er nóg að gera það smá tíma, en stundum endar það í lífstíðar útvísun.

Ég tel að  fullorðið fólk eigi að vera það þroskar að ein viðvörun sé nægjanleg, en ef ekki þá nenni ég ekki að eyða mínum dýrmæta tíma í uppeldi, því sumir breytast ekki neitt, ALDREI!

Svo er það spurningin: ,,Hvað er heift".
Kannski frekja að vilja láta koma vel fram við sig.
Kannski sérgæska, allt er ekki eins og ég vil.
Kannski að því að ég fæ ekki að stjórna öllu ein.

Ekki að því að öðrum finnst í lagi að traðka á mér
Ekki að því að það er óþarfi að koma fram af kurteisi
Ekki af því að sérgæskan er ekki mín megin.
Ekki að því að aðrir vilja stjórna.

Ég gæti endalaust talið upp, en vita ekki allir allt um þetta?
Ekkert er svart og hvítt, það er á tæru.

Jæja búin að henda ýmsu í ruslið síðan í gær, en alt gerist
einnig í núinu, svo mikið er eftir, mun ég taka á því eftir
hendinni.

Sendi öllum ljós og gleði í daginn.
Milla
Heart


Að njóta lífsins með ró í hjarta

Ég er ein af þeim sem alt mitt líf hef verið að flýta mér, en ef ég vildi njóta einhvers, þá gerði ég það var bara búin að hagræða og forgangsraða. Til dæmis á aðfangadag vildi ég alltaf vera búin að öllu fyrir hádegi til að geta notið þess að horfa á jólaefni í sjónvarpinu með börnunum. Núorðið spilum við mæðgur og englarnir horfa á eitthvað eða lesa, þær eru nú komnar á 19 ár.InLove

Datt í hug í morgun, þetta með biðtímann, ég fer til dæmis yfir á gulu ljósi í staðin fyrir að stoppa og hlusta á tónlistina, spjalla við þá sem eru með mér í bílnum, eða bara horfa í kringum mig brosa til næsta manns Æ,Æ komið grænt og bruna ég þá af stað með allt í botni, (þoli ekki ef sá sem er við hliðina á mér er á undanTounge) Annars segja þau mér að ég sé óþolandi við stírið því ég haldi að bílstjórarnir allt í kring heyri til mín, mér finnst þeir allavega lélegir bílstjórar og séu upp til hópa 90 ára, þvílíkann tel ég sauðsháttinn vera. Já ég veit að ég á bágt, en hugga mig við að ég er ekki ein um þetta.Cool

Ætlaði nú að tala um þann tíma sem ég hef látið fara til spillis í lífinu, með því að vera að bíða, og svo sem eftir hverju, jú hvernig allt mundi akta og verða, hef kannski haldið að ég gæti breytt einhverju, mesti misskylningur, ég get bara breytt sjálfum mér eins og ég hef svo oft sagt.

Litla ljósið var hjá ömmu og afa í gær, mamma hennar var að vinna seinnipart, þau borðuðu síðan hjá mér, kjúlla, kartöflur í ofni, grjón, salat og sterka sæta cillýsósu afar gott. Hún ákvað síðan að sofa, mamma hennar sagði að það væri ekki hægt því amma væri svolítið lasin, nei mamma, sagði hún, amma sagði að það væri í lagi ef þú gæfir leifi svo skreyð hún upp í fangið á mér auðvitað má hún bara gista er hún vill hún er orðin svo stór, eftir smá stund kom frá henni, eruð þið stóra ekki að fara að koma ykkur heim, hafið það þær voru bara fyrir henni. Hún fór síðan  sjálf í sturtu, blés á sér hárið, burstaði tennurnar og þegar hún var búin að því setti hún spólu í tækið og beið eftir ömmu því ég mátti ekki missa af byrjuninni, þetta var sko jólaspóla.W00ten hún elskar jólin, er eiginlega að tala um þau allt árið.

Við kúrðum í gestarúminu með alla tiltæka kodda og sitt hvora sængina, allt í einu segir hún, held að ég setji á pásu svo förum við bara að sofa amma mín, og þar með vissi ég ekki meir, vaknaði um miðnættið skreið inn í mitt rúm, en undir morgun trítluðu litlar fætur, fyrst klappaði hún Neró sem sefur til fóta holaði sér svo niður á milli og steinsofnaði með litlu hendurnar á hálsakoti ömmu, ég sofnaði ekki strax aftur, bara naut þess að hugsa um hvað ég átti gott.InLove

Það er einmitt það sem ég er að læra, ekki að ég eigi gott, það veit ég heldur að njóta tímans sem ég hef bæði er ég er ein, til að hvílast og hlaða batteríin og svo með þeim öllum sem ég elska svo mikið. í Janúar fæ ég litla dömu í heimin frá Sollu minni og Fúsa og þá verð ég að vera hress til að fara suður og hitta prinsana mína og ljósálfana mína í Njarðvíkunum.InLove

Í dag eru systur að fara á Eyrina og englarnir fara með að sjálfsögðu, svo ljósið verður hér áfram, en pabbi hennar er heima svo hann kemur örugglega í hádegissnarl.
Nú er litla ljósið komin fram búin að knúsast í fangi ömmu og farin inn í gestarúm að horfa á barnaefnið með Neró sér við hlið.

Kæru vinir eins og þið sjáið þá er ég farin að nota þessa síðu meira eins og dagbók, mér finnst gott að skrifa um það sem ég er að hugsa, og ef þið hafið ekki uppgötvað það, þá gerir það kærleikann sterkari. Prófið.

Sendi ykkur öllum ljós og gleði.
Milla
Heart

Ekki öll vitleysan eins.

Þegar ég var búin í þjálfun í morgun var mér sagt að nú þyrfti ég að fara að borga 420 krónur fyrir hvern tíma, en ekki 20 fyrstu tímanna á ári og síðan frítt eftir það, nú ég varð nú svolítið hissa á þeim rökum sem heilbrigðis-ráðuneytið bar á borð sem ástæðu fyrir þessari hækkun, jú það var vegna þess að ég var með skerta tekjutryggingu, hlaut þá að hafa svo góðar tekjur annars staðar frá að ég gæti borgað þetta sjálf, eigi mundi ég telja það eftir mér ef ég hefði svona miklar tekjur, en þegar við erum búin að borga allt sem þarf þá eru um 65.000 eftir til að lifa af, sko fyrir okkur bæði, kaupa lyf, mat og annað nauðsynlegt því ekki getur maður keypt neitt nema það nauðsynlegasta fyrir þennan pening. Hastarlegt, fyrir rúmu ári hafði maður það bara ágæt, en fljótt er það að breytast. Mun bara minka þjálfun úr 8 skiptum í mánuði niður í 2 skipti hef bara ekki efni á meiru.

Þetta finnst þeim borga sig, efast stórlega um það, því nú fá þeir bara fólkið inn á sjúkrahúsin og mun það þurfa að liggja það meira og minna. Ég hef tvisvar lent á sjúkrahúsi út af bakinu síðan 1997, og það ekki mikið og er það að þakka góðri sjúkraþjálfun.

Legg til að þessi ríkisstjórn verði jörðuð sem allra allra fyrst.

Og það vitum við öll að margur hefur það miklu ver heldur en við, fólk með börn, fólk sem á ekki neitt, veit ég um fullt af fólki sem þannig er ástatt fyrir, það er ekkert verið að hjálpa þessu fólki og veit ég dæmi þess að fólk fær bara taugaáfall, verður þunglynt og ekki er það ódýrasti sjúkdómurinn.

Jæja svo ætla ég að segja ykkur að allt kom vel út úr blóðprufunni, nema þvagið. er með þvagfærasýkingu og komin á lyf við því. Sviminn stafar af ofþornun vegna þessa og lyfinu sem ég var látin á fyrir mánuði síðan, þetta tvennt saman gerði sig ekki.
Nú vona ég bara að heilsan fari að koma.

Kærleik í helgina ykkar
Milla
Heart


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband