Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
Á maður ekki að vera í góðu skapi?
5.6.2009 | 08:54
Jú í góðu skapi, þýðir ekkert annað. Nú er verið að tala
um að lífeyrissjóðirnir taki eignir sínar heim, sem eru bara
litlir 473 miljarðar, verður manni ekki bara bumbult, ekki að
það sé ekki gott að við skulum eiga svona mikla peninga, en
það er verið að minka lífeyrisgreiðslur til fólks og fullt af fólki
sem hreinlega sveltir og þetta eru okkar peningar sem búið
er að ávaxta og eigum við þá ekki að njóta þeirra.
Jú segja þeir ef við styrkjum atvinnuvegina þá fær fólk vinnu,
gott og blessað styrkja Hvalfjarðargöng, Landsvirkjun,
hátæknisjúkrahús, fullt af fólki fær vinnu við þessar framkvæmdir,
og er það vel.
En fjandinn hafi það hvað á að gera í atvinnumálum
landsbyggðarinnar, ekki flytjum við öll á mölina og það vantar
vinnu fyrir fólkið úti á landi.
Svo er nú svo hlægilegt að lesa, haft eftir Jóhönnu Sigurðardóttir
hún segir að vandi heimilanna sé ekki eins stór og á horfðist.
Hægan Jóhanna, þú veist bara ekkert um það getandi sagt svona
rugl, vandinn er stór fólk er að kikna undan þessum hækkunum
öllu.
Það er fullt af fólki sem er ennþá að standa í skilum, en það safnast
bara eitthvað upp annarsstaðar, eins og að kaupa nauðsynjavörur,
mat, lyf og eitt sem heitir að veita sér eitthvað, sko bara smá.
Ég þoli ekki þegar einhverjir ráðamenn láta svona út úr sér, verandi
í sínum flottu dressum og geta gert bara allt sem þeir vilja.
Hafið þið séð börn gráta að því að það eru ekki til peningar fyrir sumar
námskeiði, að því að þau eru svo dýr.
Skammist ykkar.
Má til með að nefna starfshópinn sem Jón Bjarnason setti á laggirnar
til að skilgreina álita-málin sem eru uppi um stjórn fiskveiða.
Örugglega hið besta mál, en er ekki löngu búið að þrefa um það og
ætti að vera komin lausn í því máli, og hvað skildi þessi starfshópur
svo kosta?
Svo er nú bara hlægilegt, þetta með ræfilinn í Landsbankanum
líklega hefur hann ekki verið kominn upp úr gömlu hjólförunum
og haldið að þetta mundi reddast.
Hneyksli í Tívolí, Mávur drapst við að fljúga á konu sko það var hún
sem var á 100 km hraða, en svona í alvöru þá er ekki gott við þessu
að gera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bara yndislegt.
4.6.2009 | 20:26
Til hamingju allir saman með þessa flottu björgun, þið stóðuð
ykkur eins og hetjur og eigið hrós skilið.
Veit ég þó að þið segið: ,,Við vorum bara að vinna vinnuna okkar,"
en vitið þið gerðuð meira en það og svo hefur örugglega einhver
veitt ykkur kraft.
Það hefur ekki alltaf farið vel þarna í innsiglingunni, guð blessi þá
sem þar hafa farið.
Kveðja frá mér sem bjó í Sandgerði í 27 ár
Milla
Auðvitað bregður manni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Er ekki allt í lagi með mig?
4.6.2009 | 15:27
Nei það getur ekki verið, það er svo mikið að gera suma
daga að maður gleymir að blogga, hvað segir þetta mér?
jú að ég sé ekki tölvufíkill og þurfi ekki í meðferð við því.
Gæti það verið kannski að það sé komin sumarleiði í bloggið
já það gæti svo meira en verið.
Í morgun þurfti ég að símast í TM vildi fá lægri tryggingar, maður
er búin að borga í þetta í áraraðir aldrei valdið tjóni 7,9,13........
svo mér fannst vera komin tími á ennþá lægri gjöld en ég er með,
ég vildi einnig lengja bílalánið mitt, nenni ekki að streðast við þetta
lengur, viti menn það er í athugun.
Nú svo þurfti ég að hringja út af sláttuvélinni sem er náttúrlega bara
ónýt, raðhúsalengjan á hana saman, en við fáum bara nýja vél.
Við erum í búseta-raðhúsi svo við eigum í sjóð fyrir þessu.
Um hádegið fórum við í búðina og get sagt ykkur að grænmetið má
taka allt og setja það á haugana, nema hið Íslenska sem eru tómatar,
gúrkur og paprikur.
Ætli þetta fari ekki að verða eins og eftir stríð, bara ekkert til, eins gott
eins og að henda þessu á haugana alla tíð, því ég get ekki ímyndað
mér að nokkur kaupi þennann viðbjóð.
Þeir mega líka alveg vita af þessu birgjarnir sem byrgja upp þessar búðir.
Fórum svo á tannlæknastofuna, hún var tilbúin með reikninginn, borgaði
smá inn á. Náttúrlega fórum við í Viðbót og versluðum svínahakk, rúllupylsu
hangirúllu og roste beef. þessi kjötvinnsla er alveg frábær ég hvet alla
Húsvíkinga til að versla þarna og svo að sjálfsögðu ferða menn einnig.
Jæja má ekki vera að þessu meir, er að fara að ná í skrifborðið sem ég
keypti í kynlegum kvistum um daginn á 500 kr.
Kannski finn ég eitthvað meir, hver veit.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Saga dagsins.
3.6.2009 | 19:43
Fórum snemma á fætur því mér skyldist á mínum manni að taka
ætti til hendinni aftur í dag, það gekk heldur betur eftir.
Hann fór að ná í mold, Stjúpurnar voru settar niður í kerin mín,
kálið í beðið, búið var að hlaða hraun- hnullungum í beðið og svo
endaði ég á að setja bara niður nokkrar kartöflur, svona þar
sem ég kom þeim, það verður gaman að sjá hvað kemur upp af þeim.
kantað og lagað til að framanverðu og
stjúpur settar í blómaker þar.
Svo eru komnar nýjar öskutunnur þið vitið svona plastógeð og utan
um það á að koma einhver grind, bara ekki minn smekkur svona drasl
en þetta er víst svona í dag.
Ekki nóg með það, við eigum að fara að sortera ruslið eða sko allan
pappa og fernur sér, við þurfum að þvo þær vel að innan og pressa síðan
fara svo með þetta í gám, er allt er orðið yfirfullt að þessu ógeði hjá manni
Já og rúllurnar innan úr WC, eldhúsrúllunum, dagblöðin eiga einnig að
fara með pappanum en þurfum ekki að þvo þau.
Ég hringdi til að spyrja hvort við ættum ekki að setja gler og dósir sér,
nei þeir voru ekki komnir svo langt.
Mér finnst að það þurfi að koma sér ílát fyrir hvern flokk af rusli, það mun
aldrei ganga upp að fólk fari með þetta aukadrasl í einhver gám niður í bæ.
Annars voru vinkonur mínar hér í dag og var glatt á hjalla að vanda, ein úr
hópnum er að fara í axlaaðgerð á morgun svo hún er frá í nokkrar vikur, en
ætlar samt að koma til okkar, þó hún geri ekki neina handavinnu
Gísli minn rétt hafðist inn fyrir fréttir þá var maturinn tilbúinn, ég eldaði
þorsk með indversku kryddi og velti honum upp úr heilhveiti, mikinn lauk,
kartöflur, Kokteiltómata og mangó Chuthney sósu, bara gott.
Gísli minn er farinn að hrjóta í sófanum, það er ekki gott, en það er of snemmt
að fara að sofa strax svo ég leifi honum að dingla þarna með hausinn út á
hlið, svo góð stelling.
Held bara að ég sé hætt í kvöld og segi
góða nótt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Málbreyti-snillingar
3.6.2009 | 08:47
Erfiðleikarnir miklir
Það er alveg ljóst að erfiðleikarnir hjá ríki og sveitarfélögum eru meiri en menn bjuggust við, þannig að það þarf að taka enn fastar á ríkisfjármálunum," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að loknum fundi í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gærkvöldi.
Orðin eins og fyrirrennararnir sem sett var sem mest út á, og
mikil ósköp, réttilega var það gert, en ekki nauðsynlegt að verða
alveg eins og með sama talandann, en þau mega reina, það bara
hrífur ekki á okkur lengur.
Merkilegt, Jóhanna segir: ,,Meiri en menn bjuggust við, ekki meiri
en við bjuggust við:" Telur sig sem sagt eigi vera með í öllum málum
sem henni ber, að mínu mati að vera.
Niðurskurður hugsanlega enn meiri en talið var
Að sögn Jóhönnu var farið yfir málin í stórum dráttum, en það sem spili m.a. inn í sé að meiri óvissa ríki nú um hagvöxtinn en áður var haldið. Það er ljóst að það þarf að vinna mjög hratt á næstu dögum og það var ákveðið að setja mikinn kraft í þetta," segir Jóhanna.Vinnuhópar ríkisstjórnarinnar muni af auknum krafti fara yfir efnahags- og atvinnumálin, ríkisfjármálin og velferðarmálin. Þá erum við að tala um hverju á að hlífa í velferðarkerfinu og hverju þarf að fórna. Þetta er mjög erfitt, við erum að tala um mjög stórar stærðir og kannski verður þetta meira sem við þurfum að fara í niðurskurð á eða í tekjubreytingar og hagræðingu, þar sem staðan er jafnvel verri en menn héldu áður."
Hafið þið heyrt þessa setningu áður?
Ljóst er að það þarf að vinna mjög hratt á næstu dögum?
Já ég heyrði þetta fyrir mörgum mánuðum. en ekki séð eða
orðið vör við þann hraða.
Alla vega hafa málin hjá mér ekkert breyst.
Hvern fjandann hafa þessir vinnuhópar verið að drollast síðan
þeir voru settir á laggirnar?
Eitt vissu allir hugsandi og sannsöglir menn að vandinn var
gríðarlega stór og fóru í aðhald með tilliti til þessa, það er
helber ósannsögli að segja að þetta hafi komið mönnum á óvart.
Ekkert sérstakt útspil af hendi ríkisstjórnar, það kemur ekki á óvart,
Þau hafa örugglega haldið að allt mundi reddast, bara rétt eins og
fyrirrennararnir, en auðvitað kom það ekki á daginn.
Fjandinn hafi það þeir sem ætla sér að vera heiðarlegir og vinna að
heill þessara þjóðar, farið að standa á ykkar ekki vera strengjabrúður
annarra, ekki setja niður fólkið í landinu, hafið það með, öðruvísi er ekki
hægt að vinna sig út úr þessu í sameiningu.
Þetta er mín skoðun.
Forsætisráðherra: Erfiðleikarnir eru meiri en búist var við | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Annasamur og flottur dagur.
2.6.2009 | 20:54
Áður en ég mætti í þjálfun og nudd kl 12.00, fórum við aðeins í
Bakaríið og komum við í Viðbót og fórum svo aðeins í Kaskó að
versla nú alsstaðar hittir maður fólk sem gaman er að tala við,
ekki fékk ég gulrætur, svo er þjálfun lauk fór minn í Samkaup til
að athuga með ræturnar, en engar voru þær til.
farið var með bílinn í smurningu, en gleymdi að segja að Gísli minn
hefði þvegið og pússað bílinn í morgun.
Datt í okkur að fara í Hveravelli til að kaupa blóm og svoleiðis, nú
við enduðum með því að kaupa, kryddjurtir nokkrar, Kínakál og
blaðsalat til að setja niður í beð, stjúpur í kerin og eina bleika nelliku
á borðið undir glugganum úti á palli, tómata og paprikur
kaffisopa er heim kom með hrökkbrauði.
Allt í einu rauk Gísli upp og fór í drullugallann, hvað nú! jú best að
ljúka því af að ná í hraunsteina þá get ég klárað beðið.
Ég náði honum inn 18.30 þá var hann orðin svolítið uppgefin, þó hann
mundi nú aldrei viðurkenna það.
Það var pulsupartý í bekknum hennar Viktoríu Ósk og fóru þau öll
þangað, en ég hringdi nú samt og bauð í súpu, Ingimar og
Aþena Marey komuhún fékk að fara út að labba með Neró, en fyrst
varð hún að vökva nýu blómin hennar ömmu og skúra pallinn,
mikil búkona þar á ferð, eins gott að það haldist.
Sem sagt flottur dagur að kveldi kominn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Gleðin alsráðandi.
2.6.2009 | 08:28
Kátu kúnum á Laxamýri hleypt út í sólina
Í sveitum landsins er tilhlökkunarefni að setja kýrnar út á vorin enda hefur útivist ómetanlegt gildi fyrir skepnurnar sem þrá sólina, rétt eins og mannfólkið. Þá skiptir ekki síður máli að þegar kýrnar komast í nýsprottið grængresi eykst nyt þeirra stórum. Á Laxamýri í Aðaldal var kúnum hleypt út í gærmorgun eftir vetrarlanga stöðu í fjósinu og létu þær gleði sína í ljós með því að spretta úr spori, skjóta upp rassi og veifa hala.
Gaman, nú fer maður að sjá beljur á beit út um allt, ég er nú
svo lánsöm að búa á þessu svæði og vitið ég verð nú að segja:
,,Ætíð verð ég jafn undrandi, er við erum að fara eitthvað, til dæmis
fram í Lauga, að kaupa grænmeti á Hveravöllum, til Akureyrar eða í
skemmtiferð hérna um sýsluna, á fegurð þessa landssvæðis og ávalt
sér maður eitthvað nýtt til að dáðst að."
Það er eins er maður fer suður þá blasir fegurðin við alsstaðar og eitt
hefur árferðið fært okkur og það er að við njótum frekar þess að ferðast
um á þessu fagra landi okkar.
Það er nefnilega engin skömm að því.
Eigið góðan dag í dag.
Kátu kúnum á Laxamýri hleypt út í sólina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
2,1 mín á hverja fullnægingu
1.6.2009 | 08:48
Ég meina, en auðvitað var þetta mót og fólk var í kappi
til að vinna titil, sko en 2.1 mín á hverja fullnægingu, já
stutt og laggot hefur það verið, en ekki hefur verið notað
létt og laggott svo mikið er víst, þætti gaman að fá svona
rétt í forvitnisskyni nafnið á kreminu sem hún notaði
hlýtur að hafa verið afar örvandi.
Svona fyrir mitt leiti þá finnast mér fullnægingar sem eru
lengi að koma, ná svo hámarki og eftir það vill ég fá að
njóta sælunnar er hún lognast út, síðan má huga að næstu
ekki meira um það, en þetta var víst bara keppni.
Er selt inn, ef svo er, þá er þetta náttúrlega bara pornó
undir yfirskyni fjáröflunar til forvarna, hálf asnalegt.
Eigið góðan dag
faðm á alla
Milla.
222 sinnum á átta tímum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)