Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Þið losnið bráðum við mig.

Nei aldrei alveg því ég mun etjast í ykkur elskurnar mínar,
alveg endalaust. Vitið! þið ráðið hvort þið lesið.
Annasamur tími fer í hönd með kærkomnum gestakomum,
við í frí suður á land, sem verður æðislegt þá hittum við börn
barnabörn og aðra fjölskyldumeðlimi.
Förum 10 júlí og verðum í burtu í ?????

Þangað til við förum verður mikið að gera, en í dag er ég að
fara til hennar Klingenberg, allir vita hver hún er, því hún er
sú mest lifandi persóna ever, ég ætla nefnilega lokksins að
gera eitthvað fyrir sjálfan mig og mér er alveg sama þó það
séu ekki til peningar, ætla samt að leifa mér að fara til hennar
og að fara í þetta frí.

Hendi af mér öllum hömlum, gömlum, nýjum og þeim sem
koma munu.
Mér líður frábærilega og ég er frábær.

Eigið góðan dag og ég sendi ykkur
ljós og orku.
Milla
.
Heart


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband