Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Kaffihús á morgunn.

Dagurinn í dag er búin að vera yndislegur, fórum í morgun
og keyptum okkur lambalæri  á grillið í bústaðnum, tvö st.
ekki veitir af þau koma nefnilega Fúsi minn, Solla og þeirra
þrjú sem eru Kamilla Sól, Viktor Máni og Sölvi Steinn, það
verður yndislegt að sjá þau og knúsa.

Keyptum einnig hreindýrahamborgara og nauta barna, þau
vilja nefnilega ekki hreindýra, og auðvitað var þetta keypt í
Viðbót sem er kjötvinnsla með verslun líka þú veist hvað þú
ert að fá fyrir peninginn er þú verslar þar,já við keyptum líka
pólskar grillpulsur til að hafa í kvöldmatinn og þær voru æði.
Með þeim hafði ég stappaðar kartöflur í smurosti, jalapelio
lauk og smá smjör, toppurinn.

En þegar við vorum á leiðinni heim úr kjötleiðangrinum hringdi
síminn og það var hann Kjartan facebook vinur minn og Regína
kona hans, sem einnig er vinkona mín á facebook, þau voru
á leiðinni til okkar í heimsókn, en þau eru í bústað hér rétt hjá.
Með þeim voru barnabörn, tvíburar, Emma og Oliver, þetta var

bara yndisleg heimsókn og áður en við vissum af var klukkan orðin
5 þau áttu eftir að versla og svo þurfa 3 ára krútt að fara að sofa
á skikkanlegum tíma.
Takk fyrir komuna kæru vinir

Á morgun erum við að skreppa á Eyrina, Dóra kemur með okkur
förum á kaffi Taliu sem er á Glerártorgi, vona ég að sem flestir
af okkar bloggvinum geti mætt, verðum þar frá 11 til 13.30

100_8616.jpg

tók þessa mynd í morgunn, skógarþrösturinn situr á
loftnetsstönginni með orm í munninum eða get ekki betur séð.
þeir eru hér út um allt, yndislegt.


Góðar stundir


Satt og rétt það er ekkert að breytast.

Maður er svo góður í sér, er búin að vera að trúa öllu
fögru síðan hrunið varð.
Þessi ríkisstjórn komst til valda með tærri kosningu, og
hefði maður ætlað að þeir mundu strax fara að vinna að
rótum vandans, skipuleggja, raða niður og framfylgja,
En nei, að mér sýnist þá er verið í mörgum málum að moka
á undan sér grunninum eða byggja ofan á hann, það er
nefnilega þannig að í grunninum er sorinn og hann þarf að
hverfa og byrja á nýju.

Eigi ætla ég að fara að telja upp allt það sem er búið og
þarf að gera, en taldi að undirstaða velgengni væri vinna,
þegar við höfum ekki vinnu þá er voðin vís í þjóðfélaginu
og ekki ætla ég heldur að skilgreina það, þetta vitum við
allt.

Hreint ætla ég að vona að Ríkisstjórnin taki sjálfan sig
föstum tökum, opni augun og lygni þeim ekki aftur fyrr en
búið er að koma á flæði á vinnumarkaði og gera það sem
þarf fyrir heimilin í landinu, þar er ástandið vægast sagt
hrikalegt, en það er ekki von að þingheimur skilji það
þeim hefur aldrei skort neitt og aldrei haft lítið sem
ekkert að borða.
Flestir lifa bara á bleiku skýi og sjá ekki út fyrir það.



Góðar stundir.


mbl.is „Það er ekkert að fara að breytast"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Myndablogg.

Við gamla settið sem höfum afnot af hvort öðru, fórum
á rúntinn í dag til að taka myndir.

100_8603.jpg

Þetta er gamla brúarstæðið yfir Laxá í Aðaldal þær voru reyndar
tvær brýnar, en ekki tókst að ná hinni inn á sömu mynd.

100_8607.jpg

Fremri brúin er ekki í notkun einbreið brú, þótti nú flott er hún kom
en fyrir tveim árum held ég kom þessi nýjasta, tvíbreið og flott
hægt að aka á 90 yfir hana.

Mér fannst sú elsta flottust, það var hægt á sér og maður horfði niður
í Laxánna, ef maður var heppin sá maður lax.

100_8586.jpg

Tekin frá útsýnis stæðinu af Laxá þarna eru hólmarnir út um allt
í ánni, undurfagrir.

100_8596.jpg

Í hrauninu er hættulegt að ganga því gjóturnar eru út um allt
og engin veit hvað þær eru djúpar.

100_8601.jpg

Flott hola þarna undir steininum og djúpt niður, en svo er gróðurinn
búin að taka völdin í hrauninu og fallegt er þegar blandast
saman hraun og gróður.

100_8610.jpg

Westmannsvatnið er bar flott og er endalaust hægt að taka myndir
bæði í Aðaldalnum og Reykjadal.
Fegurðin tekur frá manni andann á stundum.

Nú svo að því við vorum komin þetta langt þá fórum við fram í
Lauga og komum þeim skemmtilega á óvart mæðgum, komum
svo heim um kvöldmatarleitið.

Hér á Húsavík er hávaða rok nýja ruslatunnan farin á hliðina
svo Gísli varð að binda hana við gamla trékassann, en það
eiga að koma einhverjar grindur, en þeir gleymdu að segja
hvaða ár þær kæmu.

Kærleik á línuna
Milla
Heart


Að skipuleggja allt.

Það er þetta með skipulagið, ég er þeim eiginleika og
áráttu gædd að ég verð að skipuleggja allt langt fram
í tímann, stórum hefur verið sett út á og telst það
eitthvað svona, gamaldags, eða eitthvað, ævilega er
sagt við mig: ,,Ertu búin að skrifa niður matseðil næstu
jóla?, sko í byrjun árs."

Ég tel að allt gangi betur hjá fólki ef það ákveður og
skipuleggur málin og fer svo eftir skipulaginu, því
ef þú ert alltaf að breyta þá ertu að vingsa sjálfum þér
og þínum ákvörðunum til og frá og það er ekki gott.

Mér dettur þetta í hug núna, því þeir sem ekki hafa mikið
á milli handanna verða bara að ákveða út mánuðinn og helst
árið hvað megi eyða í þetta og hitt og eins og hún Lára Ómars
segir: ,,Ekki að hnika frá því."

Hver og einn verður að fara að bera ábyrgð á sjálfum sér og sínum
það er engin annar sem getur það.

Ég hef aldrei þolað korter í sex aðgerðir ( segi þetta oft við börnin
mín) það verður að plana allt.
Ófyrirséð atvik koma alltaf upp, við þeim er ekkert að gera.

Ef þeir menn/konur sem stjórnað hafa undanfarin afar mörg ár
hefðu sett málin niður til langtíma og klárað það þá værum við
ekki svona illa stödd eins og í dag.

Langaði bara aðeins að koma inn á þetta, ég elska svona umræður,
Vitið af hverju? Jú að því að það eru svo fáir sammála mér.
Flestir hugsa: ,,Þetta reddast, það er hinn mesti misskilningur,
hver á að redda því eins og málin eru í dag?"


Eigið góðan sunnudag elskurnar
Milla
.Heart


Kvöldsaga.

Þegar ég vaknaði um 7 leitið í morgun hafði ég sofið í 10
tíma en það er allt í lagi því ég var langþreytt og svo kemur
þetta fyrir okkur giktarræflana ekkert mál sko, bara svo gott
að hvíla sig svo er ég farin að geispa á fullu, en það á sér
skíringar.
Um hádegið fór ég í kynlega kvisti og lenti þar í skemmtilegu
spjalli við vini mína þar.
keypti mér síðan í N1 samloku franskar og gos ók með þetta
niður í það sem Húsvíkingar kalla Eyvíkurfjöru, en ég er ekki
viss um að hún heiti það, jæja stoppaði bílinn innan um
fuglasöng, villt blóm, mikið af Lúpínu og öðrum jurtum, kyrrðin
var áþreifanleg.
Ég andaði að mér ilminum af gróðrinum og kraftinum úr hafinu.

Geymdi að hafa með mér myndavél bæti bara úr því seinna.

Kvöldmatinn snæddum við hjá Millu og Ingimar, þau voru með
grillaðan kjúkling, mais, grjón með gljáðu smátt skornu grænmeti
út í og mexicana osti, sósa úr sýrðum, þetta var algjört æði.
Ábætirinn, pönnukökur með kanileplum steiktum á pönnu
rjóma og eða is inni í, kaffi.
Ofþreytan stafar af ofáti, svo einfalt er það.

Núna hrýtur Gísli minn í stofusófanum, ég á bloggi og facebook.

Var að fá mér nýtt mail í dag, ég er búin að breyta yfir í það
á síðunni minni.

Kærleik til ykkar allra
Milla
Heart


Þessi sjón fyllir mig gleði.

 503033athorfhildur.jpg

Eru þau ekki yndisleg, þau eru fyrir utan bókabúðina
við Silfurtorg.

.is // Innlent | Bæjarins besta | 3.7.2009 | 14:45

Með soninn í „kerru"

Undarleg sjón blasti við bæjarbúum í miðbæ Ísafjarðar í gær þegar 105 ára gömul móðir ýtti sextugum syni sínum um bæinn í „kerru". Þar voru á ferðinni elsti Íslendingurinn, Torfhildur Torfadóttir og Torfi Einarsson sonur hennar. Þetta kemur fram á fréttavefnum BB.

Það er svo sem ekkert undarlegt við það að sjá hana Torfhildi
labba um bæinn, í mörg ár var hún bara með göngugrindina
sína, en eins og sonur hennar hann Torfi segir þá sér hún orðið
illa og einnig gott að hafa hjólastólinn til að setjast í til hvíldar.

Þau voru að bregða á leik fyrir BB og er það ekki alveg frábært
hugsið ykkur hún þessi elska er 105 ára.

Í mörg ár horfði ég á þessa yndislegu konu koma labbandi með
göngugrindina sína niður Silfurgötuna, hún var að fara að
heimsækja hana Dísu bestu vinu sína sem bjó við hliðina á mér
í Sundstrætinu þær fengu sér kaffitár saman og svo labbaði
Torfhildur tilbaka og það var nokkur leið sem hún þurfti að fara.

Það eru forréttindi að hafa verið samferða þessum konum.

 Torfhildur hefur verið þekkt fyrir mikla hreysti þrátt fyrir háan aldur og var m.a. reglulegur þátttakandi í kvennahlaupi Sjóvár þar til nú í ár.

Hugsið ykkur hreystina og viljann að gefast ekki upp, halda sínu
striki og klára sín verk.
Það mættu allir taka hana og Dísu vinu hennar sér til fyrirmyndar
Þær og margar aðrar eru konurnar og ef einhver ætti að fá
stórriddarakrossinn þá eru það þessar konur.

Ég ber mikla virðingu fyrir konum þessa tíma, og ég vona að fólk
læri mikið af svona frétt því hún er stórkostleg.

Lærum að taka lífinu eins og það er og fylla það kærleik.


mbl.is Með soninn í „kerru“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það byrjaði er ég var ung.

Það var nefnilega þannig að ég litla drollan er alin upp
í snobbinu, þegar ég er 2 ára missti ég ömmu mína í
móðurætt og tóku þau mamma og pabbi við að hugsa um afa
og yngri bróðir mömmu.

Afi var minn afi, og auðvitað hélt ég að hann mundi alltaf vera
til staðar fyrir mig, en nei hann sem auðvitað var skiljanlegt
náði sér í konu flutti heim til hennar og Bingó ég var búin
að missa afa minn, mikil sorg.
Konan hans átti þrjú börn sem ekkert gátu að þessu gert
heldur, þau voru búin að minna pabba sinn, en mamma var
alltaf, (afbrýðisöm eins og Fan), að reyna að vera flott í augunum
á þessu nýja fólki og ævilega setti út á mitt útlit (ég var 6 ára er
þetta gerðist) og eftir því sem ég varð eldri talaði hún um að ég
væri svona og svona og ég ætti að vera eins og Heba sem var
dóttir konu afa og helmingi eldri en ég, en það var náttúrlega
mamma sem réði því hvernig ég var klædd.

Fljótlega um tvítugt byrjaði ég að bæta á mig spiki og ætíð var ég í
því hlutverki að reyna að vera flottari og minnimáttarkenndin alveg
að fara með mig.
Ég var bara flott stelpa og var meira að segja beðin um að taka þátt í
kroppasýningu sem kom sko ekki til greina, en ég var falleg stelpa og
þurfti ekkert að vera með vanlíðan út af útliti mínu.
Þetta sagði hún Klingenberg við mig í gær.
Ég var reyndar búin að vinna mig út úr þessu nokkuð vel, en punkturinn
með Hebu sálugu sem alltaf var mér góð fór út í gær, henti honum í ruslið
Hann átti heima þar.

En svona til gamans þá er mamma ennþá að reyna að stjórna í því hvernig ég er
en ég segi henni bara mína meiningu, hún skilur þetta allt er hún fer handan glærunnar.

Annars er ég góð mér líður æðislega vel og ætla
að eiga flottan dag í dag, og þegar ég segi svona
þá meina ég það svo innilega.

Kærleik til allra
Milla
Heart


Þvílíkur dagur og kvöld.

Sko morguninn var yndislegur, og undirbjó ég mig vel
fyrir daginn sem ég vissi ekki hvernig yrði, en viti menn
eigi varð ég fyrir vonbrigðum.

Ég fór til hennar Klingenberg og vissi ekki hverju ég átti
von á, en hún miðlaði til mín því sem ég er búin að vera
að berjast við síðan ég var barnung, ég hef verið að vinna
með þessi mál en mundi svo margt er hún fór að tala um
þetta. okay búið mál og komið í ruslið.
Og hún sagði mér svo margt sem á eftir að gerast í
sambandi við mína heilsu, og mun ég segja ykkur frá því
er það gerist, en innan tveggja ára mun ég verða eins
og ný kona og munið það nú með mér.

Hún minntist á barnabörnin mín sem eru hér norðan heiða
og líkaði mér vel það sem ég heyrði.
Hún talaði einnig um mál sem ekki er hægt að greina frá
að svo stöddu, en mun gera það eftir því sem þau gerast.
Maður umflýr ekki örlög sín, en á ekkert að vera að velta
sér upp úr þeim dags daglega.


Það stórkostlegasta var partý í versluninni Töff föt en
eigandi hennar fékk þau hingað Klingenberg, Begga
og Pacas, þeir voru með námskeið í matargerð af ýmsum
toga, en í partýinu voru þeir að tala við og skemmta fólki
hún Sigga leifði fólki að draga spil eftir að hafa hugsað sér
eina ósk svo fengu allir heillastein þetta vakti svaka lukku
hjá ungum sem öldnum.
Við fengum æðislegt skemmtiatriði sem voru söngkonurnar
Ína Valgerður úr Idol og Bylgja, báðar héðan og við erum
afar stolt af þeim.

Kveikt var bál í tunnu á planinu fyrir framan búðina og ummað
fyrir góðu veðri fram að jólum og mörgu öðru, við dilluðum okkur
og hristum í kringum tunnuna.
Þetta partý byrjaði um 8 leitið og við fórum heim er allt var búið.

Nú er ég búin að gefa skýrslu og eiðsvarið get ég að á bleiku
skýi ég er, og hún Klingenberg er stórkostleg kona.


Líf (færa) fræði

              Heimskupör og trúgirni
                Jón Hjaltason.


              ,,Og er þetta þitt yngsta barn?"
Baldur Jónsson, læknir á Akureyri, við konu sem kom
á stofuna til hans með þriggja mánaða gamlan
son sinn.

                           Kakó

Kakó var umdeildur drykkur fyrst eftir að það tók að berast
til Evrópu. Markgreifafrú de Sévigné skrifaði dóttur sinni
bréf 1671 þar sem hún varaði hana við kakói;,,... Það valdi
langvarandi hitasótt sem leiði til dauða...".
Og Markgreifafrúin bætti við að vinkona hennar,,... sem þótti
gott súkkulaði, eignaðist dreng sem var svartur eins og Kölski
en sem betur fer dó hann rétt eftir fæðinguna."

                  Heiðarleiki er dyggð

Það var á þeim tíma þegar menn fylltu samviskusamlega út
skattaskýrsluna sínar að Reykvíkingur nokkur staðnæmdist
við dálkinn ,,Viðhald". Þótti honum skattayfirvöld ganga þarna
helst til of langt, en eftir smávegis umhugsun lét hann þó slag
standa og skrifaði skýrt og greinilega:
       ,,Rannveig Björnsdóttir, Ránagötu 7, 101 Reykjavík

Ja sér er nú hver heiðarleikinn, líklegast hefur honum ekki
fundist það óheiðarlegt að halda framhjá W00t
Annars er ég bara góð svaf eins og engill í alla nótt, vaknaði
við sól á kinn og fuglasöng eins og ævilega um sexleitið
teygði úr mér og fyllti mig orku og fann fyrir kærleikanum og
það er yndislegt.

Allt of margir vakna þungir á morgnana og ná sér ekki á strik,
en ef maður gefur sér aðeins tíma til að teyga sig og finna fyrir
lífinu og kraftinum sem í því býr þá er maður góður.

Sendi öllum kærleika
.
Heart


Kvöldsaga.

Sumir dagar fara öðruvísi en maður er búin að plana, en
rétt er ég var að enda við að sjæna mig til að fara til
Klingenberg, hringdi síminn og var það ekki Helga Dóra,
þessi elska að biðja mig um að færa tímann minn hjá
Klinku til morguns.
Nú það sem ég er vel hreyfanleg þrátt fyrir alla mína
yfirvigt, þá sagði ég auðvitað já við því.
fer á morgunn klukkan 12.30,
en ég var nú nokkuð vel búin að kalla til mín allar góðu
nornirnar mínar, svona mé til halds og trausts, geri það
bara aftur á morgunn. Gaman, gaman.

Nú í morgun áður en ég fór í sjæningu, þurrkaði ég af öllu
og gerði fínt síðan tók Gísli æði með róbótinn og þvotta-
moppuna, fórum síðan að versla, tókum Viktoríu Ósk sem
var í búðinni hjá mömmu sinni, versluðum, náðum í Aþenu
Marey og svo heim.

Veðrið var yndislegt bara of heitt fyrir mig, Viktoría Ósk mín
vökvaði beð og potta, afi í sólbaði, en Aþena Marey horfði
á eina spólu því hún var þreytt eftir leikskólann, þessi elska.
Borðuðum síðan saman í kvöld, Hakk, speghetti og brauð.

Set hér inn eitt afar fallegt ljóð

eftir Magnús Ásgeirsson

         Hafið


Hafið er blátt
um hljóðar nætur
Djúpið blundar
við bergsins rætur.
Kyrrt sem örlög,
en aldrei breytast.
blátt sem augun,
sem ég elska heitast.

Það er svo margt,
sem marinn dylur.
Hver vík er breið,
sem viniskilur.
Köld er hjartans
heimaströndin
sem annarsstaðar
á óskalöndin.

Hafið er blátt
um hljóðar nætur.
-- Í lágnættiskyrðinni
ljóðið grætur.--
En allri gæfu
þeir aldrei týna,
sem gefa djúpunum
drauma sína.


Góðar stundir.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.