Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2012
Hugleiðing VI
8.11.2012 | 11:24
Umræðan við fólk um það sem ég er að skrifa er stundum þannig að ég kem af fjöllum sem er kannski ekkert skrítið því fólk les eigi allt það sama út úr skrifum annarra, en þar sem ég er að skrifa um sjálfan mig ætla ég að úttala mig um mína skoðun og upplifun á hinum ýmsu málum.
Til dæmis er ég var lítil þá var ég ekki að gera mér grein fyrir því að ég var að streðast við að fá viðurkenningu frá mömmu það er ekki fyrr en ég verð fullorðin og farin að búa sjálf að biturleikinn fór að gera vart við sig, hún sleppti mér ekki, hélt áfram náttúrlega í góðri trú um að ég væri bara ekki fær um að raða inn á mitt heimili sjálf, hún raðaði öllu upp, hengdi upp myndir, málaði stofuna eftir sínu höfði og ef ég var búin að breyta næst er hún kom þá lagaði hún það aftur eftir sínu höfði, ég er ekki að segja að hún hafi ekki verið smekkkona það var hún, en þetta var mitt heimili og ég vildi ráða þar sjálf.
Verð að taka það fram að engin var betri en hún og pabbi þegar mig vantaði hjálp hvort sem það var að sauma gardínur eða elda mat í fermingarveislurnar og þetta gerði hún fyrir okkur öll.
Eins og ég hef sagt áður þá ólst ég upp í góðum efnum og yfirleitt var allt í lukkunnar velstandi heima hjá mér, það þótti fínnt á þeim tíma að reykja og drekka svo ég tali nú ekki um veislurnar, spilakvöldin, kaffiboðin og margt annað og alltaf var reykt og drukkið, auðvita endaði þetta á að pabbi minn fór að drekka of mikið og gerði það í mörg ár, en hann var alltaf svo mildur og góður og drakk bara á leiðinni heim úr vinnunni og dó svo yðulega inni í rúmi, hann var afskaplega sérkennilegur alki, hann hætti svo þessu rugli fór í 10 daga meðferð og bragðaði aldrei vín á ævinni meir, en þau ert bæði farin pabbi minn og mamma.
Sem sagt mér fannst ég ekki eiga erfiða æsku þó í raun hafi hún verið tilfinningalega erfið, en ég uppgötvaði það löngu síðar.
Það er talað um að ég hafi verið dugleg að koma mér út úr þessu ástandi, gat það vegna þess að ég er svo góð kona, #$%&/(&%$"#$% datt óvart á hausinn, skil ekki svona setningar, ég átti ekkert bágt miðað við margar aðrar konur hafði ég það bara fínnt, það var ekki fyrr en eftir 23 ára aldurinn sem ég fór að berjast við ofbeldi af slæmum toga.
Ég var svo lánsöm að fæðast með létta lund og kærleik í hjartanu mínu, dugnaðurinn hjá mér kom bara að því að ég var svo frek þó ég gæti ekki notað frekjuna á rétt mál þegar ég þurfti á því að halda ekki fyrr en mörgum árum seinna.
Að vinna sig upp úr erfiðleikum er að sjálfsögðu afar erfitt þegar ofbeldið er algjört bæði líkamlegt og andlegt, þar þarf dugnaður að koma til og ég vil meina að hann komi með ást, ást á einhverjum, manni, börnum, barnabörnum og eða einhverjum sem laðar fram ástina í mér, það var það sem gerðist hjá mér, var að verða fimmtug og eignaðist mín fyrstu barnabörn það bjargaði lífi mínu og ég varð ástfangin af lífinu.
Þegar ég lít til baka þá veit ég að aldrei hef ég fundið sanna ást nema frá börnum, barnabörnum og afar fáum kærum vinum. Að finna sanna ást er afar sjaldgæft.
Í Hugleiðingu V var ég bara að tala um árin mín til 18 ára.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Hugleiðing V.
4.11.2012 | 17:53
Búin að vera að hugleiða það lengi hvort þetta hafi ekki haft áhrif á mig sem barn og það hvernig ég leifði fólki að koma fram við mig, veit að það er þannig bæði með mig og önnur börn, það er nefnilega þannig þegar þú streðast endalaust við að fá þó ekki væri nema smá kærleika frá þeim sem þú elskar og færð aldrei það sem þig vantar þá um leið og einhver veitti mér athygli varð sá hinn sami vinur minn, eða sko sem ég áleit vera vin minn, man er ég var um ellefu ára, það var gamlársdagur ég hitti konu sem við fjölskyldan þekktum hún vældi og skældi um það að sér mundi leiðast svo mikið um kvöldið að hún vissi ekki hvernig hún færi að, nú ég var fljót til og bauð henni að koma til okkar hún varð svo glöð, en ég vissi svo löngu seinna að hún spilaði á tilfinningar mínar, það var nú ekki málið heldur var það að ég fékk endalausar skammir fyrir að bjóða þessari konu heim, sem sagt ég var að gera góðverk í sakleysi mínu en fékk bara endalausar skammir í staðin fyrir úrskýringar á því af hverju ég átti ekki að bjóða henni heim.
Táningsárin Humm fermdist, en það var ekki mín ferming mamma réði öllu, í veislunni var opin bar, reykt í öllum hornum og hljómsveit sem spilaði fyrir dansi þessi stjórnsemi var óþolandi, særandi og óhafandi en ef ég sagði eitthvað var það bara rugl, ég vildi nefnilega hafa veisluna heima hjá ömmu og afa þau voru búin að bjóða það. Skal segja ykkur að ég held að karlmennirnir á þessum árum hafi haldið að það væri allt í lagi að segja hvað sem er við mig, kreista mig aðeins og klípa, fyrirgefið eftir því sem árin líða og umræðan verður opnari verð ég reiðari og reiðari út í þennan skrípaleik sem var í gangi á þessum árum siðleysið var algjört á svo mörgum sviðum.
Eftir skilduna í skólanum fór ég í Lýðháskóla til Svíþjóð mikil ósköp það var rosa gaman, en á þessum tíma voru einu samskiptin bréfaskriftir og mér fannst ég aldrei fá bréf frá þeim sem áttu að láta sig varða um mig ég var bara þarna, kom heim um vorið til að vinna út aftur um haustið.
kom heim síðan út til London að fullnema mig í ensku en kom heim fyrir jólin því ég var svo ástfangin og þá fékk ég skammir aldarinnar.
Það sem ég lærði af þessum árum til tvítugs var að það var næstum engum að treysta í hvorki einu né neinu. þessi 50 ár sem eru liðin síðan þetta var tala ég kannski nánar um síðar er svo sem aðeins búin að ímpra á þeim í gegnum árin mí á þessu bloggi.
Stjórnsemi, ofbeldi af öllu tagi, mannvonska, fyrirlitning og lygar allt þetta hef ég leift fólki að bjóða mér upp á og hvernig stendur á því að svona skrímsli eru til?
Held ég viti svarið, þetta er uppeldistengt, börnin eru alin upp við að mega sýna fólki allt það sem ég hef talið upp svo kæru foreldra þið sem eigið ung börn snúið við blaðinu og alið upp ungviðin ykkar upp í góðum siðum og fallegu málfari, þið sem haldið að þetta komi ekki fyrir hjá ykkar börnum gleymið því þetta kemur fyrir hjá öllum börnum.
Auðvitað verðu eitthvað til þess að maður fer að rifja upp sorann og ég ákvað að losa mig við smá af honum núna og geri það með góðri samvisku bæði gagnvart sjálfri mér og öðrum. Fer ekkert yfir þessi orð mín, kannski mundi ég hætta við.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)