Bloggfærslur mánaðarins, mars 2012
Hefur nokkur heyrt þesslega frétt áður
13.3.2012 | 08:46
Jú ég og margir aðrir sem eru orðnir dauðleiðir á svaka fréttum um þetta og hitt sem er alveg að koma og á að skapa atvinnu hjá okkur norðan heiða, hvað gerist svo?
Það sem gerist er að stjórnvöld, (við skulum segja hver sem þau eru) koma í veg fyrir framkvæmdir með einhverju rugli og bulli, engin áhugi á að koma upp atvinnuvegi í Norðurþing, merkilegt, en það er ætíð talað um ( á fundum og öðrum hitting hjá stjórnvöldum og heimamönnum) að það þurfi að koma eitthvað annað en verið er að tala um hverju sinni, allir vita nú hvaðan sú setning kemur hún er nefnilega búin að vera fræg í nokkuð mörg ár. Stjórnvöld eru búin að hafa nokkur ár til að finna þetta annað fyrir okkur, en eru ætíð að minnast á það sem er þegar komið Það er ferðamennskan og allt sem henni tilheyrir, sem er mikill sómi af, en engin lifir af henni allt árið.
Skora á alla sem þurfa að koma að þessum málum hvort sem það verður Állinn eða Kísilkúrinn að landa þessu, nú annars flytja margir í burtu.
Viljum fara að búa til störf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Datt í myndirnar mínar
11.3.2012 | 16:02
Það er virkilega gaman að detta niður í gamlar myndir og rifja upp gamla tíma, samt er aldrei hægt að setja á blað tilfinningarnar, gleðina og svo margt annað sem maður upplifir.
Við í Réttó fórum í skólaferðalag er við vorum að klára annan bekk, sem þá hét svo fór maður í gaggó eða í landspróf, fórum vestur í Stikilshólm og ég gleymi aldrei þeim áhrifum sem ég varð fyrir, náttúran var svo mögnuð og Breiðafjörðurinn stórkostlegur með öllum sínum eyjum.
Því miður eru margar myndir sem ég tók ónýtar, en hér koma nokkrar.
Við erum sko flott, það var engin í ljótum jogging-galla á þessum
árum
Frá vinstri, Hannes, Hjálmar, Gulla Og ég, erum að borða ís
Þetta eru sko rútur í lagi með pluss-sætum (dúnmjúkum)
Svona var maður liðugur, sjáið mokkasíurnar, hvítu sokkanna
og svo var leðurjakkinn minn blár, ég var sko algjör gella
Ég Skari og Gulla á efstu myndinni, Skari Gulla og Hannes, Skari og
Hannes með Gullu á öxlunum, sitjum í brekkunni fyrir ofan höfnina
Þetta var æðislegt ferðalag man sérstaklega eftir einu afar fyndnu atviki,
einn kennari sem var með afbrygðum leiðinlegur, gekk ætíð með hatt,
það var smá gola er við sigldum út fjörðinn um kvöldið og auðvitað fauk
hatturinn af manninum okkur til ómældrar ánægju.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hvað réttlætir ofbeldi, ekkert.
6.3.2012 | 19:44
Ég geri mér alveg grein fyrir því að fólk ert sært, reitt, bugað og veit ekkert hvað það á að gera, en fyrirgefið er ofbeldi lausnin, nei þið sem jafnvel hafið hugsað ykkur að framkvæma ofbeldi af einhverjum toga, endilega ekki því það bitnar bara á ykkur sjálfum þið fáið dóma og fólkið ykkar er enn ver sett en áður.
Ég er sjálf í þessum pakka þannig að ég skil, en tók ákvörðun um að halda þetta út það er ekki auðvelt, en skal takast á endanum.
Ég er sammála Þór Saari að það vantar nýja stjórn, en vona að hann komist aldrei til valda á okkar háa Alþingi
Hann segir.
Hér á landi hefur smátt og smátt verið að byggjast upp ákveðið ástand, ástand örvæntingar, vonleysis og reiði sem hjá þúsundum manna er komið á hættulegt stig, ástand sem mun ef svo fer sem horfir sennilega hafa áframhaldandi ofbeldi í för með sér.
Engin talar svona til fólksins, málin eru viðkvæm fólk búið að missa allt og getur varla brauðfætt börnin sín, svo ég tel það ekki rétt að ýta undir ofbeldi hjá fólkinu.
Ég vil fá kosningar og það strax
Árásin kemur Þór ekki á óvart | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Brosti í kampinn
1.3.2012 | 08:53
Ekki að ég væri að gera grín af náttúruhamförunum, alsekki, en fannst það skondið að við norðanmenn og sunnanmenn skildum hristast saman þó eigi hafi ég fundið neinn hristing búandi á Húsavík en er stödd núna í Reykjanesbæ, en skjálftarnir fundust víst á hvorugum þessara staða.
Kom upp í huga mér hvort það væri verið að hrista N & S menn saman svo þeir mundu fara að leysa þau brýnu mál sem liggja fyrir að gera, nei nei ég er alsekki að setja út á menn/ konur hvað þá að segja að allir séu ekki að gera sitt besta og guð hjálpi mér ef ég væri að bera það á borð að fólk væri að skara að sinni köku til að halda í stólanna,Hvaða stóla, Humm????????????????????? og að þeir sem enga stólana eiga komist hvorki lönd né strönd fyrir þeim sem eiga stóla, tel samt að ég og aðrir landsmenn eigi þessa umræddu stóla hverjir svo sem þeir eru.
Náttúruhamfarir eru ekkert grín og jarðskjálftar gera að sjálfsögðu ekki út um nein mál, en vonandi fara stólamenn að huga að alvarleikanum hjá fólkinu í landinu.
Svo vona ég til guðs að ekki komi til alvarlegri hamfara, en árið er ekki búið, bara rétt að byrja
Fáir eftirskjálftar í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)