Eldgosið í okkur sjálfum

Mér kom í hug í morgun er ég borðaði AB mjólkina mína, þetta með eldgosið í okkur sjálfum, tengdi það  öðrum eldgosum sem er eðlilegt, því þetta er næstum eins, nema að hjá okkur eru engir hjálparsveitamenn, lögregla eða aðrir sem hjálpa eða stjórna, nema að við viljum og skiljum þá hjálp sem við frá okkar æðra mætti fáum, ef við biðjum um hjálpina.

Eldgosið í mér er þannig að það kraumar og kraumar, getur kraumað í mörg ár áður en það springur út með tilheyrandi tilburðum, hjá mér getur það verið allt frá því að ég bara hætti að tala við þann sem olli krauminu, þurrka þá persónu út, þekki hana ekki meir, þetta er mér afar auðvelt, eða að ég truflast úr reiði, en reiðin hækkar ekki tóninn í röddinni heldur verð ég sykursæt, ákveðin og ofar öllu diplómatísk, en hættuleg verða orð mín, svo að eins gott er fyrir þann sem situr á móti mér að segja ekki orð, enda búið að krauma í mörg ár, "Jafnvel"

En svo merkilegt sem það er þá verður aldrei gos út í þá sem ég þekki  lítið sem ekki neitt þó þeir geri mér eitthvað, það fólk er bara eitthvað veikt og getur ekkert að þessu gert, kannski er óttinn mikill í þessu fólki tek fram að ég er ekki að meina neinn sérstakan, það eru svo margir í þessari stöðu.

Nú svo eru það snöggu gosin, þá breytist ég í könguló sem bíð eftir tækifæri á að hremma bráðina setja hana niður á stól og hún skal hlusta og svara fyrir sig, en svo merkilegt hvað minnið hverfur hjá sumum og ekkert verður úr að játa ranglætið, eða að sökudólgurinn er bara minnislaus, siðlaus, sjálfselskur fram úr hófi, kann ekki tillitsemi sambúðar og lengi mætti telja, verst er að allt er öðrum að kenna, aldrei hægt að vera hreinskilinn.

Svona lagað er náttúrlega bara í mínum höndum að laga og varla verður það gert með öðru en aðgerðum, en verst er að þær skiljast ekki heldur.

Þá kem ég að hjálparsveitamönnunum, þessum yndislegu strákum, en mínir eru af öðrum heimi
og koma mér til hjálpar er karma mitt  er tilbúið að sleppa eða ég er laus við óttann, óttann sem við öll höfum og merkilegt hvað við vinnum seint úr honum, það er nefnilega hægt.

Lífið er yndislegt og ég er ástfangin í því.InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

  sama hér

Ásdís Sigurðardóttir, 6.4.2010 kl. 14:42

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Knús til þín dúllan mín

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.4.2010 kl. 14:58

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Flott færsla hjá þér Milla mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.4.2010 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband