Bara einn af mörgum þessi biskup

Maður fyllist sorg er maður les um svona lagað, þetta er hræðilegur glæpur að beita börn kynferðislegu ofbeldi, tel að þessi perri hafi beitt fleiri drengi ofbeldi, varla hefur óeðlið hrunið af honum eftir þennan dreng. Versta við þetta er að  í öllum löndum og út um allt viðgengst viðbjóðurinn, nú ekkert skrítið þolandinn þorir ekki að segja frá.

Eftir að Adresseavisen hafði ítrekað spurst fyrir um málið kom staðfesting í gær um raunverulega ástæðu þess að biskupinn var látinn víkja. Nefnd í Vatíkaninu, sem lýtur stjórn Joseph Levada, ákvað þá að svipta hulunni af málinu

Tími til komin að Vatíkanið fari að taka ábyrgð á sínum mönnum, en ekki ávalt reyna að fela ósómann.

Bætur laga ekki neitt, en sjálfsagt að borga fólki bætur, en mikið hrikalega eru þær skammarlegar.

Kærleik á línuna
Heart
mbl.is Norskur biskup beitti ofbeldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er tími til kominn að loka á þetta batterí; Þú hefur kannski tekið eftir þvi í gegnum tíðina að kirkjan hefur verið að lofa að taka á þessum málum í marga ÁRATUGI... það eina sem þeir gerðu var að hjálpa prestum að sleppa undan réttvísinni.

Ég vona að páfinn verði handtekinn þegar hann heimsækir eitthvað land... ef ekki þá eru menn vitleysingar

DoctorE (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 09:09

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já DoctorE ég hef tekið eftir þessu öllu og kirkjan lofar öllu fögru en vinnur svo bara að sínum málum, en auðvitað verður páfinn ekki handtekinn, hann hefur ekkert gert

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.4.2010 kl. 09:52

3 identicon

Páfinn er einmitt mest sekur af öllum, það var hann sem var forsprakkinn að allri yfirhylmingunni... þetta gerði hann í marga áratugi.. og var síðan verðlaunaður og gerður að páfa.

Hann gerði ekki ekki neitt.. hann gerði allt til að ógna fórnarlömbum og fjölskyldum þeirra.

DoctorE (IP-tala skráð) 7.4.2010 kl. 13:36

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þú verður nú að fara að fatta kaldhæðnina í mér kæri DoctorE

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.4.2010 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband